Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.08.1991, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 1991. Spumingin Hvað borðar þú í morgunmat? Matthías Baldursson, 15 ára: Ristað brauð og mjólk. Kristinn Guðmundsson, 14 ára: Rist- að brauð með osti og mjólk. Páll Heimisson, 9 ára: Brauð með osti og mjólk. Jóhanna Dagbjört, 8 ára: Cocoa Puffs, Cheerios og súrmjólk. Jóhanna Sigvaldadóttir, 12 ára: Cocoa Puffs. Lilja Pálsdóttir, 11 ára: Cheerios. Lesendur Sky og CNN eina ferðina enn: Öryggistæki fyrir íslenskt sjónvarp Hallgrímur Guðmundsson skrifar: Sky News og CNN, sem hér hafa sent efni um Sjónvarpið og Stöð 2, hafa verið nokkuð í umræðunni und- anfarið, t.d. í lesendabréfum. Ekki síst vegna nýlegra atburða í Sovét- ríkjunum. En þeir voru einmitt til- efni þess að báðar íslensku sjón- varpsstöðvarnar hófu á ný útsend- ingu frá þessum erlendu stöðvum og var þaö rökstutt með því að nú væri um heimssögulega atburöi að ræöa. - Ég held að ég megi fullyrða að þetta hafi verið opinber skýring, bæði hjá Ríkissjónvarpinu og Stöð 2. Það situr síst á mér að mótmæla þessum rökum og ég er einn þeirra sem fagnaði því ákaft að fá að sjá almennilega og fagmannlega um- fjöllun um þessa atburöi í beinum útsendingum Sky News og CNN- stöðvarinnar. Ég er því jafn undrandi á því að skyndilega skuli þessar sendingar vera lagðar af. Ég spyr: Er ekki jafn nauðsynlegt nú að flyta okkur fréttir beint af því sem er að gerast í Sovétríkjunum og í öðrum heimshlutum vegna þessa heims- sögulega atburðar? Hvaö hefur breyst? - Nákvæmlega ekki neitt að minu mati. Málið er einfaldlega það að íslensku sjónvarpsstöðvarnar meta þetta nákvæmlega e’ns. Það er engin þörf fyrir íslenska áhorfendur að fylgjast stöðugt með svona nokkru. íslensku sjónvarpsstöðvarnar skammta áhorfendum hreinlegaþað sem stöðvunum sjálfum dettur í hug í það og það skiptið. Þær meta hvað er heimssögulegur viðburöur og eru með því að segja: Þessar erlendu sjónvarpsstöðvar eru aðeins öryggis- tæki fyrir íslendinga varðandi erlent efni þegar heimssögulegur viðburð- ur er á ferð að okkar mati. Sem sé; það er sami rassinn undir báðum íslensku sjónvarpsstöðvunum aö þessu leytinu. Þær ákveða sjálfar hvenær þær senda út erlent ótextað efni og hvenær ekki. Þær meta áhættuna sem er þvi samfara að brjóta íslensk lög eða reglugerð þar að lútandi. - Eða er það kannski rík- ið sjálft sem fyrirskipar hvenær Sjónvarpið og Stöð 2 mega senda svona efni úi? Nú er því allt eðlilegt á ný. Einu atburðirnir, sem sjónvarpað verður beint hingað, eru íþróttaþættirnir, fótboltinn, og einhver óðamála ö^t- urapi er látinn lýsa atburðarásinni til málamynda. Við íslendingar sitj- um enn á botninum með frelsissvipt- inguna að bakhjarli. Heimssögulegt eða ekki heimssögulegt fréttaefni, þaö verður áfram mat íslensku sjón- varpsstöðvanna tveggja. - Hvílíkt frelsi, hvílíkt íjölmiðlafrelsi! A ólöglegum hraða mót sjálfstæði Einar Árnason skrifar: Nú er fyrirhugað að til viöbótar --viðúrkenningu á sjálfstæði Eystra- saltsríkjanna, verði komið á fót ein- hverjum þróunarsjóði sem Norður- löndin standi straum af saman. Til- gangurinn er sagður vera sá að laöa fram einkafjármagn til að leggja fram sem aðstoð til þessara ríkja. Ég skil ekkert í þessari utanríkis- pólitík okkar lengur. Ég hélt að Norð- urlöndin væru aö gliðna sundur vegna mismunandi þátttökustigs þeirra i Evrópubandalaginu, og ís- land ekki einu sinni ekki farnir að nefna aðild að því bandalagi hvað þá meir. Hvernig ætlum við að standa að þróunarsjóði með Norðurlöndun- um, við sem höfum ekki einu sinni bolmagn til aö fjármagna halla á eig- in fjárlögum! - Þetta er með því und- arlegasta sem maður les um þessa dagana. En það er þó kannski ekkert undar- legra en að lesa um að ráöherra og bílstjóri hans, sem voru á fleygiferð til Keflavíkurflugvallar mót sjálf- stæðishetj um Ey strasaltsríkjanna, skyldu vera teknir af lögœglu á tvö- falt leyfilegum ökuhraða. Og að í stað þess að svipta ökumanninn réttind- um á staðnum eins og venja er, þá var einfaldlega hringt úr dómsmála- ráðuneyti í lögreglu sem var aö verki og henni fyrirskipað að láta af svo- leiðis flrru því málið ætti að taka upp í Reykjavík. - Er þetta fordæmi sem ég og aðrir geta treyst á? Að þurfa ekki að sæta ökuleyfissviptingu utan heimabyggðar minnar? Eru í raun tvær þjóðir eða fleiri í þessu landi, hvað varðar