Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Blaðsíða 8
LAUGAI^DAGUR 28. SEPTEMBER 1991. 8 HÓTEL TIL SÖLU Hótelið á Fáskrúðsfirði, nánar tiltekið fasteignin Skólavegur 49, Fáskrúðsfirði, ásamt öllu tilheyrandi lausafé er hér með formlega auglýst til sölu. Nánari upplýsingar veitir Rúnar Mogensen hdl. í síma 91 -43900. ÚTBOÐ RARIK 91003 Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í smíði birgðastöðvar og skrifstofu að Sólbakka 1, Borgar- nesi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Sólbakka 6, Borgarnesi, og Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 1. október 1991 gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Sólbakka 6, Borgarnesi, fyrir kl. 14.00 þriðjudag- inn 1 5. október 1991 og verða þau þá opnuð í viður- vist þeirra bjóðenda sem þess óska. Verkinu á að vera að fullu lokið þriðjudaginn 15. september 1992. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merkt RARIK 91003 - Borgarnes - Svæðisútibú. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39 - 108 Reykjavik - sími 678500 - fax 686270 Verkstjóri í heimaþjónustu Laus er til umsóknar staða verkstjóra í heimaþjón- ustu í félags- og þjónustumiðstöð aldraðra í Bólstað- arhlíð. Starfssvið verkstjóra er fólgió í daglegum rekstri heimaþjónustu aldraðra, verkstjórn og ráðgjöf við starfsmenn. Æskilegt er að umsækjendur hafi sjúkraliðamenntun. Starfsmaður þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa ein- hverja reynslu á sviði félagslegrar þjónustu og þægi- legt viðmót í mannlegum samskiptum. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður, Lára Arn- órsdóttir, í síma 685052. Umsóknarfrestur er til 6. október nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu- blöðum sem þar fást. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Engihjalli 1, 7. hæð A, þingl. eig. Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Jón R. Harðarson, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 1. október 1991 kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru Veðdeild Landsbanka íslands, íslandsbanki og Ólafur Gústafsson hrl. Furugrund 58, 1. hæð A, þingl. eig. Guðlaug Jónsdóttir, fer fram á eign- inni sjálfri þriðjudaginn 1. október 1991 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru Friðjón Öm Friðjónsson hdl., skatt- heimta ríkissjóðs í Kópavogi, Halldór Þ. Birgisson hdl., Veðdeild Lands- banka Jslands, Tryggingastofnun rík- isins, Ásgeir Thoroddsen hrl. og Sig- urmar Albertsson hrl. Hjallabrekka 2, 2. hæð D, þingl. eig. Gróa Siguijónsdóttir, fer fram á eign- inni sjálfri þriðjudaginn 1. október 1991 kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er Eggert B. Ólafsson hdl. Hlíðarhjalh 67, íbúð 302, þingl. eig. Þórunn Stella Markúsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 1. okt- óber 1991 kl. 16.15. Uppboðsbeiðendur eru Ásgeir Magnússon hdl. og Friðjón Öm Friðjónsson hdl. Hlíðarhjalli 67, íbúð 102, tal. eig. Hall- dóra Ólafsdóttir, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 1. október 1991 kl. 16.00. Uppboðsbeiðendur eru Klemens Eggertsson hdl., Friðjón Öm Friðjónsspn hdl., Guðmundur Péturs- son hdl., Ásgefr Thoroddsen hrl., Bæj- arsjóður Kópavogs og skattheimta ríkissjóðs í Kópavogi. Smiðjuvegur 36, efri hæð, þingl. eig. Páll Helgason, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 1. október 1991, kl. 17.45. Uppboðsbeiðendur em Bæj- arsjóður Kópavogs, Fjárheimtan