Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK.SÍMI (91 )27022 - FAX: (91 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð I lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Eigum frumkvæðið íslendingar brutu ísinn með því að verða fyrstir þjóða til að taka upp stjórnmálasamband við Eystrasaltsríkin. Margir tóku eftir þessu frumkvæði íslendinga. Skilning- ur og samúð íslendinga með sjálfstæðisbaráttu þessara þjóða mæltist vel fyrir. Aðrar þjóðir fylgdu á eftir, og staða Eystrasaltsþjóðanna styrktist. Athyglin beinist nú að öðrum þjóðum, sem berjast fyrir sjálfstæði. í Júgóslavíu hafa Slóvenía og Króatía lýst yfir sjálfstæði. En það hefur ekki fengizt viður- kennt. Daglega berast fréttir af mannfalli í Króatíu. Milli þrjú og fjögur hundruð manna eru talin hafa látið lífið í bardögum milli Króata og Serba. Gegn Króötum standa skæruliðar Serba auk sambandshers Júgóslavíu, sem er að mestu skipaður Serbum. Þannig er reynt að kæfa sjálfstæðisvilja Króata, sem hafa átt við ofurefli að etja. Ríki Evrópubandalagsins reyna að bera klæði á vopn- in og hafa sent eftirlitsmenn til Króatíu til þess að ganga milli stríðandi fylkinga. En svokölluð friðarráðstefna um málefni Júgóslavíu, sem var haldin um helgina í Haag í Hollandi, fór út um þúfur. Fylkingarnar 1 Króa- tíu hafa margsinnis rofið vopnahlé, sem lýst hefur verið yfir. Jafnframt vex upplausn Júgóslavíu stig af stigi og minnir á upplausn Sovétríkjanna. Lýðveldið Makedónía lýsir yfir sjálfstæði, og er þá þriðja júgóslavneska lýðveldið, sem það gerir. Sagt er þó, að leiðtogar Makedóníu geri ekki ráð fyrir, að sam- bandsherinn reyni að koma í veg fyrir sjálfstæði lýðveld- isins, eins og gert hafi verið í Slóveníu og Króatíu. En þeir sem fylgjast með fréttum hafa séð, að ekki er ástæða til að reyna að halda öllu lengur í júgóslavneska ríkið. Það er að sigla sinn sjó. Þessu ríki var haldið samein- uðu eftir seinni heimsstyrjöldina í krafti einræðis kommúnistaflokksins og Títós. Að Tító gengnum hófst upplausn ríkisins, og eftir fall kommúnismans getur ekkert haldið þessu ríki sameinuðu til lengdar. Ýmis ríki, svo sem Þýzkaland og Austurríki, hafa gefið í skyn, að þau kynnu brátt að viðurkenna Slóveníu og Króatíu sem fullvalda ríki. En flest ríki hika við þá viðurkenn- ingu af ótta við, að hún verði vatn á myllu ýmissa þjóðar- brota, sem krefjast sjálfstæðis í öðrum ríkjum. íslendingar eiga að hafa það að leiðarljósi í slíkum málum, að þjóðir, hvort sem er Sovétríkjanna eða Júgó- slavíu, hafa rétt til sjálfstæðis, enda standa þær á göml- um merg. Okkur skiptir litlu, þótt leiðtogar annarra ríkja hiki, heldur eigum við að ríða á vaðið, eins og við gerðum eftirminnilega í málefnum Eystrasaltsríkjanna. Króatar og Slóvenar eru í vanda, að þeim er sótt vegna sjálfstæðisyfirlýsinga þeirra. íslendingar geta nú byggt á reynslunni. Þeir sem bezt þekkja til segja, að áhrif íslands í sjálfstæðisbar- áttu Eystrasaltsríkjanna hafi verið mikil. ísland hafi stöðugt haldið málinu vakandi á alþjóðavettvangi. Þegar skriðan fór af stað, sýndu þessi ríki, hvers virði stuðn- ingur íslendinga hafði verið þeim. íslendingar hafa öðl- azt ævarandi vináttu Eystrasaltsþjóðanna. Innsiglun stjórnmálasambands í Reykjavík markaði þáttaskil í sögu þessara ríkja, sem ávallt verður minnzt. Nú þarfn- ast Slóvenar og Króatar að sama skapi hjálpar. Einnig í málefnum þeirra kemur að því, að skriða viðurkenn- ingar fer af stað, en íslendingar gætu komið góðu til leiðar með einarðri afstöðu, eins og þeir gerðu í málefn- um Eystrasaltsríkjanna. Haukur Helgason eru fáein slík óspillt svæöi á Islandi og er verndun þeirra alvörumál Línudeila 1991 og Laxárdeilan 1970 Deilan sem nú stendur yflr um lagningu raflínu um Ódáðahraun á sér hliðstæðu. Rétt fyrir 1970 var lagt til að byggð yrði um 60 metra há stífla í LaxárdaJ í Suður-Þingeyj- arsýslu. Fara átti að eins og hafði verið gert til þess tíma: tilkynna heimafólki um framkvæmdir þegar áform voru komin á lokastig en hvorki spyrja ráða né leita leyfa eða athuga um umhverfisáhrif af því að veita stórum vatnsfóllum úr suðvestri í