Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.1991, Síða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skótum allan sólarhringinn.
Rítstjórn - Augiýsingar - Askrift - Dreifing: Sími
ÞRIÐJUDAGUR 10. SEPTEMBER 1991.
Valtari keyrði
árútu
Allóvenjulegur árekstur varð á
Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi en
þá keyrði valtari á fólksflutninga-
Tfrútu með þeim afleiðingum að rútan
eyðilagðist og verður ekki ekiö
meira.
Bæði rútan og valtarinn eru í eigu
íslenskra aðalverktaka og var rútan
að sækja vinnuflokk sem var við
malbikun á Vellinum. Svo virðist
sem valtarinn hafi bakkað í veg fyrir
rútuna. Engin slys urðu á fólki.
-ns
Bílaumferö í Austurstræti:
Endanleg af-
greiðsla
frá borgarstjórn
Tillaga um að opna Austurstræti
fyrir bílaumferð verður tekin fyrir á
fundi borgarstjórnar 19. september
næstkomandi. Að sögn Vilhjálms Þ.
Vilhjálmssonar, borgarfulltrúa og
formanns skipulagsnefndar, verður
sú afgreiðsla væntanlega endanleg.
„Það er tillaga skipulagsnefndar
sem var vísað til borgarstjórnar til
umfjöllunar og afgreiðslu. Það er
gert ráð fyrir að Austurstræti verði
opnað bílaumferð í 6 mánuði til
.xeynslu og á svipuðum tíma verði
útbúin góð gönguaðstaða um Vallar-
stræti út á Hallærisplan," segir Vil-
hjálmur.
Ljóst er að skiptar skoðanir eru um
þessa tillögu í borgarstjórn og virðist
afstaða fulltrúa Nýs vettvangs ráða
miklu um afgreiðslu hennar.
Vilhjálmur segir að hann vilji ekki
að Austurstræti sem göngugata verði
tekið út úr deiliskipulagi.
„Ég held hins vegar að það sé skyn-
samlegt að verða við óskum þess
mikla fjölda aðila sem hafa óskað
eftirþessu.“ -ns
Utanríkisráðherrar EFTA:
^Fiskurinnáfram
setturáoddinn
Á fundi utanríkisráðherra EFTA í
Helsinki í gær varð niðurstaðan sú
að samtökin ætla áfram að krefjast
frjáls markaðsaðgangs með fisk í
komandi samningaviðræðum við
Evrópubandalagið um evrópska
efnahagssvæðið.
Á fundinum í Helsinki í gær var
ennfremur rætt um hugsanlega að-
stoð EFTA-ríkja við Eystrasaltsríkin
svo og GATT-viðræður.
Kosningabaráttan í Noregi setti
mjög svip sinn á fund EFTA-ráðherr-
anna en vaxandi andstaða er í Nor-
egi við Evrópubandalagið. Vaxi þessi
i ^ndstaða enn meira getur það bundið
hendur Norðmanna í viðræðunum
umevrópsktefnahagssvæði. -JGH
LOKI
„Hvað ersvo glattsem
góðravinafundur . . . "
Réðst á vörð og stakk
með brotinni f lösku
Ráðist var á öryggisvörð og hann hópi fólks skömmu eftir miðnætti. að „einhver" hefði verið að ráðast tryggt. Kraftlyftingamenn og fleira
skorinn með brotinni flösku eftir Maðurinn sneri sér snögglega við á vin sinn og hann hefði verið að íþróttafólk annaðist síöan öryggis-
seinni tónleika þungarokkshljóm- og réðst að verðinum með brotna koma honum til hjálpar. Maðurinn gæsluna og þótti það takast vel.