hf. og Þórður Þórðarson hdl. Engihjalli 3,4. hæð F, þingl. eig. Bára Magnúsdóttir, fer fram á eigninni sjálfrí mánudaginn 30. september!991 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Gísli Gíslason hdl. Hhðarhjalli 55,02-02, þingl. eig. Stjóm verkamannabústaða í Kópavogi, tal. eig. Þrúður Ólöf Gunnlaugsdóttir, fer fram á eigninni sjálfrí mánudaginn 30. september 1991 kl. 14.30. Uppboðs- beiðpndur em Bæjarsjóður Kópavogs og Ásgeir Thoroddsen hrl. BÆJARFÓGETINN í KÓPAVOGI Matgæðingur vikimnar__________________________________dv Indverskur kjúkl- ingur og naanbrauð Naanbrauð 450 g hveiti 1 dós hrein jógúrt 1 msk. sykur 'A msk. salt 2 msk. sesamfræ 50 g þurrger Gerið er leyst upp í volgu vatni. Því er síðan hellt saman við hveit- ið, jógúrtina og annað sem í deigið á að fara. Hnoðað saman og skipt niður. Þá eru búnar til ca níu tomma kökur (eins og pitsur) og þær bakaðar á pönnu eins og pönnukökur (beggja vegna). í byrj- un er sett smávegis olía á pönnuna en síðan verður að gæta að hitan- um, hann má ekki vera of mikill. Erik segir að það þurfi ekki að vera mikið mál að búa til naanbrauð en natni þarf við þannig að það brenni ekki. Kökurnar eru bornar fram heitar með smjöri. Erik segir það alveg nauðsynlegt að hafa naan- brauð með kjúklingaréttinum en einnig séu hrísgrjón ómissandi. Gott er líka að hafa gott hrásalat með. Erik, sem er gítarleikari og ætlar m.a. að leika fyrir matargesti á Horninu um þessa helgi, ætlar að skora á Jón Aðalstein Þorgeirsson klarinettleikara að vera matgæð- ing næstu viku. Hann vonast til að sjá einhvern rétt frá Austurríki. „Jón Aðalsteinn bjó lengi í Vínar- borg og ég veit að hann lumar á góðum týpiskum rétti þaðan,“ segir Erik. -ELA Hinhliðin_____________________________________________________________ Ég er ekki med bíladellu - segir íslandsmeistarinn í torfæruakstri Árni Kópsson, sem er tvöfaldur meistari í torfæruakstri eftir sum- arið, sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Um síðustu helgi tryggði Árni sér bikarmeistaratitil Jeppaklúbbs Reykjavíkur en fyrr í sumar varð hann Islandsmeistari í torfæruakstri. Hann hefur reyndar orðið íslandsmeistari síðustu þrjú árin. Þessi margfaldi meistari segist samt ekki vera með bíladellu. Hann sé bara alltaf að vesenast í öllu og að það hafi í raun bara verið leika- raskapur þegar hann byijaði í tor- færuakstrinum. Árni segir lítinn tíma fara í æf- ingar en því meiri í viðhald á Heimasætunni, torfærubílnum fræga. Fullt nafn: Árni Kópsson. Fæðingardagur og ár: 12.september 1963. Maki: Þóra María Matthíasdóttir. Börn: Ásta Sif, 4 ára, og Matthías Leó, 3 ára. Bifreið: Heimasætan. Starf: Ég er kafari, það er að segja þegar eitthvað er að gera í þeim bransa: Auk þess fæst ég við ýmis- legt annað. Laun: Óþekkt tala. Áhugamál: Flug og köfun. Ég hef einnig áhuga á öllu sem viðkemur vélum. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Engar, ég spila sjaldan. Hvað fmnst þér skemmtilegast að Árni Kópsson. gera? Að vera í góðum félagsskap og láta mér líða vel. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að standa í rifrildum. Uppáhaldsmatur: Glóðarsteikt reykt svínakjöt með sveppum, sósu og öðru fíniríi. Uppáhaldsdrykkur: Kók. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Magnús Ver Magnússon aflraunamaður. Uppáhaldstímarit: Andrés önd. