Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991.
3
Fréttir
Stefnir 1 getraunasamstarf Islendinga og Svía frá 9. nóvember næstkomandi:
Hámarksvmningur yrði um
þrjátíu mil Ijónir króna
Þaö stefnir í getraunasamstarf ís-
lendinga og Svia. í júníbyijun sendu
Svíar viljayfirlýsingu um samstarf
sem hæfist 9. nóvember næstkom-
andi og stæði yfir í 24 vikur. Sama
verö yröi á rööinni á íslandi og Sví-
þjóö og yrði miðað við 1 krónu
sænska sem eru tæplega 10 krónur
íslenskar. Einnig veröur þess gætt
að sömu reglur gildi á báðum stöð-
um, jafnt hvað varðar vinninga og
aðra hluti. Það þýðir til dæmis að
íslenskur tippari gæti ekki unnið
nema 3.000.000 sænskar krónur sem
gera um 30 milljónir íslenskra króna.
Þrjár milljón krónurnar sænsku eru
hámark fyrir fyrsta vinning.
Verðið lækkar í tíu krónur
íslenskar getraunir byija sem fyrr
í ágúst og verða spilaðar tólf vikur
með tólf leikjum og verðinu 15 krón-
um íslenskum. Þann 9. nóvember
breytist verð raðar í 1 krónu sænskar
og leikimir verða þrettán. 24 vikum
síðar verður aftur breyting. Þá breyt-
ist verð raðar í 15 íslenskar krónur
á ný og leikirnir verða tólf. Þannig
gengur það fyrir sig í fjórar vikur.
Vinningarnir eru ekkert slor. Að
jafnaði eru vinningar ekki undir 100
milljónum íslenskra króna á viku á
þessu tímabili yfir háveturinn sem
Islendingar og Svíar eru með sam-
starf. Ef litið er á vinninga frá því
síðla árs 1990 og snemma árs 1991
kemur í ljós að vinningar eru lægstir
100 milljónir eina vikuna en hæstir
188 milljónir aðra vikuna. Ástæðan
fyrir þessari sveiflu er sú að þegar
of margar raðir finnast meö tíu rétta,
sem er íjórði vinningur, er upphæðin
fyrir tíu rétta geymd til næstu viku
og þá hækkar potturinn svo sannar-
lega. Meðaltal tuttugu og fjögurra
vikna á þessu tímabili gerði 136 millj-
ónir íslenskra króna í vinninga.
Meðalvikan á 136 milljónir
Sem dæmi má nefna vinninga fyrir
47. leikviku ársins 1990 sem er næst-
síðasta vika nóvembermánaðar. Þá
var fyrsti vinningur 597.215 sænskar
krónur, tæplega sex milljón íslensk-
ar krónur en alls fundust sjö raðir
með þrettán rétta þá helgi.
363 raðir fundust með tólf rétta og
fékk hver röð 7.677 sænskar krónur,
um það bil 76.000 íslenskar krónur.
5.221 röð fannst með ellefu rétta og
fékk hver röð 533 sænskar krónur
eða 5.330 íslenskar krónur. 281.025
raðir fundust með tíu rétta og fékk
hver röð 20 krónur sænskar eða tæp-
lega tvö hundruð íslenskar krónur.
Litsj ónvarpstæki
14" m/Qarst.
Kr. 23.950,-stgr.
5 ára ábyrgð
á myndlampa
VÖNDUÐ VERSLUN
Aukningin 16% í Danmörku
Danskt tippár er frá 1. júlí til 30.
júní. Dansk Tipstjeneste AS er með
lotto og getraunir og var aukningin
milli áranna 1989/90 og 1990/91 16%.
salan á getrauna- og lottóseðlum var
18 milljarðar króna á tippárinu
1989/90 en jókst í 20,9 milljarða
1990/91. Það þýðir að hver Dani eyðir
4.103 krónum í lottó- eða getrauna-
seðla. Þessi aukning er að mestu leyti
tilkominvegnalottóseðlasölu. -EJ
Tölvustýrð stiglaus sjálfskipting.
Ein sú fullkomnasta sinnar tegundar.
Skemmtilega léttur og lipur innanbœjar, öruggur og mjúkur á mölinni.
Fullkomin sjálfstæð gormafjöðrun
Sparneytin.
Merkið tryggir gœðin.
á hverju hjóli.
Sýning um helgina kl. 14-17
Verið velkomin
SUBARU JUSTY
ÆMW/n\ Ávalltframhjóladrifinn, en meðþvíað styðja á einn takka er
ͱA \\ A //L—'J hann kominn ífjórhjóladrif sem tryggir öruggan akstur.
Einfaldara getur það ekki verið.
1,2 lítra sprœk fjölventla vél, í senn aflmikil og sparneytin.
Ingvar
Helgasonhf.
Sævarhöföa 2
sími 91-674000