Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991.
15
Fiskveiðistefnan
„Hinir eiginlegu togarar eru orðnir 110 og meginhluti annarra veiðiskipa
Mikill vandi er íslenskum sjávar-
útvegi búinn um þessar mundir.
Það er ekki nokkur vafi. Sterk fyr-
irtæki í þessari grein um áratugi
berjast fyrir lífl sínu og mörg hafa
helst úr lestinni.
Margar skýringar hafa fram
komið á þessum vandkvæðum.
Meginniðurstaða manna, sem um
þetta hafa fjallað, er á þá leið að
afkastageta fiskveiðiílotans sé of
mikil miðað við afkastagetu fiski-
stofnanna. En fyrst og fremst séu
skipin of mörg.
Áfellisdómur
Til að ráða bót á þessum ókvæð-
um eru settar hömlur á flotann
með takmörkuðum veiðiheimild-
um, „kvóta“. En takmarkið færist
fjær, afkastageta fiskistofnanna
minnkar frá ári til árs. í framhaldi
af því minnkar kvótinn til skip-
anna, þrengir að útgerð, afkomu
fyrirtækja og launamanna hrakar,
sem endar með tómahljóði í ríkis-
kassanum.
Ofantahð er áfellisdómur á fisk-
veiðistefnu okkar íslendinga.
Margir menn kenna veiöistjórnun-
inni og verslun með heimildirnar
um vandann.
Um þaö tel ég að ekki þurfi að
deila, að okkur íslendingum hefir
mistekist hvað umrædda atvinnu-
grein varðar, en stærð og fjölda
veiðiskipa er ekki um að kenna eða
aðferðum við veiðistjórnun. Þarna
erum við að tala um afleiðingar en
ekki orsakir og þar stendur hnífur-
inn í kúnni. Þessum liðum má ekki
blanda saman. Allra síst í þeirri
grein sem framfærsla íslendinga
byggist á.
Straumhvörf verða í sjávarútvegi
okkar í kringum 1970. Vert er að
minnast þess að um þær mundir
færðum við landhelgina út í 200
mílurnar og bundum við miklar
KjaUarinn
Oddbergur Eiríksson
skipasmiður
vonir við það og var það gott og
blessað. En skuggahliðin á upphafi
þess áratugar og tímabilinu siðan
var að þá eflist togaraútgerð og sér
ekki fyrir endann á þeirri sókn.
Hinir eiginlegu togarar eru orðnir
110 og meginhluti annarra veiði-
skipa fyrir utan trillur er orðinn
togarar. Þetta er gifurleg breyting
og er þó ekki allt talið. Vélaraflið
hefir verið aukið svo hægt er að
sækja dýpra. Veiðarfærin hafa ver-
ið stækkuð og gerð tæknilegar úr
garði og síðast í þessari upptaln-
ingu nefni ég fiskileitartækin. Þau
ganga nú orðið gcddratækjum
næst.
Það munar um minna
Hvernig er svo allri þessari tækni
beitt? í fyrsta lagi vita skipstjórar
í meginatriðum hvar og hvenær
veiði er von. í öðru lagi flýgur hún
fljótt fiskisagan, nú sem fyrr. Um
leið og neisti finnst þá þyrpast
þangað skipin víðs vegar að, og eins
og hendi sé veifað er neistinn
þurrkaður upp. Sem dæmi veit ég
um áttatíu togara á takmörkuðu
svæði þar sem hrygningarfiskur
var að ganga upp á grunnslóð. í
ofangreindri breytingu á fiskveið-
um er vandinn falinn. Ekki bara
við ísland heldur um allan heim.
Vitið þið, góðir hálsar; það er
áhættusamt hlutskipti að vera flsk-
ur á íslandsmiðum undir lok tutt-
ugustu aldarinnar. „Hvaða þras er
þetta í landkrabbanum?" Myndi ef
til vill einhver segja. En þá er því
til aö svara að þaö hefir sannast,
að með sky nsamlegri sókn og sókn-
araðferðum geta Islandsmið gefið
400 til 450 þúsund tonn af þorski á
ári, og ekki bara stöku sinnum
heldur stöðugt. Og aðrar tegundir
af bolfiski í hlutfalli við það. Það
munar um minna.
En hvernig á að ná þessu marki?
Oft hefir verið á það bent á prenti
sem í töluðu máli af mönnum til
fyrir utan trillur er orðinn togarar.
sjós og lands, nú síðast í ágætri
grein eftir Guðlaug Gíslason, fyrr-
verandi alþingismann frá Vest-
mannaeyjum, að friða skuli hrygn-
ingarsvæði og uppvaxtarsvæði.
Það er þetta, sem ég ætla að undir-
strika með þessu greinarkorni, að-
eins með öörum orðum og frá öðru
sjónarhorni, þó tilgangurinn sé sá
sami. Tillaga mín er þessi. Ekkert
veiðarfæri væri í sjó frá Eystra-
Horni að Látrabjargi í fimm vikur
á útmánuðum meðan á hrygningu
þorskins stendur. Einnig verði al-
friðuð allt árið miklu stærri svæði
en nú er gert á hitaskilunum fyrir
suðaustan og norðvestan land,
svæðum sem eru aðaluppvaxtar-
svæði fiskanna.
