Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991. Útlönd Namibía: Týndi hlekkur- innerfundinn Kjálkabein dýrs, sem gæti reynst „týndi hlekkurinti" milli manna og apa, hefur fundist í Namibíu, aö því er breska blaöið Daily Telegraph skýrði frá í gær. Steingert kjálkabeinið fannst í Otavi-íjöllum í Namibíu fyrr í þessum mánuði og hefur fundar- stað þess verið haldið ieyndum til að losna við ágang óboðinna gesta, segir blaöið. „Ef það er 10-15 milljóna ára gamalt, eins og bergið í kring gef- ur til kynna, tilheyrði dýriö teg- und sem er líkleg til aö hafa verið forfaðir górillna, simpansa og manna," hefur blaðið eftir mann- fræðingnura Pilip Tobias. Tobias, sem nýlega lét af störf- um hjá læknadeild Witwaters- rand-háskólans í Suður-Afríku, sagði aö einungis heföu fundist jaxlarnir hægra megin en þaö væri líklega nóg til að komast aö þ ví hvaða dýr væri hér á ferðinni. „Dýritetta gekk að öllum lík- indum á fjórum fótum og var kafloðið,“ sagði Tobias. „Það var að öllum líkindum með langt bak sem hækkaði upp að höfðinu og framhandleggimir vorulengri en afturieggimir.“ Glenn Conroy, prófessor við Washington-háskólann í St. Louis í Missouri og leiðtogi vísinda- mannaxma, sagöi fundinn afskap- lega mikilvægan fyrir vísindin. Reuter Indland: Raomyndar minnihlutastjórn P.V. Narasimha Rao, ieiðtogi Kongressfiokksíns á Indlandi, sór embættiseið sem nýr torsæt- isráðherra i gær. Sfmamynd Reuter P.V. Narasimha Rao, leiðtogi Kongressflokksins og nýr forsæt- isráðherra Indlands, sór emb- ættiseið í gær og aö því loknu skipaði hann 14 manna mínni- hlutastjóm sem þarf að glíma viö fjölþætt vandamál landsins, svo sem erjur milli erföastétta og trú- arhópa, stríö aöskilnaöarsinna og erfiðan efnahag. Það kom á óvart að helsti keppi- nautur Raos um leiðtogaembætti Kongressflokksins, Sharad Paw- ar, féllst á að taka sæti í stjóm- inni. Rao er fyrsti forsætisráðherra Indlands sem kemur frá suður- hluta landsins og sór hann emb- ættiseiðinn á hindí, tungumáli norðurhéraðanna. Hann hefur flórar vikur til að ávinna sér traust þingsins. Enginn annar flokkur hefur sýnt áhuga á að taka þátt í ríkis- stjóm meö Kongressflokknum og Rao mun stýra þriöju minni- hlutastjóm Indlands í röö takist honum ekki aö aíla stuðnings lið- hlaupa. Áöur en Rao var svarinn í emb- ætti, frestaði hann kosningum í blóði drifhu Punjabhéraði. Kosn- ingamar áttu aö fara fram í dag en veröa nú haldnar 25. septemb- er. Hálft í hvom var búist við þessari ákvörðun þar sem Kon- gressflokkurinn hafði ákveðið að taka ekki þátt í kosningunum. ■ Reuter DV Gorbatsjov Sovétforseti óttast ekki harðlinumennina: Þingið hættir við valdatilfærslu Mikhaíl Gorbatsjov réðst harkalega gegn andstæðingum sínum í ræðu sem hann hélt á sovéska þinginu í gær. Símamynd Reuter Mikhaíl Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, sagði í gær að að hann ótt- aðist ekki harðlínuandstæðinga sína innan kommúnistaflokksins og var- aði þingið við því að allar tafir á efna- hagsumbótum gætu oröið til þess aö Sovétríkin liðu undir lok. í tilfinningaþrunginni ræðu sagði Gorbatsjov að harðlínumenn, sem væru andvígir umbótastefnunni, væru að reyna að gera að engu þaö almenna samkomulag sem væri að skapast eftir margra mánaða ólgu. „Eg er ekki hræddur viö þá og þjóö- félagið mun hafna þeim sem vilja gera ástandið verra en oröið er,“ sagði hann við fréttamenn eftir ræðu sína í þinginu. Dmitry Yazov varnar- málaráðherra, Vladimir Kryuchkov, yfirmaður KGB, og Boris Pugo inn- anríkisráðherra, sem allir eru íhaldssamir, stóðu þöguhr hjá og biðu eftir að geta farið. Gorbatsjov hafnaði tillögum harð- línumanna um að færa eitthvað af völdum yfir efnahagsstefnunni til Valentíns Pavlov forsætisráðherra. Hann forðaðist þó að lenda í deilum viö Pavlov sem margir frjálslyndir telja helstu hindrunina á vegi um- bóta í átt