Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991.
25
Fólk í fréttum
Kj artan Magnússon
Kjartan Magnússon, blaðamaður
og sagnfræðinemi, var kjörinn
formaður Heimdallar á aðalfundi
félagsins í síðustu viku.
Starfsferill
Kjartan fæddist í Reykjavík 5.12.
1967 og ólst þar upp, í vesturbænum.
Hann lauk stúdentsprófi frá MR
árið 1988 og stundar nú nám í sagn-
fræði viðHÍ.Í sumar hefur hann
verið blaðamaður við Morgunblað-
ið.
Kjartan hefur setið í stjórn Heim-
dallar frá 1989 og verið gjaldkeri
félagsins þann tíma, setið í utanrík-
ismálanefnd félagsins og situr í
varastjórn SVR.
Fjölskylda
Bróðir Kjartans er Andrés Magn-
ússon, f. 28.4.1965, blaðamaður Við
Morgunblaðið.
Hálfsystir Kjartans er Guðrún
Magnúsdóttir, f. 11.2.1956, húsmóðir
í Reykjavík, gift Jóhanni Hilmars-
syni múrara og eiga þau tvær dæt-
ur, Jóhönnu, f. 20.2.1981 og Stein-
unni, f. 14.1.1986.
Foreldrar Kjartans eru Magnús
Þórðarson, f. 6.9.1932, fram-
kvæmdastjóri Upplýsingaskrifstofu
Atlantshafsbandalagsins á íslandi,
og Áslaug Ragnars, f. 23.4.1943, rit-
höfundur.
Ætt
Magnús er sonur Þórðar, doktors
og hæstaréttardómara í Reykjavík,
bróður Andrésar, alþingismanns í
Síðumúla í Hvítársíðu. Þórður var
sonur Eyjólfs, b. á Kirkjubóli í Hvít-
ársíðu, bróður Katrínar, ömmu
Guðmundar í. Guðmundssonar ráð-
herra. Eyjólfur var einnig bróðir
Magnúsar, prófasts og alþingis-
manns á Gilsbakka, fóður Péturs
ráðherra, fóður Ásgeirs, fyrrver-
andi alþingismanns og bæjarfógeta
í Kópavogi. Þá var Eyjólfur bróðir
Páls, langafa Andrésar Valdimars-
sonar, sýslumanns í Árnessýslu, og
Geirs Gunnarssonar, fyrrv. alþing-
ismanns, föður Lúðvíks, formanns
BÍ. Eyjólfur var sonur Andrésar,
hreppstjóra í Syðra-Langholti, bróð-
ur Helga í Birtingaholti, fóður Ág-
ústs, alþingismanns í Birtingaholti,
afa Helga leikara og Ólafs biskups
Skúlasona. Andrés var sonur Magn-
úsar, alþingsimanns í Syðra-Lang-
holti, Andréssonar.
Móðir Andrésar f Syðra-Langholti
var Katrín Eiríksdóttir, dbrm. og
ættíoður Reykjaættarinnar, Vigfús-
sonar, og Ingunnar Eiríksdóttur, b.
og ættföður Bolholtsættaripnar,
Jónssonar. Móðir Eyjólfs var Katrín
Eyjólfsdóttir frá Snorrastöðum.
Móðir Þórðar var Guðrún Brynj-
ólfsdóttir frá Eystri-Kirkjubæ á
Rangárvöllum.
Móðir Magnúsar Þórðarsonar var
Halldóra Magnúsdóttir, útgerðar-
manns óg forstjóra í Reykjavík,
Magnússonar, formanns á Nesi við
Seltjörn, Guðmundssonar. Móðir
Halldóru var Ragnheiður Guð-
mundsdóttir, í Ofanleiti í Þingholt-
unum í Reykjavík, Sigurðarsonar,
og Ragnheiðar Árnadóttur, b. í
Narfakoti, Hallgrímssonar, prests í
Görðum á Akranesi, Jónssonar,
stiftprófasts á Staðastað, Magnús-
sonar, bróður Skúla fógeta. Móðir
Árna var Guðrún Egilsdóttir, systir
Sveinbjöms rektors, föður Bene-
dikts Gröndals skálds og Sigríðar
Böndals, langömmu Syeinbjargar
Kjaran, ömmu Birgis Ármannsson-
ar, fyrrv. formanns Heimdallar.
