Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Blaðsíða 7
mXnUDAGUR 22. JúkJ Í991. Vidskipti HótelíReykjavík: I heildina er þetta slappt meðalár - segirWiIhelmWessmanhótelstjóri „I heildina er þetta slappt meðalár á hótelum í Reykjavík. Pantanir, sem hafa verið gerðar, hafa ekki skilað sér sem best. Á þessum tíma höfum við verið að fá þessa venjulegu ferða- menn inn á hótelin en nú láta þeir ekki sjá sig. Við stöndum einnig frammi fyrir því að afpöntunar- tíminn, sem er íjórar vikur sam- kvæmt alþjóðlegum hótelsamning- um, er ekki nægur fyrir okkur til að geta fyllt þau skörð sem myndast vegna afpantana á gistingu," segir Wilhelm Wessman, hótelstjóri á Holiday Inn. „Það er þó nokkuð um að það séu göt í gistingu í júlí og ágúst. Viö fáum lí tið af fólki inn af götunni og sérstak- lega ekki nú þegar veðrið hefur verið eins og best verður á kosið. Þetta ár hefur í heild sinni ekki verið neitt sérstakt á hótelum hér í Reykjavík. Tíminn fram í síðustu vikuna í júní er þessi hefðbundni ráðstefnutími og svo september en í ár hefur ekki verið mikið um þær. Nýtingin á gistingu í júní á hótelum í Reykjavík var í kringum 90 prósent. Ekki er ljóst hver nýtingin á hótelun- um verður í júlí og ágúst en ég vona að hún fari ekki niður fyrir 75 til 80 prósent. Nýtingjn ætti helst ekki að fará niður fyrir 90 prósent á þessum tíma. Ef við getum ekki selt þessa aðalsumarmánuði erum við í vanda því þetta er dýrasti timi ársins og heldur rekstrinum gangandi megnið afárinu." -J.Mar Hótel Edda, Kirkjubæjarklaustri: Höfum náð að fylla í skörðin „Það hefur verið mikið um af- pantanir og þær ná yfir allt sumar- ið. Sem betur fer hefur náðst að fylla upp í stærstu skörðin með ís- lendingum og erlendum hópum. Ég tel að við höfum sloppið ansi vel miðað við ýmsa aðra. Það eru - segir Karl Rafnsson margir sem bera sig mjög illa vegna afpantana á gistingu," segir Karl Rafnsson, hótelstjóri á Hótel Eddu, Kirkjubæjarklaustri. „Það var byrjað að afpanta strax í vetur en stærstu afpantanimar bárust í vor þegar ljóst var að er- lendar ferðaskrifstofur gátu ekki selt í þær ferðir sem þær voru bún- ar að skipuleggja til íslands. Sumarið í fyrra var mjög gott ferðamannasumar og það er ekki endalaust hægt að fjölga ferða- mönnum til íslands." -J.Mar Samband veitinga- og gistihúsa: Afpantamr aldrei eins margar og í sumar - segirEmaHauksdóttir „Það er misjafnt á milli hótela hvemig bókanir standast. En kvartanir yfir afbókunum ferða- manna hafa aldrei verið jaínmiklar og í sumar,“ segir Ema Hauksdótt- ir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa. „Það eru ýmsar skýringar á öll- um þessum afpöntunum en Persa- flóastriðið hefur oftast verið nefnt. Þaö kom gífurlega mikið af afbók- unum í maf og þá vom ferðaskrif- stofur jafnvel að afbóka gistingu og mat fyrir hópa allt sumarið. Menn eru þvi víða óhressir. Það hefur ekki veriö tekiö saman hversu margar afbókanimar em en menn mega ekki gleyma þvi að á hverju ári er alltaf eitthvað um afbókanir svo nú er það spuming hvað þær eru miklu fleiri í ár en undanfarin ár.“ - Geta hótelin varist þessu á ein- hvern hátt? „Við erum núna í viðræðum við Félag ferðaskrifstofa um samning þar sem betur er tekið á trygging- um á afbókunum bæði gagnvart íslenskum og erlendum ferðaskrif- stofum. Það kemur til með að bæta þessi mál. Við þurfum bara svo mikinn tíma hér á íslandi til að geta bætt okkur upp afpantanir, miklu meiri tíma en við komum til með að ná í samningum. Ástæðan er sú að hér er engin lausatrafíík ferðamanna eins og til dæmis í Evrópu til að fylla skörð sem myndast í gistingu." -J.Mar SPARKOMATIC HÁMARKSGÆÐI Á LÁGMARKSVERÐI 4 m 2 — 3 85 mmtamnc arwm sr ® « m to to art 'TPSÍ!?' "SBS* í ” **: 9" MONTANA: MWÆM stereo útvarp/segulband, 45 vött, 24 stöðva mínni, sjálfvirk stöðvaleítun, snertirofar, aðskilin tón- stilli, loudness, spilar og hraðspólar í báðar áttir, tengi fyrír geíslaspílara, ,,fader“, næturlýsing. Verð kr. 14.900,- stgr. , c* varr vcsjjue ' /«\ fu 88 92 96 fOO KM W8 Wl, •■SIEfSO ATLANTA: LW/MW/FM stereo útvarp/segulband, 45 vött, 30 stöðva minni, sjálfvirk stöðvaleitun, snertirofar, aðskilin tón- stílli, ,,fader“, tengi fyrir geislaspilara, spilar og hrað- spólar í báðar áttir, LCD-skjár, tengí fyrír auka-kraft- magnara, næturlýsing, þjófavörn. Verð kr. 22.260,- stgr. MIAMI: FM/MW stereo útvarp/stillíngar í aðskildum hnöpp- um/hraðspólun áfram/næturlýsing. Verð kr. 7.285,- stgr. DAYTONA: FM/MW stereo útvarp/spílar í báðar áttir/hraðspólun fram og aftur/loudness/næturlýsing. Verð kr. 9.900,- stgr. SÖLUAÐILAR: Reykjavík: Frístund - Kringlunni, Kringlunni 8-12, Radíóhúsið, Skipholti 9, Hafnarfjörður: Ljósmyndahúsið, Dalshrauni 13, Grindavík: Skeljungur, Grindavík, Keflavík: Rafbúð R.Ó., Hafnar- götu 52, Akranes: Málningarþjónustan, Stillholti 16, Borgar- nes: Shellskálinn, Brúartorgi, Stykkishólmur: Húsið, Aðalgötu 22, Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12, D Blönduós: Vélsmiðja Húnvetninga, Húnabraut 4, Sauðárkrókur: Rafsjá, Saemundargötu 1, Akureyri: Radíónaust, Glerárgötu 26, Húsavík: Öryggi, Garðarsbraut 18A, Grundarfjörður: Versl. Fell, Grundargötu 49, Höfn: Hátíðni, Víkurbraut 4, Neskaupstaður: Tónspil, Egilsbraut 5, Vestmannaeyjar: Eyjaradíó, Flötum 31, Selfoss: Radíórás, Gagnheiði 40. 3 i • i ixaaio j r Ármúla 38, símar 31133 og 83177,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.