Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991.
1250 íbúðarverð í vaskinn
Tíu milljarðar króna eða sem
samsvarar sem næst 1250 4ra her-
bergja íbúðum er það, sem fer í
vaskinn á næsta ári vegna tekju-
minnkunar í sjávarútvegi. Þá dyn-
ur yfir sá mikli aflasamdráttur,
sem menn eru farnir að kannast
við. Af þessu leiðir atvinnuleysi.
Ætla má, að aukning atvinnuleysis
á því ári gæti samsvarað 2500 „árs-
verkum“. Þetta þýðir kannski ekki,
að svo margir missi atvinnuna.
Einhver hluti aukins atvinnuleysis
kemur fram sem minnkun á yfir-
vinnu. En nokkuð augljóst er, aö
minnsta kosti eitt þúsund manns
og líklega mun fleiri munu missa
vinnuna.
Atvinnuleysi hefur ekki verið
mikið hér miðað við önnur lönd.
Enn hafa menn verið að spá 1,7-2
prósent atvinnuleysi, sem er þó í
hærri kantinum hér á landi. Nú
má búast við, að þessi tala fari upp
á við. Aflasamdrátturinn á næsta
ári hefur legið fyrir síðan um mitt
' sumar. Nú bætist meira við. Ætla
má, að næstu sex ár verði mögur
að því leyti, að ekki verður unnt
að auka aflann. Þorskstofninn er
það illa kominn. Eftir ákvörðun
Þorsteins Pálssonar sjávarútvegs-
ráðherra um minnkun aflans á
næsta ári héldu menn enn í vonina
um, að það lagaðist árin þar á eft-
ir. Það verður ekki. Stofninn þolir
það ekki. Og menn mæna á álver.
Þjóðhagsstofnun sagði í vor, að
vöxtur framleiðslunnar, hagvöxt-
urinn, gæti orðiö 5 próent 1993 og
7 prósent 1994, bara vegna álvers-
ins. Þetta er nú engan veginn orðið
víst, vafi er um álverið og álverðið
í lægð áfram.
Útlendingar í fiski
Hér munu vera á þriðja þúsund
útlendingar við störf, flestir í fisk-
vinnslu. Fréttir herma, að erfitt sé
að fá íslendinga í fiskvinnslu. Sum-
ir þeirra vilji fremur bara vera á
atvinnuleysisstyrkjum. En við
verðum að kunna okkur hóf. Þegar
atvinnutækifæri minnka á næsta
ári, eins mikið og sagði hér að fram-
an, verður að þrýsta á fyrirtækin
að sleppa sumum hinum erlendu.
Fækka þarf erlendum starfskröft-
um. Þetta er ekki sagt, af því að Ís-
lendingar séu einhver yfirburða-
þjóð, heldur eru það einfaldlega
hagsmunir þjóðarheildarinnar, að
innlent vinnuafl gangi fyrir. Rétt er
að nefna þetta, því að víða um heim
býr fólk við slíka örbirgð, að það
flækist til annarra landa í vinnu
fyrir sáralítinn pening.
Fleira hangir á spýtunni. Útflutn-
ingur á ferskum fiski er okkur hag-
kvæmari en vinnsla hér. Því má
gera ráð fyrir, að sá útflutningur
veröi næstu árin hærri hlutdeild
en nú er. Þetta getur því „allt bless-
ast“: íslendingar vilji yfirleitt ekki
vinna í fiski, fiskurinn verði í vax-
andi mæli fluttur út óunninn, og
síðast en ekki sízt verði einfaldlega
minna um fisk vegna aflasamdrátt-
ar.
En þá er þrautin þyngri að finna
eitthvað annað í staðinn til að
halda uppi tekjum. Þetta hefur
landsfeðrunum mistekizt, sem bezt
má sjá af því, að næsta ár höfum
við sama og ekkert til að koma í
staðinn fyrir þann fisk, sem miss-
ist. Við okkur blasir þvert á móti
efnahagslegur samdráttur, og það
er stjórnvöldum að kenna.
