Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Blaðsíða 46
LAUGARDAGUB 28. SEPTEMBER 1991. 58 Afmæli Sigmundur Guðbjamason Sigmundur Guðbjarnason, fyrrv. háskólarektor, Birkigrund 67, Kópa- vogi, verður sextugur á morgun. Starfsferill Sigmundur fæddist á Akranesi. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1952, prófi í efnaverkfræði frá TH í Munchen 1957 og varð dr. rer. nat. við sama háskóla 1959. Til hamingju meó af- mælió 29. september 95 ára____________________ Magnús Ásmundsson, Hjarðarholti 13, Akranesi. 85 ára Ámundi Eyjólfsson, Hamarsbraut 12, Halharfirði. Slgrfður Ólafsdóttlr, Heiðmörk 53, Hveragerði. 80 ára Björn Kjartansson, Langholtsvegi 6, Reykjavik. Björn og kona hans, Elín Sigurð- ardóttir, taka á móti gestum á af- mælisdaginn milli klukkan 15 og 18 aö Kambaselx 33. Reykjavík. 75 ára Kristinn L. Jónsson, Sundstræti 31a, ísafirði. 70 ára Tryggvi Jóhonnsson, Ytrl-Stóruborg, Þverárhreppi. Georg Felix Gíslason, Gnoðarvogi 52, Reykjavík. Guðbjörn Lýðsson, víganesi, Árneshreppi. Björn Guðmundsson, Hraðfrystihiisi, Grindavík. Ingvar Þórðarson, Reykjahlíð, Skeiðahreppi. 60 ára Magnús Þórarinsson, Vallargerði 4, Kópavogi, Hannes Bjarnl Kolbeins, Hamrabergi 36, Reykjavlk. Hannes og kona lians. Guðrún li Kolheins, taka á móti gestum á af- mælisíiaginn klukkan 17-20, i . j Kiwanishúsinu, JL . Smiðjuvegi 13A í ___Wil Kópavogi. 50 ára Jarðþrúður L. Ðaníelsdóttir, Norðurvangi 9, Hafixarfirði. Stefún S. Bjamason, Karlagötu 14, Reykjavík. Friðrik Árnason, Núpasíðu lOc, Akureyri Elín Magnúsdóttir, Stuðlaseli 19, Reykjavlk, Btrgir Hannesson, Bjarkargrund 24, Akranesi. Birgir verður að heiman á afmælisdag- irm. Reidun Gustum húsmóðir, Bjargartanga 18, Mosfellsbæ. Reidun verður að heiman á afinælis- daginn. Bergur Guðnason, Haðalandi 11, Reykjavík. 40 ára Ámi Ómar Sigurðsson, Fagranesí v/Vatnsenda, Kópavogi. Auður Björk Ágústsdóttir, Stórholti 39, Reykjavík. Kristjana G. Benediktsdóttír, Arnarsíðu 2b, Akureyri. Svandis Torfadóttir, Urðarbraut 9, Blönduósl. Sigurður ólafsson, Garðarsbraut 63, Hiísavík. Bárn Guðmundsdóttir, Mið-Grund, VEyjaSallahr. Guðrún Ásta Magnúsdóttir, Rauðalæk 42, Reykjavík. Georg Óttósson, Jörfa. I trumunmmaiireppi. Hann var yfirverkfræðingur við Sementsverksmiðju ríksins 1959-60, kennari í lífefnafræði og læknisfræði við Wayne State há- skólann í Detroit í Michigan 1961-70 og hefur verið prófessor í efnafræði við verkfræði- og raun- vísindadeild HÍ frá 1970. Hann hef- ur verið forstöðumaður efnafræði- stofu Raunvísindastofnunar Há- skólans frá 1971, sat í stjórn Se- mentsverksmiðju ríkisins 1971-81 ogformaður stjómar 1973-77. Sig- mundur hefur verið í Rannsókna- ráði ríkisins frá 1974 og var formað- ur framkvæmdanefndar 1974-79. Hann var deildarforseti verkfræði- og raunvísindadeildar 1977-79 og rektorHÍ 1985-91. Fjölskylda Sigmundur kvæntist 18.4.1954 Margréti Þorvaldsdóttur, f. 1.2. 