Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Blaðsíða 4
Fréttir Deilur um stórfelldar framkvæmdir við norðurenda Tjamarinnar: Endurgerður lyrir 165 milljónir króna Nú er veriö aö gera stórfelldar end- urbætur á noröurenda Tjarnarinnar í Reykjavík. Kostnaöur viö þessar framkvæmdir er samtals 165 milljón- ir. 40 milljónum veröur varið í end- urnýjun tjarnarbakkans, 65 milljón- um er variö í upphitun, holræsagerð og endurnýjun á Tjamargötu, Von- arstræti og Templarasundi. 60 millj- ónir fara í lóö ráðhússins, frágang á Iðnólóðinni og brúna þar á milli. Hún ein sér kostar 35 milljónir. Tjarnarbakkin mun fá svipaö útlit og austurbakkinn undir Fríkirkju- vegi og í kringum Iðnó verður allt hellulagt upp á nýtt og settar hita- lagnir. Iðnólóöin minnkar örlítið við þetta og um þaö hafa menn deilt þar sem um eignarlóð er aö ræöa. Aö- stoðarborgarverkfræðingur segir þó að lóðin hafi alltaf markast af stöðu tjarnarinnar hverju sinni. Þá sjá margir eftir ísbryggjunni gömlu sem menn stóðu á og gáfu öndunum. Þessi litla bryggja var rif- in vegna mannlegra mistaka eins og aðstoðargatnamálastjóri orðar það en það gleymdist að láta verktakann vita að hún ætti aö standa. Þá hafa menn einnig deilt um hvort fram- kvæmdirnar við norðurbakkann hafl verið kynntar á eðlilegum vett- vangi eöa ekki. Verkið hefur tafist nokkuð vegna þess að lagnir liggja allar út og suður en menn reikna með að svæðið verði að mestu tilbúið 15. september. -pj Norðurendi Tjarnarinnar fær á sig svipaö útlit og er neðan Fríkirkjuvegar. Hér sést Einar S. Guðmundsson höggva til steina i nýja tjarnarbakkann. DV-mynd JAK Verðlaunahryssa f innst dauð í beitarhólfi DV-mynd Þórhallur Þórhallur Asmundsson, DV, Sauðárkrókur Perla frá Krithóh, sem stóð efst í flokki sex vetra hryssna með ein- kunnina 8,17 á héraðssýningu Skag- firðinga á dögunum, fannst dauð í beitarhólfi nú fyrir skömmu. Krufning leiddi í ljós að dánarorsök var lífhimnubólga vegna rifu á enda- þarmsgöm, um 20 sentímetra frá opi. Dauða Perlu svipar mjög til dauða Kliðs frá Miðsitju, fjögurra vetra hests. Dauði merarinnar var talsvert áfah fyrir eigandann, Önnu Ragnarsdótt- ur frá Krithóli. Merin hafði öðlast talsverða viðurkenningu en hún var ótryggð svo tjónið er fjárhagslegt auk þess að vera tilfinningalegt. Ekki virðist vera hægt að finna ein- hlíta skýringu á dauða Perlu. Er einn möguleikinn að þetta hafi skapast vegna hegðunar folans í hólfinu, dæmi um slíkt eru þekkt. Bendir allt til þess að orsakir séu aðrar en þær hjá Miösitjuhestinum. Hald lagt á 12 kannabisplöntur í Reykjavík í fyrrakvöld: Sagðist haf a reykt 50 grömm af hassi - eigandinn viðurkenndi einnig sölu á jafnstórum skanmti nótinni 25 ára stýrimaður á Sigurvon ÍS 500 frá Súgandafirði fór út- byrðis í gær þegar báturinn var á veiðum út af Rit viö norðanvert ísafjarðardjúp skömmu eftir há- degið í gær. Maöurinn klemmdist á milh þegar nótin fór útbyrðis og ákvað hann að láta sig fara með til að eiga ekki á hættu að missa fótinn. Hann var um það bil 2 mínútur í sjónum og fór út með seinni grandaranum,“ sagði Guðni Ein- arsson, skipstjóri á Sigurvon. „Þegar maðurinn fór í sjóinn tókst honum sjálfum að losa sig úr nótinni með því að klæða sig úr stígvéliou. Við náöum horium síðan inn með Björgvinsbelti. Það gekk mjög vel og sannaði beltið sig vel. Hann náði sér svo fljót- lega,“ sagði Guðni. Sigurvon var siglt til hafiiar í Bolungarvik eftir slysið. Þaðan var maöurinn fiuttur á sjúkrahús- ið á fsafirði. Stýrimaðurinn slapp viöfótbrotenmarðistilla. -ÖTT Fíkniefnalögreglan í Reykjavík lagði hald á 12 kannabisplöntur í íbúð í höfuðborginni á fimmtudags- kvöldið. Einnig var lagt hald á nokk- ur grömm af hassi og tóbaksblönd- uðu hassi. Að sögn Bjöms Hahdórs- sonar, yfirmanns