Enga gjafasjóði
13 þúsund manns starfa við sjáv-
arútveginn. Tekjumissirinn þar
hefur mikil áhrif á allt þjóöfélagið.
Það hefur verið sjávarútvegurinn,
sem hefur staðið undir hagvexti
hér á landi. Þorsteinn Pálsson sjáv-
arútvegsráðherra hefur gefið því
undir fótinn, að einhverjar „að-
gerðir" komi til greina næsta vetur
til að bjarga málum. En hvaða að-
gerðir?
Veriö að bjóða i fisk á fiskmarkaði
Þegar litið er á það dæmi, kemur
í hugann reynslan frá 1988. Einnig
þá stóð sjávarútvegurinn frammi
fyrir miklum vanda. Þá var gripið
til „aðgerða". Stofnaðir voru sjóðir,
atvinnutryggingarsjóður og hluta-
fjársjóður. Þessir sjóðir áttu að
bjarga sjávarútveginum. Fjármun-
um var ausið í greinina, raunar úr
„tómum“ ríkiskassa. Þessir pen-
ingar voru sem sé ekki til. Það fáum
við, skattborgar, nú í bakið, þegar
við verðum krafin um greiðslur á
milljörðum, af því að þessir sjóðir
lánuðu yfirleitt ekki féð, heldur
gáfu það. Með því urðum það við
skattgreiðendur, sem vorum að
gefa fé í vonlítil fyrirtæki. Látið var
í veðri vaka, að aðeins yrði lánað
þeim fyrirtækjum, sem mundu
geta greitt. Raunin varð allt önnur.
Þegar ráðherra talar um aðgerðir
vegna vandans nú, verður að
hindra, að ríkisstjórnin endurtaki
vitleysuna frá 1988.
Gengisfellingar áttu líka að verða
björgunaraðgerðir 1988. Þetta mun
koma upp aftur næsta vetur, þegar
sverfur að sjávarútveginum. Lík-
lega varð ekki komizt hjá gengis-
lækkunum 1988. En vandinn nú er
ekki alveg hinn sami og var þá.
Hagfræðingar, sem DV ræddi við,
béntu á, að málin stæðu öðruvísi
en var þá að því leyti, að nú væri
toppverð á sjávarafurðum erlendis.
Staðan yrði nú sú, að fyrirtæki,
mundu hafa sæmilega afkomu, svo
fremi þau fengju nægan kvóta,
gagnstætt því sem þá var. Haldist
verðið á útflutningsmörkuöunum
eins og nú er, verður ástandið að
því leyti þokkalegt. Hættan nú er
að vísu, að mati hagfræðinga, að
verðið á útflutningi okkar gæti fali-
ið eftir áramótin. Líta má svo á, að
verðið sé í hámarki og því gæti leið-
in legiö.niður á við. Gerist þetta,
sem er ekki ólíklegt, verður vand-
inn hér mikill.
i Hafnarfirði.
5,5 prósenttapá
greininni
Þjóðhagsstofnun telur nú, að
sjávarútvegurinn veri rekinn með
5,5 prósent tapi á næsta ári. Sjávar-
útvegurinn í heild er nú rekinn
með eitt prósent hagnaði. Stofnun-
in álítur, að afkoman í útveginum
í heild skiptist þannig, að 7,5 pró-
sent halli sé á fiskvinnslunni en 8
prósent hagnaður af útgerðinni.
Laugardags-
pistillinn
Haukur Helgason
aðstoðarritstjóri
Nú er það svo, að minnsta kosti 65
af hundraði flotans eru í eigu sömu
aðila og eiga fiskvinnslustöðvarn-
ar. Því er fyrir heildina réttast að
taka útgerð og vinnslu saman. Það
segir bezta sögu.
Þegar það er gert, verður vandinn
ekki jafnóyfirstíganlegur. En engu
að síður þarf mikil hagræðing að
eiga sér stað í veiði og vinnslu á
næsta ári, eigi ekki að verða mikið
um gjaldþrot í sjávarútvegi.
