Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 13
> I > > ) ) I I > LAUGARDAGUR' 22. JÚNÍ 1991. sú að einkalífið verður ekki verðlagt. Það er farið að eilífu. Ég var mótfallinn því að ræða við fjölmiðla vegna þessarar myndar. Ekki af því að ég væri andsnúinn því eða hefði af því slæma reynslu. Stað- reyndin er sú að ég hef rætt svo mik- ið við fjölmiðla í tengslum við Dansa við úlfa að mér fannst að ég hefði ekkert meira að segja. Ég hefði kosið að rætt yrði frekar við Morgan Free- man eða Christian Slater. Ég hugsaði máhð og óttaðist að það yrði mistúlk- aö og sagt að ég forðaðist fjölmiðla eða sniðgengi þá. Staðreyndin er sú að mér finnst að ég hafl ekki neitt frumlegt að segja og mér finnst stundum orðið leiðiniegt að hlusta á sjáifan mig. Með frægðinni er líka allt orðið undir smásjá og oft er það misskilið sem ég segi.“ Þú ert með græn augu AUir ættu að hafa fengið sömu meðferð og ég. Ég hef fengið að sjá heiminn eins og ég hefði aldrei átt kost á ella. Fólk er þakklátt og opnar dyr sem frægöinni fylgja. Allir vilja heyra mann tala og hlusta á hug- myndir manns. Ég hef hitt fjölmiðla- menn, frægt fólk og stjómmálamenn. Foreldrar mínir og börnin mín hafa líka hitt þetta fólk og þau búa von- andi að þeirri reynslu. Heima reynum við að tala ekki um mig. Ég gæti endað með því að tala um mig allan daginn, enda er ég ekki án egós. Bömin mín koma mér niður á jörð- ina, enda em þau svo hávaðasöm. Fyrir þeim er ég bara pabbi en það liggur við að stundum haldi þau að ég búi í vögnum. Kvikmyndaleikur er góð atvinna og frábær leið til að hafa í sig og á en ég myndi ekki etja börnunum út í þetta. Það sem skiptir máli er hvemig þau eru og hvað þau vilja. Ég hitti Richard Burton í brúð- kaupsferðinni minni í flugvél fyrir 14 ámm. Hann hafði tekið öll sætin í kringum sig til að vera í friði. Eftir á að hyggja held ég að hann hafi ver- ið í þessari vél af ákveðinni ástæðu. Ég fór upp til hans þrátt fyrir aö hann vildi örugglega vera í friði. Ég horfði á hann í klukkustund og réð mér þá ekki lengur. Ég spurði hann hvort ég mætti spyrja hann ráða. 1-2 tímum seinna talaði hann við mig um tilfinningar leikara. Ég sagði honum að mér fyndist hann hafa haft það nokkuð erfitt í lífinu og að ég vildi ekki slíkt sjálfur þar sem það bitnaði ekki síst á fjölskyldulífmu. Hann sagði aldrei við mig: „Þetta er erfiður bransi, strákur." Hann leit bara á mig og sagði: „Þú ert með græn augu.“ Eg sagði ,já“. „Ég er hka meö græn augu. Þú ættir að gera þetta,“ voru þá hans orð.“ Erfitt að vera súperstjama Myndir Costners hafa verið mis- jafnar - sumar góðar og aðrar léleg- ar. Stundum hefur fjárhagshhðin gengið upp og stundum ekki. Hann virðist þó hafa fullt vald á ferh sínum og lætur engan segja sér fyrir verk- um. „Ég er mjög ánægður með margar af mínum myndum. Sumar hafa ekki sópað inn peningum en ég er engu að síður mjög ánægður með þær. Hvað varðar fullkomnun í leik veit ég ekki. En ég er t.d. mjög stoltur af Dönsum við úlfa. Listamaðurinn verður að stjórna sínum ferh en ekki láta umboðsmanninum það eftir. Of margir hstamenn láta umboðsmann- inn vera vonda manninn á sínum ferh, láta hann velja myndirnar o.s.frv. Kannski geta þeir það ekki sjálfir en ég samþykki ekki shkt og hef alltaf haft fuha stjórn á mínum ferh. Umboðsmaðurinn getur gert samn- inginn en ekki ákveðið hvaða mynd ég leik í eða með hveijum. Ég hata það þegar hstamenn hafa ekki stjóm á símun eigin ferh og láta sér fátt um finnast og láta aöra stjóma sér eða hafa einhvem til að redda sér. Mitt líf er flókið og stundum þurfa aðrir að grípa inn í eða gefa mér ráð. En fólk veit að þegar ég gef neikvætt * £~S2£S i S I i 61,£t I f f I3 Fjölmargir hafa spreytt sig á hlutverki útlagans i Skírisskógi en nú er röð- in komin að Kevin Costner. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í fyrra- dag en bíógestir hér heima geta séð afraksturinn í Regnboganum í byrjun næsta mánaðar. svar kemur það frá mér sjálfum. Hrói höttur er ekki gáfulegasta mynd til að gera frá sjónarhóh urii- boðsmanna, hún gerist á miðöldum; engar æfingar og kannski gengur þetta ekki upp. Eg geri myndir af dáhtið öðrum ástæðum. Ég geri ekki ráð fyrir að þessi mynd haldi mér endilega í stórstjörnuflokknum, enda vildi ég gjarnan komast út úr honum. Ég get ekki staðið í honum því það er erfitt að vera súperstjarna." Er öruggur með minn feril Síðasta mynd Costners sópaði tíl sín óskarsverðlaunum og hann getur því verið nokkuð ánægður með sjálf- an sig. Þessi mynd breytir ekki ferli hans, enda segir hann að hlutirnir snúist um margt fleira heldur en hversu margir áhorfendur borgi sig inn á myndina. „Hlutirnir hér hafa gengið upp og ofan. Þegar ekki er æft er nokkuð sem mér líkar en í þessu tilviki hefur það ekki verið gott. Þetta er góð reynsla og ég hef lært margt mann- legt en ekki að sama skapi „profess- ionalt". Ég er nokkuð öruggur með minn feril, sama hvað skeður með myndina. Miðasalan á síðustu mynd- ina skiptir ekki máh heldur aö við- komandi leikstjóri trúi því að maður geti leikið. Þeir sem halda annað eru kjánar. Leikstjórar, sem eru einhvers virði, láta sig engu skipta hvort síð- asta mynd min var góð eða ekki held- ur hvort ég sé góður fyrir myndina þeirra. Leikstjórinn mun berjast við kvikmyndaverin. Sumir leikstjórar vilja heitasta nafnið þá stundina en aðrir þann leikara sem þeir hafa trú á. Mistök eru gerð. Eins og kannski núna þegar ég geri mynd af fleiri ástæðum en að vita að hún er góð. Ég held þó aö þessi mynd eigi eftir að ganga upp ef ég á að vera hrein- skihnn. En það er ekki besta leiðin að vinna vegna vináttu. Besta leiðin til að gera góða mynd byggist á efn- inu,“ segir Kevin Costner um leið og hann rís af stólnum við köh vinar síns, leikstjórans Kevins Reynolds, og röltir í áttina að tökuvéhnni. Gunnar R. Sveinbjörnsson I GIFTINGARHUGLEIÐINGUM? Fyrirtæki, sem er að undirbúa markaðsátak, óskar eftir að komast í samband við ungt par sem ætlar að stofna heimili og ganga í hjónaband í september 1991. Þarf að vera fólk sem á eftir að verða sér úti um meginhluta búslóðar. Mjög góð laun eru í boði, eða 200 þúsund krónur. Þau serh hafa áhuga á að kynna sér þetta tilboð nánar og uppfylla framangreind skilyrði sendi bréf, merkt „Markaðsátak“, til auglýsingadeildar DV fyrir 1. júlí nk. Æskilegt að mynd fylgi. SPARIÐ BENSÍN AKIÐ Á GOODfYEAR HEKLA LAUGAVEG1174 * 695560 & 674363 GOODfYEAR 60 ÁR Á ÍSLANDI MENNTASKÓLINN VIÐ SUND Á skrifstofu skólans er laust til umsóknar starf skóla- fulltrúa. Góð kunnátta í ensku, Norðurlandamáli og ritvinnslu er áskilin. Laun samkv. launakerfi opin- berra starfsmanna. Umsóknir með uppl. um menntun og fyrri störf ber- ist skrifstofu skólans fyrir 17. júlí nk. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 15. ágúst nk. Nánari uppl. veita kennslustjóri, skrifstofustjóri og konnrektor í símum 33419, 37300 og 37580. Rektor Tilkynning Vegna hitaveituframkvæmda verður Vífilsstaðavegur í Garðabæ, milli Reykjanesbrautar og Karlabrautar, lokaður allri umferð frá kl. 8.00 laugardaginn 22. júní til kl. 23.00 sunnudaginn 23. júní 1991. Vegfarendum er vinsamlegast bent á að aka Hafnar- fjarðarveg og Bæjarbraut á meðan. Hitaveita Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.