Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991. Útlönd dv Hans-Dietrich Genscher, utanrikisráðherra Þýskalands, var óspar á að skemmta Mikhail Gorbatsjov Sovétforseta á RÖSE. Hér hefur brandari flogið milli þeirra. Símamynd Reuter Þjóðverjar ákaflr í að veita Sovétmönnum efnahagsaðstoð: Verðum að koma í veg fyrir einræði - segir Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands Fjöldamorðmgi berviðgeðveiki Jeffrey Dahmer svarar ákæru um að hann hafi myrt 15 unga drengi með því að segjast vera geðveikur. Mál Dahmers hefur vakið upp mikinn óhug í Banda- rikjunum í sumar. Þegar hann var handtekinn fundust mörg lík S íbúð hans og öll Ula útleikin. Svo virðist sem Dhamer hafi ætlaö sér að geyma ýmis líffæri, svo sem hjörtu, til siðari tíma. Lögfræðingar Dahmers segja auösætt að ekki sé hægt að sak- feUa hann vegna geðveiki á mjög háu stigi. Engu að síður verður réttaö í máUnu og á dómurinn að komast að sekt eða sakleysi hins ákærða. Að þvi loknu er hægt að úrskurða hvort hann sé hæfur tU að afplána refsingu í samræmi viöbrotsitt. Reuter Geffrey Dahmer er ákærður fyrir 15 morð en hann er þó grunaður um enn fleiri. Simamynd Reuter Ráðistinn íKúveit Landamæraveröir í Kúveit segja að vopnaðir menn frá Irak hafi komið inn í iandið og drepið lögreglumann. Mennirnir voru ekki í herbúningum og því er ekki litið svo á að írakar hafi rof- ið vopnahléið sem ríkt hefur við Persaflóa frá lokum Persaflóa- stríðsins. írakarnir komu þrír saman á bíl yfir landamærin, óku um hlut- laust belti sem menn frá Samein- uðu þjóðunum ráöa yfir og inn í Kúveit. Þar var þeim veitt eftiríor af Iögreglunni og kom til skotbar- bagaþarsemeinnféll. Eeuter Keyptirúm BillsWymansá uppboði Aödáandi Rolling Stones keypti 16. aldar rúm bassaleikarans Bills Wymans á uppboði í gær fyrir rúmar fjórtán milljónir króna. „Ég kaupi alls konar hluti,“ sagði fiósmyndarinn Ray Gaffney á uppboöi Sothebys á eikarhús- gögnum. Wyman keypti rúmið af Mick Jagger og seldi það þegar hann hafði ákveðið að breyta til inni hjá sér eftir að hjónaband hans og Mandy Smith fór út um þúfur. Keuter Viljarekadóm- aranní Kennedy-málinu Saksóknarar í nauðgunarmál- inu gegn William Kennedy Smith vilja að dómarinn í málinu verði leystur frá störfum. Þeir segja að dómarinn sé ekki hlutlaus og gangi til starfa með fyrirfram- skoðanir á máhnu. Málið kemur væntanlega fyrir áfrýjunardómstól því dómarinn, Mary Lupo að nafni, hefur neitað að verða viö óskum um að víkja úr starfi. Saksóknararnir segja að Lupo hafi þegar tekiö afstöðu með Kennedy Smith. „ t Hans-Dietrich Genscher, utanrík- isráðherra Þýskalands, segir að valdaránið í Moskvu í síðasta mán- uði sýni að ríkar þjóöir heims verði að styðja við bakið á lýðræðisöflum þar sem þau standa höllum fæti og einangra einræðissinna hvar sem þess er kostur. Þjóðveijar hafa tekið manna best undir ákall Sovétmanna um efna- hagsaöstoð nú þegar vetur fer í hönd og fyrirsjáanlegt er að erfitt verður að brauðfæða íbúa Sovétríkjanna fram til vors. Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti Leiðtogar serbneskra skæruhða í suðurhluta Króatíu undirrituðu samkomulag um vopnahlé sem Evr- ópubandalagið hafði milligöngu um en harðir bardagar geisuðu annars staðar í lýðveldinu. Milan Babic, leiðtogi í Krajinahér- aði sem Serbar hafa náð á sitt vald, féllst í gær á að sveitir hans yrðu ekki fyrstar til að skjóta. Babic sagði að samkomulagið væri fyrsta skrefið í átt til viðurkenningar EB á sjálf- stjórn Serba í Krajina, miðpunkti uppreisnar serbneska minnihlutans í Króatíu gegn sjálfstæðisviðleitni lýðveldisins. Henri Wijnaendts, sendimaöur Evrópubandalagsins, fagnaði sam- komulaginu. Fjöldi fallinna í miö- og austurhluta Króatíu fór þó hækk- andi og stjórnarerindrekar sögðu að stjómmálaleiðtogar í Króatíu og Serbíu hefðu misst stjórn á sumum bardagasveita sinna. Serbneskir skæruhðar beittu sprengjuvörpum í árásum á borgina Osijek. Fulloröin kona lét lífið og skotið var á eftirlitsmenn Evrópu- bandalagsins þegar þeir komu til biðlaði ákaft til aðildarríkja RÖSE, ráðstefnu um frið og öryggi í Evrópu, að veita landi sínu ríkulega efna- hagsaðstoð. Ráðstefnan er að þessu sinni haldin í Moskvu og þar var ákveðið að taka Eystrasaltsríkin