Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Blaðsíða 32
44 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991. Sjónvarpiö er komiö á fulloröinsár og heldur upp á tuttugu og fimm ára afmæli sitt á mánudag. Eins og tíðk- ast viö slík tækifæri verður boöið í afmælisveislu. Sjónvarpsmenn ætla nefnilega aö bjóða upp á skemmti- dagskrá í tilefni dagsins allt mánu- dagskvöldið. Þar munu koma fram fjöldi þekktra skemmtikrafta og að auki gamalt og nýtt starfsfólk stofn- unarinnar. Meðal þeirra sem koma í heimsókn verða Ása Finnsdóttir, fyrsta sjónvarpsþulan, Markús Örn Antonsson, sem var í hópi fyrstu fréttamanna, og Ólafur Ragnarsson en hann stjórnaði fréttaútsendingum í upphafi. Það eru þau Bjarni Vest- mann og Edda Þórarinsdóttir sem taka á móti gestunum og rifja upp skemmtileg atvik sem upp hafa kom- ið á þessum tuttugu og fimm árum. Textavarp er framtíðin Á þessum tímamótum mun Sjón- varpið einnig fá andlitslyftingu. Fjór- ir nýir þulir, tveir karlkyns og tveir kvenkyns, koma til starfa. Auk þess fer textavarp formlega í loftið þenn- an dag. Textavarpið er upplýsinga- miðill fyrir sjónvarpsnotendur, ekki ósvipaður dagbók dagblaðanna, en að auki verður hægt að sjá helstu fréttir dagsins, veður og færð víða um land. Textavarp hefur verið lengi við líði viðast í Evrópu og er orðin þróaður miðill fyrir áhorfendur. Sem dæmi þá er símaskráin í Frakklandi í textavarpi þar. Notendur geta keypt miöa í leikhús, bíó eða jafnvel ílug- ferðir í gegnum textavarpið. Svo fullkomið er okkar textavarp ekki í fyrstu en allt stefnir í að svo verði í framtíðinni. Þá munu t.d. fyr- irtæki eins og Flugleiðir geta keypt sér aðgang að textavarpinu. Þó texta- varpið fari formlega í gagnið á mánu- dag eru ekki allir landsmenn sem geta notfært sér það. Þó mun texta- varpið fyrst í stað verða sent út í al- mennri dagskrá milli klukkan 16 og 18 á daginn til kynningar. Sjónvarps- tækin þurfa að vera búin sérstökum móttakara og eru það einungis nýrri tæki, fimm ára og yngri, sem hafa möguleika á að fá þann búnað sem þarf. Verslanir, sem selja sjónvarps- tækin, sjá notendum fyrir búnaðin- um og getur hann kostað allt frá fimm þúsund krónum upp í sautján þúsund. Nýjustu tækin hafa búnað- inn innbyggðan og þá þarf ekki að leggja í aukakostnað. Fjarstýring tækjanna er notuð til að fletta blað- síðum textavarpsins en allar upplýs- ingar um hvar skuli leitað er í fyrstu mynd sem gefm er upp. Að sögn Geirs Magnússonar, sem er eini starfsmaður textavarpsins, er mjög einfalt að fletta upp í textavarpinu og enginn ætti að velkjast í vafa með það. Yfirmenn Sjónvarpsins leggja mikla áherslu á að textavarp sé ekki skjáauglýsingar og alls ekki hægt að líkja því saman á neinn hátt. Innlent efni daglega Fyrir utan andlitslyftingu og texta- varp mun Sjónvarpið leggja mikla áherslu á fjölbreytta vetrardagskrá og er ekki annað að sjá en samkeppn- in sé komin á fullan skrið. Margir vandaðir framhaldsmyndaflokkar munu sjást á skjánum á næstunni en einnig koma aftur gamlir vinir eins og Derrick, Bergerac og Bill Cosby. Innlend dagskrárgerð Sjónvarps er í miklum blóma. Sveinn Einarsson, forstöðumaður innlendrar dagskrár, Hinrik Bjarnason, Asdís Olsen dagskrárritstjóri, Pétur Guöfinnsson og Sveinn Einarsson eru stolt á afmæli Sjónvarpsins enda er blásið í lúðra og sam- keppninni mætt af fullri hörku. Geir Magnússon, umsjónarmaður textavarps, segir mjög einfalt að fletta i þessum nýja upplýsingamiðli og íslensku stafirnir eru á sínum stað eins ogsjámá. DV-myndir Brynjar Gauti Ekki hefur komið til tals að færa dagskrána fram að deginum. „Við athugun í þeirri könnun sem gerð var í sumar hvenær fólk er komið heim að deginum kom í ljós að vinnu- dagurinn virðist styttri heldur en hann var fyrir tuttugu árum,“ sagði Pétur. „Öll frekari lenging á dag- skránni strandar á íjárhagsástæð- um. Menn hafa frekar viljað efla inn- lenda dagskrárgerð, enda mikið lagt í hana. Hins vegar er fullur vilji fyr- ir því að lengja dagskrána og þá yrði byrjað á morgunsjónvarpi um helg- ar. Til þess vantar einungis fjár- magn,“ sagði Pétur ennfremur. Spaugstofan eftir áramótin Eitt vinsælasta sjónvarpsefnið, Spaugstofan, verður ekki á dagskrá fyrir áramót enda hefur það aldrei verið. Hins vegar vildi Sveinn Ein- arsson ekki neita að hún yrði áfram