Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Blaðsíða 32
44 Frakkland árið 1991. Vinstri- stjóm sósíalista hefur verið við stjómvölinn í rúm tíu ár undir stjórn Mitterrands. í maí 1991 skiptir hann um forsætisráðherra. Það væri ekki svo merkilegt ef fyr- ir valinu hefði ekki orðið kona, í fyrsta skipti í sögu Frakklands. Edith Cresson hefur ekki verið við stjómvölinn nema í tæpa viku þeg- ar strax reynir á hana og almenn- ingur spyr: „Hvemig ætlast Mit- terrand til þess að kona geti tekist á við vaxandi ólgu úthverfanna?" Vandamálið er ekki nýtt af nál- inni. Allt frá því 1960, þegar verk- smiðjueigendur hófu innflutning á ódým vinnuafli, hefur straumur innflytjenda legið inn í landið. Hann náði hámarki á árunum 1970-1974 þegar yfir 200.000 útlend- ingar fluttust til Frakklands en eft- ir 1974 hefur fjöldi innflytjenda minnkað stórlega, aðallega vegna hertra aðgerða stjórnvalda. Fólkið kemur aðallega frá Tyrk- landi, Indlandi og Afríku, þ.e.a.s. frá Senegal og arabalöndunum Als- ír og Túnis. Auk þess hefur þel- dökkt fólk frá Antilla-eyjum komið sér fyrir í landinu á undaniomum ámm. En eftir hveiju sækist fólkiö? Það kemur í leit að nýju og betra lífi, vonast til aö fá vinnu og geta framfleytt sér og fjölskyldu sinni betur í nýju landi. Einn viðmæl- enda minna kemur frá Senegal, hann segir að í sínu heimalandi sé jafnvel haldið uppi áróðri fyrir flutningi fólks til Frakklands. „Það er einnig alkunn staðreynd að kennsla í úthverfaskólum jafnast engan veginn á við kennslu i skólum inni í borgunum og það voru börnin sjálf sem vöktu athygli á þessari staðreynd í allsherjarmótmælum gagnfræða- skólanema." LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991 bílakappakstri. Stutt er síðan ein- um slíkum kappakstri lauk með hörmulegum hætti. Afleiðingamar voru þær að ökumaður annars bíls- ins og ung lögreglukona létust. Ódýrvímuefni Og til að lyfta sér upp úr drunga hversdagsins leita æ fleiri á vit vímuefna. Sú staðreynd að innflytj- endumir koma frá löndum þar sem efnin eru framleidd eða eru í öllu falli ódýr og jafnframt að þeir virð- ast geta smyglað þeim auðveldlega inn í landið veldur því að auðvelt er fyrir unga fólkið að nálgast fyrr- nefnd vímuefni með ódýrum hætti. Og það eru margar leiðir til að verða sér úti um peninga fyrir efn- unum. Ein leiðin er að stela bíla- pörtum og koma í verð. Aðrir reyna fyrir sér með „heiöarlegri hætti“. Eg sá eitt sinn hóp ungra, illra klæddra arababarna. Hann var á þönum milli bíla á ljósum við eina af akbrautum Parísar að þrífa framrúður bílanna, vopnaöur tuskum og úðabrúsum. Ekki varð ég vör við að nokkur borgaði þeim, frekar var það að fólki mislíkaði þetta, enda sköpuðu þau umtals- verða hættu með framtaki sínu. Báðum megin við gatnamótin stóðu lögregluþjónar sem virtist standa á sama um það að börnin voru að leggja líf sitt og ökumanna í hættu. Þeir sneru blinda auganu að framferði barnanna. Og lögreglan hefur einmitt orðið Frakkland með augum útlendings: Slegist i hóp sál- fræðinga götunnar - og skyggnst inn í líf útigangsmanna Nær ekki fótfestu Þegar þetta fólk kemur inn í land- ið þarf það strax að takast á við ýmiss konar vandamál. Fyrst og fremst er það tungumálið sem það talar oftar en ekki illa. Það og sú staðreynd að það kemur frá öðru landi og úr annarri menningu, auk þess að líta öðruvísi út, veldur því að þetta fólk nær ekki fótfestu í þjóðfélaginu. Það fær aðeins illa borgaöa vinnu eða alls enga og oft- ar en ekki í engu samræmi við menntun þess eða hæfileika; ég rakst t.d. eitt sinn á verkfræðing sem fékk vinnu sem almennur byggingaverkamaður og er hann ekki einsdæmi. í reynd er þetta fólk aðeins annars flokks borgarar, því er komið fyrir í blokkaríbúðum í blokkaþyrpingum úthverfanna. Þannig býr það í geldu steinsteypu- umhverfi, sem eðli sínu samkvæmt er ekki gefandi, því eins og fyrr- nefndur viðmælandi minn segir: „Ég kom á fólskum forsendum, hingað hafði ég ekkert að sækja.