Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.09.1991, Qupperneq 28
28 MIÐVIKUDAGUR 11. SEPTEMBER 1991. Andlát Myndgáta Hannibal Valdimarsson Hannibal Valdimarsson, fyrrv. ráöherra, Bogahlíð 8, Reykjavík, lést 1.9. sl. en hann verður jarö- sunginn frá Dómkirkjunni í dag klukkan 13.30. Starfsferill Hannibal fæddist í Fremri-Am- ardal í Skutulsfirði 13.1.1903. Hann stundaði sjósókn og almenna verka- mannavinnu á unghngsárunum en að loknu gagnfræðaprófi á Akureyri 1922 hélt hann til Danmerkur og lauk prófi frá kennaraskólanum í Jonstrup 1927. Hannibal hélt smábamaskóla á ísafirði 1927-28, var kennari á Akra- nesi 1928-29, var skólastjóri í Súða- vík 1929-31, stundaðiskrifstofustörf hjá Samvinnufélagi ísfirðinga og kenndi 1931-38 og var skólastjóri Gagnfræðaskólans á ísafirði 1938-54. Hannibal var formaður Verka- lýðsfélags Álftfirðinga 1930-31, formaður Verkalýðsfélagsins Bald- urs á ísafirði 1932-39, forseti Al- þýðusambands Vestfjarða frá 1934-54 og forseti ASI frá 1954-71. Hann var bæjarfulltrúi á ísafirði frá 1933-49, alþingismaður 1946-73, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra 1956-58 og félagsmála- og samgöngu- ráðherra 1971-73. Hannibal var formaður Alþýðu- flokksins og ritstjóri Alþýöublaðs- ins frá 1952-54, formaður Alþýðu- bandalagsins frá 1956-68 og formað- ur Samtaka frjálslyndra og vinstri manna frá 1969-74. Fjölskylda Eftirlifandi kona Hannibals er Sól- veig Sigríður, f. 24.2.1904, dóttir Ólafs, b. á Strandseljum í Ögur- sveit, Þórðarsonar, og konu hans, Guðríðar Hafliðadóttur. Böm Hannibals og Sólveigar eru: Arnór, f. 24.3.1934, prófessor í heim- speki við HÍ, kvæntur Nínu Sveins- dóttur viðskiptafræðingi, og eiga þau fimm börn; Ólafur Kristján, f. 6.11.1935, blaðamaður í Reykjavík, var áður kvæntur Önnu Kristjáns- dóttur en seinni kona hans er Guð- rún Pétursdóttir og eiga þau eina dóttur auk þess sem hann á þrjú böm frá fyrra hjónabandi; Ehn, f. 15.11.1936, kennari á Flúðum í Hrunamannahreppi, var gift Kjart- ani Júlíussyni en þau skildu og á hún flögur börn; Guðríður, f. 15.12.1937, fyrrv. bankastarfsmaður, og hún á tvö böm; Jón Baldvin, f. 21.2.1939, utanríkisráðherra og formaður Al- þýðuflokksins, kvæntur Bryndísi Schram, og eiga þau fjögur böm. Sonur Hannibals er Ingjaldur, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs. Systkini Hannibals, sem upp kom- ust, vora fimm talsins: Guðrún, f. 1897, d. 1989 ljósmóðir síðast í Reykjavík; Jón, f. 1900, d. 1988, vél- smiður á ísafirði; Sigríður, f. 1904, var lengst af símaritari í Reykjavík; Finnbogi Rútur, f. 1906, d. 1989, al- þingismaður, ritstjóri og bæjarstjóri í Kópavogi; Arnór, f. 1907, d. 1928, loftskeytamaður. Foreldrar Hannibals vora Valdi- mar Jónsson, b. í Fremri-Arnardal, f. 29.3.1866, d. 29.3.1922, og kona hans, Elín Hannibalsdóttir, f. 4.8. 