Annað andrúmsloft
Eins og ég sagði hér aö framan,
er þetta engan veginn ný hugmynd
að friða hrygningu eða smáfiskinn
í uppvexti. Margir myndu segja að
þetta væru ekki hægt - hvorug
aðgerðin. Við höfum alls ekki efni
á þessu. Og sjálfsagt er það ekki
nema satt og rétt að í fyrstunni
muni tekjur skerðast, en hitt er
jafnvíst að þessar aðgerðir væru
fljótar að skila sér i auknum afla,
og er það ekki deginum ljósara að
það sé skynsamlegra markmið að
stefna að auknum tekjum en
minnkandi?
Ein hlið er á þessu máli, sem mig
langar til að fara um nokkrum orð-
um. Ég ætla að taka það fram að
það er sagt með fyrirvara. -
Tímarnir og tæknin breytast svo
hratt að varlegt er að slá neinu
fóstu hvað framtíðina varðar. - En
hér er um það að ræða að framan-
greindar ráðstafnir gætu komiö í
staðinn fyrir veiðistjórnun á hol-
fiskveiðum að öðru leyti. Sem sagt:
fella niöur útdeihngar veiðiheim-
ilda með öllum þeim átökum og
flokkadráttum, sem um þær
standa. Hugum okkar breytinguna
sem þessu væri samfara. - Öll
veiðiskip frá trillum upp í togara,
mættu sækja sjó eins og þeim sýnd-
ist innan þessara takmarka sem að
framan ér lýst. Ekkert brask með
kvóta, allir kæmu með allt að landi
sem aflaðist. Ég held að ekki færi
milli mála aö annað andrúmsloft
skapaðist. Áfram þarf að fylgjast
með ástandi hafsins og viðgangi
fiskistofnanna. Einnig þyrfti að
gefa því gætur með öllu þessu
frjálsræði að leikurinn æstist ekki
um efni fram. Færi svo væri ekki
annað að gera en að fjölga bann-
dögum eða stækka friðunarsvæði.
Ofureinfalt, málið leyst og þá verð-
ur kátt i höllinni.
Oddbergur Eiríksson
„Ekkert veiðarfæri væri í sjó frá Eystra
Horni að Látrabjargi í fimm vikur á
útmánuðum meðan á hrygningu
þorsksins stendur. Einnig verði alfrið-
uð allt árið miklu stærri svæði en nú
er gert á hitaskilunum ...
Leyf ilegur ökuhraði, hvað er nú það?
Leyfilegur ökuhraði í Hollandi — hámarkshraði var aukinn í 120 km/klst árið 1988 — Hraöbrautir Bílvegir Vegir utan byggðar Innan byggðar 30 km íbúðar- svæði
Hám. © Hám. ® Ham. © Hám. S»!
Hám. “Lágm. Hám.
Öll ökutæki nema vöruflutninga- bifreiðar, almenningsvagnar og ökutæki án tengivagns. 120 70 100 80 50 30 o o=
ra sJLlb rútur með tengivagni á einum öxli. 80 60 80 80 50 30 z o c X J3 >
111^^ Vöruflutningabifreiðar með tengi- vagni og rútur með öðrum en WQmmrQ\jsrQi^m*QlH ejns ÖX(J|S tengivagni fyrir farangur. 80 80 80 60 50 30 O
„Hollenskur texti um leyfilegan hraða er aðeins sýnishorn."
Allir sem hafa lesið blöðin, heyrt
útvarp eða fylgst með sjónvarpi
síðustu mánuði hafa greinilega
fengið upplýsingar um að umferð-
arslysin séu mörg og fiöldi þeirra
fari vaxandi. Arinbjörn Kolbeins-
son læknir, sem er formaður Félags
íslenskra bifreiðaeigenda, skrifaði
nýlega um neyðarástand í þessu
máli. Flestir vilja minnka þetta tap
þjóðfélagsins,
Allir sem vilja gefa sér tíma til
að hugsa vita að umferðarhraði er
algeng orsök slysa. Orsakir eru
tvenns konar: a) hraði og hemlun-
arvegalengd, b) ákeyrsluþyngdih.
a) Til þess að hémla og fá ökutækið
til að stansa eru ákveöinn tími og
vegalengd nauðsynleg. 27 m við 50
km ökuhraða og 36 m við 60 km
ökuhraða.
b) Hvert barn veit að hætta er mis-
munandi eftir hraða, t.d. ef steini
er kastað á glugga o.fl. Ef t.d. 1 kg
steini er kastað á glerglugga við
lítinn hraða er skaði á glugganum
lítill. En ef hraðinn eykst er eins
og þyngri steini hafi verið kastað
við lítinn hraða.