Áslaug er dóttir Kjartans Ragnars,
sendifulltrúa í Reykjavík, bróður
Ólafs Ragnars, föður Gunnars,
framkvæmdastjóra Útgerðarfélags
Akureyringa en systir Kjartans er
Guðrún Ragnars, móðir Sunnu Borg
leikkonu. Kjartan er sonur Ragnars
Friðriks, stórkaupmanns ogræðis-
manns á Akureyri, Ólafssonar, gest-
gjafa á Skagaströnd og Akureyri,
Jónssonar. Móðir Ragnars var Val-
gerður Narfadóttir, hreppstjóra á
Kóngsbakka í Helgafellssveit, Þor-
leifssonar. Móðir Kjartans var Guð-
rún, dóttir Jóns Á. Johnsen, sýslu-
manns á Eskiflrði, bróður Þóru,
móður Ásmundar Guðmundssonar
biskups. Jón var sonur Ásmundar,
prófasts í Odda, Jónssonar og Guð-
rúnar Þorgrímsdóttur, systur
Gríms Thomsens. Móðir Guðrúnar
Jónsdóttur var Þuríður, systir
Guðnýjar, langömmu Jónasar Har-
alz. Þuríður var dóttir Hallgríms,
prófasts á Hólmum við Reyöarfjörð,
bróður Jóns, þjóðfundarmanns í
Lundarbrekku og Benedikts, föður
Hallgríms, stórkaupmanns og al-
þingsimanns, föður Geirs forsætis-
ráðherra. Systir Hallgríms var Sól-
veig, móðir Kristjáns ráðherra, Pét-
urs ráðherra og Steingríms alþing-
ismanns og bæjarfógeta Jónssona
Kjartan Magnússon.
auk þess sem Sólveig var amma
Haraldar Guðmundssonar ráðherra
og langamma Jóns Sigurðssonar
iðnaðarráðherra. Hallgrímur var
sonur Jóns, ættföður Reykjahlíðar-
ættarinnar, Þorsteinssonar.
Móðir Áslaugar Ragnars er Ólafía
Þorgrímsdóttir skipstjóra Sigurðs-
sonar. Móðir Ólafíu var Guðrún
Jónsdóttir Jónssonar á Fossi, Ein-
arssonar. Móðir Jóns var Guðný
Jónsdóttir á Heiði í Mýrdal, Jóns-
sonar, skálds og prests á Bægisá,
Þorlákssonar.
Afmæli
Eysteinn Bergmann Guðmundsson
Eysteinn Bergmann Guðmunds-
son verslunarstjóri, Vallargerði 28,
Kópavogi, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Eysteinn fæddist í Skerjafírðinum
og ólst þar upp. Hann hefur starfað
hjá Byggingaversluninni Húsinu i
Skeifunni í nær þijátíu ár.
Eysteinn hefur verið félagi í knatt-
spyrnufélaginu Þrótti í Reykjavík
þar sem hann lék bæði knattspyrnu
og handbolta auk þess sem hann sat
í stjórn Þróttar í mörg ár. Hann tók
ungur dómarapróf og dæmdi knatt-
spyrnuleiki í þrjátíu ár, var alþjóða-
dómari í fimmtán ár og dæmdi fjöl-
marga leiki á erlendri grund en
hætti að dæma fyrir þremur árum.
Þá hefur hann tekið þátt í félags-
störfum dómara og setið í ráðum og
stjórnum á þeirra vegum en hann
situr nú í nefndum dómara á vegum
KSÍ.
Fjölskylda
Eysteinn kvæntist 11.9.1965 Sól-
veigu Auði Friðþjófsdóttur, f. 21.6.
1943, starfsmanni hjá Kópavogs-
kaupstað, en hún er dóttir Friðþjófs
Helgasonar, sem er látinn, og Berg-
dísar Ingimarsdóttur.
Böm Eysteins og Sólveigar eru
Friðþjófur, f. 8.7.1965, starfar við
framleiðslu og sölumennsku,
kvæntur Lilju Baldursdóttur og eiga
þau eina dóttur, Sólveigu Auði, f.
24.5.1990; Bergdís, f. 11.1.1972, nemi
við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.
Systkini Eysteins eru Ragna Berg-
mann, f. 1933, formaður Verka-
kvennafélagsins Framsóknar, bú-
sett í Reykjavík, gift Jóhanni Ingv-
arssyni leigubílstjóra og á hún sjö
börn á Ufi; Hulda Bergmann, f. 1934,
húsmóðir í Reykjavík, gift Brynjólfi
Vilhjálmssyni vörubílstjóra og eiga
þau þrjá syni; Edda Bergmann, f.
1936, saumakona og húsmóðir í
Reykjavík, gift Kristjáni Ólafssyni,
húsverði við Danska sendiráöið, og
eiga þau eina dóttur; Ólafia Berg-
mann, f. 1939, húsmóðir í Bandaríkj-
unum, gift Larry B. Lyle og á hún
þrjá syni; Sigurður Bergmann, f.
1944, bílstjóri í Reykjavík.
Foreldrar Eysteins voru Guð-
mundur Bergmann Bjömsson, f. 6.3.
1909, d. 1989, umsjónarmaður hjá
Flugmálastjórn, og kona hans, Gróa
Skúladóttir, f. 21.10.1908, d. 1971,
húsmóðir.