með í hóp þeirra sem sæti eiga á ráðstefn- unni. Gorbatsjov sagði að Sovétmenn þyrftu aðstoð frá Vesturlöndum, samvinnu og samstöðu. „Við treyst- um á þetta,“ sagði forsetinn í ræðu sinni. Flest ríki á Vesturlöndum hafa tekið heldur dræmt í að verja mikl- um fjármunum til efnahagsaðstoðar borgarinnar. Útvarpið í Króatíu sagði að fjórir lögregluþjónar og fjórir óbreyttir borgarar hefðú verið drepnir í þorp- um nærri Gospic í suðvesturhluta Króatíu. við Sovétmenn. Japanir setja það enn fyrir sig að Sovétmenn vilja ekki skila fjórum eyjum í Kúrileyjaklas- anum og mörg önnur ríki vilja ein- skorða aðstoðina við mat og lyf. Margir óttast að til uppþota geti komið í vetur í Sovétríkjunum ef vöruskortur verður alvarlegur. Þá útiloka menn ekki heldur að mikill fiöldi flóttafólks leiti vestur á bóginn. Einkum eru það Þjóðverjar sem ótt- ast að til öngþveitis geti komið hkt og var á Ítalíu í sumar þegar Albanir flúðu þangað í stríðum straumum. Lögregluþjónn lét lífiö í fyrirsát nærri Petrinja, fyrir sunnan króat- ísku höfuðborgina Zagreb, og tveir hermenn létu lífið þegar bíll þeirra var sprengdur í loft upp við Zadar á ströndAdríahafsins. Reuter Brundtland: Éghefekki verið nóguhörð „Ég hef ekki verið nógu hörð. Minnihlutastjórn Verkamanna- flokksins verður að láta stjómar- andstöðuna vita svo ekki fari milh mála hvað hún getur sætt sig við. Þetta á einkum við um viöræðumar um evrópska efna- hagssvæðið," sagði Gro Harlem Brandtland, forsætisráðherra Noregs og formaður Verka- mannaflokksins, eftir að ráðherr- ar hennar höfðu rætt niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna í gær. Brundtland hefur vísað á bug öllum kröfum um að hún víki úr embætti eftir afhroðið sem Verkamannaflokkurinn galt í kosningunum og segir að enginn geti tekið við stjómartaumunum. Minnihlutastjórn hennar er engu aö síður mun veikari nú en áöur og hún á erfitt um vik með að beita sér í viðræðum um efna- hagssvæðið, hvað þá viðræðum um inngöngu í Evrópubandalag- ið. NTB Segiþaðsem fólkskilur „Ef maður segir það sem fólk skilur þá heitir það lýðskrum. Ef maður segir það sem fólk skilur ekki þá eru það stjórnmál," segir Ian Wachtmeister, formaöur sænska stjómmálaflokksins Nýs lýðræðis. Flokkur hans er í upp- reisn gegn gömlu flokkunum í landinu og beitir svipuðum að- ferðum og Framfaraflokkurinn í Danmörku á sinum tíma og norski Framfaraflokkurinn nú á tímum. Öruggt má telja að Nýtt lýðræði fái menn kjörna á þing í kosning- unum i Svíþjóö um næstu helgi. Raunar eru líkur á að flokkurinn lendi í oddaðastöðu þannig að hvorki vinstri né hægri flokkam- ir gömlu geti myndað meirihluta- stjórnir án þess að leita til Nýs lýðræöis. Andstæðingar nýja flokksins hafa þó lýst því yfir að samvinna með Wachtmeister og mönnum hans komi ekki til greina. Ritzau Varaðvið hömlulausri sölu águlli Sovéskir bankamenn vara við að lýðveldi Sovétríkjanna taki að seþa gull í ríkum mæli til að afla gjaldeyris. Mikiö flóð af gulli frá Sovétríkjunum yfir erlenda markaöi muni leiöa til þess að verð falli og öngþveiti skapist. Tfi þessa hefur öll sala á dýrum málum verið skipulögð af hinu opinbera og verið stjórnað frá Kreml. Nú eru lýðveldin að öðlast efnahagslegt sjálfstæði og sögur eru á kreiki um það þau æth að rétta við bágan fjárhag meö því aö seija af gullforða sínum. Sovét- ríkin hefa lengi verið umsvifa- mikil á gullmörkuðum heimsins. Reuter Rínarfljótað þoraa upp Eftir mikla þurrka í Mið-Evr- ópu í sumar er svo komið aö Rin- arfljót er vart skipgengt legnur. Meiri umferð skipa er á Rín en nokkru öðra fljóti veraldar. Dýpi í ánni er nú víða talið í sentímetr- um í Þýskalandi þar sem áður var stöðug umferð skipa og skip kom- ast ekki um ána nema hálfhlaðin. Eftir því sem lengra kemur inn í land verður ástandið alvarlegra. Fljótiö rajókkar líka til muna eft- ir því sem lækkar i því og er vega- lengdin milli bakka sums staðar ekki nema helmingur þess sem er í venjulegu ári. Við þetta eykst hættanáárekstrum. Reuter Reuter Hart barist þrátt fyrir nýtt vopnahlé Yfirmaður eftirlitssveita Evrópubandalagsins kemur til ráðhússins í Osijek. Eftirlitsmennirnir urðu fyrir skothríð þegar þeir komu til bæjarins. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.