Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 52
T T OTI Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Ðreifing: Sími 27022 Frjalst,oháð dagblað LAUGARDAGUR 22. JÚNl 1991. Þýsk-íslenska: Ómarfékk 12 mánaða fangelsi - dómamir mildaðir Náðu 1. sætinu íslendingar eru í 1. sæti eftir 11 umferöir á Evrópumótinu í bridge sem nú stendur yfir i Killarney á Ir- landi. íslenska sveitin hefur 219 stig en Svíar fylgja fast á eftir með 218 stig og Pólverjar hafa 207 í því þriðja. Austurríkismenn voru lagðir að velli, 25-3, á fimmtudagskvöld og í gær vannst sigur á Svisslendingum, 25-5, en í gærkvöldi áttu íslendingar aö leika við Svía. í dag mæta íslendingar Tékkum og r Grikkjum en á morgun verður spilað við Ungverja og í 16. umferð situr sveitinhjá. -GRS LOKI Það er stundum dýrt að vera kattavinur! Hæstiréttur hefur mildað verulega dóm Sakadóms Reykjavíkur yfir Ómari Kristjánssyni, forstjóra og aðaleiganda Þýsk-íslenska, fyrir skattsvik og skjalafals. Ómar var í gær dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundið, og til greiðslu 20 milljóna króna í sekt. Verði sektin ekki greidd innan fjög- urra mánaða skal hann sæta fangelsi í 9 mánuði. í sakadómi var Ómar dæmdur í 15 mánaöa óskilorðsbundiö fangelsi. Guðmundur Þórðarson, fyrrverandi endurskoðandi fyrirtækisins, var dæmdur í þriggja mánaöa skilorðs- bundið fangelsi og til greiðslu 1 millj- ónar króna í sekt. Hlutafélagið Þýsk-íslenska var dæmt til að greiða röskar 33 milljón- ir króna í vangoldin opinber gjöld ásamt dráttarvöxtum frá 1988. Lög- tak fer fram í fyrirtækinu til trygg- ingar fyrir greiðslum. Rannsókn ríkisskattstjóraembætt- isins hófst árið 1985 en ákært var árið 1988. Ómar og Guðmundur Þórðarson, endurskoðandi fyrirtæk- isins, voru ákæröir fyrir stórfelldan skattaundandrátt. Rannsókn ríkis- skattstjóra á skattskilum og bókhaldi hlutafélagsins leiddi í ljós stórfelldan undandrátt á tekjum þess og eignum samkvæmt skattframtali sem skilað var 1985 fyrir árið á undan. Rann- sókninni var haldið áfram með að- stoð löggilts endurskoðanda sem Ómar Kristjánsson réð sjálfur í því skyni að upplýsa máhð. í uppgjöri endurskoðandans árið 1986 var sýnt fram á undandrátt. -ÓTT Lítill kettlingur faldi sig í mælaborði bils 1 tvo daga: Rif u bílinn sund urtilaðná kisa 4 bifvélavirkjar unnu í 10 tíma við að ná kettlingnum út „Við sáum kettlinginn fyrst á Keflavíkurveginum fyrir ofan 1 hifnarfjörð á þriðjudagskvöldið og ákváðum að taka hann með okkur - pínulítinn kolsvartan kettling, álika langan og höndin á mér. Við áttuðum okkur fljótlega á að hann virtist vera villiköttur. Hann beit, klóraði og hvæsti. Systurdóttir mín sleppti honum þá á gólfið en hann hvarf upp undir mælaborðið. Nær- staddur maður, sem kom, leitaði að honum en hann taldi að kettling-. urinn væri farinn. Á miðvikudags- morgun heyrðist mjálm. Við fórum þá með bílinn til bifvélavirkja sem tók allt í burtu, hanskahólfið, út- varpið og miðstöðina. Eftir nok- kurra klukkutima vinnu var hann sannfæröur um aö mjálmið hefði veriö ímyndun. Þegar maðurinn minn ætlaði að nota bílinn síðar um daginn sat kettlirtgurinn í aft- ursætinu aö narta í kartöfluilögur. Þegar hann skaust aftur í mæla- borðið fórum við að verða áhyggju- full,“ sagði Hugrún Jóhannesdóttir sem lenti í þeirri lífsreynslu í vik- unni að vera meö lítinn en grim- man kettling í felum inni í bíl sín- um í 2 sólarhringa. Það tók 4 færa bifvélavirkja tséplega 10 klukku- stunda vinnu að fá þann stutta út - fagmennirnir tóku þó ekkert fyrir fyrirhöfnina. „Á fimmtudagsmorgun var kettl- ingurinn þarna ennþá. Ég ákvað þá að fara til annars bifvélavirkja. Eftir þriggja og hálfs tíma