fíkniefnadeildar- innar, er ekki óalgengt að shkar Tvítugur maður var handtekinn á Keflavíkurflugvelh síðdegis í gær grunaður um innflutning á fíkniefn- nm Við skoðun kom í ljós að maður- inn hafði 29 grömm af hassi í fóram plöntur finnist af og th hjá fólki. Hins vegar sé ljóst að hér var um að ræða mesta fjölda af kannabisplöntum sem fundist hafa í langan tíma. Þegar lögreglan kom á staðinn í fyrrakvöld kom í ljós að plöntunum hafði verið komið fyrir til ræktunar í geymsluskáp. Húsráðandi er 22 ára sínum. Maðurinn var að koma með flugvél frá Kaupmannahöfn. Maðurinn, sem er búsettur á lands- byggðinni, var færður nánast strax fyrir dómara í Sakadómi í ávana- og karlmaður. Granur lék á að maður- inn hefði selt fikniefni aö undan- fornu. Hann viðurkenndi að hafa selt 50 grömm af hassi í síðastliðnum mánuði. Einnig hefði hann neytt 50 gramma af hassi á svipuðum tíma. Telst það mjög mikið magn fyrir ein- staklingásvoskömmumtíma. -ÓTT fíkniefnamálum. Máhð var afgreitt með dómssátt. Fíkniefnin voru gerð upptæk og manninum gert að greiða tugi þúsunda króna í sekt. -ÓTT Tekinn með hass og „afgreiddur“ strax hjá dómara LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991. roor i Trn a cmr» a /tcr aT'jTt a Matterhom: Varðaðfresta fjallgöngunni vegna snjóa Trausti Már Ingason, sem ætl- aði að leggja af stað upp Matter- horn í Sviss í gærmorgun, varð að snúa frá. Mikih snjór var í fjallinu og var þvi bannað að klífa það vegna snjóflóöahættu. Trausti Már ætlar að klífa íjah- iö einn síns liös. Það er tæplega 4500 metrar á hæð. Verður þetta i fyrsta skipti sem íslendingur fer ánferöafélaga upp á Matterhom. „Ég talaði við Trausta Má í rnorgun," sagði Lilja Ingadóttir, systir hans, við DV. „Hann var auðvitaö vonsvikinn yfir að kom- ast ekki upp úr því aö hann var kominn á staðinn. Hann ætlar að freista gæfunnar í annað sinn í næstu viku.“ Búist er við að Matterhorn verði aftur opnað eftir helgi. -JSS Malbikun Múla- gangalýkurum helgina Helgi Ólaísson, DV, ófafafirffi- Framkvæmdir viö malbikun á seinna laginu í Múlagöngum hafa staðið yfir alla vikuna og lýkur um helgina ef allt gengur sam- kvæmt áætlun. Göngin hafa verið lokuð og vegfarendur, þar á með- al fiölmargir ferðamenn, hafa þurft að aka garnla Múlaveginn. íslensku sveit- arinnar íslenska unglingalandsliðiö er í fimmta sæti eftir sex umferðir á NM yngri spilara í bridge sem fram fer í Finnlandi. Því hefur gengið fremur brösuglega í und- anfómum leikjum. í fjóröu um- ferð tapaði liðið 10,5-18,5 gegn B-liði Finna sem er í neðsta sæti. I fimmtu umferð kom góður sig- ur gegn A-liði Finna 22-8 sem fram aö þessu hafði verið í fyrsta sæti. I sjöttu umferö varð jafn- 'tefh í leik gegn B-hði Svia. Staða efstu þjóöa er þannig aö A-hð Svíþjóðar er efst með 134, Noreg- ur A er með 132, Finnar A 126,5, næst koma Danir A með 122 og síðan ísland með 118,5 stig. Mót- inu lýkur á laugardag. ÍS „Karnival“ á Kef lavíkur- flugvelli Ægir Már Kárason, DV, Keflavík: Þjóöhátíðardagur Bandaríkja- manna, sem var 4. júh, verður haldinn hátíðlegur á Keflavíkur- flugvelh í dag, laugardag, Verður þar haldin fjölskylduhátíö með „Kamival“-sniöi og eru allir vel- komnir. Hátíðin fer fram i stóra flug- skýhnu, næst vatnstanki vallar- ins, og gefst gestum kostur á að njóta þar fjölbreyttrar skemmt- unar fyrir alla fjölskylduna frá klukkan 11.30 th 17.30. Þátttaka í þrautum og leikjum af ýmsu tagi verður á boðstólum í rúmlega 80 sölutjöldum. Ghdir þar jafnt íslenskur sem banda- riskur gjaldmiðih. Meðal atriöa verða þjóðdansa- og leiksýningar, trúðasýning og 3 hljómsveitir skemmta, Flugvélar og annar búnaður varaarliðsins verður til sýnis á svæðinu. Aðgangur er ókeypis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.