Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991. 15 í sumarbústað Mig hefur lengi dreymt um að eignast sumarbústað. Sælureit í sveitinni, út af fyrir mig, laus við ys og þys borgarinnar. Laus við streitu og steinsteypu, dyrasíma og talsíma. Reyndar er mér sagt að bílasíminn hafi að einhverju leyti rofið kyrrðina í sumarbústöðunum en ég hef engan bílasíma eða far- síma og mundi ekki taka það í mál að hafa svoleiðis tól í mínum sum- arbústað. Heldur ekki sjónvarp og í mesta lagi útvarp til að hlusta á veðurspána, enda eru sumarbú- staðir til þess skapaðir að vera af- drep frá tækninni og hávaðanum og öllu því sem nútímanum fylgir. Ég vil hafa minn sumarbústað út af fyrir sig, griðland hins önnum kafna manns þar sem hann getur slappað af og hvílt sig. Þetta hefur mig dreymt um. Ég sé það á fostudögum að það eru margir sem eiga sumarbústaði. Bílaröðin úr bænum teygir sig bæði í austur og vestur og mér er sagt að allt þetta fólk sé á leið í bústaðina sína og ég sit við gluggann minn og öfunda allt þetta fólk af þeim forréttindum og frelsi sem felst í því að geta glaður ekið ' á vit bústaðarins og dvalið þar helgarlangt. Sumir jafnvel sumar- langt. En sumarbústaðir kosta peninga, nema fyrir þá sem erfa sumarbú- staöi eða jarðir og geta gengið að þeim vísum og það er sama hvað ég safna og spara. Aldrei kemst ég nálægt því að eiga fyrir sumarbú- stað. Það lengsta sem ég hef komist í sumarbústaðamálum var að ég keypti á sínum tíma nokkra fer- metra af landi þar sem gamall skúr stóð, að niðurlotum kominn. Ég fór nokkrum sinnum á staðinn til aö skoða þessa landareign mina, gekk í kringum skúrinn og settist á þúfu til að virðá fyrir mér hvemig þessi draumsýn gæti orðið að veruleika án umtalsverðra fjárútláta. Þetta var á snotrum stað við vatn og silungsveiði og fjalishlið fyrir ofan og reyndar svo brött að aur- skriður höfðu runnið fram á land- areignina mína og mun sú skriða hafa verið orsökin fyrir því að bú- staðurinn stóð skakkur og var ekki lengur til brúks. Hljóp á snærið Þegar ég var búinn að skoða jörð- ina og fasteignina með reglulegu millibili í tvö eða þrjú ár og leggja á ráöin um framtíöardvöl mína á þessum stað kom önnur aurskriða og eyddi því sem eftir var af gróðri og þá fór hreppstjórinn í sveitinni að skipta sér af þessari eign og sendi jarðýtur á staðinn. Þegar ég hreyfði mótmælum og spurði hver hefði gefið leyfi til þessa jarðrasks á annarra manna eignum var mér sagt „ganske pænt“ að ég skyldi sjálfur ekki kássast upp á annarra manna jússur. Það kom sem sagt í ljós að maðurinn, sem seldi mér, átti aldrei neinn rétt á spildunni og ekkert var þinglýst og ekkert var skjalfest og ég hafði ekki einu sinni rétt á að setjast á þúfumar og láta mig dreyma á þessum stað. Með það fór ég og hef ekki komið þangað síðan. En draumnum týndi ég ekki. Svo var það aö einn kunningi minn hringir í mig um daginn og segir bara si sona: heyrðu, viltu ekki fá lánaðan sumarbústaðinn minn yfir helgina? Hvort ég vildi. Já, hann þurfti að fara úr landi þessa helgi og vildi síður að bústaðurinn stæði auður. Það væri margt fólk á ferð- inni og margt hægt að skemma og betra að hafa einhvem á vaktinni. Það eina sem ég þyrfti að gera væri í mesta lagi að lakka gólfið og slá