til markaðsbúskapar. Pavlov réðst á mánudag á róttæka nýja umbótaáætlun í efnahagsmál- um sem sovéski hagfræðingurinn Grigory Yavlinsky og bandarískir sérfræðingar við Harvardháskóla settu fram. Gorbatsjov sagði að hægt væri að spyröa saman sjö ára áætlun Yavlinskys og neyðaráætlanir stjórnarinnar og kynna þær leiðtog- um sjö helstu iðnríkja heimsins sem hittast í London í næsta mánuði. Gorbatsjov bindur miklar vonir við að fá efnahagsaðstoð frá Vesturlönd- um á þeim fundi. Pavlov hlustaði svipbrigðalaus á. Hann sagði síðar að hann mundi Kurt Waldheim, forseti Austurrík- is, skýrði frá því í viötali við austur- ríska sjónvarpið í gær að hann hefði ekki í hyggju að bjóða sig aftur fram til embættisins í kosningunum sem verða haldnar á næsta ári. „Eftir að hafa vegið og metið hags- muni lýðveldis okkar, reynslu und- angenginna ára en einnig framtíð- aráætlanir mínar hef ég ákveðið að bjóða mig ekki aftur fram til forseta- kjörs,“ sagði Waldheim. Waldheim, sem er 72 ára, hefur Bóluefni gegn eyöniveirunni gæti verið tilbúið innan fimm ára en hugs- anlegt er aö það muni ekki hafa nein áhrif í Afríku þar sem sjúkdómsfar- aldurinn er verstur, sögðu vísinda- menn á sjöundu alþjóölegu eyðniráð- stefnunni í Flórens á Ítalíu í gær. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin áætlar að sex milljónir fullorðinna séu smitaðir af eyðniveirunni í Afr- íku, sunnan Sahara. Stofnunin spáir því aö áriö 2000 verði 40 milljónir manna smitaðir í öflum heiminum, þar af meira en 90 prósent í þróunar- löndunum. Vísindamenn sögðu vandamálið halda áfram aö vinna með Gorbat- sjov aö neyðarráðstöfunum í efna- hagsmálum og þingið hætti formlega við ætlun sína um valdatilfærslu. George Bush Bandaríkjaforseti hvatti Gorbatsjov í gær til að vinna með Boris Jeltsín, forseta rússneska sambandslýðveldisins, að pólitískum og efnahagslegum umbótum. Forsetarnir ræddust við í síma í 40 mínútur og komu víða við. Bush verið mjög umdeildur vegna nas- istafortíðar sinnar frá því hann var kjörinn forseti lands síns árið 1986. í sjónvarpsviðtalinu dró hann enga dul á það að hann óskaði ekki lengur eftir því að vera í embættinu þar sem hann væri baggi á Austurríki. Waldheim, sem áður gegndi störf- um aðalritara Sameinuðu þjóðanna, hefur vegna fortíðar sinnar verið einangraðasti þjóðhöíðingi heimsins. Fjölmiðlar hafa kallað hann „draug- inn frá Hofburg" vegna einangrunar vera það að þau afhrigði veirunnar sem grasseruðu í Afríku væru mjög frábrugðin þeim sem flnnast á Vest- urlöndum. Þó svo að vísindamenn rannsaki öll afbrigði veirunnar var skýrt frá mestum framfórum í bar- áttunni við Vesturlandaafbrigðin. Á ráðstefnunni kom fram að lyfja- fyrirtæki kynnu að vera treg til að verja jafnmiklu fé í bóluefni fyrir þróunarlandaafbrigðin þar sem þaö þyrfti að vera ódýrt, auðvelt til gjafar og auðfáanlegt. Bandarískur vísindamaöur sagði á lokadegi ráöstefnunnar í gær aö rannsóknarhópur við Vanderbilthá- lagði einnig áherslu á það í samtalinu að komast yrði að samkomulagi um fækkun langdrægra kjarnaflauga til að ryðja brautina fyrir leiðtogafundi í Moskvu. Talsmaður Bandaríkjafor- seta sagði að engar dagsetningar heföu verið ræddar en aðrir embætt- ismenn sögðu að það yrði í fyrsta lagi í lok júlí. Reuter hans í forsetahöllinni. Austurríkis- menn anda nú léttar þar sem Wald- heim minnti þá á fortíö þeirra undir stjórn Hitlers. Waldheim þáði aðeins heimboð frá arabaríkjum á meðan öll Vesturlönd sneru við honum bakinu. Margir stjórnmálamenn og þjóðarleiðtogar Vesturlanda, sem fóru í heimsókn til Austurríkis, kröföust oft af utanrík- isráöuneytinu í Vín að þeir þyrftu ekki að hitta Waldheim. skólann í Tennessee hefði komist aö því aö með því að blanda saman tveimur tegundum eyðnibóluefna, sem veriö væri aö vinna aö, fengist miklu meiri svörun ónæmiskerfis líkamans en meö