Ætt
Guömundur var sonur Björns
Bergmann, sjómanns í Gálutröð í
Eyrarsveit og síðast í Látravík,
bróður Ingibjargar, móður Jóns
Bergmanns skálds. Björn var sonur
Jóns Bergmanns, b. í Mýrarhúsum
í Eyrarsveit, og Jódísar Jónsdóttir.
Móðir Guðmundar var Jósefína
Ragnheiður Jóhannesdóttir frá
Krossnesi.
Gróa var dóttir Skúla, b. að Norð-
ur-Fossi í Mýrdal, Unasonar, b. að
Syðri-Kvíhólma, Runólfssonar, b. og
skálds í Skagnesi, Sigurðssonar,
prests á Ólafsvöllum, bróður Sæ-
mundar, föður Tómasar Fjölnis-
manns en systir Sigurðar var Guð-
ríður, langamma Þorsteins Erhngs-
sonar skálds og amma Jóns, afa
Erlends Einarssonar, fyrrv. for:
stjóra SÍS. Sigurður var sonur Ög-
mundar, prests að Krossi, Presta-
Högnasonar, á Breiðabólstað, Sig-
urðssonar. Móðir Sigurðar á Ólafs-
völlum var Salvör Sigurðardóttir,
systir Jóns, afa Jóns Sigurðssonar
forseta. Móðir Gróu var Þorbjörg,
Eysteinn Bergmann Guðmundsson.
dóttir Ólafs, b. í Berjanesi undir
Eyjafjöllum, Magnússonar og Elín-
arÁrnadóttur.
Eysteinn og kona hans eru stödd
á The Manor House Hotel í Torquay
á Englandi á afmælisdaginn.
90 ára 70 ára
Sigurbjörg Benediktsdóttir, Kristján Loftsson,
KJeppsvegi 130, Reykjavik. Kvíabala4, Kaldrananesi. Sigríður S. Jónsdóttir,
85 ára Hlunnavogi 7, Reykjavík.
Ólöf Sigvaldadóttir, Þórunnargötu 1, Borgarnesi. 60 ára
JWíUgLút' nUSMliUSULHlIl ^ Krossi,Berunesi. Sveinbjörn Hjálmarsson, Kirkjubæjarbraut 2, Vestmanna- eyjum.
80ára Eria Sörladóttir, Hraunbæ 64, Reykjavík.
Pólína Þorleifsdóttir, Guðni Hans Bjarnason,
Nýlendu, Garði. Einarsnesi 66, Reykjavík.
Gestur Ólafsson. Svavar Jónsson,
Suðurgötu 3, Hafnarfiröi, Laugarholti 7e, Húsavik,
75 ára 50 ára
Jóhanna Lind Pólsson, Jón Már Gestsson,
Gunnlaugsgötu 10, Borgamesi. Hringbraut 119, Reykjavík.
Ólina Guðmundsdóttir,
Grenivík, Grímsey.
Eiríkur Þóroddsson,
Efstahjalla lc, Kópavogi.
Bodil Villúólmsson,
Gaukshólum 2, Reykjavík.
Eysteinn B. Guðmundsson,
Vallargerðí 28, Kópavogi.
Elsa Bj arnadóttir,
Stóra-Fjarðarhorni, Fellshreppi.
40ára_______________________
Guðrún Árnadóttir,
Seiðakvísl 17, Reykjavík.
Sigurgeir Benediktsson,
Kirkjubraut 14, Höfn í Hornafirði.
Halldór Sigurðsson,
Syðri-Sandhólum, Tjömesi.
Björg Pétursdóttir,
Dalatanga 1, Reykjavik.
Lárus Ögmundsson.
Dunhagal7, Reykjavík.
& -
h
JL
t
Jte
BLAÐ
BURÐARFÓLK
t t
■ff i* AUSTURSTRÆTI HAFNARSTRÆTI ’ 1?
PÓSTHÚSSTRÆTI LÆKJARGATA
t t I
•h
A
AFGREIÐSLA
ÞVERHOLTI 11
4?
n
t $ í
SIMI 27022
ÆTTFRÆDINAMSKEID
Hin vinsælu ættfræðinámskeið hefjast á ný um
miðjan sept. og standa í 7 vikur (ein mæting á
viku). Þátttakendur fá kennslu og þjálfun í ættrakn-
ingu og úrvinnslu heimilda, þ.á m. leiðbeiningar
um tölvuvinnslu á ættartölum og niðjatölum og
afnot af alhliða heimildasafni.
Leiðbeinandi: Jón Valur Jensson.
Upplýsingar og innritun í síma 27101 og 22275.
Ættfræðiþjónustan tekur saman niðjatöl og ættar-
tölur fyrir einstaklinga og fjölskyldur.
Mikið úrval ættfræðibóka til sölu.
Ættfræöiþjónustan,
Sólvallagötu 32A, sími 27101