Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991.
Fréttir
Álit sjóslysanefndar sem samgönguráöherra vildi ekki birta:
; • ; . ... ' ■ ■ / ' - " J
Vankunnátta, ofhleðsla
og réttindalaus sjómaður
- skipbrotsmaðurinn var kennari við Vélskóla íslands
Hafmey SF-100 eftir að bátnum var bjargað í land.
Meginefni athugasemda Rann-
sóknarnefndar sjóslysa, sem fyrrver-
andi samgönguráðherra vildi ekki
birta um þann atburð þegar Hafmey
SF-100 fórst við Hornafjarðarós árið
1988, er eftirfarandi:
Báturinn Hafmey SF-100 varð fyrir
grunnbroti í grennd við skerið Bólu
við Hornaíjarðarós þann 26. ágúst
1988. Stjórnandi bátsins var ekki
nægilega kunnugur neyðarbúnaöi
bátsins. Hann haföi ekki réttindi til
að stjóma honum og báturinn var
hlaðinn meira en leyfilegt var.
Eitt við yfirheyrslur,
annað í fjölmiðlum
Eins og fram kom í DV í gær taldi
rannsóknarnefndin aö umræddur
sjómaður hefði látið hafa eftir sér
ósannindi í fjölmiðlum eftir atburð-
inn og viðhaft óviðurkvæmileg orð í
garð nefndarinnar. Taldi nefndin að
maðurinn hefði látið hafa annað eftir
sér í fjölmiölum en fram kom við
formlegar yfirheyrslur. Umræddur
sjómaður var á þessum tíma kennari
við Vélskóla íslands.
Þegar verið var að fjalla um málið
árið 1989 lagði rannsóknarnefndin
einnig áherslu á eftirfarandi sem
fram kom í skýrslum um yfirheyrsl-
ur yfir sjómanninum vegna sjóprófa
um atburðinn:
„Mætti kveðst ekki hafa haft mik-
inn tíma til að losa bátinn. Kveðst
hann hafa reynt að losa björgunar-
bátinn í fáti, jafnvel hafi hann ekki
staðið rétt aö því... Aðspurður
kveðst mætti aldrei hafa reynt að
losa björgunarbátinn áður enda hafi
hann þá ekki verið viss um að geta
fest hann aftur. Mætti er spurður
hvort hann hafi kunnað að losa
björgunarbátinn og segist hann ekki
hafa getað það þegar atburðurinn
átti sér stað.“
Nefndin benti einnig á að aflinn,
um 1.300 kíló, hefði einn veriö nálægt
leyfilegri hámarkshleðslu. Átti þá
eftir að bæta við þyngd kara, manns,
olíu, veiðarfæra og fleira.
Landssambandið
studdi sjómanninn
’Að sögn Arnar Pálssonar hjá
Landssambandi smábátaeigenda rit-
aöi eigandi bátsins fjölda bréfa til
Siglingamálaráðs og Rannsóknar-
nefndar sjóslysa er verið var að fjalla
um máhð. Örn sagði að sjómaðurinn
hefði tahð að nefndin hefði verið að
reyna að koma á sig höggi og reyna
að úrskurða sig vanhæfan - rann-
sóknarnefndin væri því að draga
fram ályktanir sem byggðust ekki á
nægilega sterkum rökum.
Framlagðar skýrslur og gögn sjó-
mannsins í málinu voru 14 talsins.
Þegar rannsóknarnefndin hafði skil-
að áhti sínu var máhð tekið fyrir á
fjölda funda hjá Siglingamálaráði
sem samanstendur af ýmsum hags-
munaaðilum, meðal annars Lands-
sambandi smábátaeigenda og LÍÚ.
Örn sagði við DV í gær að lands-
sambandiö hefði stutt sjómanninn í
máhnu. Örn kvaö Siglingamálaráð
hafa afgreitt málið með þeim hætti
að niðurstöðu rannsóknarnefndar-
innar hefði verið mótmælt. Siglingá-
málaráð er umsagnaraðih í slíkum
málum. Rannsóknarnefndin breytti
ekki niðurstöðu sinni og byggði hana
meðal annars á skýrslum teknum
hjá lögreglu og framburði sjómanns-
ins fyrir sjóprófum. Þegar máhð kom
síðan til afgreiðslu samgönguráðu-
neytisins varðandi birtingu á niður-
stöðum nefndarinnar í ársskýrslu
hennar ákvað fyrrverandi sam-
gönguráðherra að niðurstaða þessa
máls yrði ekki birt.
í frétt DV í gær um Hafmeyjarmál-
ið var sagt að Kristján Guömundsson
sæti í Rannsóknarnefnd sjóslysa.
Þetta er ekki rétt. Hann er fram-
kvæmdastjóri nefndarinnar.
-ÓTT
Bæjarstjórnarmenn Olafsvikur gengu á fund Sverris Hermannssonar, bankastjóra Landsbankans, í gær. Að þeim
fundi loknum kunngerði Sverrir ákvörðun bankans í málefnum Hraðfrystihúss Ólafsvíkur. DV-mynd JAK
Nefnd í hraðfrystihúsmálið í Ólafsvík:
Hræddastur við að þeir
gef i sér of mikinn tíma
- segir Heiðar Elvan Friðriksson bæjarfulltrúi
„Ég er hræddastur við að þeir fari
að gefa sér mikinn tíma til þessara
hluta,“ sagði Heiðar Elvan Friðriks-
son, bæjarstjómarmaður í Ólafsvík,
um nefndarskipan Landsbankans.
