Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991. Bridge íslenskt landslið í fyrsta sinn með í úrslitum HM í bridge: Líkamsformið skiptir einna mestu máli Landslið íslands i bridge ásamt fyrirliða sínum. sem er nú úti i Yokohama í Japan þar sem heimsmeistaramótið er haldið að þessu sinni. Frá vinstri, Örn Arnþórsson, Guðmundur Páll Arnarson, Björn Eysteinsson fyrirliði, Þorlákur Jónsson, Jón Baldursson, Guðlaugur R. Jóhannsson og Aðalsteinn Jörgensen. DV-mynd GVA „Raunhæfar vonir okkar byggjast á því að verða einir af fjórum efstu í fyrstu lotunni í riðiinum og komast þar með í 96 spila einvígi við sveit úr hinum riðlinum." sagði Guðlaug- ur R. Jóhannsson i samtali við DV. Hann er einn 6 landsliðsmanna í landsliði íslands sem spilar næsta hálfa mánuðinn í 16 landa úrslitum á HM í bridge í Japan. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt landslið nær svo langt að komast í úrslit á heims- meistaramóti í bridge. Árið 1950 komust tveir íslendingar á HM sem fram fór á Bermúda. Tvö sænsk pör og eitt íslenskt, voru fuil- trúar Evrópu í þeirri keppni og spil- uöu saman í sveit. Spilarar fyrir hönd íslands þá voru Einar Þorfinns- son og Gunnar Guðmundsson. Landslið íslands á HM í Japan er skipað þeim Jóni Baldurssyni-Aðal- steini Jörgenssyni, Guðmundi Páli Arnarsyni-Þorláki Jónssyni og Guð- laugi R. Jóhannssyni-Erni Arnþórs- syni. Björn Eysteinsson er 'fyrirliði sveitarinnar, án spilamennsku. Keppum um3.-5. sæti í riðlinum „Við búumst við að við munum keppa um fjórða sætið í riðlinum viö annaðhvort Argentínu eða Ástralíu. Við teljum að Bretar og Bandaríkja- menn séu nokkuð öruggir með að komast áfram í okkar riðli. Síðan séu það Argentína, Ástralía og ísland sem berjist um þriðja og fjórða sætið í riðlinum. Að auki eru með í riðlin- um Venesúela, Egyptaland og gest- gjafarnir Japan. Ég spái því að við verðum í þriðja til fimmta sæti í riðl- inum. Ef við verðum númer 4 í riölinum, spilum viö 96 spila leik við þá þjóð sem verður númer 1 í hinum riðlin- um, ef við verðum þriöju, þá spilum við gegn þeirri sem verður númer tvö. Mér þætti ekki ósennilegt að núverandi heimsmeistarar, Brasilíu- menn, verði efstir í hinum riðlinum. Aö spila 96 spila leik við Brasilíu- menn og vinna þá er erfitt verkefni. Vel gæti þó verið að Svíar eða Pól- verjar nái fyrsta sæti í hinum riðlin- um en það eru mjög sterkar þjóðir. Ef okkur tekst ekki að vera meðal fjögurra efstu þjóða í riðlakeppninni, fórum viö í sérstaka keppni sem köll- uð er Yokohama Cup. Þar er spilað- ur, að ég held, einhvers konar tví- menningur með Butler-útreikningi," sagði Guðlaugur. Með 17 ára reynslu í landsliöi - Nú eruð þið Örn leikreyndasta par- ið í landsliðinu. Hversu oft hafið þið spilað í landsliði íslands? „Ég og Örn höfum tekið þátt í 6 Evrópumótum í bridge, þremur ólympíumótum og tveimur Norður- landamótum. Fyrsta mótið okkar var EM í ísrael árið 1974. Við Örn Arnþórsson byrjuðum að spila saman árið 1973 og höfum spilað saman óslitið síöan. Við spiluöum Bláa laufs sagnkerfið fyrst í stað en síðastliðin 5 ár höfum við spilað kerfl sem er blanda af Bláa laufinu og Precision," sagði Guðlaugur. - En hvernig var þjálfun landsliðsins háttað fyrir mótið? „Sú nýlunda var tekin upp fyrir Evrópumótið í Killamey að mikil áhersla er lögð á líkamsrækt. Sama gildir fyrir mótið nú. Við höfum hlaupið reglulega tvisvar í viku, frá 4 og upp í 7 kílómetra. Við tókum allir þátt í skemmtiskokkinu í Reykjavikurmaraþoninu, höfum gengið allir saman á Esjuna og sinnt þrekinu á annan hátt. Allar þessar stífu æfingar koma niður á fjölskyldulífmu. Auk þess þegar maður spilar í landsliði, þá miðast öll sumarfrí við það. Ég er nú svo heppinn að mín vinna (endur- skoðun innsk.:) er þannig að ég ræð mér sjálfur og tíminn núna er hent- ugur til að taka sér frí,“ sagði Guð- laugur að síðustu. Tekur þátt í þrekþjálfuninni Björn Eysteinsson er fyrirliði ís- lenska landsliðsins í Japan og gegndi einnig þeim starfa á EM í Killarney í sumar þegar íslenska landsliöið náði þeim frækna árangri að vera í 4. sæti. Það sæti tryggði þátttöku ís- lands á heimsmeistaramótinu nú. „Þaö fer geysilega mikill tími í þjálfun landsliösins og það fer ekkert sérstaklega vel saman við starf mitt sem útibússtjóri. Það er ekki aðeins sá tími sem fer í sjálfar æfingarnar, heldur einnig undirbúningur, útbún- ingur verkefna og skipulagning," sagði Björn. „Það má segja það aö