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Ég man ekki eftir neinni nema kon- unni minni. Ertu hlynníur eða andvígur ríkis- stjórninni? Það skiptir ekki máli, maður fær engu ráðiö hvort sem er. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Benedikt Eyjólfsson (Benna í Bílabúð Benna) í glasi. Uppáhaldsleikari: Harrison Ford. Uppáhaidsleikkonæ Man ekki eftir neinni. Uppáhaldssöngvari: Bubbi. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Al- bert Guðmundsson. Uppáhaldsteiknimyndapcrsóna: Andrés önd. Uppáhaldssjónvarpsefni: Góðar ævintýramyndir, Matlock er einn- ig ágætur. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Ég sé ekkert á móti henni, held að vera þess skipti engu máli. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Sú sem er með mestu og bestu músíkina. Ég leita bara að stöð þar til ég fmn lög sem mér líka. Uppáhaldsútvarpsmaður: Ég þekki fáa útvarpsmenn en Bjarni Arason og Eva Magnúsdóttir eru ágæt. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2 næst ekki heima hjá mér á Vestfjöröum, annars horfi ég litið á sjónvarp. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ómar Ragnarsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Fer yf- irleitt aldrei á skemmtistaði. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Ég fylg- ist ekkert með íþróttum. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að láta mér líða vel. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég var að vinna í allt sumar og tók þess vegna ekkert sumarfrí. -IBS „Aðrir verða að dæma um hversu góður kokkur ég er. Ég hef gaman af eldamennsku og tek oft til hend- inni í eldhúsinu við misjafnlega góðar móttökur heimilismanna,“ segir Erik Mogensen, gítarleikari og matgæðingur vikunnar. Tryggvi Húbner tónmenntakennari skoraði á Erik að koma með indverska uppskrift sem hann sagði vera hans sérstæðu hlið í eldamennsk- unni. Erik varð viö þeirri ósk og gefur hér mjög auðvelda, að því er hann segir, uppskrift að indversk- um kjúklingi og naanbrauði. Erik segir að hann og eiginkona hans, Elva Jónsdóttir, hafi mjög gaman af að stúdera matargerð og bjóði oft gestum heim í mat. En upp- skriftin hljóðar svo: 1 kg kjúklingur 2 msk. sítrónusafi 5 msk. ólífuolía 1 stór laukur 8-10 hvítlauksrif 5 msk. möndlur ferskur engifer eftir smekk ca 2 msk. garam masala-krydd 'h tsk. chiliduft htil dós hrein jógúrt. Kjúklingurinn er bútaður niður í parta og gafílaður (stungið í hann og þjappað með gaffli). Sítrónusaf- anum og salti er nuddað í kjötið. Þá er kjúklingurinn látinn standa í að minnsta kosti eina klukku- stund. Olían sett í pptt og smátt skornum lauknum, pressuðum hvítlauksrifum, smátt söxuðum möndlum og rifnum engifer bætt út í. Laukurinn má alls ekki brenna Erik Mogensen, tónskáld og gítar- leikari, er matgæðingur vikunnar DV-mynd Hanna heldur fá á sig gylltan blæ. Gott ei að gera þetta meðan kjúklingurinn er að marinerast. Þá er ca sjö mat- skeiðum af köldu vatni blandaí saman við garam masala-kryddið og chiliduftið. Þá er krydduðu vatninu hellt saman við laukblönd- una í pottinum og látið malla sam- an. Að síðustu er jógúrtinni bætl út í. Kjúklingabitarnir eru settir i smurt eldfast mót og blöndunni er hellt vel yfir. Þá á rétturinn að standa í fjórar klukkustundir en helst í einn sólarhring. Þá á að baka hann í fjörutíu til fimmtíu mínútur við 180° C en snúa verður kjúkl- ingabitunum við þegar tíminn er hálfnaður þannig að þeir bakist vef báðum megin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.