Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 22. JÚLÍ 1991. 47 Veiðivon Veiðiámar í Vopnafirði: Allar að koma til eftir rólega byrjun „Veiðin hérna í ánum í Vopnafirði er öll að lifna við og síðustu daga hefur sést þónokkuð af fiskum í þeim,“ sagði Garðar H. Svavarsson í gærdag en hann var staddur í næsta nágrenni við Vesturdalsá. „Hofsá hefur gefið 107 laxa og sá stærsti er 16 pund. Veiðimenn hafa verið að fá 12-14 laxa á vaktinni. í Selá hefur veiðst 101 lax en þeir eru tregir að taka, laxamir. í Selánni eru Stefán Ágústsson og félagár. Þeir voru komnir með 15 laxa þegar ég síðast frétti. í Vesturdalsánni byrjaöi veiðin seinna en í hinum og eru komnir 40 laxar og 300 silungar. Hann er 15 pund, sá stærsti, en mest hefur veiðst af 9 til 13 punda löxum. Bléikjuveiðin hefur verið feiknagóð og er bleikjan fyrr á ferðinni en oft áður. Veiðimenn, sem hættu á hádegi á laugardaginn, voru með fulla sekki af bleikjum og 17 laxa. Stærsti laxinn hjá þeim var 14 pund. Þetta voru Heimir Garðarsson og fleiri," sagði Garðar ennfremur. Voru við veiðar í Langá á Fjallinu '„Við vorum að koma af Fjallinu í Langá og fengum einn lax en það var sama hvað við kíktum í veiðibókina, aðeins voru skráðir 6 laxar,“ sagði Júlíus P. Guðjónsson sem sagði Fjall- ið í Langá vera feikna skemmtilegan veiðistað. „Við sáum ekki marga laxa, reynd- ar mjög fáa fiska. Við reyndum vel en árangurinn lét á sér standa. Við sáum enga 27 laxa í veiðibókinni," sagði Júlíus ennfremur. Veiðin róleg í Laxá í Aðaldal eins og er „Við fengum 8 laxa, ég og Óli K. Sigurðsson, fyrir neðan Æðarfoss- ana,“ sagði Ingvi Jón Einarsson um helgina en hann var að koma af bökkum Laxár í Aðaldal. Fyrir neðan Æðarfossa eru laxar en það er ekki mikið af fiski í ánni. Stærsti laxinn, sem við fengum, var 11 pund,“ sagði Ingvi Jón ennfremur. -G.Bender Óli K. Sigurðsson, forstjóri Olis, á bökkum Laxár í Aðaldal fyrir fáum dög- um. 7 laxar og Æðarfossar í baksýn. í Laxá í Aðaldal hafa veiðst á milli 410 og 420 laxar. DV-mynd Ingvi Jón Elliðaámar: Enn vantar nokk- uð upp á svipaða veiði og í fyrra Það eru ekki bara karlmenn sem renna fyrir lax í Elliðaánum. Þessar stöllur voru við veiðar i ánum i fyrradag og fengu 6,5 punda lax á flugu í efri Breið- holtsstrengjum. Til vinstri er Margrét Pálsdóttir og með henni á myndinni er Ingigerður Jónsdóttir. DV-mynd SK Veiðin í Elliðaánum er nokkru lakari nú en á sama tíma í fyrra. í gær á hádegi voru komnir á milli 310 og 320 laxar á land en á sama tíma í fyrra var heildarveiðin yfir 400 laxar. Það var samdóma álit þeirra veiðimanna sem voru við veiðar að mjög mikið af laxi væri í ánum þessa dagana en hann tæki mjög illa. Á því kunna að vera margar skýringar. Mjög lítið og „dautt“ vatn er í Elliöaánum þessa dagana og hefur verið lengi vegna langvarandi þurrka. Vatnshiti hefur verið mjög mikill, mest 20,2 stig fyrr í sumar, en í gær var hitastigið 15 stig. Fyrir nokkrum dögum höfðu 599 laxar gengið í gegnum teljarann í Elliðaánum. Síðustu daga hefur verið mjög mikil ganga á ferðinni og á hádegi í gær höfðu 1910 laxar smeygt sér í gegnum teljarann. Veiðimenn, sem eiga veiðileyfi í Elliðaánum, ganga því að miklum fiski vísum í ánni en spurn- ingin er hvort laxinn tekur betur en undanfarna daga. Ennþá hefur lítið veiðst í Elliðaánum á fluguna en það stendur til bóta næstu vikurnar því veiði- menn reyna æ meira marglitar flugur sínar, sem þeir hafa hnýtt í vetur, og þá kemur margt skemmtilegt í ljós. -SK/G.Bender Fjölmiðlar Lygi auglýsinganna Auglýsingar eru stór hluti af dag- legu efni flestra fjölmiðla. Sumar þessara auglýsinga eru vel úr garði gerðar og í þeim koma fram nauð- synlegar upplýsingar um þá vöru eða þjónustu sem verið er að fal- bjóða. Feröaskrifstofur og flugfélög eru fyrii-tæki sem gera mikið af því að auglýsa þjónsutu sína og þá ferða- möguleika sem eru i boði. Oftar en ekki hafa þessar auglýsingar nálg- ast það að vera hreinar og klárar blekkingar, þó vissulega