Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991. íþróttir unglinga_____________________________ íslandsmótiö, knattspyrna 4. flokks: Enn tapar KRfyrir Breiðabliki - beiö aftur lægri hlut 1 úrslitaleik, 2-1 „Ekkert við þessu að segja“ Andri Sigþórsson, fyrirliði 4. flokks KR, kvað völlinn hafa verið mjög erfiðan og hefði það spillt mjög fyrir: „Við náðum aldrei að sýna hvað í okkur býr enda erfitt að spila við þessar vallaraðstæður. Leikurinn var jafn og gat sigurinn allt eins orð- ið okkar - en við nýttum illa mark- tækifærin," sagði Andri. „KR-ingarnir erfiðir“ „Þetta var mjög erfiður leikur því að KR-ingar eru með mjög gott lið. Við vissum að við yrðum að berjast vel ef við ætluðum okkur að sigra og það tókst. Vissulega erum við með frá- bæran þjálfara, og skiptir það að sjálfsögðu miklu máli. Völlurinn var ömurlegur og ómögulegt að ná upp almennilegu spili. - Þetta er í fyrsta skipti sem ég verð íslandsmeistari í knattspyrnu utanhúss og er það stór- kostleg tilfinning," sagði Grétar Már Sveinsson, fyrirliði 4. flokks Breiða- bliks. Erfiður völlur Leikmenn beggja liða kvörtuðu mjög yfir vallaraðstæðum enda var Val- bjarnarvöllur nánast allur á floti og því mjög erfitt að leika knattspyrnu. Það þótti viö hæfi að fresta meist- araflokksleik Fram og KR á KR-velli af sömu ástæðu. Að sjálfsögðu þarf einnig að taka tillit til þeirra yngri og hefði í engu breytt þótt þessi leik- ur hefði farið fram síðar í vikunni. Grétar Már Sveinsson, fyrirliði 4. Þrátt fyrir það var með ólíkindum flokks Breiðabliks, fagnar íslands- hvað drengjunum tókst oft vel við meistaratitli. DV-mynd Hson þessar bágu aðstæður. -Hson Þeim ætlar að ganga erfiðlega í 4. tlokki KR að sigra Blikana í úrslita- leik í íslandsmótinu. Þessi sömu fé- lög léku til úrslita í mótinu í fyrra og urðu KR-ingar þá að lúta í lægra haldi, 2-1, og nú skeði það aftur og meira að segja með sömu markatölu. Andri Sigþórsson, fyrirliöi KR- liðsins, skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik en harin lék einnig úrslitaleikinn í fyrra. Blikarnir náðu að jafna, 1-1, og var þar að verki Atli Kristjánsson. Staðan í hálfleik var 1-1. Það var svo undir lok leiks- ins að Kjartan Ásmundsson skoraði sigurmark Breiðabliks. Leikur liðanna var mjög jafn og spennandi allan tímann. íslandsmótiö, knattspyma 3. flokks: Jaf nt hjá Val og KR eftir framlengingu - annar úrslitaleikur á morgun kl. 17.30 Úrslitaleikur 3. flokks Vals og KR í íslandsmótinu fór fram á Valbjarn- arvelli sl. laugardag. Leiknum lauk með jafntefli, 1-1, eftir framlengingu. Annar leikur verður á morgun á Valbjarnarvelli og hefst hann klukk- an 17.30. Valsmenn nærsigri Valsstrákarnir voru nær sigri í leikn- um gegn KR en það var við erfiðan að eiga í marki KR þar sem Atli Knútsson varði eins og berserkur. KR-liðið náði sér aldrei verulega á strik í leiknum á laugardaginn. Mark Vals gerði Geir Brynjólfsson á 12. mínútu - og 2 mínútum síðar jafnaði Andri Sveinsson fyrir KR með fostu skoti úr aukaspyrnu af um 25 metra færi og hafnaði boltinn í vinklinum - sérlega glæsilegt mark. Vert er að hvetja knattspyrnuunn- endur til aö koma og fylgjast með leik strákanna á morgun. Það er vel þess virði því bæði þessi lið eru mjög góð. -Hson Frá leik Vals og KR i 3. flokki. KR-ingar sækja að marki Vals. Liðin mæt- ast öðru sinni annað kvöld kl. 17.30 á Valbjárnarvelli. DV-mynd Hson íslandsmeistarar Breiðabliks i 4. ilokki 1991. - Liðið er þannig skipað: Freyr Brynjarsson, Ingi Guðlaugsson, Ey- þór Sverrisson, Kjartan Ásmundsson, Davíð