Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Blaðsíða 26
26
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991.
Læknir, lækn-
aðu sjálfan þig
- Hallgrímur Magnússon lýsir umdeildum skoðunum sínum
Hallgrímur Magnússon læknir ætlar að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið.
Munurinn á lifandi
og dauðri fæðu
Hallgrímur Magnússon læknir á
Seltjamarnesi hefur vakið mikla at-
hygli undanfarin misseri fyrir að
fara óhefðbundnar leiðir í meðhöndl-
un sjúklinga og liggja ekki á óvenju-
legum skoðunum sínum á mataræði,
lifsháttum og samhengisins milli
þessara tveggja þátta.
Hallgrímur hefur beitt nálar-
stunguaðferðum, nuddi, föstum og
hugleiðslu sem lækningum og ritað
margt um breytt mataræði í blöð og
haldið erindi opinberlega um skylt
efni.
Sendur í geðrannsókn
Eins og fara gerir mætti ýmislegt í
framferði Hallgríms andstöðu innan
heilbrigðiskerflsins og í byrjun júní
lét landlæknir loka lækningastofu
hans á Seltjarnarnesi og að beiðni
hans fór Hallgrímur í geðrannsókn
sem leiddi reyndar ekkert athuga-
vert í ljós.
í yfirlýsingu, sem landlæknir sendi
frá sér vegna þessa máls, segir að
landlæknir hafi fengið rökstuddan
grun um alvarleg brot Hallgríms í
starfi og því hafi hann samið við
Hallgrím um að stofunni yrði lokað
meðan málið yrði rannsakað. Hall-
grímur hafði þegar hér var komið
sögu aldrei fengið lögformlega
áminningu með rökstuðningi ráð-
herra en ekki má svipta mann lækn-
ingaleyfi nema að undangenginni
slíkri áminningu. Hallgrímur hefur
nú fengið slíka formlega áminningu
en hann hefur opnað lækningastofu
sína á ný og þar hitti blaðamaður
DV hann í miðri viku. Finnst honum
að það umtal og athygli sem þessu
máli fylgdi hafi skaðað hann.
Tek upp þráöinn þar
sem frá var horfið
„Nei, það tel ég ekki,“ svarar Hall-
grímur og rennir fingrum gegnum
burstaklippt hárið.
„Við landlæknir komumst að
ákveðnu samkomulagi um það
hvemig við munum vinna saman og
ég tek upp þráðinn þar sem frá var
horfið."
- En eru þá ekki fyrirsjáanlegir
árekstrar milli hans og embættis
landlæknis í framtíðinni?
„Ég tel svo ekki vera. Það má vera
að ég hafi farið fullgeyst að sumu
leyti en miðað við okkar samkomu-
lag tel ég að friöur eigi að haldast,"
segir Hallgrímur en lýsir jafnframt
því yfir að hann sé afar tregur til
þess að ræða mikið um samskipti sín
við landlæknisembættið í fortíð og
framtíð.
„Við hljótum að viðurkenna alt-
ernatífar lækningar en það er afar
erfitt að stunda þær nema hafa til
þess nógu góða aðstöðu, betri en ég
hefhér."
Uppreisnarmaður
eða skottulæknir
En er Hallgrímur uppreisnarmað-
ur í hópi lækna, hvers vegna hefur
staðið styr um aðgeröir hans og
hveijar eru skoðanir hans sem þykja
svo sérstæðar?
„Ég lít ekki á mig sem uppreisnar-
mann heldur lækni. Ég er aðeins
mannvera sem lifir á þessari jörð.
Eg hef ákveðna menntun í grunninn
sem gefur mér frjálsræði til þess að
velta fyrir mér lífinu og tilverunni.
Lífið hlýtur að bjóða okkur það að
halda áfram að þroskast heilbrigð og
laus við sjúkdóma.