blettinn ef ég nennti. Það var nú það minnsta, sagði ég og taldi dagana fram að helgi. Nú hljóp al- deilis á snærið og saman sátum við hjónin og skeggræddum um það hvað við skyldum hafa það gott í bústaðnum og njóta náttúrfegurð- arinnar og hvíldarinnar og einver- unnar. Á kvöldin lá ég andvaka og hugs- aði með eftirvæntingu til þess aö vera nú með í bílaröðinni út úr bænum og aumingjamir sem eftir vom mundu mæna á mig öfundar- augum og segja: þarna fer hann Ellert. Hann hlýtur að eiga sumar- bústað. Mikið vora þetta notalegar and- vökunætur og ég var sjálfur farinn að trúa því að sumarbústaðurinn væri minn. Engin eyðimerkurganga Svo kom helgin. Það var sólbjartur dagur í höfuð- borginni þennan morgun. Yndis- legt sólbaðsveður. Svona dagur eins og þeir hafa verið undanfarið og við höfum ekki, Reykvíkingar, þekkt í áraraðir, enda liggur viö að gefið sé frí á vinnustöðum til að fólkið komist í sólbað. En svo mik- ill var hugurinn og spenningurinn að ég mátti ekki vera að því að hugsa um sólina. Auk þess var nóg af henni í sumarbústaðnum og ekki til setunnar boðið. Morguninn fór í að kaupa í mat- inn og kaupa annan vaming. Kon- an vildi hafa vaðiö fyrir neðan sig og spurði um þetta og hitt en ekki vissi ég hvort þar var gas eða raf- magn, hvort hnífapörin væra á sín- um stað eða dósahnífur tiltækur. Hvað þá hvort bensín væri til á sláttuvélina. Við rifumst dálítið um farangurinn og þegar hún vildi Laugardags- pistiH Ellert B. Schram taka upptakara með sér var mér öllum lokið og spurði hvort henni dytti í hug að við værum að fara í eyðimerkurgöngu? Við lögðum af stað upp úr hádeg- inu í hálffúlu skapi og upptakara- laus. Umferðin þyngdist eftir því sem lengra dró út úr bænum. Eng- in leið að fara framúr og svo ókum við af þjóðveginum og rykmökkur- inn byrgði okkur sýn. Bústaðurinn lá sunnan megin vegarins. í miðjum rykmekkinum, þar sem ekki sást til sólar þótt hún skini, blessunin, og það var hvasst þama í landslaginu og við vorum dálitla stund að rata á réttan bú- stað. Sem ekki var nema von, því þama lágu þeir hver utan í öðrum og allir eins. Þétt byggð íslenskra sumarbústaða og sumarbústaðeig- endur höfðu lagt bílum sínum hér og hvar í þessu sama landslagi. Það hefði verið óþarfi að kaupa bensínið á sláttuvélina. Hún var knúin áfram með handafli og ég gekk strax til verks. Varð að launa eigandanum greiðann og svo var að lakka gólfið og ekki til sólbaðs- ins boðið. Fjölskyldan varð að fara út á meðan á þessum framkvæmd- um stóð og rokið var með mesta móti og þrátt fyrir sólskiniö var nepja í loftinu og við höfðum gleymt úlpunum í bænum. Pylsur í sjoppunni Eiginkonan norpaði undir hús- veggnum og hélt á sér hita með því að fylgjast með nágrannanum í næsta bústað sem hafði komið sér upp pottþéttu ráði til að heyra í bílasímanum. í hvert skipti sem síminn hringdi var hringingin mögnuð upp með einhvers konar hátalara í bílnum og skar í gegnum merg og bein og eigandinn kom samstundis hlaupandi út úr bústað sínum inn í bíl. Hann hlýtur að vera mikilvægur maður, hugsaði ég, en konan fór á taugum og ekki batnaði ástandið þegar í ljós kom að bústaðurinn var vatnslaus og eldamennskan fyrir bí. Það var ekki um annað að ræða en skjótast út í sjoppu á næstu vegamótum og