Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991. Erlendbóksjá Alfræðirit og orða- safn í sömu bókinni Breska háskólaútgáfan í Oxford er kunn fyrir enskar orðabækur sínar; jafnt handhægar útgáfur fyrir al- menning og viðamikil orðasöfn í mörgum bindum. Með þessari bók fetar útgáfan inn á nýjar brautir með þvi að sameina í einu bindi hefðbundna enska orða- bók og alfræðirit sem gefur upplýs- ingar um þúsundir uppsláttarorða um veröldina í dag. Hér er miklu magni upplýsinga komið fyrir í einni bók, enda er hún stór - um átján hundruð blaðsíður - og letrið smátt; til að mynda verulega smærra en það dagblaðsletur sem þú ert nú að lesa. Hefðbundið orðasafn Að því er varðar sjálfa orðabókina þá er hún í þeim aðgengilega stíl sem notendur Oxford-orðasafnanna kannast við. Ritstjórar nýju bókarinnar byggðu einkum á gagnagrunni hinar svo- kölluðu samþjöppuðu (Concise) ensku orðabókar. Sá er þó munurinn að í nýju bókinni eru skilgreiningar á enskum orðum og hugtökum um tíu þúsund fleiri eða samtals um 200 þúsund. Öll áherslan er á nútíma ensku. Hún er vissulega síbreytilegt tungu- mál því fjöldi nýrra orða verður til á hverju ári. Sum deyja nánast í fæð ingu. Önnur lifa í málinu til fram- búðar. í Oxford fylgist sérstök stofnun - New Enghsh Words Service - náið með öllum nýjum orðum sem notuð eru í ensku máli. Mörg shkra orða sem ekki reynast dægurfiugur eru í þessari bók. Sem dæmi má nefna orð eins og „intifada" og „arachnophob- ia“ og hugtök eins og „velvet revol- ution“ og „sound bite“. Tíu þúsund uppflettiorð Þótt sameining hefðbundinnar orðabókar og alfræðirits sé nýjung hjá Oxford eru ymis fordæmi fyrir því verklagi. í Þýskalandi og Frakk- landi hafa slík rit til dæmis séð dags- ins ljós á þýsku og frönsku. Reyndar er ensk hefö einnig fyrir hendi; hin A iiiciitxurv Jnd itxicisv wt>i enrvílnprdia in «>mr volome OXFORD ENCYCLOPEDIC ENGLISH DICTIONARY A MaiorNew Oxford Dictionary fræga oröabók dr. Johnsons frá ár- inu 1755 var einmitt blanda fræðslu og orðaskýringa. í þessu riti eru um tíu þúsund upp- flettiorðum gerð skil í stuttu máli. Um er að ræða málefni samtímans' jafnt sem atburði fyrri alda, tækni og vísindi, menningu og listir, íþrótt- ir og skemmtanalíf, lönd og þjóðir, einstaklinga, samtök og stofnanir. Um þrjú þúsund þessara uppfletti- orða eru landfræðilegs eðhs. Upplýsingarnar eru settar fram á einfaldan hátt og í stuttu máli. Þann- ig er gefin knöpp og auðskhin mynd af viðfangsefninu. Mörg þeirra fyrirbrigða sem hæst hefur borið í fjölmiðlum síðustu misseri eru útskýrð hér. Sömuleiðis er hér að fínna helstu æviatriði marga þeirra einstaklinga sem mest hafa verið í sviðsljósinu í heiminum - frá Saddam Hussein til Salman Rushdie, Michael Jackson til Gary Kasparovs. Þó eru scrkennilegar undantekningar. Dagmi um það er að hér finnst Madonna hvergi. Leifur er norskur Gefnar eru upplýsingar um allar þjóðir, lönd og tungumál, auk þess Opna í nýju bókinni. Skýringar á enskum orðum frá „snarl“ til „snowfield“ og upplýsingar um rithöfundana Snorra Sturluson og C. P. Snow. sem sérstakt yfirht um það efni er í viðauka aftast í bókinni ásamt lit- prentuðum landakortum. Því er hægt að fletta upp á ensku orðunum fyrir ísland, íslendinga