Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991.
15
Hann heldur áfram að rigna í efnahagsmálunum.
DV-mynd JAK
Megum við biðja
um eitt prósent?
Þessi lota þjóðarsáttar fer senn
að enda. Samningar verða lausir í
september. Þessi svokallaða þjóð-
arsátt hefur verið stöðugt í umræð-
unni, síðan hún var gerð. Landsfeð-
umir, bæði rauðir og bláir, nefna
hana, ef mikið liggur við. Vinstri
stjórnin eignaði sér hana, og nú-
verandi ráðherrar vilja framlengja
hana. Menri voru yflrleitt sammála
um að þakka þjóðarsáttinni árang-
urinn í efnahagsmálum í fyrra,
þegar verðbólgan komst niður í
rúm sjö prósent. Nú liggur mikið
við, að efnahagurinn skekkist ekki
frekar en orðið er með sundrungu
þjóðarsáttar í haust.
En launþegar borguðu brúsann.
Þeir báru þungann af kjarasamn-
ingunum. Kaupmáttur hrapaði og
er ioks nú að lagast. Það var eink-
um láglaunafólkið - að sjálfsögðu
- sem þoldi illa við undir þjóðar-
sátt. Lágu launin féllu í kaupmætti
eins og önnur, og láglaunafólkið
varð illa komið. Nú horfa menn til
kauphækkana, þegar rætt er um,
að þjóðarsátt verði framlengd eða
ný þjóðarsátt samþykkt. Er efna-
hagurinn ekki að rétta úr kútnum?
Segja spár hagfræðinga ekki, að sú
sé staðan? Allar spár hagfræðinga
gefa til kynna, að framleiðslan í
landinu muni næsta árið vaxa
meira en hún hefur gert um ára-
bil. Hvað halda menn um það og
hvaða aukning kaupmáttar gæti
orðið?
Dekkri mynd
Ef viö lítum á spárnar, verður að
'telja, að töluvert sé að marka spá
Félags íslenzkra iðnrekenda. Sú
spá er nýbirt en var í rauninni gerð
í maí. Margt breytist á tveimur
mánuðum í íslenzku efnahagslífi.
Við skulum athuga, hvað hefur
breytzt. Hagfræðingar iðnrekenda
gerðu ráð fyrir, að framleiðslan í
landinu myndi vaxa um 3,5 prósent
á næsta ári, sem sé því ári, sem
væntanleg þjóðarsátt mundi ná til.
En horfumar hafa versnað, síðan
þessi spá var gerð. Allir vita um
stóm gjaldþrotin, sem daglega em
rakin í fréttum hvert af öðru. Nið-
urstaðan er, að almenna umræðan
hefur snúizt okkur í óhag. Nú virð-
ist hagfræðingum, sem DV ræddi
Þeir sem með haustinu munu
reyna að koma saman nýrri þjóðar-
sátt, þjóðarsáttargengið, eru ekki
allir jafnlíklegir til að semja á
lægstu nótum. Ásmundur Stefáns-
son kann að vera svo hollur þjóðar-
sáttinni, að hann geri það, og lík-
lega Ögmundur Jónasson einnig,
þótt hann maldi í móinn. En há-
skólamenn gætu farið í hart. Þeir
munu líta svo á, að í næstu samn-
ingum verði möguleiki á að hrista
af sér afleiðingar bráðabirgðalag-
anna í fyrra. Og hvað gerir Verka-
mannasambandið? Guðmundur J.
Guðmundsson hættir. Þar gæti
orðið slagur um formennsku milli
Karls Steinars Guönasonar, þing-
manns krata, og Björns Grétars
Sveinssonar, verkalýðsforingja á
Höfn. Bjöm Grétar hefur verið rót-
tækur og ólíklegt, að hann sætti sig
við kjarasamninga á lægstu nótum.
Hendur ríkisstjórnarinnar eru
líklega bundnar. Stjórnin getur
varla fariö að bjóða fram stóran
pakka vegna stöðu ríkissjóðs.
