Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1991, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1991. Helgarpopp Keppni ungra hljómsveita í Húnaveri um verslunarmannahelgina: Sigursveitin leikur Kaupmannahöfn Til mikils er að vinna fyrir hljóm- sveitina sem sigrar í hljómsveita- keppninni í Húnaveri um verslunar- mannahelgina. Henni býðst að fara á The Copenhagen Music Seminar í Kaupmannahöfn í haust og leika þar. Aðrar íslenskar hljómsveitir sem leika á seminarinu verða Sáhn hans Jóns míns, Todmobile og Friðrik Karlsson ásamt Point Blank. Þá koma þar fram hljómsveitir annars staðar að af Norðurlöndunum. „Með þessu móti vonumst við til að geta laöað landsins bestu ungu hljómsveitirnar út úr bílskúrunum og í keppnina. Hingað til hafa verð- launin verið fremur lítt freistandi og því hafa þeir bestu ekki ómakað sig að vera með,“ segir Stefán Hilmars- son söngvari. Hann hefur ásamt öðr- um veg og vanda af undirbúningi tónlistarhátíðarinnar í Húnaveri. Þrjár bestu hljómsveitir keppninn- ar verða valdar. Þær eiga síðan að hljóðrita sitt lagið hver. Það verður síðan leikið á útvarpsstöðinni Eff- Emm og síðan útnefna dómnefnd og hlustendur sigursveitina. Þau úrslit fara fram fljótlega eftir verslunar- mannahelgi. Að sögn StefánS hafa engin tak- mörk verið sett fyrir því hve margar hljómsveitir verða með í keppninni. Þeir sem hug hafa á að keppa um að komast til Kaupmannahafnar í haust verða að skrá sig annað hvort bréf- lega eða símleiðis. Bréfin á að senda í pósthólf 121 á Blönduósi. Skráning- arsíminn er 96-27844. Fjölmargar hljómsveitir Auk hljómsveitanna sem taka þátt í keppninni koma ellefu hljómsveitir fram á tónleikahátíðinni í Húnaveri um verslunarmannahelgina. Þær eru Sálin hans Jóns míns, Síðan skein sól, Todmobile, Stuðmenn, Blúskompaníið, Bless, Blautir drop- ar, Fríða sársauki, Leading Volcano, Deep Jimi & The Zepp Creams og leðurrokksveitin norðlenska Svörtu kaggarnir. Að þessu sinni munu all- ar hljómsveitirnar koma fram á stóra sviðinu sem reist verður utan dyra í Húnaveri. Hingað til hafa hljóm- sveitir jöfnum höndum leikið úti og inni og þar meö hefur dagskráin orð- ið nokkuð sundurslitin. Að sögn Stefáns Hilmarssonar er allt kapp lagt á að öll aðstaða fyrir hljómleikagesti verði eins og best verður á kosið. „í raun og veru var mjög vel að öllu staðið í fyrra," segir hann. „Hins vegar loddi þá enn við hátíðina eitthvert klúður frá því í hittifyrra sem nú hefur vonandi fyrnst. Allir ætla að taka höndum saman um að gera hátíðina í Húna- veri sem glæsilegasta - virkilegan hápunkt íslenska tónlistarsumarsins 1991. Síðan skein sól verður meðal aðalhljómsveitanna á hljómleikahátíðinni í Húnaveri. r i Bob Dylan og Michael Bolton semja saman Þeir eru viö fyrstu sýn óliklegt par til að vinna saman en það hafa þeír gert eigi að síður, laga- smiöirnir Michael Bolton og Bob Dylan. Er Bolton var að vinna við nýju plötuna sína í Los Angeles á síð- asta ári var hringt í hann frá út- gáfuréttarfyrirtækinu sem fer meö mál Dylans. Honum var Umsjón Ásgeir Tómasson formálalaust tilkynnt að Bob Dyl- an yrði viku í bænum innan skamms og hann langaði til að semja nokkur lög með Bolton. Hefði hann áhuga? „Ertu að