Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 27
„Ég vil að i borginni þróist ötlug atvinnustarfsemi," segir nýr borgarstjóri í Reykjavík, Markús örn Antonsson. LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991. „Þaö er hægt að fullyrða að það er ólíkt meiri stöðugleiki kominn á í þessari samkeppni Ríkisútvarpsins og nýrra ljósvakamiðla heldur en fyrst eftir breytinguna. Að því leyti verður þetta öðruvísi fyrir þann sem tekur við af mér. Þá tel ég að fjár- hagsleg staða RÚV sé mun tryggari en hún hefur verið um alllangt skeið eða frá því samkeppnin skall á. Einn- ig hafa dagskrár RÚV fengið góðar umsagnir í þeim könnunum sem gerðar hafa verið.“ Á kaf í stjórnmálin - Varstu farinn að sakna stjórnmál- anna? „Ég hef ekki gert það. Ég ákvað að shta mig algörlega frá stjórnmálum og ýmsir voru hissa á hvað það var gert með afgerandi hætti. Eg taldi ekki annað koma til greina og held það haíi verið öllum fyrir bestu, mér, Ríkisútvarpinu og samstarfs- fólki mínu þar.“ - En ætlar þú að hella þér út í þau aftur? „Já, ég hyggst gera það. Reyndar þarf nokkurn aðdraganda að því. Ég er ekki kjörinn borgarfulltrúi. Það er ákvörðun stofnana Sjálfstæðis- flokksins hvernig staðið verður að því að ákveða framboð í næstu borg- arstjórnarkosningum og hver verður borgarstjóraefni. Það þarf að ákveða prófkjör og hvernig verður staðið að þessu að öðru leyti. Hins vegar hyggst ég sækjast eftir umboöi til þess að starfa áfram sem kjörinn borgarfulltrúi og borgarstjórarefni flokksins. Það er aftur á móti ekki á dagskrá að fara í þingkosningar." - Hafa borgarmálefni þá heillað þig meira en landsbyggðarmál? „Ef þú ert að tala um landsbyggðar- málin í þeirri merkingu sem snerta dreifbýli íslands þá vill svo til að ég hef haft töluverðan áhuga á þeim. Ég hef farið víða um landið sem blaðamaður og gert skil ýmsum hlut- um sem hafa verið að gerast í öðrum landshlutum en suðvesturhorni landsins. Þá aðallega atvinnumálum, fyrirtækjastarfsemi og fleira af því tagi. Sem útvarpsstjóri hef ég líka haft mjög gott samband við fólk á landsbyggðinni, forystumenn í sveit- arfélögum og fjórðungssamböndum. Þá hafa málefni, sem snerta þjónustu Ríkisútvarpsins, að sjálfsögðu veriö efst á baugi, uppbygging og rekstur dreifikerfis í þágu fólksins sem á landsbyggðinni býr. Borgarmálefnin hafa alltaf heillað mig og standa mér kannski nær. Þetta er umfjöllun um þjónustu í næsta umhverfi manns sem Reyk- víkings. Þau snerta fjölmörg atriði sem borgarbúar eru í náinni snert- ingu við daglega. Ég fór nokkuð vítt yfir þetta svið þegar ég var borgar- fulltrúi. Ég var formaður í æskulýðs- ráði, félagsmálaráði og fræðsluráði, sat í heilbrigðismálaráði og ýmsum öðrum sérnefndum borgarinnar. Þetta voru allt saman áhugaverð verkefni sem gaman var að fást við.