Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 4
4 LAUGARÐAGUR 22. JÚNÍ 1991. Fréttir Nánast engar eignir eftir upp í skuldir forsvarsmanna Ávöxtunar sf.: Kröf ur í þrotabúin nema rúmum hálfum milljarði - af 170 kröfuhöfum eru flestir kaupendur Avöxtunarbréfa Skiptastjórar í þrotabúum Avöxt- unar sf., Pétiu-s Bjömssonar, Ár- manns Reynissonar og Hjartar Niels- en hf. hafa nýlega sent dreifibréf til aUra kröfuhafa um stöðu þrotabú- anna. Þar kemur fram að heildar- kröfur námu röskum 550 milljónum króna. Forgangskröfur og veðkröfur upp á tæplega 31 milljón króna hafa þegar veriö greiddar. Það sem eftir stendur af eignum þrotabúsins nær aðeins 37 milljónum króna. Af þeirri upphæð, sem eftir er, átti hlutafélagið Verðbréfasjóður Ávöxt- unar kröfu á um 160 milijónum króna. Kröfuhafar eru um 170. Flest- ir þeirra eru fyrrverandi viðskipta- vinir sem keyptu svokölluð Ávöxt- unarbréf á sínum tíma. Einnig er um að ræða kröfuhafa sem forsvars- menn Ávöxtunar sf. vora í öðrum viðskiptum við. Lokkuðu og blekktu almenning Ákæra á hendur Pétri og Ár- manni, fyrrverandi meðeigendum, er til meðferðar í Sakadómi Reykja- víkur. Búist er við að dómsyfir- heyrslur hefjist í haust. Forsvars- mönnunum er meðal annars gefið að sök að hafa lokkað og blekkt al- menning til viðskipta við sig og hag- nýtt sér og fyrirtækjum sínum fé úr verðbréfasjóðum Ávöxtunar sf. með auglýsingum á árunum 1987 og 1988. Þar var háum vöxtum lofað umfram Forsíða á auglýsingabæklingi frá Ávöxtun sf. árið 1988. verðbólgu. Ákæruvaldiö telur að mönnunum hefði ekki átt að dyljast að þeir gætu ekki staðið við loforð um 12-15 prósent ávöxtun umfram verðtryggingu. Mennimir eru ákærðir fyrir að hafa brotið lög um viðskiptabanka, verðbréfamiðlun, bókhald, hlutafé- lög, löggilta endurskoðendur og óréttmæta viðskiptahætti. í ákæru- skjah ríkissaksóknara segir að bók- hald fyrirtækjanna hafi verið mark- leysa ein. Endurskoðandi fyrirtækis- ins er ákærður fyrir að hafa ásamt Pétri og Ármanni staðið að rang- færslum á ársreikningum 1987 og ofmeta tekjur og eignir til að leyna skuldastöðunni. í ákæruskjali er tal- inn upp fjöldi eigna sem taldar voru ofmetnar að hluta eða öllu leyti. Rík- issaksóknari taldi að reikningsskil fyrirtækisins hefðu verið til þess fall- in að villa um fyrir Bankaeftirhti Seðlabanka íslands og viðskipta- mönnum, svo og almenningi, um efnahag félagsins og rekstraraf- komu. Hagnýttu sér fjármuni í einkafyrirtæki sitt Pétur og Armann eru auk þess ákærðir fyrir að hafa hagnýtt sér fjármuni í ávinningsskyni frá Verð- bréfasjóði Ávöxtunar og notað þá í þágu einkafyrirtækis síns. Mennim- ir eru sakaðir um að hafa valdið fólki, sem keypt hafði hlutdeildarbréf í verðbréfasjóðum, fjártjóni. Ríkis- saksóknari ákærir Armann einnig fyrir að hafa skotið undan málverk- um af heimili sínu skömmu áður en hlutafélagið var lýst gjaldþrota - komið málverkunum í geymslu og leynt þeim þar til bústjóri þrotabús hans fékk vitneskju um þau. Kröfu- höfum í þrotabúið nýttist því ekki verðmæti málverkanna. Þetta voru samtals 37 málverk. Ákærðir fyrir fjársvik Forsvarsmenn Ávöxtunar sf. eru auk framangreinds ákærðir fyrir fjársvik ásamt fyrrverandi stjómar- formanni og framkvæmdastjóra Kjötmiðstöðvarinnar hf. Árið 1988 seldu mennirnir fyrirtækið Veitingá- manninn sem var deild í hlutafélag- inu. Fyrir afhendingu vora allar eignir á ábyrgð seljendanna. Menn- imir era ákærðir fyrir að hafa leynt kaupendunum því að hlutafélagið hafði ekki eignarrétt á ýmsum áhöld- um, svo sem grænmetiskvöm, gufu- suðupottum, rekkum og grindum. Samkvæmt innkaupareikningum nam verðmæti áhaldanna röskum tveimur milljónum króna. í þessu sakamáU er þess krafist að Pétur Björnsson verði sviptur leyfi til verðbréfamiðlunar og Reynir Ragnarsson verði sviptur leyfi til endurskoðunarstarfa. -ÓTT Rangir próflyklar notaöir viö bókleg ökupróf: Náði ökuprófi en var samt felld „Ég fór með tvo nemendur í bók- legt próf um daginn sem ekki er í frásögur færandi. Annar nemand- inn komst í gegn en hinn, stúlka, féU. Ég fór aö spyijast fyrir um í