grínast?" var svar Michaels Boltons. En grín var til- boðið ekki og áður en langt um leið sat platínupilturinn Michael Bolton með þjóösagnapersónunni Bob Dylan og bjó til dægurlög. Saman unnu þeir í tvo daga og sömdu bæði lög og texta. Eitt þeirra, Steel Bars, verður vænt- anlega á næstu plötu Dylans. Bolton viröist hins vegar ekki hafa notað neitt frá þessu óvænta samstarfi til að skreyta með nýju plötuna sína. Hljómleikaferð Dire Straits hefst í ágústlok Dire Straits verða i um tvö ár að fylgja plötunni On Every Street eftir. Mark Knopfler fær nóg að starfa næstu tvö árin: að leika á tónleikum um allan heim til að fylgja eftir nýju Dire Straits-plötunni On Every Stre- et. Hún kemur út í septemberbyrjun. Þá verður Dire Straits þegar lögð í heimsför sína. Hún hefst þann 27. ágúst í Dyflini á írlandi. Miðasala á fyrstu tvo tugi hljóm- leika Dire Straits hófst fyrir um það bil mánuði. Allir miðar seldust um- svifalaust upp. Hljómsveitin verður aðallega á Bretlandseyjum í sept- ember. Til að mynda heldur hún fimm hljómleika á Wembley Arena í London upp úr miðjum mánuðinum. - Wembley Arena tekur um sjö þús- und manns er hljómleikar eru haldn- ir. Á Wembley leikvanginum rúmast hins vegar tugir þúsunda. Á hljómleikum Dire Straits í Bandaríkjunum verður einnig sneitt hjá leikvöngunum sem og væntan- lega annars staðar í heiminum. í Bandaríkjunum verður hljómsveitin frá janúar til apríl '92 og þangað ligg- ur leiðin að nýju síðla í ágúst. Fyrst í stað verður Dire Straits annars í Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Frakk- landi og Sviss. En áður en hljóm- leikaferðin er á enda verða Mark Knopfler og félagar búnir að koma við í Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Tasma- níu, Kanada, Spáni, Portúgal, Aust- urríki, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Brasilíu, Argentínu, Ur- uguay, Chile og Mexíkó. Þá er fyrir- hugaö aö Dire Straits leiki í Austur- Evrópu sem og Miðausturlöndum. Willie og skatturinn með plötu saman Hvað getur heimsþekktur tónlist- armaöur gert ef hann skuldar sextán milljónir dollara í skatt? Til dæmis gengið til samstarfs við skattstofuna um útgáfu hljómplötu. Það er ein- mitt það sem Willie Nelson kántrí- tónlistarmaður hefur gert. Platan er tvöföld - 25 laga - og heitir Who’ll Buy My Memories? The IRS Tapes (Hver kaupir endurminningarnar mlnar? Skattstofuupptökurnar). Útgáfa sem þessi á sér tæplega for- dæmi. Skattayfirvöld höfðu lagt hald á upptökur laganna ásamt mestöll- um öðrum eigum Willies. Hann fékk hins vegar að gefa þær út með því skilyrði að allur hugsanlegur hagn- aður útgáfunnar rynni upp í skatt- skuldina. Platan kemur út án milh- liða en útgefandi Willies, Sony, ann- ast framleiðsluna. Lögin 25 á Who’ll Buy My Memori- es? eru öll eftir Wilhe Nelson. Hann syngur þau öll og leikur með á gítar. Állur kostnaður við útgáfuna er í lágmarki og þeir sem alla jafna fá greitt fyrir þaö er plata kemur á markaðinn taka lágmarksgjald að þessu sinni. Á umslagi plötunnar er mynd af Willie. Hann er klæddur bol sem á stendur Shit happens! Willie Nelson, stórskuldugur þrátt fyrir mikla velgengni á liönum árum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.