“ Fyrsta mál á dagskrá óvíst - Nú spyr gamla fólkið í borginni sjálfsagt hvað þú æthr að gera fyrir það. Og unga fólkið hvað þú ætlir að gera í dagvistarmálum? „Ég ætla nú ekki að vera með yfir- lýsingar eða tilkynningar á þessu stigi. Það er auövitað fyrir hendi greinargóð og skýrt fram sett stefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins í þessum málaflokkum. Þar eru atriði af þessu tagi rækilega tíunduð í einstökum atriðum. Ég tel mig ekki í aðstöðu til þess að bæta hana í fljótu bragði í(. símanum frá Strassburg. “ - Veistu hvert verður þitt fyrsta verk sem borgarstjóra? „Ég veit ekkert um hvaða skuld- bindingar bíða borgarstjóraembætt- isins um það leyti sem ég tek til starfa. Að svo miklu leyti sem ég ræð ferðinni mun ég auðvitað hefja mitt starf með því aö eiga viðræður við sem flesta af mínum verðandi sam- starfsmönnum meðal kjörinna fufi- trúa og embættismanna borgarinn- ar. Þá verður rætt og farið yfir þau mál sem eru til meðferðar um þessar mundir og þarfnast afgreiðslu á næstunni." Kennslustund í hundafræðum - Hlakkar þú til að takast á við nýja starfið? „Já, það geri ég. Ég er sannfærður um að þetta verður ánægjulegt starf. Þetta er vitaskuld feykilega mikið starf. Þá er gott til þess að vita að eiga góða samstarfsmenn og vini sem ég get reitt mig á. Þeir hafa sýnt mér mikið traust með þeirri samhljóða niðurstöðu á fundi sínum í borgar- stjómarflokknum á miðvikudag. Ég hugsa töluvert mikið um þetta nýja starf og að því leyti verður sumar- leyfisferð okkar hjónanna kannski öðmvísi en gert var ráð fyrir.“ - En á verðandi borgarstjóri hund? „Nei, hann á ég ekki. Mig hefur oft langað til að eignast hund. Við höfum ekki treyst okkur til þess þar sem við höfum tahð að þá þyrfti alltaf einhver að vera heima th að sinna honum. Aftur á móti fékk ég nokkrar leiðbeiningar um hvernig ætti að haga sér í slíkum málum er ég hitti borgarstjórann núverandi og forsæt- isráðherrann sem er meö hund. Hann sagði að í sínu tilfehi væri hægt að venja hundinn einan heima ef menn gerðu það markvisst í þrep- um. Fyrst í fáeinar mínútm- og síðan lengja tímann en þannig að hundur- inn gerði sér alltaf grein fyrir að fólk- ið skilaði sér heim aftur. Ég vil nú ekkert segja um það núna hvort ég læt verða af því að fá mér hund. Því er þó ekki að neita að þessi umræða hefur komið upp í fjölskyldunni oftar en einu sinni," sagði Markús Öm. SonurinnFramari Eiginkona Markúsar, Steinunn, hefur starfað sem kennari í Álfta- mýrarskóla í þrettán ár. Þau hjónin eiga tvö böm, Sigrúnu, sem er 25 ára fréttamaður hjá Sjónvarpinu, og Anton Björn, 20 ára, sem var að út- skrifast úr Verslunarskóla íslands. Hann er mikill knattspymumaður og hefur spilað með Fram. Anton hefur þó ekki sphað mikiö undanfar- ið vegna meiðsla sem hann hlaut í innanhússfótbolta í vetur." - Er Markús þá líka Framari? „Nei, ég hef ekki verið félagsbund- inn í neinu íþróttafélagi. Þegar ég var drengur gekk ég í KR fyrst og fremst vegna fjölskylduaðstæðna. Faðir minn heitinn, systkini hans og frændfólk mitt úr vesturbænum, hef- ur verið og er í KR. Það má kannski segja að ég búi í rétta umhverfinu en ekki em ahir tílbúnir að sætta sig við að sonurinn sé Framari." - Enhvaðtelurvæntanlegurborgar- stjóri nauðsynlegast þegar hann tek- ur við hinu nýja embætti? „Að í borginm þróist öflug atvinnu- starfsemi og fyrirtækjarekstur sem skapi borgarbúum trausta og góða atvinnu þannig að Reykvíkingar geti haft tryggingu fyrir góðum kjörum. Það er vissulega undirstaða aUs þess sem hægt er að aðhafast á sviði borg- armálefna. Ég mim bgita mér fyrir því.“ -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.