Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 1991. Utlönd Hemaðarieyndarmál Sovétrikjanna til sölu Forseti Sovétríkjanna, Mxkhail Gorbatsjov, hefur boöist til aö selja stóra hluta í varnariðnaöi Sovétríkjanna til Vesturlanda í staöinn IVrir aðgang að vestrænni tækni. Tímaritið Newsweek skýrði frá því að Gorbatsjov hefði boðist til þessa á fundi leiðtoga sjöveldanna í London í síðustu viku. Tímarítið sagði að ef af þessari áætlun Gorbatsjovs yrði myndi það veita Vesturiöndum aðgang að hingað til best geymdu hemaðarleyndarraálum Sovétríkjanna. í staðinn rayndu Vesturlönd veita víðtæka eínahagsráðgjöf og fé til að hjálpa til við að umbreyta varnaráætlunum þeirra til borgaralegra nota. Víst þykir að þessí áætlun Sovétforsetans muni ekki falla í góðan jarð- veg hjá harðlínumönnum innan hersins sera eru nú þegar mjög óhressir með þær umbótatilraunir sem orðið hafa. Vestrænir embættismenn eru nú að skoða áætlunina enn frekar. Engar breytingar á Kúbu Kastró bað leiðtoga landa Rómönsku Ameriku um aðstoð á fundi þeirra I Mexíkó. Teikning Lurie Fidel Kastró, forseti Kúbu, sagði eftir fund ieiðtoga landa Rómönsku Ameríku að útilokað væri að Kúba myndi breyta út af sinni kommúnísku leið. „Enginn hefur breyst eins mikið og við. Það sem við ætlum ekki að gera núna er að breyta einu sinni enn,“ sagöi Kastró í viðtali við dagblöð i Mexíkó skömmu áður en hann yfirgaf landiö eftir tveggja daga fund leiðtoganna. Kastró lýsti því einnig yfir aö samskipti hans og annarra leiðtoga svæðisins væru vínalegri en áður hefði verið. Kastró lét ýmis ummæli falla á fundinum. Hann gagnrýndi áæflun Bandaríkjanna um nánari samskipti á milli Norður- og Suður-Ameríku og kallaði hana draumsýn eina. Einnig sagði hann að Rómanska Ameríka hefði minna að segja í heiminum í dag en fyrir 20 árum. Leiðtogar Rómönsku Ameríku, Spáns og Portúgals voru vinalegir í ummælum sínum um Kastró. Harðasta gagnrýnin kom frá forseta Portúg- als, Mario Soares, sem sagði að leiötogi Kúbu væri eins og risaeðla og eingöngu væri borin fyrir honum virðing þar sem hann væri forsögulegur. Eitt versta olimengunarslys í sögu Ástralíu varð í gær þegar leki kom að grísku olíuskipi eftir að eldur varö laus um borð. Talið er aö um 80 þúsund tonn af olíu hafi lekið í sjóinn. „Þetta er langstærsta olíumengunarslys sem við höfum nokkru sinni orðiö fyrir,“ sagöi flutningaráöherra Ástralíu, Bob Collíns. Hann bætti því við að verið gætí að skipinu, sem er rúm 97 tonn, yrði sökkt ef sjávars- érfræðingar teldu að þaö myndi vera besta lausnin á vandamálinu. Um 25 kílómetra olíuflekkur liggur undan vesturströnd Ástralíu um 170 kílómetra fyrir norðan Perth. Verið er að toga skipíð á haf út í burtu frá ströndinníogsjávarhumramiðum, Reuter RAUTT LjÓS ^RAUTT LjÓS! yUMFERCVtR James Baker, utanrikisráöherra Bandaríkjanna, hitti David Levy, ísraelskan starfsbróður sinn, og aðra ísraelska ráðamenn í morgun. Símamynd Reuter Friðarför Bakers: ísraelsmenn svara innan fárra daga James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hefur verið að reyna að fá ísraelsmenn til að sam- þykkja tillögur Bandaríkjastjórnar að friðarráðstefnu með arabaríkjun- um, sagði í morgun að hann vonaðist eftir jákvæðu svari ísraelskra stjóm- valda innan fárra daga. „Forsætisráðherrann gaf til kynna að hann mundi svara tillögum okkar fljótlega. Ég hlakka mikið til