Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Page 2
Fréttir
FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991.
Áhrif lyfl areglugerðarinnar:
Enn samdráttur hjá
apótekunum í ágúst
..Viö höfum fengið tölur f\TÍr f>Tri
liluta ágústmánaöar. Samkvæmt
þeim er áframhaldandi samdráttur í
veltu apótekanna. Þessar tölur hafa
htiö breyst frá því sem var í júlímán-
uði.” sagði Jón Sæmundur Sigur-
jónsson hjá heilbrigðisráðunejhinu
\*ið DV.
í júlí síðastiiðnum dróst velta apó-
tekanna mjög mikið saman. allt að
helmingi sums staðar á landinu.
Þessi samdráttur var í kjölfar n>Trar
reglugeröar um lyfsölu.
„Þessar tölur frá fyrri hluta ágúst-
mánaðar komu okkur satt að segja
svolítið á óvart, því við héldum aö
hægt yrði að merkja breytingu strax
á milli mánaða," sagði Jón Sæmund-
ur. „En kannski er málið það aö þetta
hamstur. sem átti sér stað í júní.
komi úl með vara þar til í september
því fólk hefur keypt sér þriggja mán-
aða skammta.”
Jón Sæmundur sagði það eftirtekt-
arvert að í einstökum apótekum
væri aukin framvísun skírteina
þannig að hlutur sjúklingsins, sem
reiknaður hefði verið 225-250 krón-
ur, hefði örugglega farið eitthvað
lækkandi.
„Við höfum ekki fengið frekari
ábendingar um vandkvæði vegna
reglugerðarinnar. En við gerum ráð
fyrir að hittast í hópnum í næstu
viku og þá verða kannski einstakir
nefndarmenn með einhver atriði sem
safnast hafa fyrir hjá þeim.
Það sem einkum hefur borið á í
þessu efni er eldra fólk með hreyfi-
hömlun sem hefur haft áhyggjur út
af hægðalyfjunum. Við höfum getað
greitt úr þvi. Við ákváðum á sínum
tíma að taka það lyf inn á skirteini
þegar þannig stæði á og það hefur
leyst vandann.“
-JSS
Mauno Koivisto, forseti Finnlands, kom í óopinbera heimsókn til íslands í
gær og hér sést Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, taka á móti honum
á Reykjavíkurflugvelli. Koivisto mun dvelja hér fram á mánudag og skoða
landið en einnig ræða við forráðamenn þjóðarinnar. í för með finnska for-
setanum eru eiginkona hans, dóttir og tengdasonur.
Álftadrápið:
Leiðsögumaður
gefur skýrslu
- erfitt að komast í samband við lögreglu
Lögreglan á Eskifirði hefur nú
fengið í hendur skýrslu um álfta-
drápið sem átti sér stað á Kili um
síðustu helgi. Verður skýrslan
væntanlega send lögreglunni á
Blönduósi sem mun fylgja henni
eftir.
„Við vorum að enda við að gefa
skýrslu," sagði Áslaug Marinós-
dóttir leiösögumaður við DV um
þrjúleytiö í gær. Hún var þá stödd
á Eskifirði. Raunar haföi Áslaug
ætlað aö gefa skýrslu í fyrradag en
kom þá aö lokuðum dyrum lög-
reglustöðvarinnar á Vopnafirði.
Klukkan var þá rúmlega fimm síö-
degis. í gærmorgun gerði hún svo
aöra tilraun á Egilsstööum, en þar
var enginn lögregluþjónn viö. Það
var þvi ekki fyrr en á Eskifirði sem
Áslaugu tókst að gefa skýrsluna.