Sverrir Hermannsson bankastjóri
thkynnti í gær þá ákvörðun Lands-
bankans að skipa nefnd til að meta
stöðu fiskvinnslu og útgerðar í Ólafs-
vík og nágrenni. Landsbankinn mun
síðan taka ákvörðun um framhaldið
þegar niðurstaða nefndarinnar ligg-
ur fyrir. Nefndin verður skipuð
tveim fulltrúum frá Landsbanka og
tveim frá Byggðastofnun.
„Landsbankinn ætlar ekki að
hætta meiru fé til fiskvinnslu í Hrað-
frystihúsi Ólafsvíkur. Það má öllum
vera ljóst,“ sagði Sverrir. Hann bætti
við að Landsbankinn semdi ekki við
Tungufeh um eitt eða neitt, meðan
hann ætti í deilum við fyrirtækið.
„Viö verðum bara aö vona að
nefndin verði keyrð áfram af krafti,"
sagöi Heiðar enn fremur við DV.
„Það er mikið í húfi fyrir okkur. Viö
þolum engan tíma. Hér eru 60-70
manns atvinnulausir svo þetta skipt-
ir bæjarfélagið miklu máh líka. Það
verður aö vinna hratt. Við erum bún-
ir að vinna ýmsa vinnu hérna heima
fyrir og þeir geta hugsanlega notfært
sér hana líka.“ -JSS
Steingrímur J. um Hafmeyj armálið:
Undrandi á að
nefndin hnjóði
í ráðhevra
„Það var alls ekki af hálfu ráðu-
neytisins að við fórum að grípa inn
í þetta mál. Þessi ákveðni einstakl-
ingur mótmælti mjög harkalega um-
fjöllum Rannsóknarnefndarinnar.
Næst var að siglingamálaráð tók
málið upp. Þar gerði fuhrúi útvegs-
manna býsna miklar athugasemdir
viö vinnubrögð og niðurstöður
nefndarinnar. Það var því ljóst að
mönnum sýndist sitthvað um þetta.
Hér var um að ræða eina tilvikið af
slíku tæi þar sem upp kom ágreining-
ur, á milli þolandans í slysinu og sigl-
ingaráðs annars vegar, og Rann-
sóknamefndar hins vegar, um
hvernig setja ætti málið fram,“ sagði
Steingrímur J. Sigfússon um mál
skipbrotsmannsins á Hafmeyjunni
sem sökk við Homafjarðarós árið
1988.
Eins og fram kom í DV í gær lá
Rannsóknarnefndin sjóslysa Stein-
grími á hálsi í nýútkominni árs-
skýrslu sinni að hann kom í veg fyr-
ir að niðurstaða hennar um málið
yröi birt þar.
„Ég er mjög undrandi á að Rann-
sóknarnefnd sjóslysa skuli veija svo
miklum tíma og plássi í inngangi
skýrslunnar til að hnjóða í fyrrver-
andi ráöherra með þessum hætti.
Mér finnst það segja meira um þessa
menn sem að þessu standa heldur
en nokkuð annað. Ég mun ekki skatt-
yrðast við þá frekar en gleðst yfir því
að nú hafa nýir menn tekið við for-
ystu í öryggis- og rannsóknarnefnd
sjóslysa. Mér skhst að nú sér verið
að byggja starfiö upp á nýjan leik og
fagna því,“ sagði Steinrímur. Hann
sagði að ráðuneytið hefði komist að
þeirri niðurstöðu á grundvelli
ákvæða í siglingalögunum aö það
orkaði tvímæhs að birta framan-
greint áht sjóslysanefnar:
Þannig er að í sighngalögunum er
birting á þessum málum frekar und-
antekning en regla. Þar segir meðal
annars: „Ráðherra getur heimilað
birtingu ef ríkar ástæður eru
til . . .“ Aðsjálfsögðuverðuraðlæra
af því sem gerist en það verður líka
að huga að þvi hvaö sé rétt aö birta.
Þó að vísu sé yfirleitt valin sýnishom
höfum við yfirleitt fahist á að birta
niðurstöður. En þar með er hka orð-
in spurning hvort heppilegt sé að
birta shkt í þeim thvikum þegar mjög
mikih ágreiningur er um málsatvik
og niðurstöður. Okkur í ráðuneytinu
fannst að þarna hefði það orkað mjög
tvímælis," sagði Steingrímur J. Sigf-
ússon. -ÓTT
Ólafsfjörður:
60% eftir af þorskkvóta
Helgi Jónsson, DV, Ólafefiröi:
Kvótastaöa skipa og báta í Ólafs-
firði er þokkaleg ef marka má nýja
skýrslu sem spannar 5 fyrstu mánuði
af 8 mánuða kvótaári sem lýkur í
ágúst.
Samkvæmt skýrslunni hafa Ólafs-
firðingar veitt 2344 tonn af 5914 tonna
þorskkvóta, eða tæp 40%. Svipað er
að segja af ufsanum, eða tæp 39%.
Langmest hefur verið veitt af karfa
og búið að veiða 63% af honum en
ekki nema 15% af rækju.