Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ1991. .17 Fréttir VíkíMýrdal: Iþróttavellinum „bjargað“ með slökkviliðsslöngum - túnvíðaiUafarináSuðurlandi Páll Péturssan, DV, Vík í Mýrdal Það eru neikvæðar hliðar á öllum málum og svo er einnig um góða veðrið. Mýrdælingar eru óvanir löngum þurrkum og hafa menn beðið eftir vætunni svo vikum skiptir í sumar. Gróður hefur látið mjög á sjá, svo sem tún á Suðurlandi. Þegar íþróttavöllurinn í Vik var farinn að taka á sig haustliti í júlí- mánuði varð að grípa til þess ráðs að sprauta vatni á völhnn daga og nætur með slöngum eins og slökkvil- iðið notar til þess að freista þess að lífga grasið við. Það er tahð hafa tek- ist og er gert ráð fyrir að hin æðri máttarvöld taki síðan við að vökvun- arslöngunum eins og veðurfræðing- ar hafa reyndar lofað. Ekki eru ailar hliðar bjartar í þurrkinum og góðviðrinu og er gróður landsins víða farinn að láta á sjá, sérstaklega á Suðurlandi. Víkurmenn tóku það ráð að vökva fótboltavöllinn og freista þess að lífga grasið við. DV-mynd Páll Pétursson SUKKULAÐIKEX BRAGÐGOTT nmnw SEÐJANDI HEILDSOLUDR. JOHN LINDSAY HF. Endurbygging Kolfreyjustaðarkirkju sem stendur á hinu forna kirkjustæði Fáskrúðsf irðinga, miðar vel. DV-mynd ÆK Kirkjustaður Fáskrúðsfirðinga: Kirkjan sem fauk í vetur endurbyggð Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði: Endurbygging Kolfreyjustaðar- kirkju, sem fauk um koh í óveðri í vetur, miðar vel. Er gert ráð fyrir því að hún verði fokheld í ágúst næst- komandi. Kolfreyjustaður hefur frá aldaöðh verið kirkjustaður Fáskrúðsflrðinga og prestssetur en 1913 var reist kirkja á Búðum og er þeirri kirkju þjónað frá Kolfreyjustað. Lengstan starfs- aldur á Kolfreyjustað á Eiríkur Ein- arsson, 46 ár. Núverandi sóknar- prestur, Þorleifur K. Kristmundsson, hefur þjónað frá árinu 1955 eða í 36 ár. fyt/ .ow Vertu í beinu sambandi við Þjónustusímann og bú veist alltaf hvar þú stendur I91IBZ4444

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.