Þarna er að líkindum um að ræöa
breytt hugarfar. Fyrrverandi ríkis-
stjórn hikaði ekki við að gefa gjafir
úr götugum ríkissjóði. Núverandi
ríkisstjórn getur slíkt varla. Af því
leiöir og af framansögðu, að ekki
verður auövelt að koma saman
framlengingu þjóðarsáttar í sept-
ember.
Menn hafa mikið talað um, að nú
sé lag. Er efnahagurinn ekki að
stórbatna? Það eru alltof stór orð.
Efnahagurinn tekur lítiliega við
sér. Og hvað um lagfæringu lægstu
launa, sem var eitt helzta mál allra
flokka fyrir kosningarnar? Ekki
virðist líklegt, að mikið verði tii
skiptanna. Líklega stefnir í, að
samningamenn launþega fari af
stað með kröfur um sérstakar
launahækkanir handa hinum
lægstlaunuðu en þær hækkun-
arkröfur týnist fljótlega. Skynugur
hagfræðingur sagði nú í vikunni,
að ekki yrði unnt að veita hinum
lægstlaunuðu teljandi kauphækk-
un nú nema með því að beinlínis
lækka laun þeirra sem meira hafa.
Það er ekki meira en svo til skipta,
og menn hafa aldrei dug til að
hækka hjá hinum lægstlaunuðu.
Haukur Helgason
við, réttara að hugsa sér 2,5 prósent
aukningu framleiðslunnar á næsta
ári, prósentu minna en talið var í
maí-spánni. Og af þess leiðir, að
kalla má bjartsýni, þegar hagfræð-
i.ngar tala um, að kaupmáttur
launa gæti á þessum forsendum
hækkað um eitt prósent á næsta
ári, í næstu þjóðarsátt.
Þetta er lítið. Enn eru menn að
glíma við fallinn kaupmátt síðustu
ára og telja sig þurfa meira. Hvað-
an ætti að taka það? Á ríkisvaldið
að koma til sögunnar og bjóða fram
„pakka“ til handa launþegum,
kannski þrjá milljarða? Svarið
hlýtur að vera, að það væri slæm
pólitík. Vissulega mætti með svona
pakka „greiða fyrir kjarasamning-
um“. En menn vita, að ríkissjóður
er á hausnum og hefur verið i mörg
ár. Ólafur Ragnar og félagar skildu
eftir sig stöðu, sem stefndi í halla-
rekstur ríkissjóðs upp á kannski
tólf milljarða í ár - bara rekstrar-
halla. Lítillega er búið að stoppa í
þau göt, en þó stefnir líklega í átta
til níu milljarða króna halla. Það
stefnir í, að taka verður lán erlend-
is til að mæta halla ríkissjóðs, þótt
svarið hafi verið, að svo yrði ekki.
Af þessu má sjá, að ríkisstjórnin
gæti auðvitað slegið lán erlendis
og boðið þjóðarsáttarmönnum
„pakka“ nú í haust. En shk stjórn
efnahagsmála landsins yrði eitt-
hvað hið vitlausasta, sem hugsazt
gæti.
Kyrrstaóa
í útflutningi
Spámenn hafa verið að gefa því
undir fótinn, að útflutningurinn,
það sem kahast vöruútflutningur,
gæti vaxið um 1,2 prósent á næsta
ári. En er það svo? Afurðir ullar-
vinnslu voru í fyrra fluttar út fyrir
796 mihjón krónur, sem eru rúmt
prósent af vöruútflutningnum.
Þetta er allt að hrynja. Fólk þekkir
gjaldþrot Álafoss. Vissulega verður
áfram einhver útflutningur uUar-
vara, en þar má búast við miklum
samdrætti. Og hvað um fiskeldið?
Sama sagan. Eldisfiskur var í fyrra
fluttur út fyrir 767 mUljónir króna,
sem voru gróft tekið eitt prósent
af vöruútflutningnum. Þetta verð-
ar varla meira en orðið er. Mikill
vafi er um loðnuveiði og stofninn
lélegur. Margir spá í nýja álverið.