þegar menn taka að sér verkefni meö miklum metnaöi að þá fari alltaf heldur meiri tími í það en menn áætluðu í upp- hafi. Fjölskyldan hefur mátt bera þann þunga kross aö hafa mig í £essu embætti undanfarið hálft ár. Eg hef mætt ágætis skilningi heima fyrir. Ég hef algerlega gengið í gegnum sömu þrekþjálfun og spilarar í liðinu. Mér finnst það aö mörgu leyti gott bæði þeirra vegna og mín vegna að auki. Það er ekki bara það að maður hafi gott af hreyfingunni, heldur myndast einnig meiri samheldni þeg- ar allir taka þátt í þessu saman. Ég veit ekki hvernig þessu er háttað hjá öðrum þjóðum en ég hef grun um að aörar þjóðir hafi ekkert sinnt þrek- þættinum í undirbúningi sinna liða. Þess vegna gæti verið að viö höfum þrek framyfir hinar þjóðirnar í úr- sútunum. Það er engin spurning að þrekþjálfunin hafði mikiö að segja á Evrópumótinu í Killarney, við vor- um mjög sterkir á endasprettinum þar. Vandasamt að stilla upp liði Hlutverk fyrirliða á mótinu sjálfu er að vera viðstaddur óll uppgjör liðsins, tilbúinn að taka ákvarðanir á milli leikja um það hverjir eigi að spila næsta hálfleik. Maður þarf að vera búinn að mynda sér einhverja grunnskoðun fyrir lok hálfleikja um hvernig næsta uppstilling veröi því hléin eru mjög stutt. Maður verður að fylgjast grannt með því í hvernig ástandi menn eru þegar þeir koma úr leiknum, hvort að þeir séu í bar- áttustuði til þess að halda áfram og hvort þeir sem hvíldu séu í enn meira stuði til þess að koma inn á. Ég heyrði það á mínum mönnum að þeim fannst margar innáskipting- arnar á EM í Killarney væru öðru- vísi en veriö hefur. Hingað til hefur spilamennskunni verið jafnt skipt yfir daginn á pörin, en ég fylgdi þeirri stefnu ekki eins stíft eftir. Tilgangur- inn meö þrekæfingunum er það að geta lagt mikið á menn á skömmum tíma. Menn eiga að geta setið í allt að tvo daga í röð við stöðuga spila- mennsku, 120 spil. Það á ekki að vera nokkur vandi fyrir fullfrískan mann að afkasta því. Best er auðvitað ef menn eru með þrjú jafngóð pör allan tímann sem alltaf eru í stuði og þá þarf enga hugsun til innástillingar. Þá gæti fyrirliðinn sett upp kerfl fyr- irfram fyrir allt mótið og síðan eytt tímanum í skoðunarferðir um ná- grennið. Á Evrópumótinu í Killarney orðaði einn Bretinn, Ron Anderson að nafni, þetta ágætlega. „When you are hot - you are hot, when you are not - you are not“. Þessi orð hans segja ansi mikið. Þegar par er í stuði á að reyna að nýta það stuð eins lengi og hægt er. Ekki þar fyrir, þá á ekki heldur alltaf að kippa pari út af sem er í óstuöi. Stundum þurfa þeir upp- örvun til þess að ná sér á strik aftur. Fyrirliðinn verður að finna þennan gullna meöalveg. Aðlögum okkur japönskum tíma Við fljúgum til Kaupmannahafnar miðvikudaginn 25. september og síð- an í beinu flugi þaðan til Tokyo en það er 12 tíma flug. Komutími er 17 tímum eftir brottför en klukkan er 26 tímum lengra komin því tímamis- munurinn er 9 tímar. Við höfum síð- ust dagana fyrir brottför reynt að snúa sólahringnum við og miða svefnvenjur við japanskan tíma til þess að við lendum ekki í vandræð- um vegna timamismunarins. Lik- amsklukkan veröur að vera í lagi í mótinu. Ég reyni að stjórna svefn- venjum spilaranna á þessu langa ferðalagi og menn verða svæfðir meö gúmmíkylfum ef þeim tekst ekki að sofna á eðlilegan háit á tilgreindum tima,“ sagði Björn og hló við. Það má segja það að velvilji allra þeirra sem við erum búnir að tala viö um stuðning við þátttöku okkar í Japan hefur verið mikill í okkar garð. Við höfum þegið aðstoð víöa að, en stærstir eru ríkið og Reykja- víkurborg. Önnur sveitarfélög í ná- grannabyggðarlögum, Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður, hafa einnig styrkt okkur. Fjöldi fyrir- tækja að auki, bæði með beinum fjár- framlögum og einng alls kyns annars konar stuðningi. Fjölmargir ein- staklingar hafa einnig lagt inn fé á reikning okkar til að styðja við bakið á landsliðinu," sagði Björn að lokum. Evrópumótið í Killarney verður spilaó dagana 29. september til 11 október þegar nýir heimsmeistarar verða krýndir. Greint veröur daglega frá úrslitum á HM í Japan í DV jafn- óðum og þau berast. Keppni þessi um heimsmeistaratitilinn er haldin ann- að hvert ár. Næsta keppni verður í Chile árið 1993, líkur eru á að árið 1995 verði spilað í Kína og síðan hlotnist íslandi sá heiður að halda keppnina árið 1997. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.