Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991 Útlönd Serbar segja Króata egna herinn til átaka Sókn serbneskra skæruliða á hend- ur Króötum heldur áfram þrátt fyrir að vopnahlé eigi að heita í gildi í land- inu og útgöngubann hafl gilt í alla nótt. Nú er viðurkennt af yfirvöldum í Zagreb, höfuðborg Króatíu, að 58 Króatar hafi látið lífið í átökum síð- asta sólarhinginn og er það meira mannfall en veriö hefur undanfarið í átökunum í landinu. Serbar hafa nú náð verulegum hluta Króatíu á sitt vald og stefna nú markvisst að því að ná þjóðvegin- um til Zagreb á sitt vald. Við það myndu Króatar verða fyrir verulegu áfalh og landi þeirra væri þá endan- lega skipt í tvent. Útgöngubannið í nótt náði til þeirra 29 bæja sem hvað verst hafa orðið úti í átökum síðustu daga. Stjórn Króatíu stóð fyrir banninu í von um að það gæti komið í veg fyrir að al- mennir borgarar yrðu fyrir skotum í átökum skæruhða þjóðabrotanna. Eftirlitsmenn Evrópubandalagsins eru á átakasvæðunum en þeir hafa ekki náð að koma í veg fyrir átök. Þeir munu þó í dag halda áfram til- raunum sínum til að fá báða aðha til að virða vopnahléið. Yfirstjórn sambandshers Júgóslav- íu sakar skæruhða Króata um að brjóta vopnahléið markvisst með því aö gera árásir á búðir hermanna. Þetta er hluti af áróðursstríðinu milli Serba og Króata en Króatar saka sambandsherinn um að taka virka afstöðu með Serbum. Serbum hefur vegnað betur í bar- áttunni vegna þess að þeir eru betur vopnum búnir og njóta stuðnings hersins. Stipe Mesic, forseti Júgó- slavíu og æðsti yfirmaður hersins, segir að hermenn láti ekki lengur að stjórn en forsetinn er Króati. í gær bættist Makedónía í hóp þeirra lýð- velda Júgóslavíu sem hafa lýst yfir sjálfstæði. Áður hafa Króatía og Sló- venía lýst yfir sjálfstæði. Reuter Skæruliðar Serba hafa náð sjónvarpssendi i Króatíu á sitt vald og senda þaðan út áróður málstað sinum til stuðn- ings. Króatar fara halloka í átökunum og hafa orðið fyrir miklu mannfalli. Símamynd Reuter Genscher vill nánari tengsl við Sovétlýðveldin Hans-Dietrich Genseher, utanrík- isráöherra Þýskalands, hét því í gær að eiga náið samstarf með sífellt valdameiri lýðveldum Sovétríkjanna en hann tók það skýrt fram að hann hefði ekki afskrifað Míkhaíl Gorba- tsjov Sovétforseta. Eftir fund með Gorbatsjov í Kreml sagði Genscher á fundi með frétta- mönnum að það væri hans skoðun að sovéski forsetinn tæki fullt tillit til þeirra valda sem lýðveldin hefðu tekið frá honum en bætti svo við: „Það verður að taka hann með í reikninginn." Genscher og nokkrir aðrir ráðherr- ar, þar á meðal James Baker, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, nota sér ráðstefnu um mannréttindamál á vegum RÖSE, ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu, sem á að hefjast í Moskvu í dag, til að hitta ekki bara Gorbatsjov heldur einnig nýja valdamenn Sovétríkjanna, leið- toga lýðveldanna. Genschér hittir Borís Jeltsín, forseta Rússlands, að máli í dag. Eystrasaltsríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, taka sín fyrstu skref sem sjálfstæð ríki á alþjóða- vettvangi þegar þau verða aðilar að RÖSE. Þjóðverjar hafa þegar komið upp sendiráðum í Eystrasaltslöndunum og Genscher sagði að Þýskaland mundi opna ræðismannsskrifstofur í öllum hinum tólf lýðveldum Sovét- ríkjanna og vinna með þeim á þeim sviðum þar sem ábyrgðin er þeirra, eins og í efnahagsmálum. Genscher fór þess á leit við Vestur- lönd að þau nýttu sér stöðuna eftir valdaránstilraunina og veittu meiri aðstoð í að koma á lýðræði og mark- aðshagkerfi. Reuter Andstæðingar Evrópumálanna sigruðu í norsku kosningunum: Kínverjar sleppa and- ófsmanni Lou Haixing við komuna til Hong Kong í morgun. Símamynd Reuter Yfirvöld í Kína hafa sleppt úr haldi kaupmanninum Lou Haix- ing og er hann nú kominn til Hong Kong. Haixing var handtek- inn fyiir tveimur árum grunaður um að hafa aðstoðað lýðræðis- sinna, eftir að andóf þeirra var