vinnu var sá búinn aö taka útvarpið, hanskahólfið, miöstöðina, gír- stöngina og hreinsa nánast allt mælaborðið í burtu nema hraða- mælinn - en enginn kettlingur. Við ákváðum þá að fara á Toyota- verkstæðið. Þeir voru einstaklega liprir - tóku allt upp aftur og hraða- mælana lika. Þá kom loksins loppa 1 ljós. En kettlingurinn var svo stjörnuvitlaus að mennirnir urðu að nota grímur og hanska. Ég gat ekki hugsað mér að láta lóga honum svo óg setti hann í kassa meö mjólk og teppi í og skildi hann eftir á sama stað og ég fann hann fyrir ofan Haf'narljörö," sagði Hugrún. Hugrún fór aftur á staðinn í gær en þá var kötturinn á bak og burt: „Hann er nú mjög líklega kominn til mömmu sinnar og ég er mjög fegin." -ÓTT Það gekk mikið á þegar síðasta hönd var lögð á undirbúning fyrir opnun Perlunnar í gær. Úti um alla byggingu var fólk önnum kafið við að fægja, þrífa og snurfusa. Um miðjan dag í dag og á morgun gefst almenningi kostur á að kynnast Perlunni og umhverfi hennar á sérstakri fjölskylduhá- tíð. Almennir kvöidverðargestir komast hins vegar fyrst að í dýrðina annað kvöld. DV-mynd GVA Veörið á sunnudag ogmánudag: Breytileg eða vest- lægátt A morgun og mánudag verður fremur hæg breytileg eða vestlæg átt. Skýjað verður með köflum við norður- og vesturströndina en víðast léttskýjað annars stað- ar. Hlýtt verður í veðri að degin- um en fremur svalt að næturlagi. Hiti á bilinu 9-18 stig. Hundur fann hass í innan- landspósti Hundur, sem sérstaklega er þjálf- aður til að finna fíkniefni, fann hass í póstsendingu sem átti að fara með Arnarflugsvél frá Reykjavík til Pat- reksfjarðar á þriðjudag. Rúmlega 4 grömm af hassi reyndust vera í pakk- anum. Að sögn fíkniefnalögreglunn- ar hafa viðtakandinn á Patreksfirði og sendandinn í Reykjavík fundist og er málið upplýst. Lögreglustjóraembættið á Kefla- víkurflugvelli hefur nýlega fengið tvo fíkniefnaleitarhunda af labrador- kyni frá dönsku ríkislögreglunni og verða þeir notaðir við leit í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í framtíðinni. Þeir munu verða notaðir hjá tollgæslunni þar og annars staðar í þágu embætt- isins og samkvæmt óskum annarra lögregluembætta. Hundarnir munu verða teknir að fullu í notkun um næstumánaðamót. -ÓTT 1.290 milljónir í Perluna: Kostnaður um 30 prósent fram úr áæfiun Byggingarkostnaður Perlunnar á Öskjuhlíð á núverandi verðlagi er 1.290 milljónir króna. Það þýðir að byggingarkostnaður hafi farið alls um 30 prósent fram úr upphaflegri áætlun sem gerð var 1986. Meginskýringin felst í stærð veit- ingastaðarins sem er mun stærri en upphaflega var gert ráð fyrir. í mars var gert ráð fyrir að Perlan kostaði 1200 milljónir þannig að á síðustu þremur mánuðunum hafa um 90 milljónir bæst við kostnaðinn. Eig- andi ^erlunnar er Hitaveita Reykja- víkur sem er sjálfstætt fyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar. I samningi Hitaveitunnar og Brauðbæjar um leigu á Perlunni til næstu tíu ára er gengið út frá 4 pró- sentum af nettóveltu staðarins, heildarveltu að frádregnum virðis- aukaskatti, í leigu. DV reiknaði út í mars að heildarvelta á ári yrði um 400 milljónir, eða um 320 milljónir að frádregnum virðisaukaskatti, sem þýðir að Hitaveitan eða borgin fái 13 milljónir í leigutekjur á ári. ■ DV reiknaði einnig út í mars að það tæki heilan mannsaldur, eða 90 ár, að fá Perluna greidda til baka af tekj- um veitingarekstursins. Hins vegar mun Reykjavíkurborg hafa nokkur rekstrarútgjöld vegna Perlunnar, eins og viðhald og rafmagnskostnað vegna mikillar flóðlýsingar sem verðurviðbygginguna. -hlh ^0,BlLASr00/ ÞRÚSTUR 68-50-60 VANIR MENN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.