geysistórt uppistöðulón í Laxárdal. Aðstandendur virkjunarinnar misreiknuðu sig pólitískt. Þingey- ingar og náttúruverndarsinnar bundust höndum saman og neyddu þá til að semja við sig. En það var þó ekki fyrr en eftir róttækar að- gerðir bænda og náttúruverndar- sinna, sem m.a. komu saman að kvöldi 26. ágúst 1970 og eyðilögðu stíflu við Mývatn, að aðstandendur virkjunar skildu alvöru málsins. Vitundarvakning og lög um verndun Mývatns og Laxár í tengslum við þessar aögerðir varð heilmikil vakning hér á landi um gildi náttúruverndar. Náttúru- vernd varð gild viðbára í umræð- um um hagvöxt og framfarir. Ný lög um náttúruvernd voru sett 1971 og sérstök lög um verndun Mý- vatns og Laxársvæðisins, allt frá Skjálfandaflóa til Vatnajökuls, voru samþykkt á Alþingi 1974. Þau lög fela m.a. i sér friðun Ódáða- hrauns. Einnig urðu breytingar á sam- skiptum bænda og virkjunaraðila. Húnvetnskir bændur fengu t.d. stórar fjárupphæðir í bætur fyrir land sem spilltist vegna Blöndu- virkjunar, einkum gróið land sem fór undir vatn. Eru Húnvetningar að sjálfsögöu vel að því komnir að njóta þannig ávaxta af baráttu Þingeyinga! Fleira er náttúra en gróið land Samningar virkjunaraðila og bænda um bætur byggjast að sjálf- sögðu á þeirri hugmynd nútíma- fólks að ekkert séu verðmæti nema aö hægt sé aö meta til fjár. Varð- andi hugsanlegt línustæði um Ódáðahraun gætir þeirra skoðunar að lína, iínuvegur og aukin umferð KjaUarinn Ingólfur Á. Jóhannesson uppeldisfræðingur og fyrrv. landvörður í Mývatnssveit skemmi ekki gróöur og þar af leið- andi sé þetta línustæði ekki svo slæmt. Auk þess getur enginn af eigendum Ódáðahrauns með sann- gjörnum hætti haldið því fram að hann eða hún verði fyrir tjóni af línunni. Sumir bænda horfa jafnvel fram á línuveg með glampa í aug- um þar sem hann muni auðvelda smalamennsku. Landverðir, sem best þekkja til hegöunar ferðafólks, óttast að bílaumferð um Ódáðahraun muni stóraukast og þá ekki einungis um mjóan veg meðfram línunni. Línu- vegur myndi auðvelda mjög um- ferð inn á viðkvæm svæði og víðátt- ur sem hingað til hafa verið friðuð fyrir ágangi, aðallega vegna þess hversu erfitt er að komast þangað öðruvísi en gangandi eða á hestum. Slík er reynslan hvarvetna þar sem slíkir vegir hafa verið lagöir um áður. Þá er full ástæða til að vara við því raski sem yrði viö lagningu sjálfrar línunnar og ekki síður umferð við að kanna línustæðið. Ekki er nokkur leið önnur en að skemma mikið með umferð vinnu- véla og engin sérstök ástæða er til að treysta starfsfólki Landsvirkj- unar til aö meta rétt hvar helst má skemma. Það eina sem gæti í raun- inni haldið aftur af utanvega akstri virkjunarmanna er almenningsálit og fjölmiölar. Ódáðahraun er óspilltur blettur, einn af þeim síðustu í Evrópu, og gagnstætt gróðri sem oft er hægt að bæta er með engu móti hægt aö fá klettana aftur né stemmninguna sem óhljóðmengað umhverfl Ódáðahrauns býður upp á. Eins og bent er á í þingsályktunartillögu kvennalistakvenna frá sl. vetri um friðun Hvítár og Jökulsár á Fjöll- um eru fáein slík óspillt svæði á íslandi og er verndun þeirra al- vörumál eins og verndun þjóðernis og þjóðtungu Eystrasaltsþjóðanna, Eista, Letta og Litháa, sem íslensk stjórnvöld hafa látið sig nokkru varða á síðustu mánuðum. Raflina og önnur landspjöll í Ódáðahrauni eru í rauninni ekki einkamál ís- lendinga - og allra síst einkamál Landsvirkjunar. Ný vakning Vonandi er að Línudeila 1991 megi marka þáttaskil í þróun til nýrrar vitundarvakningar. DV og fleiri fjölmiðlar hafa gert þessu máli og máli austurríska grjótsafn- arans (í líki „fararstjóra") góð skil og þurfa að halda því áfram. Land- verðir hafa og orðið varir við áhuga og þakklæti almennings sem er þreyttur á aö jarðfræðingar og gæðingar Landsvirkjunar og Orku- stofnunar megi aka þar sem þeim sýnist á svæðum sem eru lokuð almenningi og yflrhöfuð gera það sem þeim sýnist - og það í kyrrþey! Ingólfur Á. Jóhannesson „Raflína og önnur landspjöll í Ódáða- hrauni eru 1 rauninni ekki einkamál Islendinga - og allra síst einkamál Landsvirkj unar;“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.