Hvernig getum við gert það? Nátt-
úruhugsjónin er augljóst svar. Marg-
ar rannsóknir sýna að náttúrlegt
mataræði eru gífurlega stór þáttur í
líkamlegu heilbrigði. Við erum kom-
in af jörðinni og hljótum að eiga að
nærast á því sem jörðin gefur af
sér,“ segir Hallgrímur og er nú að
ná sér á dálítið flug og greinilega
sáttari við þetta umræðuefni en
vangaveltur um aðgeröir landlækn-
is.
Matseðillinn
er í Mósebók
„í Mósebók segir að við eigum að
lifa á öllu lifandi, sæðisberandi jurt-
um, ávöxtum af tijám, öllu sem hefur
eitthvert líf í sér. Þessir hlutir bera
í sér sæði eða orku til áframhaldandi
lífs. Hveitikom, sem er lagt í mold,
tekur sér nokkum tíma til þess að
teygja sig upp á móti sólinni. Sólin
er fmmundirstaða alls lífs. Hveiti-
komið hlýtur að hafa einhverja orku
í sér sem gerir því kleift að lifa af
myrkrið. Það er þessi matur sem við
eigum að borða sem er lifandi. Ef þú
setur epli á borð rotnar þaö ekki
heldur morknar niður því þaö er að
gefa orku inn í steinana sem eiga að
tryggja því áframhaldandi líf.
Það má segja að kjarninn í þeim
kenningum, sem ég hef haldið fram
um mataræði, felist í þessum mun á
lifandi fæðu og dauöri. Fjöldi rann-
sókna sýnir þetta. Þetta er í rauninni
það sama og Jónas Kristjánsson,
frumkvöðull náttúrulækninga á ís-
landi, hélt fram.
Ef þú borðar lifandi fæðu þá getur
þú snúið við sjúkdómum sem annars
hefðu kannski lagt þig í gröfina.
Hjartasjúklingar, sem settir voru á
grænmetisfæði og stunduðu íhugun,
víkkuðu þröngar æðar og öðluðust
fullkomið heilbrigði.
Ef þetta er hægt er þá til nokkur
betri aðferð til að fyrirbyggja sjúk-
dóma en að taka upp þessa lífshætti.
Þetta er auövitað stór hluti af þjóðfé-
lagsmyndinni. Það er stórt átak ef
fólk almennt breytir sínum lífshátt-
um til þessa vegar. Það þýðir til
dæmis mikla breytingu á þeirri úr-
eltu landbúnaðarstefnu sem rekin er
hér á landi. En það þarf ekki skarp-
skyggnan mann til að sjá vaxandi
vilja fólks til þess að breyta, ekki
bara mataræði sínu heldur lífshátt-
um öllum. En þótt fólki sé ráðlagt
eitt og annað þá getur verið erfitt
fyrir það að fara eftir þeim ráðum í
nútíma samfélagi.
Gætum fætt
áttfalt fleiri
Miðað við núverandi framleiðslu-
hætti á mjólk og kjöti þá eyðum við
ótrúlega miklum kröftum í það. Það
mætti fæða áttfalt fleiri af hverri
ekru með breyttum áherslum," segir
Hallgrímur.
Lambakjöt er óhollt
„Kannski kemur að því nú þegar
ríkisbúskapurinn er á hausnum að
menn átta sig á þessu. Hvers vegna
ætti að niðurgreiða vöru sem við vit-
um að er okkur óholl eins og lamba-
kjötið.
Það er ekki hægt að kalla þetta
uppreisn af einu eða neinu tagi held-
ur breyttan hugsunarhátt. Ég hef
boðað þessar skoðanir og stend viö
þær hvar og hvenær sem er. Það
getur verið að vegna þess hafi ég
fengið jákvæða eða neikvæða um-
fjöllun eftir atvikum en ég hugsa
ekki svo mikið um það. Prédikari er
einskis viröi ef hann ekki fylgir sjálf-
ur eftir því sem hann prédikar.
Læknir verður að lækna sjálfan sig.“
Fellur stundum
í freistni
- Hvemig sækist Hallgrími að breyta
sínum eigin lífsháttum og reyna
kenningamar á sjálfum sér?