brotiö á bak aftur með vopna- valdi á Torgi hins himneska frið- ar. Haixing var gefið að sök að hafa „leynt gagnbyltingarsinnum". Hann var hafður í fangelsi í Kant- on í Suður-Kína. Tahð er að ferð Johns Major, forsætisráðherra Breta, til Kina á dögunum hafi orðið þess valdandi að yfirvöld létu Haixing lausan. Hann var efstur á lista yfir þá menn sem Major ræddi um við kínversk yf- irvöld. VeitKGBallt um morðið á Kennedy? Vladimír Bukovskíj, einn þekktasti andófsmaðurinn í Sov- étríkjunum á síðari árum, hefur skorað á Vadim Bakatín, nýjan yfirmann sovésku öryggislög- reglunnar KGB, að leysa frá skjóðunni um morðið á John F. Kennedy Bandarikjaforseta og fleiri óleyst glæpamál. í viðtah sem Bukovskíj átti í sjónvarpi við Bakatín sagði hann að i skjöium KGB væri ef til vill að finna sannleikann um morðið á Kennedy árið 1963 og einnig til- raunina til að ráða Jóhannes Pál páfa af dögum í Róm árið 1981. Bukovskij sagði að einnig væri að fmna í söfnum KGB mikla vitneskju um hreinsanir Stalíns og morð á mörgum af áhrifa- mönnum í Sovétríkjunum á hðn- um árum. Bakatín sagði að hann væri sammála þvi að opna ætti skjalasöfn KGB en tók ekki undir hugmyndina um að þar væri að fmna skýringar á morðinu á Kennedy. Kúbustjórn viðurkennir Eysfrasalts- ríkin Stjórn kommúnista á Kúbu hef- ur ákveðíð aö viðurkenna sjálf- stæði Eystrasaltsríkjanna. Með þessu þykir stjórnin hafa tekið raunsæi i utanrikismálum fram yflr sína gömlu hugmyndafræöi en Kúbustjórn hefur fýlgt harð- línumönnum í Sovétríkjunum að málum og leiðtoginn Fidel Castro fagnaði valdaráninu i Moskvu í síðasta mánuöi. í tilkynningu frá utanríkis- ráöuneyti Kúbu sagöi að stjórnin væri reiðubúin til að taka upp stjórnmálasamband við Eystra- saltsríkin og vonaðist til aö eiga góð samskipti við þau. Rcuter Mikið áfall fyrir Brundtland - flokkar bænda og vinstrimanna bættu við sig miklu fylgi „Þótt kosið hafi verið um fleiri mál en hugsanlega aðild að Evrópu- bandalaginu þá réð það úrshtum. Miðflokkurinn hefur rekið harðan áróður á landsbyggðinni og tengt framtíð landbúnaðarins og frum- vinnslugreinanna við Evrópumálin. Flokknum hefur tekist að finna með þessu móti hljómgrunn fyrir and- stöðu við stefnu stjórnarinnar í við- ræðum við Evrópubandalagið," sagði Gro Harlem Brundtland, for- sætisráðherra Noregs og formaður Verkamannaflokksins, þegar niöur- stöður noskru sveitarstjórnarkosn- inganna lágu ljósar fyrir í nótt. Brundtland varð fyrir alvarlegu áfalli í kosningunum og flokkur hennar tapaði ríflega fimm prósent- um atkvæða. Sigurvegarar kosning- Gro Harlem Brundtland og Verka- mannaflokkurinn guldu afhroó i sveitarstjórnarkosningunum í gær. anna eru á hinn bóginn Miðfiokkur- inn og Sósíalíski vinstriflokkurinn. Miðflokkurinn sækir fylgi sitt eink- um til bænda og bæti hann við sig álíka miklu fylgi og Verkamanna- fiokkurinn tapaði. Sósíalíski vinstri- flokkurinn vann enn meira á og tvö- faldaði fylgi sitt. Verkamannaflokkurinn er nú með rúm 30% atkvæða á bak við sig og hefur ekki farið svo illa út úr sveitar- stjórnarkosningum í áraraðir. At- hygli vekur að Hægri flokkurinn stendur einnig höllum fæti eftir kosningarnar og er nú með tæp 22% fylgi. Flokkurinn tvpaði tvemur pró- sentum atkvæða frá því í síðustu kosningum. Kaci Kullman Five, formaður Hægri flokksins, hefur sömu skýr- ingum á úrshtunum og Brundtland. Barátta Miðflokkisns og Sósílaíska vinstrifiokksins gegn Evrópubanda- laginu og viðræðunum um evrópska efnahagssvæðið skilaði þeim drjúgri fylgisaukningu. Framfaraflokkur Carls I. Hagen galt afhroð í kosningunum og missti helming atkvæða sinna frá því síð- ast. Flokkurinn hefur nú rúm sjö prósent atkvæða. Margir kjósendur sátu heima og er það einnig túlkað á þann veg aö óánægðir kjósendur hafi viljað refsa stóru flokkunum fyrir makk þeirra í Evrópumálunum með því að sitja heima fremur en að kjósa andstæð- ingana. NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.