“ En hvert er þá vandamálið? Til að finna lausnir þarf fyrst að koma auga á vandann. Innflytjendumir hafa nú þegar komið sér fyrir í landinu og böm þeirra eru orðnir franskir ríkisborgarar, lög kveða svo á um aö hvert það bam sem fæðist á franskri grundu hafi rétt á frönskum ríkisborgararétti. Mit- terrand sagði í ræðu þann fyrsta september 1983: „Það þarf að senda þetta fólk heim,“ en hvert heim? Frakkland er orðið þeirra heimili og þar liggur hundurinn einmitt grafinn. Börn þessa fólks, sem em lagalega séð jafnfrönsk og önnur böm landsins, fá alls ekki sama aðbúnað og böm annarra Frakka. , Þaö er einnig alkunn staðreynd að Edlth Cresson, forsætisráðherra Frakklands, á erfltt verk fyrir höndum. Hún þarf að koma lagi á mál heima fyrir ef landið á að vera styrkt efna- hags- og stjórnmálalega þegar landamæri Evrópu opnast árið 1993. Símamynd Reuter kennsla í úthverfaskólum jafnast engan veginn á við kennslu í skól- um inni í borgunum, og það voru börnin sjálf sem vöktu athygli á þessari staðreynd í allsherjarmót- mælum gagnfræðaskólanema í París 12. nóvember 1990. Dæmdir í verka- mannavinmi Claude kemur úr einu úthverfa Parísar. Hann segist aldrei géta gleymt því þegar einn kennarinn sagði yfir bekkinn hans að það þyrfti alltaf að vera til ríkt fólk svo það fátæka hefði einhverja fyrir- mynd. Ósmekklegur brandari þeg- ar tekið er mið af því að kennarinn var að tala við börn verkamanna. „Ég gleymi því heldur aldrei þegar okkur var sagt að 95% barna verkamanna hættu í skóla og að aðeins 5% héldu áfram og fengju viðurkennda menntun, þannig að það væru aðeins tveir í mínum bekk sem væru ekki dæmdir til að verða verkamenn." Það er nokkuö ljóst að þegar ung böm eru mötuð á þvílíku þvaðri missa þau trú á sjálfum sér og hæfileikum sínum og missa jafn- framt sjónar á tilgangi skólagöng- unnar. Þannig hættir á hverju ári stór hluti barna í skóla áður en til- skildri lágmarksmenntun er náð. Án prófskírteina fæst engin vinna og því liggur leið unga fólksins beirit á atvinnuleysisskrifstofur landsins. Og hvaö gerir það svo til að drepa tímann? Það eru engir staðir sem hægt er aö fara á, aðeins ömurlegt steinsteypuumhverfi, að- eins portin á milli blokkanna. I út- hveijum Lyon er aðalgamanið fólg- ið í því að stela bílum og keppa í fyrir gagnrýni almennings. Því hef- ur veriö haldiö fram að hún sé for- dómafull gagnvart þeldökku fólki, að hún geti ekki rætt viö unga fólk- ið, að hún sé of harðhent. Reyndar eru ekki nema nokkrar vikur síðan Aissa Ihicn, ungur arabi, dó af völdum harkalegrar meðferðar lögreglu. Vandamálin hlaðast upp Á sama tíma og Edith Cresson og félagar reyna að leita nýrra leiða til lausnar hlaðast vandamálin upp. Cresson lofar betrumbótum í stjóm lögreglu, betra skólakerfi, sem er tengdara atvinnulífinu í landinu, og nýjum leiðum til að fylla upp í tómstundur barnanna, svo sem kennslu í mótorhjóla- akstri, nýjum íþróttasvæðum og rúllubrettabrautum. Þannig hefur hún hugsað sér að losa um þá orku sem börnin hafa í miklum mæli. Svo miklum að í fótboltaskóla- keppni í einu úthverfanna fyrir stuttu treystu skipuleggjendur mótsins sér ekki til annars en að ráða sérstaka öryggisgæsluverði til að halda keppendum og áhorfend- um í skefjum, sem reyndar var ekki nóg, því eftir mótiö bmtust út svo mikil slagsmál að kalla þurfti til aðstoðar lögreglu. Sum úthverfanna eru jafnvel að verða illbyggileg. íbúi eins slíks hverfis er ung tveggja barna móð- ir. Hún segist aldrei láta bömin sín fara ein án fylgdar í skólann, þaö þori hún hreinlega ekki. Þaö séu og nokkrar götur og blokkaport sem hún reyni að forðast eftir bestu getu. „Ef það er blóð á gangstéttum á morgnana þýöir ekki að kippa sér

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.