Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 28: SEPTEMBER1991. Hættuleg kynni THE COMFORT OF STRANGERS Útgefandi: Skifan. Leikstjóri Paul Schrader. Aóalhlutverk: Christopher Walken, Ru- pert Everett, Natasha Richardson og Helen Mirren. Bandarísk, sýningartími 100 min. Bönnuö börnum innan 12 ára. Það er mikið úrvalslið sem stend- ur að baki The Comfort of Strang- ers. Leikararnir Christopher Wak- en. Rupert Everett, Natasha Ric- hardson og Helen Mirren eru fyrsta ílokks. Leikstjórinn Paul Schrader hefur ávallt farið eigin leiðir og gert nokkrar ágætar kvikmyndir og handritið er skrifað af engum öðrum en leikritaskáldinu þekkta, Harold Pinter. Útkoman hefði átt aö verða góð kvikmynd en því mið- ur. Þrátt fyrir suðrænt andrúms- loftið í Feneyjum og ágætan leik nær myndin aldrei flugi, nema að- eins í lokin, en þá er maður orðin leiður á flóknum persónulýsingum sem komast eríiðlega til skila. A seductive story of destroctive oiiNfission... inc canropi or ÍTRAMGCrCf ÍmTkÍ'n íVHÚVÍ BltiilÍÖVlN MÍKKÍN Mary og Colin eru ekki gift en eru einmitt stödd í Feneyjum til að at- huga hvort slíkt gæti komið til greina. Þeim greinilega dauðleiðist og verða því forvitin þegar þau kynnast sérstökum manni sem býður þeim næturgistingu í annað skiptið er þau hitta hann. Á rík- mannlegu heimili hans hitta þau fyrir eiginkonu hans sem ekki er síður dularfull. Þótt unga parið gruni að það boðar ekkert gott að þekkja þetta fólk getur það varla slitið sig frá þessari furðuveröld sem þau komast í kynni viö. Það er í raun fátt áhugavert sem skeður í The Comfort of Strangers. Samtölin eru einstaka sinnum spennandi en detta niður í meðal- mennsku jafnóðum og þegar loks eitthvað skeður þá fer maður að krefjast skýringa sem aldrei koma. Einstaka sinnum minnir The Comfort of Strangers á aðra mynd sem gerist í Feneyjum, Don’t Look now en þá mögnuðu dulúð sem ein- kenndi þá mynd er hvergi að finna hér. -HK ★★★ ★ Vá I • VERY RAUNCHV SCENtS... sexy and amusieg BIHU MIG! ELSKAÐU MIG! * DOSiC LBVE STOR? FOR ÍHf. HI6HI.Y SÍHUHS ÍÉOÉir . «i 1 (1) Pacific Heights 2 (3) Look Who’s Talking too 3 (2) The Rookie 4 (6) PostcardsfromtheEdge 5 (4) Magnús 6 (-) Bittu mig, elskaðu mig 7 (-) Bonefire of Vanities 8(7) Rocky 5 9 (-) Going under 10 (5) Pump up the Voiume 11 (10) Reversal of Fortune 12 (11) Almost an Angel 13 (-) Deadly Surveiiance 14 (8) Flight of the Intruder 15 (9) Delta Force 2 HasaríHongKong CRIME LORDS Útgefandi: Bergvik hf. Leikstjóri: Wayne Crawford. Aðalhlutverk: Wayne Crawford, Martin Hewitt og James Hong. Bandarísk, 1990 - sýningartimi 92 mín. Bönnuó börnum innan 16 ára. Crime Lords er dæmigerð löggu- mynd. Aðalpersónurnar eru tvær New York löggur af harðari gerð- inni sem sendar eru til Hong Kong til að komast fyrir miklar eitur- lyíjasendingar þaðan til Bandaríkj- anna. í Hong Kong verða þeir til að byrja með auðveld bráð fyrir heimavana glæpamenn sem þar ráða ríkjum. Ekki verður það til að gera þeim stirt samstarf auð- veldara og endar það með því að þeir reyna fyrir sér hvor í sínu lagi. Það er litið sem gleður augað við að horfa á Glæpakóngana en hraði er mikill í myndinni og kemur sá hraöi oft í veg fyrir aö áhorfandinn taki eftir slæmum leik og sundur- lausri atburðarás. DV-myndbandalistirm Fjölskyldubönd STAYING TOGETHER Útgefandi: Kvikmynd. Leikstjóri: Lee Grant. Aðalhlutverk: Sean Astin, Stockard Channing, Melinda Dillon, Tim Quill og Daphne Zuniga. Bandarísk, 1989-sýningartimi 90 min. Leyfð öllum aldurshópum. Lee Grant hefur í mörg ár verið virt leikkona vestan hafs og kann- ast sjálfsagt margir við hana. Nú hefur hún snúið við blaðinu og hefur tekið til við leikstjórn og er Staying together hennar fyrsta mynd og er ekki annað hægt að segja en að hún fari vel á stað. Staying together er hugljúf mynd sem segir frá fjölskyldu einni í smábæ. Faðirinn hefur í mörg ár rekið kjúklingastað en er oröinn dauðleiður á kjúkhngum og