að fá það svar og bind við það miklar von- ir,“ sagði Baker við fréttamenn í morgun eftir að hafa í tvígang rætt við Yitzhak Shamir, forsætisráð- herra ísraels. Baker, sem er í fimmtu friðarferð sinni til Mið-Austurlanda frá lokum Persaflóastríðsins, ræddi við Sham- ir, Moshe Arens varnarmálaráð- herra og David Levy utanríkisráð- herra í tvær klukkustundir í morg- un. Hann ræddi einnig við Shamir í hálfa aðra klukkustund í gærkvöldi. „Viö munum verða áfram í nánu sambandi við Bandaríkjamenn á næstu dögum með það í huga að þok- ast í átt að friði,“ sagði Avi Panzer, talsmaður Shamirs, og bætti við að ekki hefði verið ákveðinn tími fyrir annan fund með Baker. ísraelskur embættismaður sagði að ráðgjafar Bakers mundu vera í Jerú- salem í nokkra daga enn. ísrael var síðasti viðkomustaður- inn í þessari fimmtu ferð Bakers til Mið-Austurlanda. Baker hefur þegar aflað sér stuðnings helstu arabaríkj- anna við tillögur Bandaríkjamanna sem ísraelsmenn hafa hafnað fram að þessu. Baker sagði í gær að hann gæti farið að senda út boðskprt á friöar- ráðstefnuna jafnvel þótt ísraelsmenn hefðu ekki samþykkt fyrirkomulag hennar fyrirfram. En ísraelsk dag- blöð sögðu frá því að Shamir gerði sér grein fyrir því að hann ætti fárra kosta völ og yrði að gera tilslakanir vegna þrýstings frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum'heims. „Það sem Shamir heyrði um af- stöðu Sýrlendinga frá Baker á sunnudagskvöld gerir honum mjög erfitt um vik að hafna tillögum Bandaríkjanna og viðhalda velvilja Bandaríkjanna sem er ísrael svo nauðsynlegur,“ skrifaði blaðið Ha’- aretz. Önnur ísraelsk blöð voru sömu skoðunar. Ef Shamir samþykkir friðartillög- ur Bandaríkjamanna á hann á hættu að vera gagnrýndur af harðlínu- stjórn sinni og hann á á hættu fjand- skap Vesturlanda ef hann hafnar þeim. ísraelskir harðlínumenn óttast að friðarráðstefna muni neyða ísrael til að láta af hendi land sem þeir hertóku í sjö daga stríðinu 1967 og sem þeir segja að sé nauðsynlegt ör- yggi ríkisins og sé þeirra samkvæmt Bibhunni. Reuter Fjórir deyja í lestarslysi í Skotlandi Fjórir dóu og um 30 manns slösuð- ust þegar tvær farþegalestir rákust saman í Skotlandi í gær. Að sögn lögreglu varð áreksturinn á Newton stöðinni rétt fyrir utan Glasgow. í gær var vitað um Ijóra látna en slökkviliðsmenn voru enn að leita í braki vagnanna. Vagnarnir tveir voru hvor með þrjá tengivagna fyrir farþega. Önnur lest- in var á leið til þorpsins Motherwell en hin til Glasgow þegar slysið varð. Tahð er að slysið hafi orðið á mót- um lestarteina við aðkomuna á lest- arstöðina en ekki er enn vitað með fullu um tildrög slyssins. „Það verð- ur mjög hörð rannsókn á tildrögum þessa slyss,“ sagði talsmaður breska jámbrautarfélagsins. Mörg lestarslys hafa orðið síðustu árin í Bretlandi, eitt það stærsta árið 1988 þegar 35 manns létust er þrjár lestir skullu saman á Clapham stöð- inni í London. Reuter peugeot beinsk-, þús. km Citroén beinsk. þús., v Allt að 24 mán. óverðtryggð greiðslukjör Nýbýlavegi 2 ■ Sími 42600 BILM HF Nýbýlavegi 2, s. 42600 5ýnish°rn vikunnar Æ fgkte Æn /'jBrl \ D0dge Aries L ’ v. 620- 1——— árg. ’85-87’ „00, beinsk., \ Jeep Cher^ \ dyra, hvíiur, 56 840 00o. PJ Í7W'S5. ’°°« ,000. MW».; ’ I /TSr.ekin SgfgffMa. 2500Í, s\é«sk_, V 050.000. |j | inn 42 Þus’ inci id uc

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.