Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991. 21 Helgarvísur Sveitaskáld og ættarhöfðingi Tnw 1 OOfl 1Í101 KaaAI aa wv aTi nilvmil L nrtnv* Vll nnvv n T Lnvv nlrnmmlnw LvvnTT n n Linrrr \Tlínv» LínMÍn nniiw Lltr Jón Hinriksson 1829-1921, bóndi og skáld á Helluvaöi við Mývatn, þrí- giftur. Kunnust barna hans voru Jón, alþm. frá Múla, og Sigurður, skáld og bóndi á Amarvatni, hálf- bræður. Eftir Jón komu út 1909 Ljóð- mæh, 352 þéttprentsíður, álíka mikið óprentað. Nú mun hann varla í skáldatölu en ágætlega orðhagur og hagmæltur. Meðal afkomenda hans var Árni, alþingismaður og ritstjóri, sem kenndi sig við Múla. Faðir, og afi Áma, voru kunnir þjóðmálaskör- ungar og a.m.k. annar þeirra ráð- herra. Sonur Árna Jónas, rithöfund- ur og blaðamaður, sat lengi á þingi og þá er eftir að telja Málmfríði þing- og forystumann Kvennahstans, og ef ég fer ekki villur vegar er Jón Sig- urðsson, fyrrverandi og núverandi ráðherra Alþýðuflokks, einn af af- komendum Jóns Hinrikssonar. Sjálf- ur mun hann að mestu hafa látið sér nægja að sinna sýslu- og hreppsmál- um í heimabyggð sinni, en virtur þar og víðar sem skáld og gáfumaður. Afkomendur hans eru gott dæmi um hve margir afburðamenn geta átt ætt sína að rekja í beinan ættlegg til sama manns notist honum vel þær konur sem auðnan velur honum til meðhjálpar. Nú fer sem áður að ég tek ekki sýnishom úr ljóðum hagyrðinga og skálda önnur en þau sem falla undir tækifæriskveðskap og ort undir fer- skeyttum háttum. í þessari bók Jóns Hinrikssonar eru yrkisefnin margs konar og kveðið með ýmsum hætti. En því hátíðlega sinni ég ekki, held mig við dægurmál, veður og dýr, einkum hesta. Stökur Þó að mæðu báran breið brýrnar láti síga, skal ég fram á lífsins leið léttum sporum stíga. Síst er vönduð sigluskel, svolgur á böndum eljar. Dýrðarlöndin dylur él, dimmt er á ströndum heljar. Lægir óðum lífsins byr, langsemd amar geði. Áður sat ég sjaldan kyr, þá sóttu aðrir gleði. Lengi mér til gamans gól, geðjast nokkur hljómur. Nú eru brostin bragatól og bráðum horfinn ómur. Vormorgunn 1901 - brot Víða liggja lífsins spor, lýsa snild og festu. Þetta er svo indælt vor. - Eitt af hinum bestu. Gullna lokka út við ál árdagssóhn greiðir. Stiklar dögg við brekkubál, blærinn angan leiðir. Morgunkyljan hýr og hrein, hægt við gluggann difar, biður vaka víf og svein, vöggu blómsins svifar. Ofið er gull í eyjaband, eygló hst þá kunni. Kankvís báran kaldan sand kyssir votum munni. Straumar spinna efni óðs, óma vært og lengi, sem þá mjúkir fingur fljóðs fara um gitarstrengi. Brúðkaups sælu bliki og önd byrja á lygnum straumi. Fyllir ómur loft og lönd lóusöngs af glaumi. Úr bréfi th vinar á fyrsta ári aldar- innar. Hugurinn sjaldan háfleygur, hitti í alda geimi, sálartjald þitt, Sigurður, suður í Baidursheimi. Fjalla unnin fagurtær fijófgar runn og lendur, móti sunnu hhðar hlær, hús á grunni stendur. Hjaðni mæða, hörfi stríð, hlotnist gæðafengur, sárin græöi sólrík tið, svo þau blæði ei lengur. Vina minna ef kemst í krans, kasta ég sinnis mæði. Tryggð er kvinna kærleikans, kosti vinna bæði. Einn í þrenning ertu mér, aldrei rennast lætur. Mundir spennir þökk að þér, þureyg enn sem grætur. Tvær stökur Láttu heimur, líka þér lán, sem melir granda. En virtu eins og verðugt er, viðfang göfugs anda. Þó að sértu stundum stygg, stúlkan góða, smáa, Vísnaþáttur Jón úr Vör af þér skemmtan þrátt ég þigg, þegar ég umgengst fáa. Jón Sigfmnsson var verkamður á Seyðisfirði, f. 1902, og birtust vísur eftir hann í safninu Aldrei gleymist Austurland, sem Helgi Valtýsson safnaði th og út kom 1847. Eg er ókunnugur á þessum slóðum og veit ekkert um það hve lengi þeir hafa lifað sem þar lögðu th efnið. Gaman væri nú að eiga sér sjálfboðaliða af þeim slóðum. Með hjálp slíkra manna, eins eða fleiri, væri hægt að gera betri þætti og haga verkum sín- um öðruvísi. Þakklátur væri ég ef mér bærust línur sem víðast af land- inu, því fleiri stökur gætu þá komið síðar, og skhmerkhegar frá höfund- unum sagt, lifa þeir enn, hver veit dánarárið? Hér eru vorvísur Jóns: Vonin bjarta vaknar ný, vorsól skarta lætur. Yljar hjarta ástin hlý eftir svartar nætur. Lækir falla létt úr hhð, lautir fjalla gróa. Vekur alla vorsól blíð, vermir hjalla’ og móa. Kvakar lóa kát í mó, kúrir spói í leyni. Drengir róa um saltan sjó, sefur tóa und steini. Guðrún hét dóttir Páls Jónssonar skálda, uppi á síðustu öld, og átti heima í Vestmannaeyjum og viðsveg- ar um Suðurland. Hún var forn í skapi og skáldmælt, eins og hún átti kyn th. Hér er vísa eftir hana. Illt er margt á ýmsa hhð, ekki er lífið beysið, en bágast er að búa við bölvað kaffheysið. Jón úr Vör Sýndu hug þinn með sheyti Að fá heillaóskaskeyti er alltaf jafn ánægjulegt og sýnir hlýjan hug sendandans. Nú eru komin ný heillaóskaskeyti frá Pósti og síma með fallegum og lifandi myndum sem gleðja augað. Láttu okkur koma heillaóskaskeyti til vina þinna og ættingja. Afgreiðsla á öllum Póst- og símstöðvum og í síma 06. PÓSTUR OG SÍMI Við spörum þér sporin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.