og íslensku. Einnig nokkrum staöar- nöfnum hér á landi. Dæmi um það eru Akureyri, Keflavík og Hekla. Og orðum eins og „edda“, „saga“ og „þorn“. Fáir íslendingar teljast svo merki- legir að þeir komist í þessa bók. Mér sýnist að Snorri Sturluson sé sá eini sem beinlínis telst vera íslendingur og er nafn hans ritað rétt samkvæmt íslenskum hefðum. Hins vegar er hægt að fletta hér upp á nöfnum nokkurra einstaklinga sem íslendingar gera stundum tilkall til. En þeir eru taldir af öðru þjóð- erni. Thorvaldsen er þannig danskur og Eiríkur rauði norskur. Mest mun þó vafalaust landanum svíða þjóðerni Leifs Eiríkssonar á þessum síðum. Hann er ekki einu sinni sagður norrænn heldur hrein- lega norskur. Fróðlegir viðaukar Aftast í bókinni eru áhugaverðir viðaukar. Til dæmis um helstu við- burði veraldarsögunnar frá frum- bernsku mannsins til stríðsins við Persaflóa. Og mjög fróðlegt yfirlit um tímasetningu helstu uppfinninga á sviði tækni og vísinda. Hér eru einnig fróðlegar síður þar sem helstu leyndardómar jafnólíkra fyrirbrigða sem veðurs, himintungla, siglingafræði, jarðfræði, vistfræði, nótnalesturs og byggingarlistar eru skýrðir með teikningum. Með sama hætti er fjallað um ýmsa aðra mála- flokka. Slík uppsetning er mjög að- gengileg. Vafalaust má deila um einstök efn- istök í þessari bók, meðal annars enska slagsíðu á uppflettiorðum al- fræðihluta bókarinnar. Slík minni háttar atriði draga hins vegar á eng- an hátt úr notagildi þessa stórfróð- lega rits sem gæti fljótlega orðið ómissandi á skrifborði þeirra sem vilja fræðast í skyndi um nöfn eða fyrirbrigði sem áhuga vekja í um- ræðu dagsins. THE OXFORD ENCYCLOPEDIC ENGLISH DICTIONARY. Ritstjórar: Joyce M. Hawkins og Robert Allen. Öxford University Press, Oxtord, 1991. Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Maeve Blnchy: CIRCLE OF FRIENDS. 2. Scott Turow: THE BURDEN OF PROOF. 3. Thomas Harrls: THE SILENCE OF THE LAMÖS. 4. Davld Eddings: THE RUBY rXNIQHT. 5. Jacfcie Coilins: LADY BOSS. 6. Susan Howatch: SCANDALOUS RISKS. 7. Thomas Harris: RED DRAGON. 8. James Herbert: CREED. 9. Terry Pratchett: ERIC. 10. Rosamunde Pilcher: THE ROSAMUNDE PILCHER COLLECTION. Rit almenns edlis: 1. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 2. Drlvlng Standorda Agency: YOUR DRIVING TEST. 3. Michaet Palin: AROUND THE WORLD IN 80 DAYS. 4. Anton Mosfmann: ANTON MOSIMANN - NATUR- ALLY. 5. Rosemary Conley: COMPLETE HIP & THIGH DIET. 6. Hannah Hauxwell: SEASONS OF MY LIFE. 7. Hannah Hauxwell: DAUGHTER OF THE DALES. 8. Jack Rotlln: ROTHMAN’S FOOTBALL YEARBOOK 1991-92. 9. Jack Rollin: PLAYFAIR FOOTBALL ANNUAL 1991-1992. 10. Peter Ackroyd: DtCKENS. (Byggt á The Sunday Tlmes) Bandaríkin Skáldsögur: 1. Sldney Sheldon: MEMORIES OF MIDNIGHT. 2. Stephen King; FOUR PAST MtDNIGHT. 3. Barbara Taylor Bradford: THE WOMEN IN HIS LIFE. 4. Belva Plaln: HARVEST. 5. Jonathan Kellerrnan: TIME 80MB. 6. W.E.B. Grittin: BATTLEGROUND. 7. Stephen Coonts: UNDER SIEGE. 8. Rosamunde Pílcher: SEPTEMBER. 9. Barbara Michaels: INTO THE DARKNESS. 10. Lawrence Sanders: SULLIVAN’S STING. 11. Amy Tan: THE JOY LUCK CLUB. 12. Anne McCattrey: THE ROWAN. 13. Judlth & Garfield Reeves-Stevens: PRtME DIRECTIVE. 14. Scolt Turow: BURDEN OF PROOF. 