1866, d. 18.12.1953, húsfreyja. Ætt Faðir Valdimars var Jón, hákarla- formaður í Litlu-Ávík á Ströndum Jónsson, b. á Melum í Víkursveit Hannibal Valdimarsson. Guðmundssonar. Móðir Valdimars var Helga Guðmundsdóttir, b. á Kjörvogi í Reykjarfirði, Jónssonar. Faðir Elínar var Hannibal, b. á Neðri-Bakka í Langadal, Jóhannes- son, b. á Kleifum í Skötufirði, Guð- mundssonar sterka á Kleifum, Sig- urðssonar, forfóður Ólafs Þ. Þórðar- sonar og Sverris Hermannssonar. Móðir Elínar var Sigríður Arnórs- dóttir, prófasts í Vatnsfirði, Jóns- sonar, bróður Auðuns, langafa Jóns, fóður Auðar Auðuns, fyrrv. ráðherra, og Jóns Auðuns dómpróf- asts. Móðir Sigríðar var Guðrún Magnúsdóttir „eymdarskrokkur", Jónssonar. Móðir Magnúsar var Guðrún Magnúsdóttir, b. í Súðavík, bróður Ingibjargar, ömmu Jóns for- seta og Jens rektors, langafa Jó- hannesar Nordal. Magnús var son- ur Ólafs lögsagnara á Eyri, ættföður Eyrarættarinnar en meðal afkpm- enda hans má nefna Matthías Á. Mathiesen, Geir Hallgrímsson og ValArnþórsson. AII* Bílalelgau auglýsir ERUM AÐ SELJA Á FRÁBÆRU VERÐI nokkra notaða bílaleigubíla í mjög góðu ásigkomulagi. Til sýnis við afgreiðslu ALP við Umferðarmiðstöðina. Upplýsingar í símum 43300 og 17570. HREINLÆTISTÆKIA G0ÐU VERÐI Sértilboð: Salerni með þrýstihnapp og harðri setu + vegghandlaug, 55x43,5 + baðker, 170x73, super (extra þykkt) Allt þetta á kr. 29.900,- Auk þess baðinnrétting með 25% afslætti VATNSVIRKINN/f Ármúla 21, símar 686455 - 685966 Andlát Ingibjörg Stefánsdóttir, dvalarheim- hinu Heiðarbæ, Kirkjúbæjar- klaustri, andaðist í Sjúkrahúsi Suð- urlands aðfaranótt 10. september. Guðmundur Guðmundsson, Holts- götu 19, Hafnarfirði, lést þann 9. sept- ember. Sigurður Þórðarson, Bjarkarholti 3, Mosfehsbæ, útvegsbóndi frá Vest- mannaeyjum, lést af slysfórum 9. september. Jarðarfarir Unnur Aðalheiður Jónsdóttir frá Stóru-Ávík, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 8. september. Minningarathöfn fer fram í Akranes- kirkju fimmtudaginn 12. september kl. 14. Jarðsett verður í Árnesi laug- ardaginn 14. september kl. 14. Guðmundur Þorvarðsson múrari, Snorrabrauf 22, Reykjavík, er látinn. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrr- þey. Sigrún Aðalheiður Kærnested, Háa- leitisbraut 23, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 13. sept- ember kl. 15. Óttar Hermann Guðlaugsson, verður jarðsunginn í Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 12. sept- ember kl. 10.30 árdegis. Gunngeir Pétursson, Álfheimum 68, sem lést 5. september, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju fóstu- daginn 13. september kl. 13.30. Elínborg (Dúlla) Guðjónsdóttir, Skólabraut 5, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fóstudaginn 13. sept- ember kl. 15. Hermann Jónsson, áður Vesturbraut 24, lést á Sólvangi 31. ágúst sl. Jarðar- íórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jóhannes Hjaltason, verður jarð- sunginn frá Bústaðákirkju fimmtu- daginn 12. september kl. 13.30. Unnur Erlendsdóttir lést 30. ágúst. Hún fæddist í Hafnarfirði 14. nóv- ember 1917. Foreldrar hennar voru Erlendur Jónsson og Ólöf Einars- dóttir. Unnur giftist Bergþóri Smára, en þau slitu samvistum eftir 10 ára sambúð. Þau eignuðust tvö börn. Síð- ustu starfsár sín vann Unnur í bóka- búðinni á Njálsgötu 64 og Laugavegi 100. Útfór Unnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag kl. 15. Tilkyimingar Hjálpræðisherinn Flóamarkaður í Hjálpræðishemum, Kirkjustræti 2, í dag kl. 10-17. Mikið af góöum fatnaði. Félagsstarf aldraðra Gerðubergi Miðvikud. 