Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.1991, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1991. 55 DV Góður árangur náðist í karlaflokki í ökuleikni. Selfoss: Besti árang- ur sumarsins Brynjar M. Valdiniarsson, DV-okuleikni ’91: Þórarinn Bjarnason sigraði í karla- riðli með 120 refsistig sem er besti árangur í ökuleikni í sumar. Steindór Guðmundsson hafnaði í öðru sæti með 158 refsistig og þriðji varð Kol- beinn Agnarsson með 183 refsistig. í kvennariðli vann Sigurborg Ólafs- dóttir með 171 refsistig en í byijenda- riðli varð Óskar Andresen hlut- skarpastur með 164 refsistig og Jón Þór Þórisson kom þar á eftir með 180 refsistig. Hjólreiðakeppnin fór fram á meðan ökumenn svöruðu spurningum. Þar sigraöi í eldri riðli Rúnar Þorkelsson með 60 refsistig, annar varð Reynir Þórisson með 76 refsistig og þriðji Brynjar Örn Áskelsson með 100 refsi- stig. Yngri riðil vann Jón Þór Jó- hannsson meö 55 refsistig, annar varð Gunnar Sveinn Kristinsson með 80 refsistig og þriðji Valdimar Ragnar Gunnarsson með 101 refsi- stig. Gefendur verðlauna voru Guðna- bakarí, Leiktækjasalurinn Takkinn og Gjáin. i>v Smáauglýsingar-Sími 27022 ■ Ýmislegt Mazda T-3500, árg. ’87, til sölu, ekinn 120.000 km. Uppl. gefur Ragnar í síma 985-21067 eða 91-31878. ■ Þjónusta HAFNARBAKKI •Tækjaleiga. Leigjum og seljum 20 og 40 feta gáma. Leigjum út 14 ferm húsgáma, vinnu- palla, háþrýstidælur, dráttarkerrur, einnar og tveggja hásinga. Reynið viðskiptin. Hafnarbakki hf., Höfðabakka 1, Pósthólf 12460, 132 Reykjavík, sími 676855, fax 673240. Smágrafa. Tökum að okkur ýmiss kon- ar jarðvinnu, hentar vel í garða o.fl. Sími 985-30915 og 91-641323. Geymið auglýsinguna. Amerískur ferðabíll. Dísil Winnebago '85, í toppstandi, fulltryggður til ferða- laga, til sölu eða leigu. Er með elda- vél, kæliskáp, wc, svefnplássi o.fl. Er í Lúxemborg. Uppl. í síma 91-612600. LÁTTU EKKI 0F MIKINN HRAÐA A VALDA ÞÉR SKAÐA! =■ Nauðungaruppboð Vegna vanefnda uppboðskaupanda verður fasteignin Frostafold 24, íbúð 03-03, þingl. eign Helgu Sigurðardótt- ur, boðin upp að nýju og seld á nauðungaruppboði sem fram fer á eigninni sjálfri miðvikudaginn 26. júní 1991 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Ásgeir Thoroddsen hrl., Veðdeild Landsbanka Íslands og Helgi V. Jónsson hrl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík Fréttir Gyða Guðmundsdóttir var með bestan árangur i ökuieikni. Neskaupstaður: Nokkrir fóru þrautaplanið villulaust Hella: Ökuleikni í ágætisveðri Biynjar M. Valdimarsson, DV-ökuleikni '91: Ökuleikni á Hellu fór fram í ágætis- veðri seinnipart sunnudags fyrir nokkru. Kvennariðil vann Inga B. Ólafsdóttir með 222 refsistig. Karla- riðil vann Björgvin Gunnarsson með 136 refsistig, Sigurður Rúnar Sig- urösson lenti í öðru sæti með 140 refsistig en þriðji varð Arngrímur Snorrason meö 144 refsistig. Byrj- endariöil vann Svanur Sævar Lárus- son með 152 refsistig, Sigríður M. Sigurðardóttir varð í öðru sæti með 159 refsistig og þriðji varð Sveinn Viðarsson með 177 refsistig. Hjólreiðakeppni, eldri riðil, vann Kristín Scheving með 81 refsistig, Úlfar Þór Gunnarsson lenti í öðru sæti með 97 refsistig og í því þriðja varð