Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991. Skák DV Balashov felldur á kóngsbragði - ein elsta skákbyrjunin sannar enn gildi sitt Júri Balashov er kunnur fyrir trausta taflmennsku og yfirgripsmikla byrjanaþekkingu en ekki tókst honum að ráða fram úr flækjum kóngsbragðsins á opnu móti í Sviss á dögunum. Skákmeistarinn Siegbert Tar- rasch var oröhagur maöur og lætur eftir sig mörg spakmælin. Um kóngsbragö, eina elstu skákbyijun sem vitað er um, sagöi hann: „Ef spænski leikurinn er eins og tón- verk eftir Bach, minnir kóngsbragð á danstónlist fyrir blásturshljóð- færi!“ Kóngsbragö hefur ætíð haft yfir sér ævintýraljóma. Hvítur fórnar peði strax í 2. leik og opnar kóngs- stööu sína. Á móti fær hann sókn- arfæri, sterka miðborösstöðu og kemur mönnum sínum skjótt á framfæri. Atburöarásin vill því veröa hröö og fjörug og brugöið getur til beggja vona. Nú er kóngs- bragö orðið „rarítet" á skákmótum því aö hvítur þykir taka of mikla áhættu. Kóngsbragös er fyrst getið í heim- ildum frá 16. öld og allt fram á 19. öld naut það mikilla vinsælda. Á fyrsta alþjóðlega skákmótinu, sem haldið var í London 1851 var kóngs- bragö teflt í frægri skák, milli And- erssens og Kieseritskys, sem þótti svo falleg aö hún hefur síöan geng- ið undir nafninu „ódauölega skák- in“. Óhætt er aö segja aö fleiri ódauðlegar skákir hafi verið tefldar í kóngsbragði en nokkurri annarri byijun. Kappar eins og Spassky, Bron- stein, Tal og Fischer hafa brugöiö fyrir sig kóngsbragði á seinni árum og eru þaö býsna góð meðmæli meö byijúninni. En nú er kóngsbragð ekki lengur í tísku. Þaö eru ekki nema örfáir sérvitringar sem beita því nú á dögum og fá gjarnan ávít- ur frá félögum sínum fyrir bragöiö! Sovéski stórmeistarinn Júrí Bal- ashov, sem er góðkunningi okkar íslendinga, er einn þeirra sem á það til að dusta rykið af kóngsbragðinu. Á dögunum rakst ég hins vegar á skák með honum þar sem hann sat öfugu meginn við borðið. Balashov hafði svart og þessi þrautþjálfaði, trausti og öruggi stórmeistari lá kylliflatur! Andstæðingur hans var Jo Gall- agher, Englendingur sem nýlega er oröinn stórmeistari. Þeir tefldu á opnu móti í Lenk í Sviss. Gallag- her sér varla eftir þvi aö hafa skellt f-peðinu fram. Hann þurfti lítiö að hafa fyrir hlutunum því að hann þurfti aöeins að endurtaka leiki sína úr skák við argentínska stór- meistarann Daniel Campora, frá Biel í Sviss í fyrra. Balashov breytti Benóný Benediktsson hafði mikið dálæti á kóngsbragði. ekki út af fyrr en í 20. leik en þá var það orðið of seint - svörtu stöð- unni varð ekki bjargað. Hvítt: Jo Gallagher Svart: Júrí Balashov Kóngsbragð 1. e4 e5 2. f4 d5 Balashov kýs að fresta drápi á f4 um sinn til að fækka möguleikum hvíts. Eftir 2.-- exfí strax á hvítur ýmsa möguleika aðra en 3. Rf3, þeirra algengastur er 3. Bc4, sem ekki ómerkari maður en Bobby Fischer hefur leikiö. 3. exd5 exf4 Mótbragð Falkbeers, með 3. - e4, þykir ekki lengur traustsins vert. 4. Rf3 RfB 5. Bc4 Hér standa hvítum ýmsar leiöir til boða. Benóný heitinn Benedikts- son, sem hafði dálæti á kóngs- bragöi, lék gjarnan 5. c4 og valdaði peð sitt á d5. Því svarar svartur best með 5. - c6, því að 6. dxc6? Rxc6 7. d4 má svara hvort heldur Skák Jón L. Árnason með 7. - Bb4 + 8. Rc3 Re4, eða 7. - Bg4 með virku tafli á svart. Annar möguleiki er 5. Rc3, en sá algeng- asti er 5. Bb5+ c6 6. dxc6 er svartur getur valið milh þess að drepa aftur á c6 með peði eöa riddara. 