11. sept: kl. 12 hádegishress- ing, e.h. spilamennska, upplestur, kl. 15 kafíi. Fimmtud. 12. sept: Hádegishress- ing, spilað og spjallað, kl. 15 kaffitími. Nánari upplýsingar í síma 79020. Argentínskur tangó á Hótel Borg í kvöld, miðvikudagmn 11. sept., verður á Hótel Borg, á þess vegum og Kramhúss- ins, einstæð sýning argentínsku dansar- anna Dinielu Areuri og Armando Orzuza frá Buones Aires. Þau eru í hópi bestu TILBOÐ 30% AFSLÁTTUR AF SÓLARHRINGS- FRAMKÖLLUN Verð með 30% afslætti, stærð 10x15. 36 myndir = 1075 24 myndir = 773 Opið 9-19 virka daga. Póstkröfuþjónusta. HOFÐABAKKA M12 • REYKJAVIK • S: 677150 Komið á Höðfabakka 1, Rvík, og reynið viðskiptin. tangódansara þar um slóðir. A sýning- unni rekja þau sögu og þróun tangódans- ins í Argentínu. En dansinn hófst 1 lok síðustu aldar og var í upphafi dansaöur af körlum, þar sem konum leyfðist ekki að dansa. Auk þess munu hljóðfæraleik- ararnir Reynir Jónasson og Símon Kuran leika á harmóníku og fiölu. Kynnir kvöldsins verður Kolbrún Halldórsdóttir. Að sýningunni lokinni geta gestir stigið dans undir argentínskri og suðrænni tónlist sem tónlistarmaðurinn Abdou mun velja. Kl. 19.30-21 kenna þau Diniela og Armando grunnspor í argentinskum tangó. Sýningin hefst kl. 22. Tónleikar Blús og djags á Blúsbarnum Lifandi djass og blús á Blúsbarnum alla daga nema mánudaga og þriðjudaga. í kvöld, 11. september, leika Gunnlaugur Guömundsson, Einar Valur Scheving, Jóel Pálsson og félagar. Aðgangur ókeyp- is. Yggdrasill á Púlsinum Norræni sextettinn Yggdrasil heldur tón- leika á Púlsinum, Vitastíg, í kvöld, 11. september. Sveitina skipa: Kristian Blak, Anders Hagberg á flautu og saxófóna, Tore Brunborg á tenór og sópransaxófón, Lelle Kullgren spilar á gítar og jóðlar, Anders Jormin ér á kontrabassa og Kar- in Korpelainen á trommur. Yggdrasill er nú á tveggja vikna ferðalagi um Norður- lönd og verða þetta einu tónleikar hljóm- sveitarinnar hér á landi. Tónleikarnir heijast kl. 22. Djasskvartett Björns Thor- oddsens á Kringlukránni í kvöld, 11. september, leikur djasskvart- ett Bjöms Thoroddsen á Kringlukránni. Tónlist eftir A. C. Jobim verður helsta uppistaða kvöldsins. Sérstakur gestur þetta kvöld verður gítarleikarinn Ómar Einarsson sem nýkominn er frá námi vestanhafs. Ásamt þeim Bimi og Ómari, sem leika á gítara, leika þeir Guðmundur Steingrímsson, trommur, og Bjami Sveinbjömsson á kontrabassa. Kvartett- inn hefur leik sinn kl. 22 og er aðgangur ókeypis. Fundir ITC deildin Gerður Fyrsti fundur deildarinnar verður hald- inn í kvöld, miðvikudag, í Skútunni, Dalshrauni 15, Hafnarfirði. Mæting kl. 19, fundur hefst kl. 19.45, matarfundur. Verð kr. 1500. Gestir velkomnir. Upplýs- ingar gefur Marta Pálsdóttir s. 656154 og Kristín Bjömsdóttir s. 812913. ITC deildin Melkorka heldur sinn fyrsta fund í dag, 11. septemb- er, í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Fundurinn er öllum opinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.