Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Síða 25
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991. 25 Fréttir Ævintýri útilegustóls Sagan af leöurstólnum sem gisti á flöllum í þrjú ár, átta mánuði og tvo daga Þarna fannst stóllinn I urðinni. DV-mynd Hlynur Þór Hlyirnr Þór Magnússon, DV, fsafiröi: Nú er loksins kominn aftur í hús á ísafiröi forláta leðurstóll frá Hús- gagnaloftinu, eftir að hafa húrrað ofan af bílpalli og legið úti uppi á heiði hátt á fjóröa ár. Á þeim tíma hefur stóllinn ferðast með veðri og vindum eina 4 km, aðallega um stór- grýtisurð. Hann er lítið skemmdur, naer ekkert sér á leðrinu en grindin er lítUsháttar löskuð á einu horninu. Málsatvik eru þau, að rétt fyrir jól- in áriö 1987, hinn 22. desmeber, komu þau Skúli, bóndi á GemlufaUi í Dýra- firði, og Ragnhildur húsfreyja í versl- unina Húsgagnalofið inni í Ljóninu á ísafirði og festu kaup á leðursófa- setti, sem síðan átti að senda heim til þeirra. Sófasettið lagði von bráðar af stað á opnum vörubíl og var bund- ið yfir það. Þegar Steinþór bílstjóri var kominn í Önundarfjörð komst hann að raun um að stólUnn úr sett- inu var horfmn af bílnum. Hann hringdi að Gemlufalli og lét vita, en fór svo aftur upp á Breiðadalsheiði að leita þar sem hann taldi líklegast að stóUinn heföi farið af bílnum. Þau GemlufaUshjón hringdu aftur á móti í Heiðar Sigurðsson, eiganda Húsgagnalofstins, en hann fór þegar í stað upp á heiði og gekk mestan hluta leiðarinnar tU baka-, án þess að finna stólinn. Næsta dag (Þorláks- messu) var farið til leitar á vélsleða, en án árangurs. Eftir þetta höfðu menn jafnan augun hjá sér þegar þeir fóru þessa leið. En það var ekki fyrr en haustið 1990, fyrir réttu ári, sem stóllinn kom í leitirnar. Það voru göngugarpar í fjaUaferð sem gengu fram á hann í stórgrýtisurð í dalverpi nokkru á Breiðadalsheiði, um fjóra kólómetra frá þjóðveginum. Einn mannanna hafði heyrt um stólinn sem hvarf og létu þeir Húsgagnalofið vita. Grétar verslunarstjóri fór upp eftir og tók myndir en ekki varö af því að sinni að flytja stólinn til byggöa enda um torleiði að fara og stóllinn verklegur. Það var loksins nú um fyrri helgi sem gerður var út leiðangur til að sækja stóhnn og var hann fluttur áleiðis til byggða á kviktrjám. Hann hafði þá legið úti í þrjú ár, átta mán- uði og tvo daga. Telja má með óUk- indum hversu Utið sér á honum eftir frosthörkur þriggja vetra og a.m.k. fjögurra kólómetra ferðalag um urö- ir og grjót í stórviðrum vestfirskra heiða. Það Uggur fyrir að stóUinn góði fer ekki að GemlufalU, eins og tU stóð í Hann lítur ekki sem verst út, stólinn, ettir volkið ó heiðinni. DV-mynd Hlynur Þór fyrstu. Á næstunni verður hann til ur um þýska framleiðslu eins og hún sýnis á Húsgagnaloftinu, vitnisburð- gerist endingarbest. Viða eru miklar stæður af rúlluböggum eins og þessi mynd, sem tekin er við bæinn Ysta-Mó í Fljótum, ber með sér. DV-mynd Örn Rúllubagginn stöðugt í sókn DV-mynd Örn Unnið við að stilla Roaldsbrakka af á grunninum í siðustu viku. öm Þóraiinsson, DV, Fljótuiru Heyskap er nú nær alls staðar lokið í Fljótum og gekk hann mjög vel í sumar. Þurrkur var með allra besta móti þar til um miðjan ágúst að breytti um tíðarfar. Heyfengur er nokkuð misjafn að vöxtum milli bæja en víðast ágætur. Þó töfðu miklir þurrkar fyrir sprettu framan af sumrinu en ágæt háarspretta bætti það að nokkru leyti upp og vonast menn til að fóðrið sé með besta móti. í sumar var meira hey verkað í rúllubagga í Fljótum en nokkru sinni fyrr og eru nokkrir bændur með allt sitt hey þannig verkað. Rúllubagga- heyskapur þykir talsvert fljótlegri en sá heföbundni og fóðrið í flestum tilfellum betra en þurrkað hey. Stórbætt orgel í Selfosskirkju Kristján Einaisson, DV, Selfossi: Orgehð í Selfosskirkju hefur fengið algera gegnumtekningu og hljómar nú eins og bestu orgel eiga að gera. Bætt hefur verið við orgelið 38 rödd- um og að sögn Glúms Gylfasonar, orgeUeikara kirkjunnar, er um stór- ■ kostlega endurbót að ræða. í tílefni £if þessu verða orgeltónleikar öll þriðjudagskvöld í september. Margir þekktir orgelleikarar víðsvegar að úr heiminum koma og spUa á þessum tónleikum. Sigluflörður: Roaldsbrakki end- urreistur Öm Þóiarinsson, DV, Fljótum: Nokkrar skemmdir urðu á Roalds- brakka á Siglufirði fyrir skömmu þegar hann fauk og hafnaði á hliö- inni. Verið var aö koma þessu gamla timburhúsi fyrir á steyptum grunni þegar óhappið varð. Menn, sem að verkinu unnu, áttu lítið eftir við að stiUa húsið af á grunninum þegar skyndilega hvessti á Siglufirði og í einni hviðunni fauk bragginn um fjóra metra tU norðurs. Menn létu þetta óhapp hins vegar ekki stöðva sig og nú er unnið af kappi við að festa húsið tryggUega á grunninn þar sem því er æUað að vera í framtíðinni. Roaldsbrakki er norskur sUdar- braggi sem byggður var 1907. Hópur áhugafólks á Siglufiröi hefur bundist samtökum um að varðveita þetta hús með það fyrir augum aö í því verði síldarminjasafn. Siglfirðingar hafa um árabU varðveitt ýmsa muni sem tengdust síldarárunum og þar er nú þegar tU allmikið safn áhalda frá þessum tíma. Meðan verið er að búa Roalds- brakka undir að hýsa safnmuni eru þeir í geymslu í húsi SUdarútvegs- nefndar á Siglufiröi og þar hefur fólki gefist kostur á að skoða safniö í sum- ar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.