sveitarinnar Skid Row í Laugar- ftösku að vopni og skar hann á sagðist hafa verið með bjórdós en Dyraverðir vísuðu mörgum frá
dalshöll aðfaranótt sunnudagsins. handlegg. Öryggisvörðurinn var ekki flösku. Málið hefur ekki verið vegna ölvunar enda bar tiltölulega
Árásarmaöurinn, sem er 26 ára og fluttur á slysadeild þar sem gert kært til lögreglunnar. Framgangur lítið á slíku innandyra. Lögregla
var gestur á tónleikunum, hefur var aö sárum hans. Lögreglan var þessræöstþví afhvortsásem varð hafði sérstakt eftiriit vegna hugs-
borið við yfirheyrslur hjá lögreglu kölluð á staðinn og handtók hún fyrir árásinni leggi formlega fram anlegrar neyslu og sölu fíkniefha
að hann muni lítið eftir atvikinu. ofbeidismanninn. Vegna ölvunar kæru. innandyra. Rúmlega tvítugur karl-
Tónleikunum lauk um klukkan var ekki hægt að yfirheyra mann- Að sögn lögreglunnar var ströng maður var handtekinn með 17
ellefu á laugardagskvöldið og voru inn strax og var hann færður í öryggisgæsla við húsið bæði kvöld- grömm af hassi á sér og 2 grömm
flestir farnir út úr húsinu þegar
árásin átti sér stað. Árásarmaður-
inn var að koma úr út húsinu með
fangageymslur þar sem hann var
iátinn sofa úr sér. Morguninn eftir
kvaðst hann lítið muna en sagði
in sem tónleikar Skid Row fóru
fram um helgina. Lögreglan setti
það sem skilyrði að siíkt yrði
af amfetamíni.
-ÓTT
I WJft J
Rúmlega sjötugur maður lést eftir umferðarslys á gatnamótum Súðarvogs og Sæbrautar um klukkan fjögur síðdegis
í gær. Maðurinn ók fólksbifreið sinni eftir Súðarvogi og hugðist aka þvert yfir Sæbraut og beygja í suðurátt, það er
að Breiðholtinu. Jeppabifreið var ekið eftir Sæbrautinni úr suðurátt og skullu bílarnir mjög harkaiega saman
þegar fólksbifreiðin var komin út á Sæbrautina. Maðurinn lést skömmu eftir slysið. Stúlka á unglingsaldri, sem sat
í aftursæti jeppabifreiðarinnar, handleggsbrotnaði í slysinu. Karlmaður og kona, sem einnig voru í þeim bil, slösuð-
ustekki. DV-myndS
Formannsslagur
hafinn í VMSÍ
„Ég hef alltaf gefið kost á mér til
starfa í verkalýðshreyfingunni ef ég
hef verið beðinn um það. Ef málin
þróast þannig innan Verkamanna-
sambandsins mun ég hiklaust gefa
kost á mér til formennsku, til dæmis
ef Guðmundur J. ákveöur að hætta,“
segir Björn Grétar Sveinsson, for-
maður Jökuls á Höfn í Hornafirði.
Guðmundur J. Guðmundsson hef-
ur lýst því yfir að hann gefi ekki
kost á sér til endurkjörs. Þing VMSÍ
verður haldið í næsta mánuði og
þykir ekki ólíklegt að þar verði tekist
á um formannsstólinn. Þeir sem
einkum hafa verið orðaðir við for-
mennsku eru þeir Björn Grétar og
Karl Steinar Guðnason.
„Það er kosið til formanns í Verka-
mannasambandinu á hverju ári. Ég
hef ekkert verið að velta formennsku
fyrir mér og ég er ekki í slag við einn
eða neinn. Ég læt heldur ekki ganga
yfir mig á einn eða annan hátt,“ seg-
ir Karl Steinar.
Deila Björns Grétars og Karls
Steinars í framkvæmdastjóm VMSÍ
á sunnudaginn þykir að margra mati
bera vott um að formannsslagurinn
sé þegar hafinn. Á fundinum var
samþykkt ályktun, sem Bjöm Grétar
lagði fram, gegn áformum ríkis-
stjómarinnar um auknar álögur og
hækkun á þjónustugjöldum. Karl
Steinar, varaformaður VMSÍ og
formaður ijárveitinganefndar Al-
þingis, varð hins vegar að láta í
minnipokann. -kaa
Veöriöámorgun:
Heldurhlýn-
andiíbili
Á morgun verður fremur hæg,
vestlæg eða suðvestlæg átt og aft-
ur heldur hlýnandi í bili. Skýjað
vestan til á landinu og lítils háttar
súld á vestustu annesjum. Bjart
verður að mestu um austanvert
landið.
ÞJÓFAVARNIR
FYRIR FYRIRTÆKI OG HEIMIU
Vönduð og viðurkennd þjónusta
VARI
© 91-29399
Allan sólarhringinn
Oryggisþjónusta
síðan 1 969