„Þetta er vissulega viöburöarík
ferð fyrir Frakkana nítján sem ég
er með í bílnum. Þeim er auövitað
álftadrápið enn í fersku minni. Svo
þykir þeim hálfskrýtið hve seint
það getur gengið að komast í sam-
band við lögreglu úti á landsbyggð-
inni. Það hefur ekki farið fram hjá
þeim hvað til hefur staðið og þau
eru til dæmis búin að bíöa eftir
okkur síöan á hádegi því að skýrsl-
ugjöfin hefur tekið talsverðan
tíma.“
-JSS
Hitaveita Reykjavíkur:
Utfellinga-
vandinn hefur
verið leystur
- kostnaður vegna útfellinga síðasta vetrar um 80 milljónir
„Vegna nýrra upplýsinga úr til-
raunum, sem við höfum gert í vetur
og sumar, keyrum við kerfið núna
aðskilið þannig að það er engin
blöndun. Kerfmu er því skipt í tvo
aðskilda hluta. Við vitum heilmikið
núna sem við vissum ekki í fyrra og
ég á ekki von á að íbúar höfuðborgar-
svæöisins þurfi að vera í köldum
húsum í vetur,“ segir Hreinn Frí-
mannsson, yfirverkfræðingur hjá
Hitaveitu Reykjavíkur.
Eins og margir muna eflaust frá
síðastliðnum vetri urðu heilu hverf-
in heitavatnslaus vegna magnesíum-
silíkat-útfellinga sem settust í pípur
og síur og stífluðu rennsli i hús. Þess-
ar útfellingar mynduðust þegar vatni
frá Nesjavallavirkjun var blandað
saman við lághitavatn.
Hreinn segir að bráðabirgðaniður-
stöður úr tilraunum, sem gerðar
voru í vetur og sumar, hafi ekki gef-
ið sömu niðurstöður og tilraunir sem
gerðar voru áður en veitan var
byggð. Þessar nýju niðurstöður gefi
til kynna meiri hættu á útfellingu en
þær sem voru gerðar á hönnunar-
stigi og því hafi kerfmu nú verið
breytt.
„Við virkjun jarðhita er aldrei
hægt aö fullyrða neitt því við erum
alltaf að læra. Núna teljum við hins
vegar að útfellingar eigi ekki að
verða í vetur. Við höfum hreinsað
útfellingarnar á tvennan hátt - ann-
ars vegar farið í tæplega 4000 hús,
aðallega í miðbæ Reykjavíkur, og
hreinsað hvert hús fyrir sig og hins
vegar höfum við hreinsað aðalflutn-
ingsæðar með sérstöku tæki.“
Kostnaður vegna viðgerða í vetur
og svo hreinsana í vor og sumar nem-
ur um það bil 80 milljónum króna.
„Þessar hreinsunaraðgerðir kost-
uðu nálægt 20 milljónum en hita-
veitustjóri hefur sagt að þegar allt
hefur verið lagt saman sé kostnaður-
inn um 80 milljónir. Mér finnst það
raunhæf tala,“ segir Hreinn Frí-
mannsson.
-ns
Landgræðslustjóri:
Stendur til að f riða
Hólsfjöll á næsta ári
- samkomulaghefurnáðstviðbændur
„Það hefur verið unnið að þvi að
ná víðtæku samkomulagi viö bænd-
ur um að friöa Hólsfjöll í Norður-
Þingeyjasýslu og nú hefur það tekist.
Svæöið veröur þó líklega ekki friðað
fyrr en á næsta ári þegar búið verður
að ljúka girðingum og öðru þess hátt-
ar,“ sagði Sveinn Runólfsson land-
græðslustjóri í samtali við DV.
Sveinn sagði að girðingafram-
kvæmdir væru um það bil að hefjast
en hingað til hefur engin land-
græðsla átt sér stað á svæðinu þar
sem það hefur ekki veriö friðað.
„Reyndar gerðum við tilraun með
aö sá lúpínu í einn hektara þarna í
sumar en það kemur ekki í ljós fyrr
en á næsta ári hvort það hefur tek-
ist.“
Sveinn sagði að almennt talað
hefðu þeir haft af því miklar áhyggj-
ur fyrri hluta sumars að landgræðsl-
an mistækist vegna þurrka.
