Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Page 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991.
Útlönd
Hungraðar kengúrur éta hveiti
Hungraðar kengúrur í Astralíu hafa orðiö að yfirgefa heimkynni sín úti
í eyðimörkinni vegna þurrka og leita fæðu á hveitiökrum.
„Kengúrumar koma um langan veg í leit að grænum akri,“ sagði Alex
Nicol, talsmaður ástralskra hveitiframleiðenda. „Þetta er sérstaklega
slæmt inni í landi þar sem þurrkar haía herjað. Kengúrurnar koma utan
af auðninni í grenndinni og inn á akrana."
Þurrkar, sem taidir eru vera fyrsta teikn um að veðurfyrirbærið el
Nino sé á leiðinni, hafa farið ilia með grösugar jarðir í Queenslandfylki.
Búist er við að hveitiuppskeran þar í ár veröi aðeins um 400þúsund tonn,
sú lélegasta frá 1971.
í síðustu viku var lýst yfir neyðarástandi vegna þurrka á 60 prósentum
landsvæöis Nýja Suður Wales, næststærsta hveitiræktarhéraðs Ástralíu.
Navratilova neitar öllu
Tennisstjarnan Martina Navratilova neitar því að hafa samið við fyrrum
ástkonu sina um greiðsiur. Simamynd Reuter
Tennisstjaman Martina Navratilova sagði grátandi fyrir rétti í Fort
Worth í Texas í gær að henni hefði veriö hótað að lesbískt ástarsamband
hennar við Judy Nelson, fráskilda konu frá Texas, yrði gert opinbert
nema hún féllist á að skipta eigum sínum með konunni.
Navratilova var þreytuleg að sjá í réttinum en hún keppti í opna banda-
ríska meistaramótinu í tennis um helgina. Hún brast nokkrum sinnum
í grát í vitnastúkunni.
Martina las úr bréfi frá lögfræðingi Judy þar sem taldar eru upp ástæð-
ur fyrir því að hún ætti ekki að láta málið koma fyrir rétt. Þar á meðal
er talað um missi á auglýsingatekjum vegna siðgæðisklásúlu í samningi
hennar.
Navratilova neitaöi að semja viö Nelson sem síðan höfðaði mál gegn
tennissfjörnunni í júní og fór fram á helming þess sem Martina vann sér
inn eftir að þær hófu að búa saman í júlí 1984.
Prakkaramirflækja málið
Þegar tveir breskir prakkarar staðhæfðu það í gær að þeir hefðu gert
stóru hringina sem hafa sést í breskum kornökrum á undanfómum ámm
virtist máhð vera leyst.
En Adam var þó ekki lengi í Paradis.
Breskir sérfræöingar vom ekki seinir á sér aö vísa staöhæfingum mann-
anna tveggja, sem báðir eru á sjötugsaldri, á bug. Þeir höfðu sagt dagblað-
inu Today að þeir hefðu notað fjalir, snæri og tæki nokkurt sem þeir festu
á hornaboltahúfu.
Blaðið sýndi myndir af þeim félögum, David Chorley og Doug Bower,
þar sem þeir vom að búa til hring á kornakri í Kentsýslu og sagði að þar
með hefði það flett ofan af kornhringjunum og þeir væm bara gabb.
En sérfræöingamir Patrick Delgado og Colin Andrews, sem hafa skrif-
að tvær bækur um málið, rannsökuðu hring mannanna og lýstu því yfir
að hann sannaði aðeins aö fyrri hringir væm ekki gabb.
Sérfræðingarnir sögðu að hinir sjálfskipuöu gabbarar væru sjálfir hiuti
af gabbi.
Mike Tyson ákærður fyrir nauðgun
Mike Tyson, fyrrum heimsmeist-
ari í hnefaieikum, sem þekktur er
fyrir að gera andstæðinga sína
óvirka í fyrstu lotu á nú fyrir hönd-
um erfiðustu baráttu lífsins. Ekki
þó í hringnum heldur fyrir dóm-
stólum þar sem kappinn hefur ver-
ið ákærður fyrir nauðgun.