„Það gengur sæmilega. Ég hef verið
á grænmetisfæði í 3-4 ár en ég fell
reglulega og neyti þá fæðu eins og
kjöts eða einhvers sem ég veit að er
óhollt. Ég lít svo á að með langvar-
andi neyslu byggir þú upp þol þannig
að þótt þú fallir í freistni og borðir
eitthvað annað en lifandi og hollan
mat þá tekur þú bara upp þráðinn
þar sem frá var horfið.
Ég hef prófað föstukúra og ýmislegt
fleira sem ég tel vera skref í átt til
breyttra lífshátta og tel mig reynsl-
unni ríkari. En það er erfitt að ganga
gegn straumnum og ef maður er með
börn þá eru þau gjarnan mótaðri af
umhverfinu.
Ekkertgetur
stöðvað skoðanir
Það verður að hafa hugfast að oft
veltir lítil þúfa þungu hlassi og þær
skoðanir, sem ég og fleiri halda fram,
ná stöðugt meiri útbreiðslu. Þegar
þær öðlast nógu mikið fylgi getur
enginn komið í veg fyrir framgang
þeirra, sama hversu háttsettur hann
er,“ segir Hallgrímur og heldur
áfram að fræða blaðamann á því að
frosinn matur sé „dauður“, sömu-
leiðis allur dósamatur, verksmiðju-
framleitt og mikið meðhöndlað fæði,
að ógleymdri gerilsneyddri mjólk.
Helst á að borða hrátt og ferskt græn-
meti og það segir sig sjálft að ör-
bylgjuofnar nútímans eru eitt það
versta sem hægt er að nota.
Vafamál hvort
mjólk er okkur holl
„Móðurmjólkin inniheldur 1,5%
eggjahvítu en kúamjólk allt að 4,5%.
, Kálfurinn vex hratt og stækkar og
bætir á sig kjöti. Barnið þróast frá
taugakerfinu og hreyfingarlega séð.
Meðan þú ert á móðurmjólkinni
gengur þú í gegnum mesta þroska-
skeið ævinnar. Er öll þessi eggjahvíta
sem við borðum nauðsynleg fyrst við
þurfum ekki meira en raun ber vitni
á þessu þroskamesta skeiði ævinnar.
Öll sú fita sem við innbyrðum var
eflaust nauðsynleg meðan við þurft-
um að halda á okkur hita og unnum
mikið en síðan við komumst í nú-
tímalífshætti, jafnrólegir og átaka-
lausir sem þeir eru, er hún óþörf
með öllu.
Ævaforn fræói
Það er ekkert byltingarkennt við
þennan hugsunarhátt, þetta skýtur
upp kollinum gegnum söguna ár-
hundruðum og þúsundum saman.
Við getum litið á indverska lækna-
speki, 5-6.000 ára gamla sem talið er
að Hippókrates, faðir nútíma læknis-
fræði, hafi verið vel heima í. Þar er
fæðunni skipt í þrjá höfuðflokka. Sá
fyrsti heitir sattvískur fiokkur,
grænmeti, heilt korn og fleira í þeim
dúr. Með þvi að borða þann mat ertu
í jafnvægi með náttúrunni. Næsti
flokkur er rajískur og þar er komið
inn nýtt kjöt, kaffi og krydd. Þessi
matur eykur græðgi og grimmd að
þeirra mati. Á þessum tíma var
stríðsmönnum gefið kjöt fyrir bar-
daga.
Við lifum á því versta
Síðast kemur svo tamískur flokkur
og þar er að finna skemmdan mat
vegna þess að þar var búið að rjúfa
náttúrlegar varnir. Þarna var þurrk-
að, saltað og samkvæmt nútíma-
skilningi frosin og unnin matvæh.
Þessi matur kallar á sjúkdóma. Nú-
tíma samfélag lifir að mestu á ta-
mískum mat. Mikið einfaldað þá ertu
það sem þú borðar. Við erum lifandi
og ef við borðum dauðan mat þá get-
ur það ekki haft annað en hnignun
og dauða í för með sér. Lifandi matur
hins vegar gefur okkur líf og kemur
okkur inn á aðrar brautir," segir
Hallgrímur.