Þetta er viðurkennt lögmál eðlis-
fræðinnar og lögmálið kemur fram
ef ökumaður og/eða farþegi kastast
innan bíls á glugga ökutækis. Mað-
ur sem vegur 75 kg fær 4 tonna
högg sé ökuhraðinn 60 km en 3
tonna við 50 km hraða. Þetta lög-
mál er einnig í gildi ef keyrt er á
gangandi vegfaranda. Sé ökuhraði
mikill verður slysið meira eða jafn-
vel banvænt. Ökuhraði er því mik-
ilvægt atriði fyrir ökumenn, far-
þega og gangandi.
Veitfólk hvað er
leyfilegur ökuhraði?
Því miður nei! 7.-9. ágúst var ég
á norrænum fundi um umferðar-
læknisfræði á Akureyri og þá byij-
aði ég eftir fundinn að spyrja alla
sem ég hitti og mjög fáir vissu hvað
KjaUarinn
Eiríka A. Friðriksdóttir
hagfræðingur
leyfilegur ökuhraði væri, jafnvel
menn sem mikið óku vegna vinnu
sinnar. Þeir vissu heldur ekki aö
ökuhraðinn væri mismunandi eftir
vegum utanbæjar, á götum innan-
bæjar og byggingarsvæðum.
Nú vildi svo til að ég var tvisvar
í Hollandi, nánar tiltekið í Amst-
erdam, á sl. ári. Umferðin í Hol-
landi er mjög mikil og mjög traust.
Ég fékk frá opinberri skrifstofu
upplýsingablað sem sýnir 18 mis-
munandi tegundir ökutækja og 6
tegundir gatna og vega, með upp-
lýsingum um byggingarfyrirkomu-
lag. í báðum tilfellum er eitt mikil-
vægt atriði: Það er ekki nauðsyn-
legt að menn séu læsir. Hvert öku-
tæki er skýrt með mynd auk texta
og vegir og götur eru á þann hátt
skýrð með myndum.
íslensk stúlka, sem hefur lengi
búið í Hollandi, þýddi textann.
Myndin fyrir neðan sýnir lítil
stykki af plakati sem skrifstofa
landlæknis gerði til að leggja fyrir
norrænan fund á Akureyri. Plak-
atið eða upplýsingablaðið er mjög
nothæft. Ég tók 45 eintök með mér
og var beðin um fleiri, enda eru þau
mjög nothæf til kennslu. Nauðsyn-
legt er hins vegar að hafa í huga
að áríðandi er að gera plakötin,
upplýsingablöð o.þ.h. í samræmi
við gildandi lög á íslandi. Hollensk-
ur texti um leyfilegan hraða er að-
eins sýnishorn.
Nýtt skólaár og vinnuár
að byrja í september
Mörg þúsund börn og margar
þúsundir nema í menntaskólum og
tilsvarandi skólum verða að fara
daglega í skóla og þau verða öll að
vita hvað er ökuhraði - til að ganga
yfir götur.
Annað og eins. áríðandi er að
kenna ökumönnum hver hraðinn
er í lögum. Eins og mér fannst í
samtölum við þá er það orðin tíska
að vera að staðaldri í hraðasam-
keppni. Svörin, sem ég fékk, voru:
„Ef ég keyri á leyfilegum hraða
keyra öll fram fyrir mig.“ Jafnvel
gangandi fólk svaraði: „Ég keyri
ekki. Mér kemur ökuhraðinn ekki
við. Já, já, svo er það nú.“
Til þess að fyrirbyggja slys langar
mig að leggja til að nokkrum atrið-
um verði bætt við umferðarlögin
nú.
1) Þar sem ökumenn hugsa ekki
með heilanum (annars myndu þeir
hugsa um slys og töp) er nauðsyn-
legt að taka til greina að flestir
þeirra hugsa aðeins með peninga-
veski eða hvort sektir verði mjög
hækkaðar. Gefa mætti aðeins 10
km aukahraða ef sannað er að það
sé nauðsynlegt en þar fyrir ofan
láta greiða (staðgreiða) 1000 kr. fyr-
ir hvern kílómetra. Sem dæmi vil
ég benda á vin einn, sem keyrir
helst innanbæjar - svo enginn fari
fram úr honum - á 100 km hraða,
að hann myndi greiða fyrir 100 -60
km, þ.e.a.s. 40.000 kr á staðnum,
annars myndi bíll hans verða tek-
inn til vörslu hjá lögreglu og leiga
greidd fyrir bifreiðageymslu að
auki. Mig langar að giska á að eftir
aö nokkrir yrðu að greiða slíka
upphæð myndi hraðaksturinn
hverfa.
2. En eins og ég benti á vita fáir
hvað leyfilegur hraði á öllum göt-
um bæjar eöa á vegum utanbæjar
er. Því vil ég fara fram á að upplýs-
ingar og vegakort verði gefin út og
tilsvarandi hollenskt upplýsinga-
blað sýnt a.m.k. mánaðarlega í
sjónvarpi.
Eiríka A. Friðriksdóttir
„Annaö og eins áríðandi er að kenna
ökumönnum hver hraðinn er í lögum.
Eins og mér fannst í samtölum við þá
er það orðin tíska að vera að staðaldri
í hraðasamkeppni.“