Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991. Breyttu um lífsstíl: Borðaðu bara þegar þú ert svangur Arma Bjamason, DV, Flórida: Læknir segja aö flestir þurfi aö borða minna og hreyfa sig meira. Ef fólk neytir færri hitaeininga en þaö notar grennist þaö sjálfkrafa. En um þetta gildir að auðveldara er um að tala en í aö komast. Ótal bækur hafa verið skrifaöar um megrun og megrunarkúra. í einni þeirra, sem nefnist Megrunar- kúrar duga ekki, segir m.a. að það sem geri sumu fólki kleift að vera grannt sé að það hafi aðra afstöðu til matar heldur en þær milljónir manna sem eru sífellt að berjast við aukakílóin og í megrunarkúrum. Þetta fólk fylgir fjórum grundvallar- reglum. Fjórar gullnar reglur 1. Það borðar aldrei nema þegar það er svangt. 2. Það borðar nákvæmlega það sem líkama þeirra vanhagar um. 3. Það borðar ekki annars hugar. 4. Það hættir að borða um leið og þaö er ekki lengur svangt. Þetta fólk hreinsar kannski ekki endilega vel af diskinum eins og okk- ur var öllum kennt í uppeldinu. Það borðar aldrei neitt nema það langi í matinn, borðar ekki eitthvað bara af því að það er til. Þetta fólk notar ekki mat sér til huggunar og er ekki að drepa tímann meö því að boröa. í bókinni er fæðunni skipt niður í kafla sem hafa má til leiðbeiningar um fæðuval. Auövitað getur enginn farið nákvæmlega eftir einhverri for- skrift alla ævi. En það er einmitt lóð- ið. Ef ætlunin er að grennast og halda ákveðinni líkamsþyngd er nauðsyn- legt að breyta um lífsstíl. Breyta al- gerlega um mataræöi. Megrunarkúrar missa marks Það gefur augaleið að það er ekki hægt að vera á megrunarkúr alltaf. Það er einmitt þess vegna sem megr- unarkúrar missa marks. Það sem verra er: Megrunarkúrar gera í mörgum tilfellum iUt verra. í flestum megrunarkúrum er fólki ráðlagt að svelta sig. Það hægir á efnaskiptum líkamáns sem býr sig undir hungur og til að bregðast við því brennir líkaminn færri hitaein- ingum. Svo springur sá sem er á kúmum, þolir ekki lengur við og borðar sér til óbóta. Þá er líkaminn enn á hægu efnaskiptunum. Það tek- ur lengri tíma að ná þeim upp aftur. Skaðinn er skeður. Umframkílóin hlaðast upp þangað til efnaskiptin eru aftur komin í samt lag. Þannig kemst maður í eins konar vítahring sem getur verið erfitt að losa sig úr. Flestir kannast viö þá tilfinningu sem hefur áreiðanlega gripið alla sem reynt hafa megrunar- kúra með sulti: Æ-i, þetta gengur hvort eð er ekki neitt. Ég fæ mér bara meira... Hvenær sem er- íhófieða aðeins stöku sinnum Skipting fæðunnar, sem áður var vikið að, er nokkuð handhæg. Fæðu- tegundir em misjafnlega hollar fyrir okkur. Fyrir utan hitaeiningar þarf að taka tillit til annarra hluta, t.d. auka sumar fæðutegundir líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum o.s.frv. Fæðunni er því skipt í flokka sem hafa yfirskriftina: „Hvenær sem er“, „í hófi“ og „Stöku sinnum“. í fyrstnefnda flokknum eru t.d. þurrkaðar baunir, haframjöl, heil- hveitipasta, brún hrísgrjón og baunaspírur. Allir ferskir ávextir og grænmeti nema avocado, ósætir ávaxtasafar, ósaltir grænmetissafar. Súrmjólk (úr undanrennu), fitu- snauð kotasæla, undanrenna, fitu- laus jógúrt og ostar búnir til úr und- anrennu. Hvítur fiskur (soðinn, grillaður eða bakaður), eggjahvítur, soðið, grillað eða bakað hænsnakjöt (skinnlaust). í öðmm flokki: í hófi er að finna eftirfarandi matartegundir: Hveiti- brauð, makkarónur og ost, hnetur, hveitipasta, hnetusmjör, pitsu, ósætt fingert morgunverðarkorn, alls kon- ar fræ, sojabaunir, tofu, hvítt brauð og snúða, hvít hrísgijón. Avocado, þurrkaða ávexti, franskar kartöflur, ávexti, soðna niður í sætum legi, nið- ursoðið saltað grænmeti, sæta ávaxtasafa, salta grænmetissafa. Kó- kómjólk, jógúrtís. léttmjólk, sæta fitusnauða jógúrt. Steiktan fisk, síld, sardínur, rækjur, djúpsteikta kjúkl- inga (steikta í grænmetisolíu - heimtilbúna), magurt