hveiju mistökin hefðu legið þar sem mér fannst mjög skrýtiö að stúlkan skyldi faUa. FalUð kom aUs ekki heim og saman við það sem stelpan sýndi í mínum verkefnum og yfirferð með henni á námsefn- inu. Einn prófdómari sýndi mér próf stelpunnar og ég sá næstum strax að henni höfðu verið gefnar 4-5 viUur fyrir rétt svör. Hún haíði aUs ekki falUð. Ástæðan var að prófdómaramir notuðu rangan svarlykil, sem lagður var yfir krossaprófin, þannig að svörin komu rangt út hjá henni,“ sagði Sigurður Gíslason ökukennari í samtaU við DV. Sigurður hefur kennt á bU í Reykjavík í 20 ár. Hann er einn fárra sem ekki hafa annan starfa en ökukennslu og hefur fylgst náið með þeim málum í nágrannalönd- unum. Umrætt atvik, þar sem nemandi var feUdur án þess í raun að faUa, var reyndar leiðrétt hjá ökuprófun- um. Að sögn Sigurðar héldu menn því fram þar á bæ að þetta hefði verið einstakt tilfeUi. \ „Ég er alls ekki viss um það. Það parf að endurskoða þessi próf mjög gaumgæfilega, fá menn með þekk- ingu tíl að skoða prófin og athuga hyað sé þama á ferðinni. Á sama hátt og nemendur, sem hafa í raun náð prófinu, eru feUdir getur alveg eins verið að þeir sem í raun hafa falUð hafi náð ökuprófum. Þetta hefur ekki verið athugað af neinni alvöra. Guðni Karlsson, deUdar- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, fór inn í ökupróf og tók stikkprufu eft- ir að próflyklamir höfðu verið leið- réttir. Það era engin vinnubrögð. Það tekur ekki nema dagsstund að fara yfir próf langt aftur í tímann tíl að komast að því hvað verið hefur í gangi. AUt annað er hálf- kák.“ Sigurður segir að trúnaðarbrest- ur hafi alltaf verið í gegnum árin miUi ökukennara og ökuprófanna. Hafi prófdómarar aldrei vUjað sýna ökukennurum eitt né neitt varð- andi próf eða hvaða vUlur nemend- ur hafi gert. Hann gagnrýnir prófin almennt og bendir meðal annars á flókiö og þungt orðalag þar sem fágæt orð og orðasambönd komi fyrir sem nemendur ráði hreinlega ekki við og misskUji þannig nokkr- ar veigamiklar spumingar. Hafi lengi verið barist fyrir leiðréttingu á þessum hlutum en ekki gengið nema að því leyti að um tíma fengu fulltrúar ökukennara að lesa yfir próf og gera athugasemdir við orðalag. „Erfiðum spumingum hefur sumum verið kippt út i stað þess að laga þær og í heUd sinni era bóklegu prófin í raun aUt of létt. Það er hneyksU að þetta skuU ekki vera tekið í gegn og unnið á fagleg- um granni. í dómsmálaráðuneyt- inu er aUt of lltið gert úr þessum pætti ökuprófanna." -hUi Það var mikið um að vera á Lækjartorgi i gær þegar hið árlega útiskákmót Skáksambands íslands fór fram. Fulltrúar 40 fyrirtækja tóku þátt. Hannes Hlífar Stefánsson, sem keppti fyrir Smíðajárn Guðmundar Arasonar, sigr- aði á mótinu og hlaut 6,5 vinninga af 7 mögulegum. í öðru sæti urðu Hótel Loftleiðir, keppandi Sigurður Daði Sigfússon, með 6 vinninga. í 3. og 4. sæti urðu Eimskip og Visa ísland með 5,5 vinninga. Keppendur fyrir þau fyrirtæki voru Helgi Áss Grétarsson og Þröstur Þórhallsson. Umhugsunartími í hverri skák var 7 minútur og voru kepptar sjö umferðir eftir Monradkerfi. Þetta var í 10. skiptið sem Lækjartorgsmótið er haldið. DV-mynd Brynjar Gauti Hlaup á Skeiðarársandi Einar R. Sig., DV, Önefum: Að kvöldi þriöjudagsins 18. júní var bjnjað að hlaupa á Skeiðarársandi í A-Skaftafellssýslu. Ekki urðu þó miklar náttúruhamfarir eins og venjulegt er í Skeiðarárhlaupum því að þetta hlaup var af völdum Fijáls- íþróttasambands íslands. Þetta var nefnilega Landshlaup FRÍ 1991 sem hófst í Reykjavík 17. júní. Hlaupið er dag og nótt og áætlað er að loka hringnum í Rvík 27. júní. Markmið hlaupsins era að kveikja og efla áhuga ungra sem aldinna Is- lendinga á almenningsíþróttum og að kynna FRÍ og tengja það traustari böndum við sambandsaðila sína um allt land. Að sögn Guðmundar Gísla- sonar, fulltrúa Trímm-nefhdarinnar í hlaupinu og Halldóra Gunnarsdótt- ur, starfsmanns UMFÍ, hefur hlaupiö farið mjög vel af stað, veðrið hefur leikið við þátttakendur og ýmsar skemmtilegar uppákomur hafa orðið á leiðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.