nokkru einstöku bóluefni. Um þessar mundir er veriö að vinna að þróun ellefu bóluefna og eru rannsóknir á þeim komnar mis- langt. Bóluefnissérfræðingur frá Duke- háskólanum í Noröur-Karóhnu spáöi því að farið yrði aö prófa fjölda bólu- efna innan þriggja ára. Reuter Tóbak gegn alzheimer Ýmislegt bendir til þess að tób- aksreykingar geti haldið alzhei- mersjúkdóminum í skefjum. Tal- ið er hugsanlegt að nikótínið skipti þar mestu máli. Þetta kemur fram í grein í Brit- ish Journal of Medicine sem birt- ist í gær. Þar er sagt frá hol- lenskri rannsókn á 200 einstakl- ingum sem höfðu frumstigsein- kenni sjúkdómsíns. Niðurstöð- urnar þóttu benda til þess að þeir sem ekki reyktu væru líklegri til að fá sjúkdóminn, „Hættan á að fá alzheimersjúk- dóminn minnkaði eftir því sem menn reyktu fleiri sígarettur á dag,“segirígreininni. Keuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLAN óverðtr. Sparisjóðsbækur ób. 5-6 lb Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 5-9 Sp 6 mán. uppsógn 6-10 Sp Tékkareikningar.alm. 1-3 Sp Sértékkareikningar 5-6 Lb.jb ViSITOLUB. REIKN. 6mán. uppsögn 3-3,75 Sp 15-24 mán. 7-7,5 Sp Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisb. reikningar í SDR6.4-8 Lb Gengisb. reikningar í ECU 8,3-9 Lb ÓBUNDNIR SERKJARAR. Vísitölub. kjör, óhreyfðir. 3-4 Bb óverðtr. kjör, hreyfðir 12-13,5 Sp BUNDNIR SKIPTIKJARAR. Visitölubundin kjör 6,25-7 Bb óverðtr. kjör 15-16 Bb INNL. GJALDEYRISR. Bandarikjadalir 4,5-4,75 Bb Sterlingspund 9,5-10,1 SP Vestur-þýsk mörk 7,5-7,6 Sp Danskarkrónur 7,5-8,1 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLÁN ÖVERÐTR. Almennirvíxlar(fon/.) 18-18,5 Bb Viðskiptavíxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 18,5-19 Lb,Sp Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) ÚTLAN VERÐTR. 21,25-22 Bb Skuldabréf 9,75-10,25 Lb.Bb AFURÐALÁN Isl.krónur 17,75-18,5 Bb SDR 9,5 Allir . Bandarikjadalir 7,75-8,25 Lb Sterlingspund 13,2-13,75 Sp Vestur-þýskmörk 10,5-10,75 Ib.Bb Húsnæðislán 4,9 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR óverðtr. frá mars 91 15,5 Verðtr. frá apríl 91 7,9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalajúní 3093 stig Lánskjaravísitala maí 3070 stig Byggingavísitala júní 587,2 stig Byggingavisitala júní 183,5 stig Framfærsluvísitala júní 152,8 stig Húsaleiguvísitala 3% hækkun . apríl VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 5,677 Einingabréf 2 3,046 Einingabréf 3 3,721 Skammtimabréf 1,896 Kjarabréf 5.575 Markbréf 2,981 Tekjubréf 2,140 Skyndibréf 1,658 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,718 Sjóðsbréf 2 1,871 Sjóðsbréf 3 1.881 Sjóðsbréf 4 1,641 Sjóðsbréf 5 1.133 Vaxtarbréf 1.9308 Valbréf 1,7972 Islandsbréf 1,181 Fjórðungsbréf 1,110 Þingbréf 1,180 öndvegisbréf 1,166 Sýslubréf 1,193 Reiðubréf 1.153 Heimsbréf 1,092 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40 Ármannsfell hf. 2,38 2,50 Eimskip 5,50 5,72 Flugleiðir 2,31 2,42 Hampiðjan 1,80 1,90 Hlutabréfasjóður VlB 1,03 1,08 Hlutabréfasjóðurinn 1,60 1,68 Islandsbanki hf. 1,62 1.70 Eignfél. Alþýðub. 1,62 ‘ 1,70 Eignfél. Iðnaðarb. 2.33 2,42 Eignfél. Verslb. 1,73 1,80 Grandi hf. 2.55 2,65 Olíufélagið hf. 5,45 5,70 Olís 2,15 2,25 Skeljungur hf. 6.00 6,30 Skagstrendingur hf. 4.20 4,40 Sæplast 7.20 7,51 Tollvörugeymslan hf. 1,00 1,05 Útgerðarfélag Ak. 4,20 4,35 Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42 Almenni hlutabréfasj. 1,05 1,09 Auðlindarbréf 1,01 1,06 Islenski hlutabréfasj. 1,06 1,11 Síldarvinnslan, Neskaup. 2,52 2,65 (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Bb = Búnaðarbankinn, lb= Islandsbanki Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Austurríki: Waldheim gef ur ekki kost á sér aftur Ritzau og Reuter Eyðniráðstefnan: Bóluef ni hugsanlega óvirkt í Afríku

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.