eða fituhreins- að lamba-, svína- og nautakjöt. Loks kemur Ustinn sem kallaður er Stöku sinnum. Á honum er að finna ýmislegt sem kannski ætti að vera bannvara. En ef hægt er að neyta þess sem þar er að finna í al- gera hófi og eins og segir, stöku sinn- um, er það ekki svo hættulegt. Þar era franskir snúðar, kleinu- hringir, sætt morgunverðarkom, sætir snúðar, ostakökur, ostapottar, harðir ostar, feitir ostar, ís, nýmjólk, steiktir kjúklingar (á veitingastað), heil egg (aldrei meira en 3 á viku), beikon, steikt lifur, saltkjöt, nauta- hakk, skinka (fituhreinsuð), pylsur, ófituhreinsað rautt kjöt, svína- og nautarif. Þessi listi ber með sér að hann er sniðinn eftir bandarísku mataræði en auðvelt er samt að notfæra sér hann á íslandi. Við getum hæglega bætt við okkar sérstöku fæðutegund- um, eins og t.d. skyri, sem er tilvalin megrunarfæða, ef ekki er notaöur sykur og rjómi. Aðalatriðið er aö gera sér grein fyrir því hvað verið er að láta ofan í sig. Merking unnar matvöru Temjið ykkur að lesa innihaldslýs- ingar á unninni matvöru sem þið kaupið. Gefið gaum að fituinnihald- inu. Verið er að gera mikið átak í Bandaríkjunum um merkingar á unnum matvörum sem þykja ekki hafa verið nægilega góðar. Frá og með næstu áramótum eru framleið- endur skyldugir að merkja fituinni- hald á allar umbúðir. Gengið veröur hart eftir því að merkingar séu réttar og skiljanlegar. Nú nýlega var t.d. olíuframleiðandi kærður af eftirlitsstofnun fyrir að merkja framleiðsluvöru sína með „No cholesterol" eða „inniheldur ekki kolvetni". Talið er aö hann sé þar meö að blekkja neytendur og láta þá halda að eitthvaö hafi verið tekið burtu úr olíunni. Kólesteról er aldrei í olíum svo að það era engar fréttir að þær séu kólesteróllausar. Hins vegar er olian ekkert nema fita en ekki var getið um það á umbúðunum. Þaö er kannski ekki hægt að ætlast til þess að neytendur séu hálfgerðir matvælasérfræðingar og kunni skil á hvaða prósentur af fitu eða öðrum næringarefnum séu nauösynlegar. Margir huga að línunum á sumrin þegar fötum er gjarnan fækkað. Það er líka eins gott að vera á varðbergi með hvað maður setur ofan í sig. Hins vegar þarf enginn að svelta heldur einungis að borða rétt. Þetta veröur því að síast inn í þá til þess að þeir séu færir um að sjá sjálf- um sér og sínum fyrir hollu fæði með nausynlegum bætiefnum. Best er aö neytendur geri sér grein fyrir þessu sem allra fyrst og því er mikils virði að hægt sé að kenna börnum næring- arfræöi og undirstöðuatriði í mat- reiðslu á fyrstu skólaárunum. Það er mesta furða hvað situr eftir í þeim. Það er mikið til í gamla málshættin- um: Hvað ungur nemur sér gamall temur. smjöri og öðru feitmeti sem oft er haft með þeim. Kartöflur sem megrunarfæða Anna Bjamason, DV, Flórida: Kartöflur hafa legið undir alls konar ásökunum um að þær séu svo fitandi að best sé að vera án þeirra algerlega. Þetta er mesti misskilningur. Kartöflur eru alls ekki fitandi í sjálfu sér. Það er allt mögulegt annað meðlæti sem teng- ist gjaman kartöflum sem er fit- andi, eins og t.d. smjör og feiti. Kartöflur hafa hátt næringargildi miðað við lágt hitaeiningainnihald. Meðalstór kartafla gefur 90-100 hitaeiningar, er smekkfull af bæti- efnum, steinefnum, snefilefnum og um 3,2 g af hágæða eggjahvítu eða prótíni. Kartöflur era svo hollar að maður getur nærri því lifað á þeim eingöngu. En þegar smjör er borðað með bakaðri kartöflu eöa hún er steikt í feiti er málinu heldur betur snúið við. Reynið því að sleppa smjörinu með bökuðu kartöflunni, notið heldur fitusnauða ógúrt, steinselju eða graslauk. Bökuö kartafla inni- heldur 170 hitaeiningar, franskar kartöflur 620 hitaeiningar og kart- öfluflögur 1200 hitaeiningar. Með öðram orðum þarftu að ganga rösklega í 25 mínútur tii að ná af þér þeim hitaeiningum sem 30 g af kartöfluflögum innihalda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.