Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991. 5 Fréttir Sigríður Kristinsdóttir, formaður SFR: Rauntekjur og dagvinnu laun eru ekki það sama - er sannfærð um að hún deili réttlætisskilningi með Einari Oddi „Rauntekjur og dagvinnulaun eru ekki þaö sama. Það er löngu tímabært aö menn hætti aö blanda þessu saman. Það getur ekki talist sanngjarnt að fólk þurfi að vinna rúma aukaviku í mánuði til að ná 100 þúsund króna heildarlaunum á mánuði. Þá er nú lítill tími orðinn eftir fyrir fjölskylduna og áhuga- málin. Ég trúi ekki öðru en að Ein- ar Oddur sé sammála mér um það réttlætismál að laun þeirra lægst launuöu verði bætt verulega í kom- andi kjarasamningum," segir Sig- ríður Kristinsdóttir, formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana. í síðustu viku lét Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ, hafa eftir sér í DV að ítrekaðar kannan- ir VSÍ hefðu leitt í ljós að félags- menn BSRB og ASÍ hefðu að meðal- tali yfir 100 þúsund krónur í laun á mánuði. Kvaðst hann ekki vera handhafi réttlætisins og lýsti mikl- um efasemdum á allar tilraunir til að hækka laun þeirra lægst laun- uðu sérstaklega. Tilefnið var nýsamþykkt kröfu- gerð SFR vegna komandi kjara- samninga. Fer félagið fram á að lágmarkslaun félagsmanna sinna verði 70 þúsund krónur á mánuði sem þýðir 30 prósent hækkun lægstu launa. „Innan SFR er stór hópur fólks, meðal annars þeir ófaglærðu innan umhyggjugeirans, sem hefur mjög takmarkaða möguleika á yfir- vinnu. Þar er óréttlætið hvað mest enda hljóða lægstu taxtarnir upp á einungis 53 þúsund krónur," segir Sigríður. Hún segist í sjálfu sér ekkert ef- ast um þá fullyrðingu að raunlaun félagsmanna sinna séu að meðal- tali um 100 þúsund krónur á mán- uði. Að baki þvi liggi hins vegar mikil yfirvinna hjá þeim sem hana fá, að meðaltali ríflega 42 stundir. Dagvinnulaun séu hins vegar að meðaltali tæplega 68 þúsund krón- ur. -kaa Læknislaust á Djúpavogi Hafdis Erla Bogadóttir, DV, Djúpavogi: Læknislaust er nú í Djúpavogs- læknisumdæmi og allar hkur á að svo verði áfram. Þó kemur læknir 1. október og verður í einn mánuð. Staða héraðslæknis á Djúpavogi hef- ur verið auglýst í Læknablaðinu í allt sumar en það hefur ekki skilað árangri. Það eru mikil viðbrigði fyrir íbúa að hafa ekki lækni eftir að hafa haft sama lækninn með fasta búsetu hér í níu ár. Guðrún Kristjánsdóttir læknir, sem hér starfaði með miklum ágætum, lét af störfum 30. mars síð- astliðinn. í ársbyijun var tekin í notkun ný heilsugæslustöð á Djúpavogi. íslensku strák- arnir unnu Skáksveit úr Æfingaskóla KHÍ, skipuð fimm efnilegum, ungum. skákmönnum, vann um helgina Norðurlandamót barnaskólasveita í skák, þrettán ára og yngri, sem hald- ið var í Kaupmannahöfn. Fulltrúar Islands í keppninni voru þeir Arnar E. Gunnarsson, Bragi Þorfinnsson, Björn Þorfinnsson, Freyr Karlsson og Oddur Ingimars- son sem mætti sem varamaður. Alls fengu strákarnir 13 'A vinning en næstir á eftir þeim komu Svíar með 12 /i vinning. -ingo HEIMILIS- píano ea aí-íljb IIIIH'IIV A AÐEINS W 139.000 stgr. VIÐURKENND AF FAGMÖNNUM INNIFALIÐ: TVÆR STILLINGAR EGILSSTOÐUM SÍMI 9712020 Einstakt tekifen Jr I dag og næstu daga seljum við TOLVUR OG PREIMTARA með altt að 50% afslætti Nýjar og notaðar tölvur, PC/XT, AT 286,386 og ferðavélar. Til viðbótar bjóðum við ýmiss konar fylgihluti fyrir tölv- jur aðe»ns ur, skjástanda, mýs, leiki o.fl. á mjög hagstæðu verði. TWtooðið Góðir greiðsluskilmálar. raðgreiðslur Brautarholti 8, 105 Reykjavík '»4 dSu9ardags. ^iðvikudag h"a 9 Opið kl. 9'18- Sími 615833, fax 621531. SAMEIND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.