Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1991, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 22. JÚLl 1991. Eduardo, sem er átján ára, og Romily, tuttugu og eins árs, á ströndinni á Marbella á Spáni. Sonur Sophiu Loren ástfanginn Eduardo, yngri sonur leikkonunn- ar Sophiu Loren og kvikmyndafram- leiðandans Carlo Ponti, hefur ekki farið leynt með ást sína á vinkonu sinni, Romily White. Þau hafa verið undanfarna viku að sóla sig á Mar- bella á Spáni og gengið hönd í hönd hvert sem þau hafa farið. „Romily er að læra ljósmyndun í Sviss þar sem foreldrar mínir búa. Við kynnt- umst hjá sameiginlegum vini okkar fyrir rúmu ári og höfum verið saman síöan. Við höfum sömu áhugamál og okkur líður mjög vel saman,“ sagði Eduardo. Romily, sem bauð Eduardo að búa í húsi fjölskyldunnar á Mar- bella, hefur auðsjáanlega náð taki á hjarta hans. „Hún er orðin hluti af lífi mínu og henni get ég sagt allar mínar vonir og þrár og frá framtíðar draumum mínum.“ Þrátt fyrir hið nána samband þeirra á milli eru heimshöf sem skilja þau að því hann stundar nám í kvik- myndagerð við háskólann í Suður- Californiu. Þegar hann var spurður hvort hann væri á leið í hjónaband sagði hann: „Maður veit aldrei en ég ætti þó að bíða þar til eldri bróðir minn, Carlo, giftir sig.“ Faðir Romily er enskur en móðir hennar spönsk. Hún hefur ekki enn hitt Sophiu en Eduardo segist vera viss um að móðir hans verði ánægð með Romily og þeim muni koma vel saman. Ung og ástfangin faðmast þau og kyssast í heitum sjónum á Marbella og hirða ekkert um áhorfendur. 13 Voru myndirnar alveg einstakar? HVA’SBÖÍRU- ERU MYNTD'iRnAR DÖKKAROGi LtTiRNVR VÍTLAUSiK? EKKERT Mfrl.' BCk SKAL vjsfik PfcR MEÐ LOGSUÐUGR/EjuNUAA MÍVUM. VAR t-ETTA EKKÍ HVöRTSEM SVONA ÖKEYPiS FíLAVA? SETTU FILMUNA ÞÍNA í HENDURNAR Á FAGFÓLKI Á KODAK EXPRESS stöðunum starfar einungis fagfólk. Framleiðsla þeirra er undir ströngu og margþættu gæðaeftirliti KODAK umboðsins. Gerðu kröfur um gæði og settu filmuna í hendurnar á fagfólkinu hjá KODAK EXPRESS. KODAK EXPRESS FRAMKÖLLUNARSTAÐIRNIR: Hans Petersen hf. Bankastraeti Hans Petersen hf. Glaesibæ Hans Petersen hf. Austurveri Hans Petersen hf. Kringlunni Hans Petersen hf. Laugavegi 178 Hans Petersen hf. Hólagarði Hans Petersen hf. Lynghálsi 1 Kaupstaður f Mjódd. LJóshraðl f Hamraborg, Kópavogi Fllmur og Framköllun Strandgötu, Hafnarfirði Hljómval Keflavfk Ljósmyndahúslð Dalshrauni 13, Hafnarfirði Bókaverslun Andrésar Níelssonar, Akranesi Bókaverslun Jónasar Tómassonar, (safirðl Pedrómyndlr Hafnarstræti og Hofsbót, Akureyri Nýja-Fllmuhúsið Hafnarstræti, Akureyri Bókabúð Brynjars, Sauðárkróki Vöruhús KA, Selfossi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.