Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Blaðsíða 4
4 Fréttir_______________________________________________ Ríkið mun ekki hjálpa 2-3 rækjuverksmiðjum: Eiga að bera ábyrgð á eigin glæfraverkum - segir Davíð Oddsson forsætisráðherra „Það kemur fram í þeim gðgnum sem ég hef fengið frá Byggðastofnun að flestir þættir rækjuvinnslunnar geta gengið meö almennum aðgerð- um sem mæta þeim áfóllum sem þeir hafa orðið fyrir vegna lækkandi markaðsverðs. Síðan eru aðrir þætt- ir sem hið opinbera getur ekki komið til bjargar. íslandsbanki og Lands- bankinn, sem hafa verið í viðskiptum við þessar stöðvar, verða að meta það hvort þeir ætla að halda því áfram eða hvort þeir vilja einhverja upp- stokkun eða hvað gerist eftir gjald- þrot þessara fyrirtækja," sagir Davíð Oddsson forsætisráðherra í samtali við DV. Davíð átti fund með Guðmundi Malmquist, framkvæmdastjóra Byggðastofnunar, á fóstudag. Þar var lögð fram bráðabirgðaskýrsla um fjárhagsstöðu einstakra rækju- stöðva. Áður haföi ríkisstjórnin sam- þykkt að tekið yrði 200 milljón króna lán til aðstoðar rækjuvinnslunni en nú er ekki talin þörf á að þeir íjár- munir verði nýttir nema að hluta. - Nú hefur því verið haldið fram að þaö sé eðlilegt að rækjuverksmiðjun- um verði fækkað um allt aö helming? „Við setjum ekkert mark á það hvað rækjuverksmiðjurnar eiga að vera margar. Meginmálið er aö þær geti staðiö þetta af sér sjálfar með almennri fyrirgreiðslu eins og fyrir- tæki almennt geta átt rétt á við þess- ar aðstæður. En það eru tvö eða þrjú fyrirtæki þannig stödd og sum þeirra hafa far- ið svo óvarlega í sínum rekstri að það er ekki hægt að gera kröfu til þess hlaupið veröi undir bagga með þeim við þessar aðstæður. En Landsbank- inn og íslandsbanki verða að meta hvað þeir gera. Það er staðreynd að sumar verk- smiðjurnar hafa verið reknar mjög glæfralega og þær bera ábyrgð á því sjálfar," sagði Davíð Oddsson. -J.Mar SMarminjasafn á Siglufirði: Fjölmargir skoða saf nið og rifja upp gamla daga firði og hefur hópurinn fengið inni til bráðabirgða í húsi við Suðurgötu sem er í eigu síldarútvegsnefndar. Þegar inn í safnið er komið er óhætt að segja að nýr heimur opnist þeim sem aldrei þekkti síldarævintýriö mikla nema af afspurn ',og er með ólíkindum hversu miklu af gömlum merkilegum munum hefur tekist aö varðveita og koma þar fyrir á smekk- legan hátt. Á veggjum vekja gamlar ljósmyndir að sjálfsögðu mikla at- hygli, myndir sem sýna ótrúlegan fjölda skipa við bryggju og úti á höfn- inni og iðandi mannlíf á öllum bryggjum. Þá eru áberandi á veggj- um „tunnubotnar" með merkjum hinna ýmsu síldarsöltunarstöðva sem störfuðu á Siglufirði. Annars er ógemingur að ætla að tina til eitt eða annað úr safninu og geta þess í stuttu máli. Þar eru nán- ast allir hlutir sem notaðir voru við söltun síldarinnar og í öörum her- bergjum eru aðrir hlutir sem tengd- ust meira veiðunum sjálfum. Þá eru í safninu munir af skrifstofu eins af „síldarkóngunum" og margt fleira mætti nefna. Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Aðsókn að safninu hefur verið mjög mikil og meiri en viö áttum von á,“ segir Regína Guðlaugsdóttir, en hún er í hópi þeirra Siglfirðinga sem stóðu að opnun síldarminjasafns þar í bænum í vor. Að safninu standa áhugamenn um byggðasafn á Siglu- Regina Guðlaugsdóttir í sildarminjasafninu á Siglufirði. Á veggnum að baki henni má m.a. sjá „tunnubotna" með merkjum ýmissa söltunarstöðva. DV-mynd gk AÍÁtýy^AGUII^.JýLÍ iw. Akureyri: Alvariegar áhyggjur vegna atvinnu- ástands Gyífi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Atvinnumálanefnd heitir á stjórnvöld að sýnaþá ábyrgð sem þeim ber varðandi atvinnulífið á landsbyggðinni og skorar á stjórnvöld að treysta með öllum tiltækum ráðum undirstööu at- vinnuveganna," segir m.a. í ályktun sem atvinnumálanefnd Akureyrarbæjar hefur sent frá sér. í áiyktuninni segir að fyrirtæki á Akureyri og við Eyjafjörð hafi verið lýst gjaldþrota að undanf- örnu og stefni í atvinnumissi hjá á þriðja hundrað manns af þeim sökum, auk þess sem verulegir erfiðleikar steöji að fleiri fyrir- tækjum á svæðinu. „Hér er um að ræða bæði smærri og stærri fyrirtæki, vinnustaði fjölda fólks og mikii- vægar tekjulindir íyrir sveitarfé- lögin. Alvarlegast þessara tiðinda er nýúrskuröað gjaldþrot Álafoss hf. sem gæti leitt af sér fjöldaat- vinnuleysi og afkomuskerðingu hjá hundruðum manna,“ segir í ályktuninni. Átvinnumálanefndin lýsir þungum áhyggjum vegna þessa og hvetur til að allra tiltækra ráða verði leitað til varnar ullar- iðnaðinum. Þá bendir nefndin á vanda skipasmíðaiðnaðarins og þar með Slippstöðvarinnar. Nefndin