Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991.
11
Vísnaþáttur
Vilhj álmur var fyrsta
Reykj aví kurskáldið
Skáholt er hús í vesturbæ Reykja-
víkur. Það er enn við lýði og þar býr
nú þjóðkunn skáldkona og blaða-
maður. Snemma á öldinni settist þar
að Guðmundur, faðir skáldsins sem
kenndi sig við heimili sitt. Foreldr-
arnir, sjómaður og verkakona,
bjuggu þar ásamt bömum sínum sem
öll tóku þátt í lífsbaráttunni þegar
þau höfðu aldur til. Og hún var hörð
á þessum árum. Vilhjálmur orti:
Til frelsis hins fjötraða manns
ég fagnandi bý mig til stríðs.
Sverð mitt er söngur til hans,
ég er sonur hins vinnandi lýðs.
Vilhjálmur: 1907-1963, var við nám
í Askov á Jótlandi veturinn 1932-33.
Heima stundaði hann sjó og verka-
mannavinnu, síðustu árin blóma-
sölu. Bækur á árunum 1931-57: Næt-
urljóð, Vort daglega brauð, Sól og
menn, Blóð og vín. Úrval gefið út
1959 Jarðnesk ljóð. Þegar hann lést
mun handrit að minningabók í skáld-
söguformi hafa verið fullritað. Til
þess hefur ekki spurst.
Vilhjálmur frá Skáholti og Kol-
beinn sonur Kolbeins, hins góða hag-
yrðings í Kollafirði, voru á líkum
Vísnaþáttur
aldri. Þeir voru félagar og tóku
stundum að sér múraraverk í
Reykjavík, var það í ákvæðisvinnu.
Þeir settu sér fyrir, luku því og fengu
þá lokagreiðslu. Gekk svo um hríð,
en kaupið vildi fara í svall, og ef að
verki var fundið eða verklagi kenndu
þeir hvor öðmm um. Kolbeinn hót-
aði að láta hendur skipta. Báðir voru
vel að manni. Frá þeim tíma ereftirf-
arandi vísa Vilhjálms:
Er að Kolbeinn
á mig ráðast þyrði,
svara skyldi ég svo að yrði
sorg í öllum Kollafirði.
Kollafj arðarbóndinn
Kolbeinn Hannesson, bóndi og
kennari í Kollafirði, 1889-1949. Hann
hætti búskap á góðum aldri og flutt-
ist til Reykjavíkur, fékk starf við
fræga ríkisstofnun. Hann varð
snemma kunnur hagyrðingur, einn
þeirra sem lagði til efni í Stuðlamál,
sem kom út hjá Þorsteini M. Jóns-
syni á Akureyri, 1925-32. Kunnasta
vísa hans mun þessi vera:
Oft hef ég saman orðum hnýtt
einum mér til gleði.
Það er annars ekki nýtt,
að íslendingur kveði.
ísafoldarprentsmiðja gaf út vísna-
safn Kolbeins í fjórum bókum í lok
síðasta stríðs, ennfremur eina með
smásögum. Hér er önnur vísa, hún
er um mann sem þótti stuttur í
spuna:
Er það kyn, þótt ergi hann
ískrið í lífsins háði,
sem um ævi aldrei fann
ylinn, sem hann þráði?
Viö skulum annars birta nokkrar
fleiri vísur eftir Kolbein, úr því við
nefnum hann. Þær eru í þeim bók-
um, sem ég hef nefnt.
Hafirðu eina hríðarnótt
hlustað á kófrenninginn,
engin að þér sorg þá sótt
- seig er tilfinningin.
Aldrei fundið angurs til
með öllum þeim sem líða,
og bæði vantar björg og yl
í bylting óðra hríða.
Þá munu varla verða þér
veðurhljóðin nöpur,
ekki nóttin, eins og mér,
ömurleg og döpur.
Heillaóskir og kveðjur
Vísur ortar til Sigurðar Nordals
þegar hann stóð ungur á vegamótum
og spurði sjálfan sig hvort hann ætti
að þiggja góða stöðu erlendis eða
hverfa heim að loknu námi.
Bál þín eggja og bera hátt,
birtu leggja um þökin.
Þú átt tveggja manna mátt,
mestu veggja tökin.
Vísnasmiður hugsar sér Sigurð
sem vegghleðslumann í varnarvirkj-
um íslenskrar menningar. Heldur
svo áfram:
Vitnar best um verk og mann
vald og festa í línum.
Tungan mest þér ungum ann,
æðsta presti sínum.
Afrek dreymi anda þinn,
að þér streymi hlýja.
Móðir geymi soninn sinn.
Sýndu oss heima nýja.
Andrés, bóndi á Hrísbrú í Mosfells-
sveit, fékk afmæliskveðju. Þar eru
þessar vísur:
Brosa við í brekkuvang
breiðar lendur fríðar.
Þar sem Egill enti gang
Andrés hóf hann síðar.
Áttu báðir örðugt þóf,
ýmsu kenndu á hörðu.
Annar niöur gull sitt gróf,
gull nam hinn úr jörðu.
Um sjálfan sig fimmtugan orti Kol-
beinn:
Oft hefur boðað auðnutap,
örðugt við að gera,
að hafa öðlast skáldaskap,
skáld þó lítið vera.
Við skál var ort:
Háttumál og komið kveld,
kveð ég tálið bjarta.
Burt frá skál ég beiskri held
brenndur á sál og hjarta.
Best er að hafa brotið fæst
boðorð fram í elli.
Stórt að hrasa en standa næst
styrkur á lífsins svelli.
Um ferskeytluna.
Þeim eru víð hin þröngu hlið,
sem þínar erfðu gnóttir.
Þú átt allt og alla við,
íslenskunnar dóttir.
Á köldum morgni.
Andar kalt um árdagsmál,
allt er kuldadofiö.
Veslings granna gróðurnál,
gastu nokkuð sofið?
Sárast raun þá síst ég met,
silfur mitt þó þrjóti.
Þegar best mér lífið lét,
lék ég mér að grjóti.
Æth ég verði að umskipting
við ofbirtu frá ljósi,
ef ég skrepp á skáldaþing
skítugur - úr fjósi?
Þá kveðjum við að þessu sinni.
Jón úr Vör
JLlísadagar
Fallegar flísar prýða
hvert heimili.
málninaar
pjónusti
stan hf
akranesi
Grensásvegi 11 • Reykjavik • Sími 83500
m ekki bara fallegar,
" hka sterkasta efni á
g veggi, sem völ er á.
n næstu daga mikið
gólf- og veggflísum
7 heimsþekktum
ðendum, með 10-50%
afslætti.