Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.08.1991, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 30. ÁGÚST 1991. Lífsstni DV kannar grænmetismarkaðinn: Mikill verðmun- ur milli tegunda - verðmunur á ódýrustu og dýrustu kartöflum nær tífaldur Að þessu sinni kannaði Neytenda- síða DV grænmetisverð í eftirtöldum verslunum; Bónusi, Hafnarflrði, Fjarðarkaupi, Hafnarfirði, Hag- kaupi, Skeifunni, Kjötstööinni í Glæsibæ og Miklagarði Kaupstað í Mjódd. Bónusbúðirnar selja sitt grænemti í stykkjatali á meðan hinar saman- burðarverslanirnar selja eftir vigt. Til þess að fá samanburð þar á milli er grænmeti í Bónusi vigtað og síðan umreiknað eftir meðalþyngd yflr í kílóverð. Verðið á suirium grænmet- istegundanna hjá Fjarðarkaupi er fimmtudagstilboð sem gildir einung- is þann dag. Það gildir um tómata, gúrkur, græn vínber og græna papr- iku. Mikil verðsamkeppni virðist vera í gangi milli verslana á einstaka teg- undum. Það má ráða af því að munur á hæsta og lægsta verði er í flestum tilfellum mjög mikill, auk þess sem meðalverð er á niöurleið á öllum teg- undum nema þremur í könnuninni. Meðalverð á tómötum er nú 198 krónur sem er 20% lægra en í síð- ustu viku. Tómatar voru á lægsta verðinu í Bónusi þar sem þeir kost- uðu 51 kr. Næst á eftir kemur Fjarö- arkaupi 85 kr., Miklagarði 275, Hag- kaupi 279 og Kjötstöðinni 298. Munur á hæsta og lægsta verðinu er geysi- mikill, 484%. Meðalverð á gúrkum lækkar um 11% og það er nú 133 krónur. Gúrkur voru á hagstæðasta verðinu í Bónusi á 34 en síðan koma Fjarðarkaup 45, Hagkaup 189, Kjötstöðin 198 og 199 í Miklagarði. Munur á hæsta og lægsta verði er einnig mikill á gúrkum eða 485%. Meðalverð á sveppum lækkar einn- ig um 11% og er nú 409 krónur. Sveppir eru mjög ódýrir í Bónusi 197 og Fjarðarkaupi 270 en síðan koma verðin í Kjötstöðinni 495, Hagkaupi 539 og Miklagarði 545. Munur á hæsta og lægst,a verði á sveppum er 177%. Meðalverð á grænum vínberjum hækkar um 13 af hundraði frá í síð- ustu viku og er nú 169 krónur kílóið. Lægsta verðið var að finna í Bónusi þar sem kílóið var á 47 kr. Næst koma í röð Fjaröarkaup 55, Mikligarður 99, Hagkaup 248 og Kjötstöðin 398. eins og gefur að skilja er munur á hæsta og lægsta verði mj ög mikill eða 743%. Meðalverð á grænni papriku lækk- ar um 9% frá í síðustu viku og er nú 210 krónur. Verðið er áberandi lægst Töluvert stríö er í gangi milli verslana í verði einstakra grænmetistegunda. í Fjarðarkaupi 85 og Bónusi 87,50 en á eftir fylgja Hagkaup 285, Mikligarð- ur og Kjötstöðin 297 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er 249%. Meðalverö á kartöflum hækkar um heil 18% frá síðustu könnun og er skýringanna að leita í því aö kíló- verðið snarhækkar í Fjarðarkaupi frá í síðustu viku. Verðiö er lang- lægst í Bónusi þar sem það var 10 krónur á kíló sem er gjafverö. Hinar verslanirnar eru með svipað verð, 84,50 í Miklagarði, 91,50 í Kjötstöð- inni, 94,50 í Hagkaupi og 105 í Fjarð- arkaupi. Munur á hæsta og lægsta verði er þarafleiðandi ótrúlega mikill eða 950%. Það táknar það aö 9 'A kart- afla fæst fyrir hverja eina ef verslað er á ódýrasta stað í stað þess dýrasta. Blómkál lækkar í meðalverði um 6% milli vikna og þaö er nú 129 krón- ur. Blómkál fæst ekki í Bónusi en lægsta verðið var að finna í Kjötstöð- inni 99 krónur. í röð á eftir koma Fjarðarkaup 127, Hagkaup 139 og Mikligarður 149. Munur á hæsta og lægsta veröi á blómkáli er 51%. Meðalverð hvítkáls lækkar um tæpan tíunda hluta og stendur nú í 93 krónum. Lægsta verðið var að DV-mynd Hanna finna í Bónusi 70 krónur en í hnapp á eftir koma Kjötstöðin 97, Hagkaup 98 og Fjarðarkaup og Mikligarður 99. Munur á hæsta og lægsta verði er 41 af hundraöi. Meðalverð gulróta hækkar um 13 af hundraði frá síðustu könnun og er nú 250 krónur. Gulrætur eru ódýr- astar í Bónusi 127, næstódýrastar í Hagkaupi 189 en síðan koma Fjarðar- kaup 275, Kjötstööin 298 og Mikli- garður 359 krónur. Munur á hæsta og lægsta verði er talsveröur eða 183%. -ÍS Neytendur Sértilboð og afsláttur: Ódýrir bamasvampar I Bónusi voru í loftþéttum umbúð- um til sölu sérlega ódýrir barna- svampar, 75 stykki í pakka, á 199 krónur. Meðal annarra vara á sértil- boðsverði hjá þeim voru bakaðar baunir frá PNK, 425 g, á 43 kr., D- eldhúsrúllur, 4 stk. saman, á 158 og danskt rúgbrauð, 500 g niðurskorið, á 99 krónur pakkinn. Á sértilboðstorgi Fjarðarkaups vár hægt aö gera góð kaup í Easy Off gluggahreinsi. 651 ml úðabrúsi kost- aði 270 kr., 3 kg Prik Compakt þvotta- efni 341 kr., Slotts Chili sósa, 500 g, 157. Town House rúsínur, 680 gramma pakki, kostaði 184 krónur. í Hagkaupi eru 2 lítrar af kóki seld- ir þesa dagana á 159 kr., gular melón- ur eru á kílóverðinu 119 kr. og vatns- melónur 109 kr. Einnig fæst Kelloggs Sultana Bran morgunkom, 500 gramma pakki, á 219 kr. og nektarín- ur kostuðu aðeins 299 krónur kílóið. í kjötborði Kjötstöðvarinnar var aö koma nýveiddur vatnasilungur úr Frostastaðavatni sem seldur er á 590 krónur kílóið en í kjötborðinu var einnig hægt að fá danska medister- pylsu eða danskan svikinn héra. Kraft grillsósur, 3 tegundir, voru á sértilboösverðinu 139 krónur, hver 300 ml flaska. í Miklagarði, Kaupstað í Mjódd, eru til sölu í hádeginu heitir málsverðir og sömuleiðis á föstudgskvöldum. í kjötborðinu var veriö að taka upp lambakjöt af nýslátruðu og nýjan lunda sem kostar 98 krónur stykkið. Einnig eru á sértilboði hjá þeim Ultr- as Hy Top bleiur, 32-44 stykki, á 799 krónurpakkinn. -ÍS JFMAMJJÁ +18% Bónus 105 1ÖÍÖ0 600 Paprika Vínber Tómatar 500 300 100 Gúrkur JFMAMJJÁ ^dOSEILrn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.