kaupa pylsur, enda var lakklyktin á við meðalgott spítt og ekki mönnum inn bjóðandi. En hvað gerir maöur ekki fyrir vini sína sem lána manni sumarbú- staðinn og það var komið kvöld þegar við gátum stigið fæti á ný- lakkað gólfið og athafnað okkur innandyra. Auðvitað var enginn upptakari í húsinu en nóg af hnífapörum fyrir þá sem hefðu haft tækifæri til að éta annað en pylsur úr sjoppunni. Sólin var að ganga til viöar og ég tók ekki í mál aö sitja inni þegar roða sló á vestrið og íslenska sum- ardýrðin skartaði sínu besta. Sum- arbústaðir era einmitt til þess að geta viðrað sig í náttúrunni, kom- ast í snertingu við dýralífið og anda að sér hreina loftinu. Njóta útsýnis og kyrrðar og haldast í hendur í rómantískri angurværð einver- unnar. Við drifum okkur út og ská- skutum okkur á milh bílanna. Lét- um sem við heyrðum ekki í bílasí- manum sem rauf næturþögnina. Létum sem við sæjum ekki plast- pokana í tröðinni. Gengum karl- mannlega upp í norðangarrann og hnepptiun að okkur. Undirhúsvegg Ég fann ekki fyrir kvefinu fyrr en daginn eftir en það tók hálfa nóttina að hrista hrollinn úr sér og ekki minna en tvo skammta af rommi og raunar hefði þessi nótt orðið bærileg ef ekki hefði komið til þetta vandamál með salernið. Það var ekkert vatn í bústaðnum og að svo miklu leyti sem ekki var hægt að fresta hægðum sínum fram yfir helgi voru ekki önnur ráð en að læðast út undir húsvegg. Vandinn var bara sá að allt í kring voru bústaðir og augu á bak við gardínur sem fylgdust með manna- ferðum af þeirri einfoldu ástæðu að þama var ekkert annað að gera en fylgjast með því sem nágrann- arnir voru að gera. Ég fór tvo hringi í kringum bú- staðinn án þess að færi gæfist. Ég átti mér enga undakomuleið og lét slag standa frammi fyrir ásýnd þeirra sem með vildu fylgjast og pissaði þar sem ég stóð. Undan vindi. Sem ég stend þama og tefli við páfann finn ég allt í einu hreyfingu undir annarri buxnaskálminni. Ég skek fótinn til en á auðvitað erfitt með snöggar hreyfingar undir þessum kringumstæðum. Finn fljótt að hér er eitthvað kvikt á ferð- inni og átta mig á því að þetta hlýt- ur að vera mús og það vel við vöxt og var að gera hosur sínar grænar fyrir mér. Þaö vora góð ráð dýr og þið verðið að afsaka það, kæru les- endur, þótt ég segi það en auðvitað var mér ekki um sel með aðra höndina upptekna og allt fráflak- andi. Hristi ég nú fótinn sem óður væri um leið og ég hringsnerist þarna undir húsveggnum og sprænan í allar áttir. Ekki síst þeg- ar ég gat ekki lengur tekið mið af vindáttinni. Eitthvað hafa þessar skringilegu athafnir mínar vakið forvitni eða örvæntingu hjá manninum í næsta sumarbústað því allt í einu og í miðjum klíðum stingur hann höfð- inu út um eldhúsgluggann og hróp- ar: get ég nokkuð aðstoðað? Það mun vera í fyrsta og eina skiptið sem mér hefur verið boðin aðstoð við að kasta af mér vatni! Ég losaði mig við músina, renndi upp buxnaklaufinni og lét mig hverfa fyrir hom. Það er hins vegar af sumarbú- staðaferð minni að segja að ég og mín fjölskylda fara ekki fleiri bú- staðaferðir. Ég þóttist hólpinn að sleppa heim. Eg þakkaði pent fyrir lánið og er hættur að láta mig dreyma um sumarbústað að sinni. Ellert B. Schram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.