Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Blaðsíða 30
42 LAUGARDAGUR 6. JULÍ 1991. Helgarvísur________________________________ pv Lífið allt er eins og visa í þætti, sem birtist í DV 26. jan. sl. (Hvaö skal yrkja um hreina trú), er sagt frá kveðskap Steingríms Ey- fjörðs læknis um Ingólf Þorvaldsson, prest á Ólafsfirði. Ekki er sagan þar nema hálfsögð og reyndar er kviðl- ingurinn ekki alveg kórréttur. En leiðréttingu og nánari skýringar á því sem fram fór birtist upphaflega í tímaritinu Súlum, sem Jóhannes Óli Sæmundsson ritstýrði og gefið var út á Akureyri meöan hans naut við. Góðkunningi minn einn sendi mér ljósrit úr 7. tbl. Búnaðarblaðsins Freys 1985, en þar er endurprentuð frásögn sú sem Jóhannes Óli færði í letur og er hún svohljóðandi: „Steingrímur Eyíjörð Einarsson læknir var eitt sinn á ferð tO Siglu- fjarðar og kom við í Ólafsfirði. Séra Ingólfur Þorvaldsson og Steingrímur voru skólabræður og góðir kunningj- ar. Nú stóö svo á, er Steingrímur heimsótti prestinn, að hann var aö messa. Bar því fundum þeirra ekki saman að þessu sinni, því að læknir- inn var á hraðri ferð. Hann gat þó ekki á sér setið nema að hnippa í vin sinn, klerkinn, og skildi eftir til hans miða með þessum vísuorðum: Ingólfur er að messa, orðin hans margan hressa gáfu- og guðdómleg. Þó hefur hann til þessa þrammað hinn breiða veg. Friðþjófur Gunnlaugsson skip- stjóri, hálfbróðir séra Ingólfs, segir mér, að þegar Ingólfur sagði Jónataníu, móður þeirra, frá kerskn- isvísu Steingríms, hafi hún svarað samstundis: Steingrímur lærði að lækna, lagði þar hönd að frækna, það votta þorum vér. Meinsemdum margra eyðir, - mest þeirra, sem hann deyðir. Heiður þeim heiður ber. Hvort svarvísan hefur nokkurn tíma náð eyrum Steingríms, veit ég ekki, en vel mætti ætla, að sæmilega hafi honum líkað svarið." „Mín fyrstu leikföng voru íslenzk orð“ var fyrirsögn vísnaþáttar í DV 6. apríl sl. Svo illa tókst til að botninn datt úr honum og þar með skýring á heiti hans. Það sem féll niöur hljóðar svo: Og „þótt borgir standi í báli/og beitt sé eitri og stáli“ mun íslenzk tunga standast það allt, haldi menn vöku sinni, eða það telur Guðmundur Ósk- ar Einarsson: Þó að bálið brenni menn, biturt stálið syngi, veitir sálum unað enn Egils mál á þingi. Mættu sem flestir taka undir með borgarskáldinu okkar, Tómasi Guð- mundssyni: Vísnaþáttur Mín fyrstu leikfong voru íslenzk orð, og engin leikföng hafa reynzt mér betur. Hafa ekki ljóð og stökur verið beztu verndarenglar íslenzks máls gegnum tíðina, þegar vel hefur verið kveðið? Steingrímur Baldvinsson í Nesi í Aðaldal, sem kunni mörgum betur að haga orðum sínum, kvað svo: Ef stutt varð hlé á starfsins söng, sterkast þrennt minn huga tók: Yrkja vísu, veiða á stöng og vaka yfir góðri bók. Þórarinn Bjamason járnsmiður í Reykjavík, yrkir svo í hógværð sinni: Ég er eik á eyðiströnd, andans fallið brumið. Ferskeytlunnar fegurst lönd fékk ég aldrei numið. Ríkarður Jónsson myndhöggvari var vel liðtækur við vísnagerö, eins og fram kemur í eftirfarandi stöku: Láttu aldrei á því hlé ævi þinnar vöku, að yrkja líf í leir og tré, líka marga stöku. Guörúnu M. Benónýsdóttur á Hvammstanga var ljóst hvert leið vel gerðrar vísu myndi liggja, þegar hún kvað: Vísa hver sem vel er gerö viða nýtur hylli, leggur svo í langa ferð landshomanna milli. Og á þeirri leið verður hún mörg- um til yndisauka og eða huggunar. Skúli Þorsteinsson námsstjóri: Þegar reyndist leiðin löng og lág var gleðisólin, í ferskeytlunnar fræga söng fundu margir skjólin. Ásgrímur Kristinsson frá Ás- brekku í Víðidal hefur trú á varan- leik stökunnar og tilgangi hennar: Vísan stendur öld og ár, oft er send til varnar. Hún á að benda á bros og tár bak við hendingamar. Síðasta vísan þessu sinni er eftir Rúnar Kristjánsson, ungan og bráð- efnilegan hagyrðing á Skagaströnd: Sjáðu í austri rööul rísa, rauðu bliki um himin stafar. Lífið allt er eins og vísa, ort á milli vöggu og grafar. Torfi Jónsson >egar Sunny nálgast það markmið að finna Alex Markoff kemur í Ijós að taún kallar sjálf yfir sig mikla hættu. Leikurinn berst vitt um heim - San Fransiskó, England, Noregur, Kanada. í leit sinni að Alex Markoff er hún kötturinn sem leitar músarinnar; gagnvart óljósum ofsækjendum er hún músin á flótta undan köttunum. Þetta er leikur upp á líf og dauða - úrvals spennusaga. Sunny Sinclair hefur ekki séð Alex Markoff síðan heimsstyrj- öldinni siðari lauk. Þá voru þau bæði starfandi njósnarar og um skeið Þvi er nú löngu lokið. En mörgum áratugum síðar rifjast þetta gamla, eldheíta ævintýri upp með óyæntum hætti. Hún verður að finna þennan gamla elskhuga sem raunar hefur lengi verið talinn af. En nú kemur hrollkaldur veruleikinn æ skýrar i Ijós með hverju skrefi sem hún tekur - hann er ekki bara IH- andi heldur er hann sennilega líka i miklum háska staddur. Hægt er að panta Úrvalsbækur í síma 62-60-10

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.