Það var kviðdómur í borginni
Indianapolis sem ákærði boxarann
í gær fyrir meinta líkamsárás á 18
ára feguröardís.
Konan, sem ekki hefur verið
nafngreind en kcmur frá Rhode
Island fylki, sagði lögreglunni aö
henni hefði verið nauðgaö eftir að
hún tók þátt í samkeppni um feg-
Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari urstu blökkustúlkuna í Ameríku í
i hnefaleikum, á fyrir höndum júlí. Hún hafði farið heim á hótel
langa og stranga baráftu fyrir meðTysoníglæsikerruhans.
dómstólum vestra. Símamynd Reuter Reuter
Eyðn'rfaraldur á Grænlandi
Á Grænlandi hafa nú fundist þijátíu og tveir einstaklingar sem smitað-
ir eru af eyöniveirunni. Danskir læknar segja að það jafhgildi því að
eyðnifaraldur sé í landinu.
Á þessu ári hafa komiö upp átta ný tilfelli smitaðra og þar af þijú á
síðustu tveimur vikum. Nýjustu tilfelhn eru lyá konum sem hafa smitast
við kynmök við karlmenn. Samtals hafa þrjátíu prósent smitaöra fengið
veiruna í gegnum kynmök við gagnstætt kyn. í Danmörku er sú tala
fimmtán prósent.
Tveir danskir sérfræðingar, sem hafa fylgst með eyðnismiti á Græn-
landi, segja ástæðu til að vera áhyggjufullur um framtíðina þar sem kyn-
makaaldur grænlenskra ungmenna lækkar stöðugt. Ritzau
Mikil ofbeldisalda reið yfir Suður-Afríku um helgina. Hér sést lögreglan flytja iik eins þeirra 57 manna, sem létust
i bardögum stuöningsmanna Afriska þjóðarráðsins og Inkathahreyfingar zulúmanna. Símamynd Reuter
Suður-Afrlka:
Vopnaburður ógn-
ar friðarráðstef nu
- 69 manns létu lifið í innbyrðis átökum blökkumanna
Stríðandi fylkingar blökkumanna
í Suður-Afríku hafa heitíð því að
undirrita friðarsamning þrátt fyrir
aukið ofbeldi í blökkumannabyggð-
um en spenna er mikil vegna ágrein-
ings um tillögur að afvopnun sveit-
anna.
Nelson Mandela, forsetí Afríska
þjóðarráðsins, og Mangosuthu But-
helezi, leiötogi Inkathahreyfingar
zúlúmanna, ítrekuðu í gær að þeir
mundu sækja friðarráðstefnu þó svo
að 69 manns hefðu látið lífið í ofbeld-
isaðgerðum stuöningsmanna þeirra
frá því á sunnudag.
Leiðtogarnir tveir sögðu að blóð-
baðinu sem hófst þegar tuttugu og
fjórir stuðningsmenn Inkatha voru
myrtir með köldu blóði virtist hafa
verið ætlað að gera að engu bestu
vonir manna til þessa um að sætta
andstæöar fylkingar.
Mandela sagði að hann fagnaði yf-
irlýsingu Buthelezis þess efnis að
zúlúhreyfing hans mundi undirrita
friðarsamninginn sem lengi hefur
verið beðið eftir og á að binda enda
á bardaga sem hafa orðið tvö þúsund
manns að bana á einu ári.
En hann bentí á að algert bann við
hefðbundnum afrískum vopnum
eins og spjótum, prikum og kylfum,
hefði verið tekið út úr nýjasta upp-
kasti samkomulagsins og í staðinn
sett klásúla um að deiluaðilar mundu
ræða málið.