„En vegna einstaklega góðrar tíðar
í júlí og ágúst sýnist okkur að sáning
frá því í vor hafi alls staðar tekist
mjög vel. En þær byrjuðu hins vegar
ekki að spretta fyrr en það fór að
rigna, svo það var áhyggjuefni um
tíma,“ sagði Sveinn. -ingo
Lögreglan tók þjóðf ána við Farf uglaheimilið
Lögreglan í Reykjavík tók tvo ís-
lenska fána niður sem blöktu á flagg-
stöngum við Farfuglaheimilið í
Laugardal um klukkan tvö í fyrri
nótt. Fánarnir voru teknir í geymslu
á lögreglustöðinni og verða forsvars-
menn heimilisins kallaöir fyrir
vegna þessa. Ólöglegt er að láta þjóð-
fánann vera uppi eftir vissan tíma á
kvöldin.
„Við höfum verið nokkuð strangir
með að framfylgja lögunum í þessu
sambandi. Þetta kemur stundum fyr-
ir, að fólk vanrækir að taka fánann
niður á kvöldin,“ sagði talsmaður lög-
reglunnar í samtali við DV. -ÓTT
Helgi Ólafsson, sem hefur haft
forystu frá byrjun, djúpt hugsi í
skák sinni við Jón Loft i gær.
DV-mynd Jóhann
Skákþing íslands:
stigahæsta
skákmanni
landsins
Þau óvæntu úrslit urðu í 7.
umferðinni á Skákþingi íslands í
gær að Halldór Grétar Einarsson
vann Jóhann Hjartarson. Fyrsta
tapskák Jóhanns, stigahæsta
skákmanns landsins, á mótinu
og eftir það eru möguleikar hans
á íslandsmeistaratitlinum ekki
rniklir.
Helgi Ólafsson, sem hefur haft
forustu frá byrjun, gerði þriðja
jafnteflið í röð. Nú við Jón L.
Árnason. Helgi heldur samt enn
einn forustunni þar sem Karli
Þorsteins tókst ekki að sigra Héð-
in Steingrímsson í gær. Jafntefli
varð hjá þeim. Hinn 14 ára Helgi
Áss Grétarsson vann Snorra
Bergsson og er með 50% vinn-
ingshlutfall. Jafnteflí varð í gær
hjá Róbert Harðarsyni og Sigurði
Daða Sigfússyni en biðskák hjá
Margeiri Péturssyni og Þresti
Þórhallssyni.
Staðan eftir 7 umferðir er þann-
ig: 1. Helgi, 5 Vi v. 2.-3. Jón Loftur
og Karl, 5 v. 4. Jóhann, 4% v., 5.
Margeir, 4 og biðskák, 6. Þröstur,
3% og biðskák, 7. Helgi Áss, 3%
v„ 8.-9. Halldór og Róbert, 2 'A v„
10. Héðinn, 2 v„ 11.-12. Siguröur
Daði og Snorri, 1 'A v.
-hsím
Lukkulykillinn:
Hver á rétta
lykilinn?
- ogekurheimáPiat?
Á morgun er komið að stóru'
stundinni f leiknum um Lukku-
lykilinn sem staðið hefur vfír í
mánuð hér á síðum DV og’á út-
varpsstöðinni FM957 í samvinnu
víð Fiatumboðið.
AIls hafa heppnir þátttakendur
í leiknum krækt sér í eitt þúsund
Fiatlykla og á morgun geta þeir
komið á fjölskylduhátíð við Borg-
arkringluna og reynt hvort
þeirra lykill gengur að öðrum
hvorum þeirra tveggja Fiat Uno-
bíla sem eru aðalvinningar í þess-
um leik. Ef lykillinn passar þá
mega þeir aka heim á bílnum.
Fjölskylduhátíðin hefst klukk-
an tólf á morgun, laugardag, með
þvi að Brúðubíllinn mætir og
skemmtir ungum sem öldnum.
Klukkan hálfeitt geta lyklaeig-
endur byrjað að prófa hvör þeirra
lykill passar. Hljómsveitin Síðan
skein sól skemmtir klukkan eitt
og hálftíma síöar er txskusýning,
þá skemmtir hljómsveitin aftur.
Gestum er boðið upp á veitingar
frá Nasli hf. og Pepsi.
Auk vinningsbílanna tveggja
verða einnig Fiat Tempra og Tipo
til sýnis. Hægt er að fylgjast með
hátíðinni í beinni útsendingu á
FM957.