Viktor Burkni Pálsson með 102 refsistig. Yngri riðil vann Steinn Það er eins gott að fylgjast vel meö öllu. Finnbogason með 70 refsistig og ann- ar varð Magnús Davíðsson með 89 refsistig. Gefandi verðlauna var Þríhyrning- ur hf. og Söluskálinn Landvegamót- um í ökuleikni og Fálkinn í hjólreiða- keppni. BrynjarM. Valdimarsson, DV-ökuleikni ’91: Árangur í hjólreiðakeppni á Nes- kaupstað var mjög góöur og fóru nokkrir þrautaplanið villulaust. Keppendur í yngri riðli stóðu sig vel en þar sigraði Ómar Magnússon með 57 refsistig og annar varð Helgi Ól- afsson iheö 67 refsistig en báðir fóru þrautaplanið villulaust. Árangur þeirra var það góður að þeir hefðu hlotið annað og þriðja sæti í eldri riðli. Þar sigraði Ríkarð Axelsson með 56 refsistig, annar varð Halldór Sturluson með 67 refsistig og í þriðja til fjórða sæti urðu Hafþór Eiríksson og Hjörtur Vilhjálmsson með 68 refsistig. Bestum árangri í ökuleikni náði Gyða Guðmundsdóttir sem var meö 143 refsistig. Karlariðil vann Ómar Sverrisson með 161 refsistig, annar varð Guðlaugur Birgisson með 192 refsistig og þriðji Theodór Alfreðsson meö 205 refsistig. Riðil byrjenda vann Björn Stefánsson meö 173 refsistig og annar varð Sigurður M. Bender með 179 refsistig. Gefandi verðlauna í ökuleikni var Shellskálinn. _____ Merming Regnboginn - Glæpakonungurinn ★★ XA Kóngur vildi hann verða... Christopher Walken hefur lengi verið meðal minna eftirlætisleikara og eru nokkrar ástæður fyrir því. í fyrsta lagi hefur Walken vit á að halda sig við þá teg- und tilutverka sem honum henta best, þ.e. að leika samviskulaus illmenni og forherta þrjóta. í öðru lagi nær hann að ljá hverju nýju illmenni ferskari blæ geðveiki og ofbeldisdýrkunar. Walken getur hrætt jafnvel vönustu bíógesti. í kvikmyndinni um glæpakonunginn Frank White er Walken eins og fiskur í vatni. White er nýkominn úr fangelsi og reynir ákaft að hasla sér völl sem ein- valdur á fíkniefnamarkaðnum, hann vill verða kon- ungur í New York. Aðferðirnar sem hann beitir eru í sjálfu sér nyög einfaldar. Hann byijar á því að biðja menn kurteislega að ganga til samstarfs við sig en hrífi það ekki er gripið til vægðarlauss ofbeldis og morða. Helstu andstæðingar Whites í orustunni um New York eru lögreglan og svo kollegar hans í dóp- bransanum. Walken er skrautfjöður myndarinnar og í sjálfu sér næg ástæða til þess að sjá hana. Sú mynd, sem leik- stjórinn Abel Ferrara kýs að draga upp af frumskóga- samfélagi New York, er ekki sérlega fögur og nokkur Kvikmyndir Páll Ásgeirsson ofbeldisatriðanna þau hrottalegustu sem sjást í al- mennum kvikmyndahúsum. Myndataka og lýsing eru í takt við umfjöllunarefnið og eru bláar senur úr sukksamkvæmi Whites og vel uppsett og áhrifamikil lokasena með því eftirminnilegasta. Einnig skal bent á bílaeltingaleik sem er eins og sniðinn upp úr góðri kúrekamynd nema hvað notast er við bensínfáka en ekki móbikkjur. Vissulega ekki fyrir viökvæmar sálir eða þá sem eru andvígir ofbeldi á hvítu tjaldi en góð skemmtun fyrir okkur hin. King of New York Leikstjórn: Abel Ferrara. Aöalhlutverk: Christopher Walken, Larry Fish Burne, Jay Juli- en og Janet Julien.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.