ökuhraða, þróunarað- stoð hins opinbera, og stuðning við aðrar þjóðir? Óf ullkomnar vegamerkingar Það er ekki nóg að sýna veganumer, það þarf lika upplýsingar um vega- Oddur skrifar: Það má þakka það sem vel hefur verið gert í vegamálum hjá okkur á tiltölulega skömmum tíma. Malbik- un eða bundið slitlag er að verða ríkj- andi þáttur í vegagerð, og margt ann- að er til bóta. Ég man að þegar Borg amesbrúin var í byggingu, sögðu sumir, að þetta væri hið mesta bruöi með fjármuni. - Hver vildi missa Borgarfjarðarbrúna núna? Á vegum úti hafa merkingar líka batnað til muna frá því sem áður var. Eftir að númer voru tekin upp á þjóðvegum hér líkt og erlendis, hefur þó áherslan að mínu mati ver- ið lögð of mikið á að merkja vegina þessum tölum á vegaskiltum, en látið undir höfuð leggjast að geta um kíló- metrafjölda til næsta áfangastaðar eða jafnvel allra viðkomustaða sem framundan era á viðkomandi vegi. Þetta er til mikils óhagræðis fyrir vegfarendur, bæði innlenda og er- lenda. Innlendum vegfarendum er lengdina. minna viðkomandi hvaða númer er á hinum og þessum veginum, en alls ekki sama um hve langt er til næsta viðkomustaðar, Okkur íslendingum er nóg að sjá hvert vegurinn liggur. - Útlendingar þurfa fremur á því að halda að sjá vegarnúmer en ekki síð- ur kílómetrafjöldann því þann er ekki merktur á kort almennt hér. Skólaljóðin horf- inafmarkaðinum Elín hringdi: Ég ætlaöi að grípa til gömlu Skólaljóðanna minna sem ég er búin að geyma svo lengi, en fann þau hvergi. Þá varð næsta ráö að festa nú kaup á einu eintaki til aö eiga. í Skólaljóðunum sem lengst af voru notuð á síðara stigi bamaskólanna var að finna margar perlur íslenskra ljóöa, svo sem Gunnarhólmi, þjóðsöng- urinn, Arnljótur gellini, Við höfnina, Feigur Fallandason, Fákar, Úr Hulduljóðum, Land- nemar, Heimkoman, oJl. Ég komst hins vegar að því að Skólaljóðin eru horfin af markað- inum. í þeirra stað eru gefnar út þrjár bækur, ætluð fyrir mis’- munandi stig skólanna. Þessar bækur kosta samtals rétt yfir 3000 kr. og eru auk þess í stóru broti. Ég myndi heldur vilja gömlu Skólaljóðin eins og þau voru. í gallabuxum við framreiðslustörf! Erlendur skrifar: Ég sá i sjónvarpsfrétt nýlega svipmynd úr veitingasal Perl- unnar. Tilefni fréttarínnar var þó ekki um veitingareksturin sér- staklega held ég. í þessari svip- mynd mátti sjá fólk vera að leggja á borð. Ég var undrandi á því að sjá að fólkið sem þama blasti við var flest klætt gallabuxum eða öðram fatnaði, likt og um verka- mannavinnu væri að ræða. Nú er ég ekki að segja þetta til að niöurlægja verkamenn. Ég hef bara aldrei séð fólk vinna að framreiðslustörfum á gallabux- um fyrr. Og aldrei í dýrum og glæsilegum veitingasölum. Ekki heldur við undirbúning fram- reiðslu. - En kannski er þetta sérstaka verk, aö leggja á borð, boðiö út eins og allt annaö. Og þá til verktaka sem er með fólk í ýmsum öðram verkefnum, t.d. byggingavinnu!! Pylsuáteða brennivíns- drykkja? „Pylsybani“ skrifar: Eg las bréf „Borgara" nýlega um pylsusölu í miðbænum. Eg er honum ósammála og verð að segja að mér þykir lögreglustjór- inn okkar sýna mikið hugrekki að þora að taka á því „vanda- máli“ sem pylsusala að næturþeli getur verið - já, bara pylsusala almennt. Þaö er eins og fólk ætli aldrei að skilja hlutina! Veit þaó ekki aö á nóttunni á að drekka brennivín - ekki éta pylsur. Og nú eru allar bjargir bannaðar um t.d. útvegun ,jlösku á svörtum" vegna þess að einu sölumennirnir sem maður sér era pylsusalar. Svo langt gengur þetta að einn þeirra afgreiddi eina pylsuætuna eftir lokun... Hugs- ið ykkur bíræfhina. Hér þarf myndarlegt átak lögreglustjóra. Má ekki koma á t.d. pylsusölueft- irliti gegn þessum ljótasta bletti á næturlífi Reykjavíkur? Þakka birt- inguna Magnfríður hringdi: Mig langar til að koma á fram- færi í blaðinu þakklæti fyrir aug- lýsinguna sem þið birtuö fyrir mig í Dagbók blaösins sl. fimmtu- dag undir „Tapaö - fundið“ en þar var auglýst eftir rauðum verkfærakassa sem tekinn hafði verið úr opnu bílskotti. Kassanum var skilaö með öllu sem í honum var á tröppurnar til mín á Hofteig 16 og eigandinn og viðgerðarmaðurinn, Axel, varð himinlifándi yfir að fa kassann aftur því í honum vora ýmsir verðmætir og nauðsynlegir hlut- ir, sem vont var að vera án, m.a. dýr og sérstök gleraugu. Kærar þakkir fyrir hjálpina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.