1934, blaðamanni á Morgunblað- inu, en foreldrar hennar eru Þor- valdur Ásmundsson, útgerðarmað- ur á Akranesi, og kona hans, Aðal- björg Bjarnadóttir húsmóðir. Börn Sigmundar og Margrétar 'eru: Snorri, f. 24.10.1954, fyrri kona hans var Una Björk Gunnarsdóttir og eiga þau eina dóttur, en seinni kona hans er Sara Jewett og eiga þau eina dóttur; Logi, f. 22.1.1962; Hekla, f. 9.11.1969; Ægir Guð- bjarni, f. 19.3.1972. Systkini Sigmundar eru: Sveinn, f. 14.9.1922, verkamaður á Akra- nesi, kvæntur Gyðu Pálsdóttur; Jónína, f. 25.8.1923, d. 14.12.1924; Guðrún, f. 13.8.1924, d. 25.12.1924; Fjóla, f. 28.12.1925, gift Jóhannesi Guðjónssyni, skipstjóra á Akranesi; Vigdís, f. 20.1.1927, gift Jóhanni Bogasyni, loftskeytamanni á Akra- nesi; Lilja, f. 27.7.1928, húsmóöir í Reykjavík, gift Jóni Hallgrímssyni járnsmið; Erna, f. 11.7.1930, gift Magnúsi Ólafssyni, bifreiðarstjóra í Reykjavík; Sveinbjörn, f. 8.6.1939, forstöðumaður rafreiknideildar Landsbankans í Reykjavík, kvænt- ur Sigríði Magnúsdóttur; Sturla, f. 10.9.1940, b. i Fossatúni í Bæjar- sveit, kvæntur Diljá Pálsdóttur; Hannesína, f. 16.4.1944, banka- starfsmaður í Reykjavík, gift Eg- gerti Steinþórssyni húsasmið. Foreldrar Sigmundar eru Guð- bjarni Sigmundsson, f. 2.4. 1897, verkamaður á Akranesi, og kona hans, Guðný Magnúsdóttir, f. 27.10. 1902, d. 18.11. 1984, húsmóöir. Ætt Faðir Guðbjarna var Sigmundur, sjómaður í ívarshúsum á Akra- nesi, Guðbjarnasonar, b. á Litlu- Grund á Akranesi, Bjarnasonar, b. á Kalastöðum, Helgasonar, bróð- ur Guðmundar, afa Nínu Sæ- mundsdótturlistmálara. Móðir Guðbjarna var Vigdís, systir Hall- dórs, langafa Svölu Thorlacius hrl. Vigdís var dóttir Jóns, b. á Skálpa- stöðum í Lundarreykjadal, hróður Kristínar, langömmu Ingibjargar, móður Einars Laxness, fram- kvæmdastjóra Menningarsjóðs. Jón var einnig bróðir Odds, langafa Önnu, móður Flosa Ölafssonar leikara. Jón var sonur Bjarna, b. á Vatnshorni í Skorradal, Her- mannssonar. Móðir Vigdísar var Guðrún, móðir Sigríðar, langömmu Svanfríðar, móður Pét- urs H. Blöndals forstjóra. Guðrún var dóttir Jóhanns Péturs, b. á Þingnesi í Bæjarsveit, Einarssonar. Guðný var dóttir Magnúsar, b. á Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal, Gunnlaugssonar, b. í Krosskoti, Jónssonar, b. í Tungufelli, bróður Þorsteins, langafa Þorsteins frá Hamri. Jón var sonur Sigurðar, b. í Höll, Guðmundssonar, bróður Margrétar, langömmu Ingibjargar, langömmu Kristjáns Eldjárns for- seta. Margrét var einnig langamma Oddnýjar, langömmu Guðrúnar, móður Bjarna Benediktssonar for- sætisráðherra. Móðir Jóns var Þór- unn Þorsteinsdóttir, systir Þor- valdar, langafa Sigríðar, móður Halldórs Laxness. Móðir Guðnýjar var Elísabet Gísladóttir, b. í