Ríkisstjóm de Klerks forseta, Af-
ríska þjóðarráöið og Inkathahreyf-
ingin eiga að undirrita friðarsam-
komulagið á ráðstefnu sem haldin
er á vegum kirkjunnar á laugardag-
inn kemur.
Deilan um vopnaburðinn hefur
gert margar fyrri tílraunir tíl að
koma á friði að engu. Afríska þjóðar-
ráðið hefur sakað inkathamenn um
að nota slík vopn til að drépa og lim-
lesta fólk. Inkathahreyfingin hefur
neitað að falla frá því sem hún kallar
hefðbundið skraut sem alhr zúlú-
menn verða að bera.
Ríkisstjómin hafði fyrr á árinu
bannað ýmsar tegundir vopna í
blökkumannabyggðum við Jóhann-
esarhorg en nokkrar tegundir vopna
eru enn leyfðar á „menningarsam-
komum“.
Manndrápin um helgina byrjuðu
eftír að þrír ókunnir menn sátu fyrir
300 stuðningsmönnum Inkatha-
hreyfingarinnar og hófu skothríð á
þá úr öflugum byssum.
Bandaríkjastjórn hefur hvatt
stjórnvöld í Suður-Afríku til að rann-
saka til fulls ofheldisaðgerðirnar um
helgina. Talsmaður bandaríska ut-
anríkisráðuneytisins sagði í gær að
stjórnin í Washington hefði hvatt
leiðtoga Afríska þjóðarráðsins og
Inkathahreyfmgarinnar til að vinna
saman og vinna með stjórn Suður-
Afríku til að tryggja að hægt yrði að
bindaendaáofbeldið. Reuter
Skæruliðar Kúrda hand-
sömuðu íraska hermenn
Skæruliðar Kúrda handsömuðu
nokkur hundruð íraska hermenn í
bardögum yfir helgina í Norður-írak,
að því er vestrænir heforingjar
skýrðu frá í gær.
„Við teljum ekki að atburðirnir
hafi orðiö vegna ögrunar af hálfu
íraka,“ sagði Richard Naab, höfuðs-
maður í bandaríska hemum, yfir-
maður herafla bandamanna í tyrk-
neska bænum Silopi.
Einn herforingi bandamanna lýsti
bardögunum á sunnudag í Kuys-
anjag, suöaustur af Irbil, sem sigri
fyrir Kúrda. Bardögum við Kuyak
fyrir norðvestan Kirkuk á laugardag
lauk með vopnahléssamkomulagi og
fangaskiptum.
Sadruddin Aga Khan prins, sem er
framkvæmdastjóri hjálparaðgerða
Sameinuöu þjóðanna á svæðinu,
sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar
sem sagt var frá bardögum í norður-
hluta íraks og hann hvatti menn til
að sýna stillingu.
Talsmaður kúrdíska ættjaröar-
sambandsins í London sakaði her-
sveitir íraka um að hafa ráðist á sjö
þorp og bæi Kúrda og í einni árá-
sinni að minnsta kosti hefði veriö
beitt þyrlum, stórskotaliði og skrið-
drekum.
Bardagarnir bratust út á sama
tíma og samningaviðræður milli
stjórnar Saddams Hussein og leið-
toga kúrdískra skæruhða eru á við-
kvæmu stigi. Fram er komin tíllaga
um sjálfsstjóm fyrir Kúrda sem
mundi veita þeim margvísleg póhtísk
réttindi. Kúrdar geta hins vegar ekki
komið sér saman um hvort þeir eigi
að fahast á tillögmia.
Yfirmenn herafla bandamanna
telja að bardagarnir á laugardag hafi
brotist út þegar skæruhðar fóra inn
á svæði undir stjórn íraskra her-
sveita sem handóku og afvopnuðu
nokkra þeirra.
Harðir bardagar fylgdu í kjöifarið
þegar skæruhðar sendu liðsafla til
aðleysafanganaúrhaldi. Reuter