Guðjónsson, Snorri Viðarsson, Hjalti Kristjánsson, Atli Kristjánsson, Grétar Már Sveinsson fyrirliði, Bjarni Jónsson, Guðmundur Guðmundsson, Magnús Blöndal, Jón S. Sveinsson, Guðjón Gústafsson, Jón Emil Sigurgeirsson, Gunnar Jónsson, Bergur Sigfússon og Björn Freyr Ingólfsson. - Þjálf- ari strákanna er Einar Sveinn Árnason, liðsstjórar eru Sighvatur Blöndal, Sveinn Ingvason og Jón Bjarni Bjarna- son. Lukkutröllið litla er Ágúst Leó Sveinsson. DV-mynd Hson íslandsmeistarar Fram í knattspyrnu 5. flokks 1991. Liðin eru skipuð eftirtöldum leikmönnum: A-lið: Daníel Bjarnason, Jón Kristinn Valsson, Eggert Stefánsson fyrirliði, Egili Skúlason, Davíð Gunnarsson, Þorri Björn Gunnarsson, Andrés Jónsson, Haukur Hauksson, Finnur Bjarnason, Björn Þór Pétursson, Björn Blöndal, Freyr Karlsson og Sigurður Óli Sigurðsson. B-liðlð: Simon Gísli Símonarson, Baldur Karlsson, Vilhelm Sig- urðsson fyrirliði, Þórir Hall Stefánsson, Viðar Guðjónsson, Baldur Knútsson, Daði Guðmundsson, Birgir Guð- mundsson, Garðar Sveinn Hannesson, Ómar Örn Ólafsson, ívar Jónasson og Daníel Traustason. Þjálfari þeirra er Lárus Grétarsson. Liðsstjórar eru Helga ívarsdóttir og Pétur Guðlaugsson. DV-mynd Hson Knattspyma - 5, flokkur: Fram íslandsmeistari - Haukur Hauksson, Fram, skoraði þrennu Úrslitaleikurmn í íslandsmóti 5. flokks í knattspymu fór fram á ÍR-vellinum sl. sunnudag. Til úr- slita léku Fram og Keflavík. Báðir leikirnir vom mjög spennandi og knattspyman góð hjá strákunum. Leikirnir voru mjög jafnir framan af en Framarar sigruðu á enda- sprettinum í þeim báöum, í B-liði 2-1 og A-liði 6-4. B-lið: Fram-Keflavík 2-1 Fyrri hálfleikur hjá B-liðunum var eldfiörugur þótt svo ekkert mark yrði skorað. Framarar gerðu 1. mark leiksins í upphafi siðari hálf- leiks. Þar var að verki Baldur Knútsson sem skoraði með föstu skoti i bláhornið. - Hjörtur Fjeldsted jafnaði skömmu síðar með þrumuskoti af um 20 metra færi og færðist nú heldur betur fjör í leikinn og sköpuðust góð færi á báða bóga, en markverðir beggja liða voru vandanum vaxnir. Fram- arar áttu betri endasprett og á loka- mínútunni skoraði Omar Örn Óm- arsson sigurmarkið, við mikilfagn- aðarlæti félaga sinna. A-lið: Fram Keflavík, 6-4 Leikur A-liðanna var mjögtvísýnn lengi vel og komst Keflavík í 3-1 en Framstrákamir létu það ekkert trufla ásetninginn og sigu fram úr undir lokin og unnu, eins og áður segir, 6-4. - Haukur Hauksson var í miklum ham og skoraði 3 fyrstu mörk Fram, Finnur Bjarnason gerði 5. markið og Björn Blöndal skoraði 2 síðustu mörkin og inn- siglaði góðan sigur Framara. - Guðmundur Steinarsson skoraði 2 fyrstu mörk Keflavíkur, Ágúst Ax- elsson það 3. og Kristján Helgi Jó- hannsson það fjóröa. - Þetta vom góðir leikir tveggja sterkra liöa. „Erfiður leikur" Eggert StefánSson, fyrirliði A-liðs Fram var að vonum ánægður með titilinn en kvað leikinn hafa verið erfiðan: „Ég hélt um tiraa að við værum að tapa leiknum þegar við vomm undir 1-3. En við byijuðum aftur að spila okkar fótbolta og þá gengu hlutimir upp. Við sóttum meir og finnst mér úrslitin vera réttlát. - Við em með góðan þjálfara og hef- ur þaö sitt að segja,“ sagði Egg- ert. „Mistókst að dekka“ Guðmundur Steinarsson, fyrirliöi A-liðs Keflavíkur: „Ég var alls ekkert viss með sígur þegar staðan var 3-1 okkur í hag, því þaö var svo mikiö eftir af leik- tímanum. Okkur mistókst að dekka þá. Þeir vom of lausir undir lokin og því fór sem fór,“ sagði Guðmundur. -Hson Eggert Stefánsson, fyrirliöi Fram, harnpar bikarnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.