Fellsaxlarkoti, Egg- ertssonar, b. á Eyri í Flókadal, Gíslasonar, prests í Hítarnesi, Guð- mundssonar, bróður Jóns, langafa Guðmundar Kambans, Sigvalda Kaldalóns og Guðrúnar, móður Gauks Jörundssonar, umboðs- manns Alþingis. Móðir Gísla í Fellsaxlarkoti var Guðrún Vigfús- dóttir, sýstir Guðmundar, langafa Þorvaldar Skúlasonar listmálara. Sigmundur tekur á móti gestum í Tæknigarði við Dunhaga klukkan 16.00-18.00 á afmæbsdaginn. Sigurjón Sveinbjörnsson múrari, Völusteinsstræti 32, Bolungarvík, er sextugurídag. Starfsferill Sigurjón fæddist að Uppsölum í Súðavíkurhreppi. Hann tók þijátíu tonna skipstjórnarprófið og stund- aði sjómennsku í u.þ.b. áratug en hefur síðan starfað við múrverk, auk þess sem hann hefur starfrækt röra- og hellusteypu með Sveinbirni bróður sínum og síðan hin síðari ár með sonum sínum. Fjölskylda Sigurjón kvæntist 24.8.1957 Krist- ínu Magnúsdóttur, f. 9.5.1931, bóka- verði, en þau hófu sambúð í árslok 1952. Kristín er dóttir Magnúsar Kristjánssonar, skipstjóra í Bolung- arvík, og Júlíönnu J. Magnúsdóttur húsmóður. Börn Siguijóns og Kristínar eru Magnús Kristþór, f. 13.6.1954, múr- ari í Bolungarvík, kvæntur Amel J. Dunkley, f. 3.5.1959, fiskvinnslu- konu; Unnsteinn, f. 27.5.1959, múr- ari í Bolungarvík; Kristbjörn Ró- bert, f. 24.11.1960, framkvæmda- stjóri á ísafirði, kvæntur Rannveigu Halldórsdóttur, f. 21.3.1964, bóka- safnsfræðingi, og eru dætur þeirra Oddný Kristín, f. 18.3.1986, og Kat- rín Sif, f. 12.5.1991, auk þess sem Kristbjörn Róbert á dóttur frá því áður, Guðbjörgu Olgu, f. 16.6.1984, en móðir hennar er Guðný Olgeirs- dóttir; Júlíus, f. 27.5.1965, múrari í Bolungarvík. Systkini Siguijóns urðu flmmtán talsins. Af systkinum hans eru nú á lífi Ragnar, Elísabet, Kristján, Krist- ín Guðrún, Daðey, Halldóra Þórunn, Einar Jónatan, Jónína Þuríður, Sveinbjörn og Martha Kristín. Sigurjón Sveinbjörnsson. Foreldrar Sigurjóns voru Svein- björnRögnvaldsson, f. 15.9.1896, d. 28.3.1975, b. að Uppsölum, og Krist- ín Hálfdánardóttir, f. 22.11.1896, d. 2.1.1951, húsfreyja. Guðni Tómas Guðmundsson vél- stjóri, Furugerði 1, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára í dag. Starfsferill Guðni fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði almenna skólagöngu í Reykjavík en flutti til Vestmannaeyja 1921 þar sem hann bjó í þijátíu og fimm ár eða til 1955. Þá flutti hann aftur til Reykja- víkur þar sem hann hefur búið síð- an. Guðni stundaði vélskólanám í Vestmannaeyjum og útskrifaðist sem vélstjóri 1930 en hann er einn af stofnendum Vélstjórafélags Vest- mannaeyja. Hann sat í stjóm Vél- stjórafélagsins um árabil og var um tíma varaformaður þess. Guðni hefur verið vélstjóri á fiski- bátum og síöan Jöklunum. Hann kom endaniega í land 1970 en starf- aði við húsasmíðar á árunum 1970-87. Fjölskylda Guðni