lýsir sig reiðubúna til viðræðna við hagsmunaaöila og ríkisvald um atvinnumál á Akur- eyri og við Eyjafjörð í því augn- amiði aö blása til nýrrar sóknar til eflingar atvinnulífi á svæöinu. Stelpur í innbrotum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Þijár stelpur á aldrinum 12 og 13 ára hafa oröið uppvísar aö 8 innbrotum í mannlausar íbúðir á Akureyri. Stelpurnar fóru inn í íbúðirnar þegar íbúar þeirra voru í vinnu eða í fríi. Ekki höfðu þær mikið upp úr krafsinu á hverjum stað. í dag mælir Dagfari Hið innvígða hús Davíö Oddsson lét það verða sitt síðasta verk sem borgarstjóri að vígja Perluna inn í kristindóminn. Það var mikið þarfaverk. Perlan er tákn háleitrar hugsunar og á eftir að þjóna hamingjunni og . stuöla að jákvæöum hliðum lífsins, alveg eins og séra Þórir orðaði það þegar hann lagði blessun sína yfir þetta veitingahús á Öskjuhlíðinni. Perlan vekur „hughrif gleðinnar" og nú mun vernd Drottins hvíla yfir þessu hamingjuhúsi um ókomna framtíð. Auk prestsins, sem mælti þessi fógru orð, fóru þeir Davið forsætis- ráðherra og Bjami veitingamaður með ritningarorð og fjöldi manns fór með faöirvorið við vígsluna og - Perlan teygir sig til himins og snýst. Hún verður hér eftir í stöð- ugu sambandi við hamingjuna og gleðina. Ekki veitir af. Davíð er hættur og má ekki lengur vera að því að vernda húsin í borginni og þá veröur að fá Drottin til að hlaupa í skarðið. Davíð getur ekki sífellt verið að hlaupa til sjálfur og nú er kominn nýr borgarstjóri sem segir að ribbaldar ráði ferðinni í miðborginni og hann ætlar að tala við lögreglustjóra um þessa rib- balda. Vonandi á Markús ekki við Davíð þegar hann talar um ribbaldana enda þótt stjórnarráðið sé í mið- borginni og vonandi á Markús heldur ekki við borgarfulltrúana sem brátt flytja inn í nýtt ráðhús sem líka er í miðborginni. En þetta þarf hann að útskýra fyrir lög- reglustjóra svo lögreglustjóri viti hvaða ribbalda borgarstjórinn á við. Kannske geta þeir í samein- ingu beðið um guðs blessun yfir miðborginni og fengið séra Þóri til að fara með bæn. Það dugar aö minnsta kosti í Perlunni til aö flæma ribbaldana á brott og hýsa hamingjuna. Gallinn við flest veitingahúsin í Reykjavík er sá að þau hafa ekki verið vígö inn í guðstrúnna. Veit- ingamönnum hefur láðst að kalla á prest til að flytja guðsorð áður en lýönum’er hleypt inn og allt hefur það endað með slagsmálum og ófriði innan sem utan dyra eins og nýi borgarstiórinn hefur staðfest. Perlan á Öskjuhlíðinni hefur hins vegar þá sérstöðu að hafa verið vígö tvisvar. Fyrst til notkunar fyr- ir matargesti og síðan sem heilagt hús í nafni guðs og heilags anda. Nú þarf enginn að óttast það að festast í lyftum eða fá matareitrun í guðshúsinu ofan í hitaveitutönk- unum vegna þess að Davíö hefur afsalaö Drottni alla vemd hússins og sá síðarnefndi mun sjá til þess að húsið verði til aö þjóna hamingj- unni og vekja hughrif gleðinnar. Spurning er hvort kirkjumar séu ekld aö verða óþarfar eftir að veit- ingahúsin fá blessun klerkanna. Munurinn er nefnilega sá að í veit- ingahúsunum geta menn bæði drukkið og etið undir vemdarvæng almættisins meðan kirkjan býður upp á sálmasöng og prédikanir án þess aö kirkjugestir fái vott né þurrt á meðan. Perlan býður upp á hvort tveggja. Davíð lét þau orð falla við þetta tækifæri að það væri dásamlegt aö enda ferilinn meö þessum hætti. Mikill guðsmaður Davíð og ekki dónalegt að geta þjónað hamingj- unni og skilað borginni og Perlunni yfir í hendurnar á Drottni og verndaö hvort tveggja fyrir rib- böldunum sem ganga lausir í mið- borginni. Markús þarf að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af veit- ingahúsinu í Perlunni eftir eftir tvær vígsluathafnir og ritningar- orð í bak og fyrir. Vernd Drottins mun sjá til þess aö þar ríki friður og gæfurík framtíð samkvæmt upplýsingum vígsluprestsins. Enda hefur lyftan ekki bilað síðan vígsl- an fór fram. Hitaveita Reykjavíkur hefur gef- ið borgarbúum þetta veitingahús. Davíð hefur beðið Drottin um að vernda það af því hann má ekki vera aö því sjálfur. Hvort tveggja ber vott um rausnarskap og gjaf- mildi þeirra sem ráða og hafa vit á því hvað Reykvíkingum er fyrir bestu. Viö hin megum vera þakklát fyrir þessa tillitssemi og það er ómaklegt og óviðeigandi að velta sér upp úr því að Perlan hafi kostað á annan milljarð króna. Guðshúsin mælast ekki í peningum og hughrif gleðinnar eru miklu sterkari en nirfilsháttur þeirra sem ekki tíma að leggja fé í guðshús þar sem veit- ingar eru fram bomar. Perlan hefur fengið vottorð frá guði. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.