Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991.
Kvxkmyndir
Thelma and Louise:
Húsmóðir og gengilbeina
leggjast í útlegð
Ridley Scott hefur hingaö til ekki verið
talinn sérlega laginn viö aö leikstýra konum
en það áht hefur breyst með tilkomu nýj-
ustu kvikmyndar hans, Thelma and Louise,
sem hefur vakið mikla athygli. Thelma and
Louise er mjög ólík þekktustu kvikmyndum
Scotts, Alien, Blade Runner og Black Rain,
sem eru nútímalegar kvikmyndir með fjar-
rænu yfirbragði. Gæði þeirra mynda liggja
að nokkru í stórfenglegri sviðsetningu og
magnaðri kvikmyndatöku samfara hraöri
atburðarás og má að nokkru leyti rekja hinn
myndræna stíl Scotts til fortíðarinnar en
hann var listmálari áður en hann tók til við
kvikmyndagerð. Það má þó þekkja stílbrögð
hans í Thelmu og Louise þótt ólík séu.
Thelmu og Louise hefur verið líkt við jafn
ólíkar myndir og Bonnie and Clyde, Butch
Cassidy and the Sundance Kid og Easy Rid-
er. Það sem þessar kvikmyndir eiga sameig-
inlegt er að þær gerast allar á þjóðvegum og
segja frá fólki sem er utan viö lög og rétt.
Þær stöllur Thelma og Louise eru að vísu
ósköp saklausar miðað viö marga aðra söku-
dólga í kvikmyndasögunni. Þær eru aðeins
fómarlömb tilviljana og leiðast út í ýmislegt
sem fyrirfram hefði verið fjarlægt þeim.
Kynni þeirra Thelmu, sem er gengilbeina,
og Louise, sem er húsmóðir, hefjast þegar
Louise bjargar Thelmu frá manni einum
sem telur hana auðvelda bráð. Sú björgun
leiöir til skotbardaga og flótta þeirra beggja
undan lögum og rétti. Á flótta sínum um
þjóðvegi lenda þær upp á kant við vörubíl-
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
stjóra, lögreglu og viðskiptavini í matvöru-
verslun, svo eitthvað sé nefnt. Ekkert virð-
ist ganga upp hjá þeim'og hefur áhorfandinn
það á tilfmningunni að þrátt fyrir húmor í
myndinni, lífsvilja þeirra beggja og hressi-
lega framkomu séu þarna tvær dæmdar
sálir á ferð og áhorfandinn fær það mikla
samúð með þeim að það liggur við að hann
hrópi á aðrar persónur um að láta Thelmu
og Louise í friði.
Susan Sarandon og Geena Davis-þykja
eins og skapaðar í hlutverkin. Sarandon á
að baki langan og litríkan feril. Hefur ávallt
þótt með betri leikkonum í Hollywood og
leikið í mörgum úrvalskvikmyndum en ekki
náð þeim stalli sem hún á virkilega skihð.
Geena Davis er nýstirni sem fékk óskars-
verðlaun fyrir aukahlutverk í Accidental
Tourist og hefur verið á uppleið síðan. Hún
var til að mynda mjög eftirminnileg í hinni
ágætu gamanmynd Quick Change sem vakti
minni athygli en hún átti skilið í fyrra.
Tilbreyting fyrir
Ridley Scott
Það kom mörgum á óvart að spennumynda-
leikstjórinn Ridley Scott skyldi taka að sér
leikstjórn á Thelmu og Louise, en þeir sem
sáu hina listrænu Duelists, sem gerð var
1977 og var fyrsta kvikmyndin sem Ridley
Scott leikstýrði, vita að hann getur alveg
eins gert góðar kvikmyndir sem byggjast á
mannlegum tilfinningum eins og kvik-
myndir sem byggjast á háþróaðri tækni.
Handritið að Thelma and Louise komst í
hendur Ridley Scott 1989 og var ætlun hans
að láta fyrirtæki sitt, gercy Mains Producti-
on, framleiða myndina og hóf hann því að
ræða við aðra leikstjóra um að taka að sér
verkið. Þegar allir leikstjórar, sem hann
þekkti og hafði samband við, sýndu handrit-
inu mikinn áhuga tímdi hann ekki að láta
það af hendi og ákvað sjálfur að leikstýra
myndinni:
„Ég get aðeins svarað því á þann veg að
eftir því sem ég hafði handritiö lengur und-
ir höndum fékk ég meiri áhuga á persónun-
um tveimur," segir Scott. „Og þar að auki
var augljóst að ég gæti alls ekki nýtt mér
mörg þau brögð sem ég hef notað undanfar-
iö og ýtti það einnig undir að leikstýra
myndinni sjálfur."