kvæntist 1940 Júlíu Gísla- dóttur, f. 15.7.1907, húsmóður, en foreldrar hennar voru Gísli Karels- son, sjómaður á Eyrarbakka, og kona hans, Jónína Gísladóttir. Fóstursonur Guðna og Júlíu er Ingvi, f. 1941, járnsmiður, kvæntur Huldu Þorsteinsdóttur en þau eru búsett í Reykjavík og eiga þrjú börn. Guöni átti fimm alsystkini sem öll eru látin. Alsystkini hans voru Sig- urður, sjómaöur í Mýrdalnum; Þor- björg, húsmóðir í Vestmannaeyjum; Ingólfur, úrsmiður í Vestmannaeyj- um, og tvö börn sem dóu í frum- bernsku. Hálfbróðir Guðna, samfeðra, er Matthías, lengi verkstjóri á Kefla- víkurflugvelli. Foreidrar Guðna voru Guðmund- ur Jónsson, skipasmiður í Reykja- Guðni Tómas Guðmundsson. vík og síðar í Vestmannaeyjum, og fyrri kona hans, Rósa Sigurðardótt- irhúsmóðir. Guðni verður að heiman á afmæl- isdaginn. Sigmundur Guðbjarnason. Sigurjón Sveinbjömsson Guðni T. Guðmundsson Til hamingju með af- mælið 28. september 85 ára Borgþór Jónsson, Mýrargötu 20, Neskaupstað. Helga Friðriksdóttir, Krithólum 1, Lýtingsstaðahr. Sigríður Beck, Hi-ingbraut 50, Reykjavík. 80 ára Jósefína Þorláksdóttir, Birkivöllum 31, Selfossi. 75 ára Sveinn Ragnar Asmundsson, Faxabraut 22, Keflavík. íva Bjarnadóttir, Þverási 39, Reykjavík. Magnús O. Jóhannsson, Smiðjugötu 6, ísafirði. Jónas Krístjánsson, Freyjugötu 1, Reykjavík, Óli Ölason, Laugavegi 128, Reykjavik. Ásta Albertsdóttir, Sólheimum 27, Reykjavík. Anna Birna Björnsdóttir, Sunnubraut 9, Garði. Halldóra E. Tómasdóttir, Furugrund 34, Akranesi. Halldóra tekur á móti gestum á afmæl- Isdagínn milli klukkan 15 og 18 á heim- ilí systur sínnar að Helgubraut 31, Kópavogi. Andrés Þorvarðarson, Baldursgotu 6a, Reykjavík. Fríða Ingunn Magnúsdóttir, Gerðhömrum 4, Reykjavík. Jón Benediktsson, Lágmóa 8, Njarðvík. Kathe Ege Larsen, Möðrufelli 15, Reykjavík. Guðni Óskarsson, Hólsvegi 3a, Eskifirði. Magnús Jóhann Óskarsson, Brautarási 12, Reykiavík. 40 ára Guðjón Halldórsson, Dalsbyggð 13, Garðabæ. Óðinn Guðmundsson, Hlaðbrekku 8, Kópavogi. Arnór Valdi Valdimarsson, Mánagötu 5, Grindavík. Bjarni Ragnar Magnússon, Hjallabraut 37, Hafnarfirði. Einar örn Elnarsson, Klapparbergi 8, Reykiavík. Þorbjörg Þórisdóttir, Grenilundi 1, Akureyri. Soffía Guðmundsdóttir, Grenilundi 10, Garðabæ. Áslaug Húnbogadóttir, Fífumóa 5b, Njarðvík. Unnur Káradóttir, Áshbð 1, Akureyri, Halldór Guðmundsson, Sólvöllum I5b, Egilsstööum. Valdimar Eggertsson, Nesbala 29. tjamamesi. Valdimar og kona hans, Ásta Margrét Sigurjónsdottir. verða að beiman á afmælisdaginn. Sigfús Harðarson, Hvannabraut 4, Höfix í Hornaflrði. Sofíta M. Bggertsdóttir, Túngötu 13, Olafsfirði. Rögnvaldur Ragnar Jónsson, VíöivöUum 22, Akureyri, Þorkell Guðmundsson, Suöurvör 1, Grindavík. Ásdis Magnúsdóttir, Krummahólum 5, Reykjavik. Sel-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.