séu til heiö- arlegar undantekningar á þvi. Eitt fyrirtæki auglýsir til aö mynda ferðir til tveggja erlendra stórborga og ber ferðin heitið „flug og bíll“ í tvær vikur og kostar að manni sýnist rúmar tuttugu þúsund krónur. Svo koma hefðbundnar stjörnumerkingar og með finlegu letri neðst í auglýsingunni má svo sjá hvað ferðin kostar miðað við tvo einstaklinga og hefur hún þá hækk- að um 10.000 krónur eða annað er varla hægt að skilja út frá textanum. Efra verðið gildir bara fyrir fólk með börn á heppilegum aldri. Fiölmiðlar hafa á undanfórnum vikum flutt fréttir af slíkum blekk- ingarleikjum en þaö virðist litlum árangri hafa skilað, alla vega ef miðað er við þessa umræddu aug- lýsingu. Verðlagsstofnun hafði í sömu fj ölmiðlum boðað „aðgerðir“ en svo kom frétt um að málið hefði verið látið niður falla meðan stofn- unin semdi nýja reglugerð um hvemig leyfilegt sé að auglýsa. Hins vegar er málið brýnt neyt- endamál sem að ósekju mætti hamra endalaust á í fjölmiðlum og reyna á þann hátt að vekja bæði almenning og auglýsendur til vit- undar um að auglýsingar eigi að gefa nákvæma og rétta mynd af þeirri vöru og þjónustu sem er verið að selja hverju sinni. -Jóhanna Maj-grét Einarsdóttir BINGQ! Hefst kl. 19.30 í kvöld Aðalvinninqur að verðmeeti __________100 bús. kr.________ Heildarveiðmæti vinninqa um 300 bús. kr. TEMPLARAHÖLLIN Eiri'ksgötu 5 — S. 20010 Veöur Austan- og norðaustangola í fyrstu um allt land en heldur vaxandi austan- og suðaustanátt þegar liður á morguninn. Við suður- og suðausturströndina má búast við að vindur nái að verða allhvass um tíma með rigningu en annars staðar verður austan- og suðaustanáttin mun hægari og að mestu úrkomu- laust. Á vestanverðu landinu verður að öllum líkind- um léttskýjað. Hiti 7-18 stig. Akureyri alskýjað 7 Egilsstaðir skýjað 6 Keflavikurflugvöllur léttskýjað 11 Kirkjubæjarklaustur skýjað 9 Raufarhöfn súld 6 Reykjavík léttskýjað 12 Vestmannaeyjar skýjað 11 Helsinki rigning 16 Kaupmannahöfn skýjað 14 Ósló léttskýjað 16 Stokkhólmur skýjað 16 Amsterdam léttskýjað 14 Berlín skýjað 13 Frankfurt heiðskírt 14 Glasgow þokumóða 14 Hamborg skýjað 13 London þoka 14 LosAngeles alskýjað 18 Lúxemborg þokumóða 14 Madrid heiðskirt 16 Montreal léttskýjað 21 París skýjað 17 Valencia léttskýjað 21 Vín skýjað 18 Winnipeg skýjað 21 Gengið Gengisskráning nr. 136. - 22. júlí 1991 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 61,450 61,610 63,050 Pund 103,387 103,656 102,516 Kan. dollar 53,040 53,179 55,198 Dönsk kr. 9,0481 9,0716 9,0265 Norsk kr. 8,9760 8,9994 8,9388 Sænsk kr. 9,6696 9,6947 9,6517 Fi. mark 14,5461 14,5840 14,7158 Fra. franki 10,3056 10,3325 10,2914 Belg. franki 1,7006 1,7050 1,6936 Sviss. franki 40,4729 40,5783 40,4750 Holl. gyllini 31,0550 31,1358 30,9562 Þýskt mark 34,9883 35,0794 34,8680 it. líra 0,04697 0,04709 0,04685 Aust. sch. 4,9719 4,9848 4,9558 Port. escudo 0,4083 0,4093 0,3998 Spá. peseti 0,5606 0,5621 0,5562 Jap. yen 0,44938 0,45055 0,45654 Irskt pund 93,542 93,786 93,330 SDR 81,9288 82,1421 82,9353 ECU 71,9119 72,0991 71,6563 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. MARGFELDI 145 PÖNTUNARSÍMI • 653900 ✓ N eftít íolte lamut IretnJ v-------------/ SEKTIR fyrir nokkur umferöarlagabrot: Umferðarráð vekur athygli á nokkrum neöangreindum sektarfjárhæðum, sem eru samkvæmt leiöbeiningum rikissaksóknara til lögreglustjóra frá 22. febrúar 1991. Akstur gegn rauðu Ijósi - allt að 7000 kr. Biðskylda ekki virt " 7000 kr. Ekið gegn einstefnu “ 7000 kr. Ekið hraöar en leyfilegt er “ 9000 kr. Framúrakstur við gangbraut “ 5000 kr. Framúrakstur þar sem bannaö er “ 7000 kr. „Hægri reglan” ekki virt “ 7000 kr. Lógboöin ökuljós ekki kveikt 1500 kr. Stóðvunarskyldubrot Vanrækt að fara með ökutæki til skoðunar Öryggisbelti ekki notuð -alltað 7000 kr. 4500 kr. 3000 kr. MJÖG ALVARLEG OG ÍTREKUÐ BROT SÆTA DÓMSMEÐFERÐ. FYLGJUM REGLUM - FORÐUMST SLYS! UMFERÐAR , RÁÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.