Þjóðhagsstofnun segir, að þrátt
fyrir miklar hækkanir á veröi unn-
inna botnfiskafurða og þrátt fyrir
hóflegar kostnaöarhækkanir á
flestum aðfongum öðrum en hrá-
efni, þá hefur hagur fiskvinnslunn-
ar versnað mikið frá því sem var í
fyrra. Ástæðan er, að hráefnisverð
hefur hækkað mjög mikið. Hráefn-
isverð, sem vinnslan greiðir, er til
dæmis 32 prósent hærra nú í sept-
ember en það var að meðaltali 1990.
Þetta þýðir, að hráefnisverðið hef-
ur hækkað 15 prósent meira en
verð á afurðum vinnslunnar. Hrá-
efnisverö er nú 60-75 prósent af
tekjum vinnslunnar. Þannig gerist
það, að fiskvinnslan hefur tapað
illa, enda þótt verðið fyrir afurðirn-
ar hafi rokið upp á erlendum mörk-
uðum. Þetta er slæm staða rétt áð-
ur en aflasamdrátturinn skellur á.
Þetta háa hráefnisverð, aðkeypt-
ur fiskur, færir hagnaðinn nú frá
fiskvinnslunni til veiðigreinanna. í
áætlunum Þjóðhagsstofnunar leið-
ir 10 prósent hækkun á verði fyrir
hráefni til þess, að afkoma veiðinn-
ar batnar um 4-5 prósent en af-
koma vinnslunnar versnar um 6
prósent. Þetta þýðir, að afkoma
veiða og vinnslu í heild versnar um
eitt prósent.
Verðbólguspá út í
hött
Þetta yfirlit Þjóðhagsstofnunar
um sjávarútveginn er það merk-
asta, sem fram hefur komið um
efnahagsmálin síðustu daga. En
Seðlabankinn hefur jafnframt sent
frá sér verðbólguspá. Þar er gert
ráð fyrir hratt minnkandi verð-
bólgu næstu mánuði. Spáð er, að
verðbólgan, mæld með vísitölu
framfærslukostnaðar, verði 8,2
DV-mynd GVA
prósent í október, 6,3 prósent í nóv-
ember og 5,1 prósent í desember. í
þessum tölum er miðað viö hraða
verðbólgunnar „á ársgrundvelli'?
Hækkunarhraði lánskjaravísi-
tölunnar var 12,4 prósent nú í sept-
ember. Seðlabankinn segir, að
lánskjaravísitalan hækki um 9,8
prósent í október og aðeins 5,8 pró-
sent í nóvember á ársgrundvelli.
En það er sannast sagna, að ekk-
ert er að marka þessar verðbólgu-
spár. Þær gera sem sé ekki ráð fyr-
ir neinum launabreytingum, þótt
samningar standi yfir, og flestir
munu gera ráö fyrir eitthvað
breyttum kjörum, sem keyra verð-
bólguna upp frá því sem hún væri
ella.
Már Guðmundsson, hagfræðing-
ur hjá Seðlabankanum, segir í við-
tali við DV, að í spánni sé verðbólg-
unni „ekki gefið neitt fóður“, það
er að segja ekki gert ráð fyrir
launahækkunum. Þegar ekkert
„fóður" er, verður heldur engin
verðbólga.
í svartsýni vegna minnkandi
sjávarafla dugir því ekki, að menn
gefi sig óskhyggjunni á vald og trúi
því að óreyndu, að verðbólgan sé
„þó alltaf á niðurleið". Langlíkleg-
ast er, að það sé hún alls ekki.
Lánskjaravísitalan fer þó eitt-
hvað niður á við, vegna þess að
inni í henni er launavísitala, sem
hækkaði í júli, þegar sérstök
greiðsla var lögð við kaup vegna
bættra viðskiptakjara. Þetta er
búið og gert. Lánskjaravísitalan
lækkar því, þegar þessi greiðsla
dettur út.
. Raunar á alls ekki að mæla verð-
bólgu með þessari vitlausu láns-
kjaravísitölu. Það er vísitala fram-
færslukostnaðar, vísitalan um út-
gjöld heimilanna, sem segir okkur,
hver verðbólgan er.
Haukur Helgason