15. Colteen McCullough; THE FIRST MAN IN ROME, Rit almenns eðlis: 1. Forrest Carter: THE EDUCATION OF UTTLE TREE. 2. Deborah Tannen: YOU JUST DON’T UNDERSTAND. 3. Peter Mayte: A YEAR 1N PROVENCE. 4. Robert Fulghum: ALL I REAU.Y NEED TO KNOW t LEARNEO IN KINDERGARTEN. Ö5. Edward E. Rosenbaum: THE DOCTOR. 6. Kenneth C. Davls: DON’T KNOW MUCH ABOUT HISTORY. 7. M. Scott Peck; THE ROAD LESS TRAVELLED. 8. Robert Fulghum: IT WAS ON FIRE WHEN I LAY DOWN ON IT. 9. Mary Catherine Bateson: COMPOSING A LIFE. 10. Truddl Chase: WHEN RABBIT HOWLS. (Byggt á New York Times Book Rovíew) Danmörk Skáldsögur: 1. Herbjörg Wassmo: DINAS BOG. 2. Marti Leimbach: LIV OG DÖD. 3. Betty Mahmoody: IKKE UDEN MIN DATTER. 4. Jean M. Auel: HULEBJÖRNENS KLAN. 5. Stephen Ktng: BRANDSTIFTER. 6. Isabel Allende: EVA LUNA. 7. Stephen King: CHRISTINE. 8. Stephen Klng: ONDSKABENS HOTEL. 9. Isabel Atlende: ÁNDERNES HUS. 0. Jens Andersen: THIT - DEN SIDSTE VALKYRIE. (Byggt á Polltlken Sondag) DV ANGELA LAMBERT No Talking Aft e r L igh ts •AxjvÞ J»l ><«<(«■■' ~ ’íZk 'ltmt Telpur í enskum heimavistarskóla Raeburn er heimavistarskóli fyrir um 120 telpur. Fallegur skóli í hjarta enskrar sveitar að mati foreldranna sem þurfa að koma dætrum sínum í geymslu og halda áfram með eigið líf og starf. Fyrir nýjan nemanda, eins og helstu söguhetju þessarar skáld- sögu, Constance King, er skólinn hins vegar erfið lífsreynsla - einkum til að byrja með. Hún á erfitt með að eignast raunveru- lega vini og þjáist af heimþrá. En lífið er heldur enginn dans á rósum fyrir suma kennarana í Raeburn; hvorki í starfinu né einkalífinu sem hefur tilhneig- ingu til að renna í eitt á slíkum stað. Angela Lambert fléttar saman líf og starf nemenda og kennara í Raeburn sem á sér fyrirmynd í heimavistarskóla sem hún stund- aði sjálf nám við í sjö ár sem barn og unglingur. Hún fjallar af skiln- ingi og næmi um að ýmsu leyti lokaðan heim þar sem tilfinning- ar og þrár ólíkra einstaklinga stangast oft illilega á. NO TALKING AFTER LIGHTS. Höfundur: Angela Lambert. Penguin Books, 1991. Fyrsti skammtur amerískra ljóða Vissulega er vandasamt, ef ekki ógerlegt, að velja í eina litla bók ljóð sem gefa eiga lesendum eins konar þversnið af skáldskap heillar þjóðar í hátt í fjögur hundruð ár. í þessu úrvali, sem einkum er ætlað þeim sem lítil eða engin kynni hafa haft af bandarískri ljóðagerð, leitast Donald Hall við að gefa nasasjón af verkum allra helstu skálda þjóðarinnar. Fjörutíu og þrjú ljóðskáld eiga verk í bókinni. Anne Bradstreet, sem talin er fædd 1612, er elst, en Richard Wilbur (fæddur 1921) yngstur. í hópnum eru flest kunnustu skáld Bandaríkjanna, svo sem Emerson, Longfellow og Poe, Thoreau, Melville og Whit- man, Dickinson, Frost, Stevens, Williams og Pound, Crane, Roet- hke, Bishop, Berryman og Low- ell. Hall ritar formála þar sem hann gerir sex skáldanna sérstök skil. Þetta úrval hefur komið út nokkrum sinnum á síðustu árum og er aðgengilegt til fyrstu kynna af bandarískri ljóðlist allt frá landnámi Englendinga fram yfir miðja þessa öld. AMERICAN POETRY. AN INTRODUCTORY ANTHOLOGY. Umsjón: Elías Snæland Jónsson Ritstjóri: Donald Hall. Faber & Faber, 1991.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.