5. - Rxd5 6. 0-0 I skákinni Jón L. Árnason - Bal- ashov á ólympíumótinu á Möltu 1980 reyndi hvitur 6. Bb3!? og áfram tefldist 6. - Be7 7. 0-0 0-0 8. c4 Rf6 9. d4 c5 10. Khl Bg4 11. dxc5 Dxdl 12. Bxdl Bxc5 13. Bxf4 Re4 14. Rg5! Rf2+ 15. Hxf2 Bxdl 16. Hd2 Bg4 17. Rc3 og hvítur á heldur betra tafl þótt ekki nægði það til vinnings. í nýlegri rússneskri bók um kóngs- bragð er stungið upp á 10. d5!? sem vænlegri möguleika á hvítt en leik- urinn 6. Bb3!? hefur þó ekki átt upp á pallborðið. 6. - Be7 7. d4 0-0 Þessi eðlilegi leikur er e.t.v. und- irrótin að erfiðleikum svarts - ef frá er tahnn fyrsti leikurinn sem gefur kost á kóngsbragði! Spassky tefldi skemmtilega úr stöðunni meö hvítu gegn Averbakh árið 1955. Skák þeirra tefldist 7. - c6 8. Rc3 0-0 9. Re5 Be6 10. Bxf4 f6 11. Bxd5 cxd5 12. Rd3 Bf7? 13. Dg4! Kh8 14. Bxb8! Hxb8 15. Hael He8 16. Re5! Hf8 17. Rxf7+ Hxf7 18. De6 og Spassky átti vinningsstöðu. í annarri skák Spasskys, gegn Pytel, á ólympíumótinu í Nizza 1974, lék svartur 7. - Be6 8. De2 0-0 9. Rc3 c6 10. Rxc5 cxd5? og Spassky náði góðri stöðu eftir 11. Bd3 Rc6 12. Bxf4 Rb4 13. Bb5! a6 14. Ba4 b5 15. Bb3 Rc616. c3 b417. Hael o.s.frv. Betra er 10. - Bxd5 en þó er engan veginn víst að svartur nái fylhlega að jafna taflið. 8. Bxd5! Dxd5 9. Bxf4 c5? Balashov er enn við sama hey- garðshornið. Hann ræðst að hvítu miðborðsstöðunni og hefur trúlega rámað í það hvernig hann tefldi gegn undirrituðum fyrir ehefu árum. En svartur verður nú á eftir í liðsskipan og hætt er við að nú verði ekki aftur snúið. 10. Rc3 Dc4 11. Del! Bf6 Síðasti leikur hvíts setti svartan í vanda. Aðrir kostir hans eru ekki betri, t.d. a) 11. - cxd412. Dxe7 dxc3 13. Bd6 Rd7 14. Re5 með vinnings- stöðu; eða b) 11. - Rc6 12. b3! De6 13. d5 Dxel 14. Haxel Bf6 15. Re4 Rb4 16. Rxf6+ gxf6 17. Bh6 Hd8 18. c4 og yfirburðir hvíts eru augljósir. 12. Bd6 Bxd4+ 13. Khl Hd8 14. Re4! f5 Svarið við 14. - Bf5 yrði 15. Bc7! og eitthvað verður undan að láta, því að 14. - Hf8 15. Rd6 De6 16. Rxf5 Dxf5 17. Rxd4 kostar mann. 15. Dh4 Rc6 Nú gæti virst sem hvítur hefði teygt sig of langt en hann á sterkt svar. S il # 11 i i Jk, k Á & A A A A /-73, feák <É> ABCDE FGH 16. Re5! Bxe5 Ekki 16. - Rxe5 17. Dxd8+ og vinnur. Svartur bjargar sér heldur ekki með 16. - Dxfl + 17. Hxfl Bxe5 18. Bxe5 fxe4, þó ekki væri nema vegna 19. Dg5 Hd7 20. Bxg7 Hxg7 21. Dd5+ Be6 22. Dxe6+ Kh8 23. Dxe4, eða einfaldlega 19. h3 með vinningsstöðu. 17. Rf6+ BxfB 18. Dxc4+ Svartur á nú aöeins tvo létta menn í skiptum fyrir drottninguna og stendur uppi með tapað tafl. 18. - Kh8 19. Bxc5 Re5 20. De2 b6 Litlu munaöi að Campora tækist að bjarga sér gegn GaUagher í Biel í fyrra. Þar tefldist 20. - Be6 21. Hfdl f4 22. Hxd8+ Hxd8 23. Be7 f3 24. gxf3 Bc4 25. Dxe5 Bxe5 26. Bxd8 Bxb2 27. Hbl Bd4 28. Hxb7 Bd5 og nú varö hvítur aö finna 29. Hb3! Bxb3 30. axb3 vinna í endatafli. 21. Be7 Bxe7 22. Dxe5 Bf6 23. Dc7 h6 24. Hael Ba6 25. Hxf5 Bxb2 26. h3 Hdc8 27. De7 Bc4 28. Db4 Bd4 29. He4 a5 30. Dd2 Bb2 31. Hh5 Hc6 32. Hxc4 Hxc4 33. Hxh6+! gxh6 34. Dxh6+ Kg8 35. De6+ Og Balashov gafst upp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.