selur fyrirtækið án þess að ráðfæra sig við þrjá syni sem allir starfa á staðnum. Þegar þeir frétta þetta veröur sprenging í fjölskyldunni og elsti sonurinn flytur að heima. •Við fylgjumst síðan með drengjun- um í blíðu og stríðu. Allir eiga þeir við erfileika að stríða sem þeir sigr- ast að lokum á. Staying together er virkilega vel heppnuð og skemmtileg mynd. Það fer ekki mikið fyrir mynd sem þess- ari í troðfullum hillum á mynd- bandaleigum en óhætt er að segja að enginn verður fyrir vonbrigðum með að fylgjast með lífshlaupi McDermott fjölskyldunnar. Fjórar nýjar myndir koma inn á myndbandalistann þessa vikuna. Meðal þeirra er Bonefire of Vanities. Aðalhlutverkin i þeirri mynd leika Tom Hanks, Bruce Willis og Melanie Griffilh og eru tveir fyrst- nefndu á myndinni. kVlk ■ ■:. 111}» ★l/2 BITTU MIG! ELSKAÐU MIG! (ATAME) Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Pedro Almodovar. Aðalhlutverk: Victoria Abril, Antonio Banderas, Francisco Rabal og Loles Leon. Spönsk, 1990 - sýningartími 102 min. Bönnuð börnum innan 16 ára. Spánski leikstjórinn Pedro Almodovar hefur með myndunum Kona á barmi taugaáfalls og Bittu mig, elskaðu mig, skapað sér nafn sem einn frumlegasti og eftirtekt- arverðasti leikstjórinn í evrópskri kvikmyndagerð í dag. Almodovar hefur einstakt lag á að koma frekar neikvæðum sögu- þræði í skemmtilegt form þannig að áhorfandinn sættir sig yfirleitt við allt sem sýnt er þó sannarlega sé Almodovar stundum á mörkun- um í framsetningu atburða. í Bittu mig, elskaðu mig kynn- umst við tveimur persónum sem þrætt hafa öngstræti lífsins. Ricky hefur dvahð alla ævi á munaðar- leysingjahælum og geðveikrahæl- um og hefur oft strokið. Þar til fyr- ir ári var honum nákvæmlega sama um allt, eða þar til hann hitti Marinu, fyrrverandi klámstjörnu og eiturlyfjaneytanda. Kynni þeirra eina næturstund breyta honum. Þegar myndin hefst er hann í fyrsta sinn laus af hæli The Md)crmoU boys art'ootbr a gtxxi örnt'... .m<j ínSora shot.k? ★★ Njósnir í Kúvæt THE COMPANY II - SACRIFICES Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Michael Fresco. Aóalhlutverk: Anthony John Denison, Linda Purl og John Rhys-Davis. Bandarisk, 1991 -sýningartimi 89mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. Þeir eru fljótir að taka við sér í Hollywood. Persaflóastríðið hefur sjálfsagt verið í dauðateygjunum þegar The Company II - The Sacri- fices hefur verið gerð. í myndinni er sögð saga njósnara sem sendir eru til Kúvæt og íraks rétt áður en stríðið hófst. Eins og svo oft um hraðsoðnar myndir þá eru margir lausir endar og öll er atburðarásin hin ótrúleg- asta. Mynd þessi veldur töluverð- um vonbrigðum. Stutt er síðan kom út önnur mynd um njósnarana þrjá, The Company, og gerist hún að hluta til fyrir austan tjald. Var þar um mun betri mynd að ræða. En aðstandendur The Company II geta allavega stært sig af því að hafa verið fyrstir með mynd um Persaflóastríðið. vegna þess að hann vildi það sjálf- ur. Hann leitar uppi Marinu, en hún man þá hvorki eftir honum eða vill neitt með hann hafa. Ricky bregður þá á það ráð að ræna henni í hennar eigin íbúð og halda henni þar gegn vilja hennar, segir að hún muni læra síðar meir að elska hann. „Ég vil aðeins að þú elskir mig, giftist mér og eignist með mér börn, segir Ricky og er alveg hissa á að hún skuli mótmæla. Það er mikill húmor í myndinni þótt söguþráðurinn gefi lítið tilefni til. Vill Marina láta bjarga sér eða ekki? Þessu veltir áhorfandinn fyr- ir sér allan tímann. Endirinn væri dálítið væminn ef ekki kæmi til stórskemmtilegt lokaatriði. Antonio Banderos og Victoria Abril fara vel með hlutverk sín. Þau þurfa að stilla strengi sína á allar tilflnningar mannskepnunn- ar og gera það listilega vel. Bittu mig, elskaðu mig er samt kvikmynd sem er ekki fyrir alla, hún er djörf á mörgum sviðum og áleitin í frásagnarmáta. -HK SA.C CES

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.