Framkvæmdir vegna þess verða
aldrei miklar á næsta ári, aðallega
einhverjar orkuframkvæmdir,
lóðaframkvæmdir og byijun á
höfn. Hagfræðingar telja, að fram-
kvæmdir við álverið kunni að auka
framleiðsluna á næsta ári um ein
lítil 0,7 prósent.
í spá iðnrekenda er vænzt aðeins
6,5 prósent verðbólgu á næsta ári.
Kaup gæti þá hækkað um 7-8 pró-
sent á því ári, væntanlegu samn-
ingstímabili nýrrar þjóðarsáttar.
Þetta mundi skilja eftir eins pró-
sents aukningu kaupmáttar.
Hér hefur verið máluð dekkri
mynd af ástandinu í efnahagsmál-
um en yfirleitt er máluð um þessar
mundir. Við bætist hinn hroðalegi
hallarekstur ríkisins, þar sem rík-
isstjórnin virðist ætla að skilja við
mál í ár, þannig að hallinn verði 8
eða 9 milljarðar. Hægur vöxtur
framleiðslunnar þýðir þá, að við
erum að lifa um efni fram. Samt
hækkar kaupið ekkert eða sama
og ekkkert. Við virðumst á næst-
unni ætla að komast áfram á er-
lendu íjármagni, lánum og hugsan-
lega einhverju áhættufé, sem lagt
yrði í fyrirtæki hér. Það getur ver-
iö hagstætt að fá erlent áhættufjár-
magn, en tæplega þykir mönnum
hitt góður kostur að halda tekjun-
um uppi með frekari slætti erlend-
is. Þjóðarútgjöld eru og verða á
næstunni miklu meiri en þjóðar-
tekjurnar.
Útgerð á
gengisfellingu?
Hér hefur verið nefnd sáralítil
hugsanleg aukning kaupmáttar
með komandi kjarasamningum.
Staðan í efnahagsmálum ræður
því, hver kauphækkunin verður,
mæld í kaupmætti, hvað sem menn
kunna að skrifa undir. Vonandi
verður ekki að nýju farið að gera
út á gengislækkun, semja um
krónutöluhækkun launa, sem
strax yrði aftur tekin með gengis-
felhngu og verðbólgu. Menn eiga
að hafa fengið sig fullsadda af svo
góðu.
ur lág tala á næstunni, og allir
þekkja gjaldþrotasögu fiskeldisins.
Ef viö tökum nú af handahófi
dæmi, sem gerir ráð fyrir, að út-
flutningur afurða ullarvinnslu og
eldisfisks mundi bara minnka um
helming á næsta ári, þá erum við
þegar komin með aukningu vöru-
útflutningsins niður í núllið, sem
sé: engin aukning. Þessir þættir
kollvarpa spám beztu manna.
Við ættum að líta á fleiri neikvæð
dæmi um útflutninginn. Við lesum
um, að álverð hefur hrapað niður
úr öllu valdi. Við lesum síðan um
vanda rækjuvinnslunnar, vanda
sem er geysistór. Ef við „sláum“
bara á, hvað þessi samdráttur þýð-
ir, mjög gróft reiknað, erum við
strax búin að fá út samdrátt út-
flutnings upp á hálft prósent, bara
meö tiHiti til þessara fáu þátta.
Hvert prósentubrot hefur mikið að
segja um hugsanlegar kauphækk-
anir í nýrri þjóðarsátt, og við byrj-
uðum að tala um mögulega kaup-
máttaraukningu um eitt prósent.
6,5prósent
verðbólga?
Út á hvaö eigum við að gera í
nýrri þjóðarsátt? Útflutningur
sjávarafurða vex hklega ekki, og
verð á fiskafurðunum okkar hækk-
Laugardagspistill
Haukur Helgason
aðstoðarritstjóri