eftir áramótin. „Það hefur að minnsta kosti komið til tals,“ svaraði hann. Ný klukka og glæsilegir kynnar Sjónvarpsáhorfendur munu á mánudaginn sjá talsverða útlits- breytingu á skjánum. Hákon Már Oddsson hefur séð um þær breyting- ar en þær lúta helst að breyttu um- hverfi dagskrár. Ný klukka birtist á skjánum, sérstök sjónvarpsklukka. Rammi auglýsinga mun breytast og útlit úr þularstofu. Nýjung er að þul- ir munu nú lesa texta sinn af lestæki í stað þess að hafa blöð á hnjánum. Þá munu þeir fá leiðbeiningar í fata- vali og Sjónvarpið mun þjálfa fólk sérstaklega til þessa starfs í tali og málfræði. Að sögn Hákonar verður útlits- breyting Sjónvarpsins talsverð og mun skipulegri en áður hefur verið. Til dæmis hefur Sjónvarpið látið útbúa sérstakt þrívíddarlógó en það er í fyrsta skipti sem slíkt er gert hér á landi. Hingað til hefur þrívíddar- tækni komið frá útlöndum. „Ég held að okkur hafi tekist vel til með þess- ar breytingar og náð góðri heildar- mynd,“ sagði Hákon. „Umhverfið og útlit verður mun nýtískulegra en áður og það er liður í þeirri miklu samkeppni sem hér hefur skapast og er öllum til góðs,“ sagði hann. „Við munum leggja talsvert upp úr dag- skrárkynningum sem við teljúm vera einkenni Sjónvarpsins. Margir hafa gagnrýnt dagskrárkynnana og talið þá óþarfa. Við komumst að þeirri niðurstöðu að þeir væru ómissandi þáttur í andliti Sjónvarps- ins með tilliti til hefðarinnar og ein- kenna," sagði Hákon Oddsson. Það er ljóst að Sjónvarpið er að hefja nýja sókn í samkeppninni við Stöð 2. Áhorfendur verða þess vænt- anlega varir á afmælisdaginn. -ELA Eiður Guðnason, núverandi ráðherra, þáverandi fréttamaður Sjónvarpsins, við úrvinnslu frétta á fyrstu árunum. segir aö stefnan sé að hafa að minnsta kosP einn innlendan þátt aö kvöldi. Meðal þess sem boðið veröur upp á fyrir áramótin af inn- lendu efni eru jafnt fræðandi þáttar- aöir sem skemmtiefni. Hemmi Gunn veröur á sínum stað en á móti þeim þætti kemur nýr þáttur í umsjá Helga Péturssonar. Þar verður rifjuð upp saga íslenskrar dægurtónlistar. íslensk leikrit og bíómyndir verða einnig í dagskránni. Morgunsjónvarp væntanlegt Draumur yfirmanna Sjónvarpsins er að koma upp morgunsjónvarpi um helgar. Að sögn Péturs Guðfinnsson- ar framkvæmdastjóra væri hægt að hefja morgunsjónvarp um helgar með mjög litlum fyrirvara ef fjárveit- ing fengist til þess. „Það strandar einungis á peningum, annars værum viö byijaðir með morgunsjónvarp um helgar,“ sagði Pétur í samtali við helgarblaðið. Ekki er talið að morg- unsjónvarp verði að veruleika fyrir áramótin en vonast er til að fjárveit- ing fáist á næsta ári. Morgunsjón- varpið yrði eingöngu fyrir yngstu áhorfendur. Sveinn Einarsson sagði að kennsluþættir um skák yröu einn- ig sendir út í morgunsjónvarpi þegar þar að kemur en þeir verða síðdegis á sunnudögum á næstunni. Frétta- stofan fær sinn hluta. Sjónvarpið mun hefja útsendingar fljótlega eftir hádegi á sunnudögum. Þar verður á boðstólum ýmislegt fræðandi efni og þættir um listir. Má nefna endursýningu á afmælis- tónleikum Pavarottis, kvikmyndir, óperur og fleira. „Þarna verður á ferðinni hágæðaefni, mismunandi að lengd, sem höfðar til ákveðinna hópa í þjóðfélaginu," sagði Hinrik. Ekki er fyrirhugað að auka endursýning- ar á þáttum og kvikmyndum. Hálfátta tíminn vinsæll Vinsælir þættir eins og Roseanne, sem verið hafa á dagskrá klukkan hálfáttá, verða áfram á þeim tíma. Að sögn Péturs var gerö umfangs- mikil neytendakönnun í sumar og kom þar fram mikið er horft á þætti á þessum tíma. „Það sýndi sig vel í þessari könnun að áhorfun er mikil á þessum tíma og voru þó ekki í úr- takinu unglingar undir fimmtán ára sem er þó vitað að horfa talsvert á þessum tíma,“ sagði Hinrik Bjarna- son, formaöur lista- og skemmti- deildar. Hann taldi víst að tíminn væri slæmur fyrir marga en aðrir væru hæstánægðir. Þannig væri aldrei hægt að gera öðrum til hæfis. Þegar orðuð var samkeppni á þess- um tíma vegna fréttar Stöðvar 2 við- urkenndi Pétur að hún ætti hlut að máli. „Þeir reyna líka að tefla fram sterku efni á þeim tíma sem frétta- tími okkar er sendur út,“ sagði hann. Sjónvarpið 25 ára á mánudaginn: Textavarp, nýtt útlit og væntanlegt morgunsjónvarp - er meðal þess sem boðað er á þessum tímamótum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.