Þegar Ridley Scott hafði ákveðið að sjá
um leikstjórnina var það hans fyrsta verk
aö finna hæfar leikkonur. „Bæði Susan Sar-
andon og Geena Davis voru í byijunarlið-
inu, en ég verð að viðurkenna að í fyrstu
vonaðist ég til að fá Meryl Streep og Goldie
Hawn til að leika þær stöllur en þær voru
báðar bundnar í öðrum verkefnum. Þegar
Ridley Scott er hér við upptökur á Thelma
and Louise.
þær voru út úr myndinni fannst mér Saran-
don og Davis vera þær leikkonur sem
mundu passa best í hlutverkin og sé ég ekki
eftir því að hafa ráðið þær, samleikur þeirra
er mjög góður. Báöar eru þær mjög gáfaðar
konur og komu mér á óvart á hverjum ein-
asta degi.“
Aðspurður hvort Thelma and Louise sé
kvikmynd fyrir konur segir Scott: „Myndin
fjallar um tvær konur sem lenda utangarðs
vegna viðskipta við karlmenn og þær eiga
samúð áhorfenda, en þrátt fyrir alvarlegan
undirtón er húmor í myndinni og ég vona
að þeir karlmenn sem koma til meö að sjá
myndina geti hlegið í staö þess að taka hana
of alvarlega."
Væntanlegar kvikmvndir:
duda Nelson og ice T leika tvœr loggur sem
eru á hælum fikniefnakóngs.
i
New Jack City hefur notið töluverðra vin-
sælda i Bandarikjunum að imdanfórnu. Hún
hefur einnig vakið athygli fyrir það unglinga-
ofbeldi sera hún sýnir. Kvikmyndin er tekin
í hinum Illræmdu hverfum New York borgar,
Harlem og The Bronx, og segir frá uppgangi
og falli fikniefnaglæpamannsins Nino Brown
sem Wesley Snipes leikur. Hann byrjar feril
sinn sem foringi glæpaflokks unglinga, en
þegar hann uppgötvar eiturlyfið krakk og
hversu auðvelt þaö er að selja það unglingum
fara hlutirnir að snúast fyrir hann og byggir
hann risaveldí á eiturlyfiasölu sem hann rek-
ur af mikilli grimmd. Tveír lögregluþjónar,
sem aldir eru upp í strætinu og þekkja þar
til, ákveða að reyna aö jafna veldi Browns við
jörðu og eftir þaö er leiðin niður á við hjá
fíkniefnakónginum. Leikstjóri New Jack City
er Mario Van Peebles og leikur hann einnig
stórt hlutverk í myndinni. New Jack City
verður sýnd i Bíóhöllinni bráðlega.
Gene Hackman og Mary Eiizabeth Mastran-
ionio leika föður og dóttur sem bæði eru
lögfræðingar.
Class Action
Class Action er ein af þeim kvikmyndum
sem gerast aö miklu leyti í réttarsal. Slíkar
myndir geta oft skapað mikla spennu. í'þessu
tilviki er þó spennan mest á milli verjandans
og sækjandans. Sækjandinn er Jedediah Tuc-
ker Ward, þekktur lagarefur sem hefur helgað
líf sitt upprætingu glæpa. Verjandinn er
Margaret Ward sem er ekki síður gáfuð og
hörð af sér, kona sem vegna mikilla hæfúeika
er gerð aö meðeiganda í stóru lögfræðifyrir-
ið á milli þeirra er að Tucker Ward er faðir
Margaret Ward. Það eru úrvalsleikararnir
Gene Hackman og Mary Elizabeth Mastran-
tonio sem leika lögfræðifeðginin. Leikstjóii er
breski leikstjórinn Michael Apted. Class Acti-
on verður sýnd í Bíóborginni.
Susan Sarandon og Geena Davis leika stöllurnar Thelmu og Louise.
-HK