Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991. 17 Bridge Bridgeheilræði BOLS: Láttu ekki hug- fallast þótt styrkur andstöð- unnar sé mikill Eins og undanfarin ár gengst hol- lenska stórfyrirtækið BOLS fyrir bridgeheilræðakeppni og fyrsta heil- ræðið kemur frá sænska stórmeist- aranum Anders Brunzell: „Þekkir þú eftirfarandi stöðu? Andstæðingarnir hafa sagt geim eftir nokkurt hik. Þú hefur vörnina von- góður en blindur kemur upp með mikinn aukastyrk. Það er ljóst að vinstri andstæðingur þinn var í slemmuhugleiðingum en hætti við, þannig að geimið ætti að vera auð- velt. Þú slappar af og bíður eftir næsta spili. Oftast er þetta í lagi en stundum lætur þú sagnhafa vinna geim sem þú gast sett niður. í rauninni er auð- velt að verjast gegn þessum „yfir- sterku samningum". Þú getur ekki beðið eftir því að sagnhafi tapi spil- inu því þá værir þú ennþá að bíða! Nei, í flestum tilfellum er að duga eða drepast. Tökum dæmi: S/O ♦ KG V ÁD104 ♦ D87 + K1093 fylgist áhugalaus með' að blindur lætur lítið, makker níuna og sagn- hafl drepur á ásinn. Spaði fylgir í kjölfarið og þú gefur áhugalaus. Sagnhafi lætur gosann og þegar hann á slaginn, tekur sagnhafi sjö slagi í viðbót. Slétt unnið því allt spilið var þannig: * KG V ÁD104 ♦ D87 + K1093 * Á9532 V 52 ♦ 543 + 876 N V A S ♦ 87 V G987 ♦ KG1092 + 52 ♦ D1064 V K63 ♦ Á6 + ÁDG4 Fallegu spilin í blindum hafa svæft þig, í stað þess að skerpa athyglina. Ef suður fær að ráða ferðinni, þá getur þú aldrei fellt spilið, jafnvel * ♦ + N V A S * ♦ + Bridge * Á9532 V 52 ♦ 543 + 876 Sagnir hafa gengið: Suður Vestur Norður Austur 1 grand* pass 2 lauf pass 2spaðar pass 3grönd pass pass pass * 15-17 Norður hikaði aðeins áður en hann hækkaði í þrjú grönd og þú vonar að hann hafi verið að teygja sig. Þú reynir að finna lit makkers með því að spila tígli og blindur leggur upp ákaflega falleg spil. Þú slappar af og Stefán Guðjohnsen þótt hann hitti ekki á neitt. Þess vegna átt þú að gera ráð fyrir að með hundaheppni hafir þú hitt á eina út- spilið, hoppa upp með spaðaás og spila meiri tígli! Hefði suður átt aö reyna að taka níu slagi strax? Ef til vill en þegar hjörtun fallá ekki gæti Þyrnirós vaknað og því spilaöi hann upp á betri möguleika! BOLS bridgeheilræði mitt er því: Láttu ekki hugfallast þótt styrkur andstæðinganna sé mikill. Þess í stað skaltu skerpa athyglina og spila upp á eina möguleikann!" Stefán Guðjohnsen Bókasending til Bridgesambandsins Bridgesambandið var að fá stóra sendingu af bridgebókum og ættu flestir áhugamenn um bridge að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Þeir sem hafa hug á að næla sér í lestrarefni til fróðleiks eða skemmtunar geta fengið upplýsingar í síma BSÍ, 91- 689360. Hægt er að fá lista yfir allar þær bækur sem til sölu eru hjá sam- bandinu sendan hvert á land sem er. Vetrarmitchell BSÍ Vetrarmitchell Bridgesambands ís- lands hefur farið vel af stað en ágæt- is þátttaka hefur verið á tveimur fyrstu kvöldunum. Spilaður verður eins kvölds tvímenningur á hveiju fóstudagskvöldi í vetur í Sigtúni 9 og hefst hann klukkan 19.00. Allir spil- arar eru velkomnir. Keppnisgjald er 500 krónur fyrir kvöldið en allir þeir sem eru efstir í sínar áttir (NS eða AV) fá keppnisgjaldið endurgreitt. HM um næstu mánaða- mót Nú fer að líða að þvi að landslið íslands í bridge leggi í hann til Yoko- hama. Liðið leggur af stað miðviku- daginn 25. september en mótið sjálft hefst 29. september. Undirbúningur- inn er í hámarki og allir bridge- áhugamenn eru minntir á reikning- inn til stuðnings landsliðinu í ís- landsbanka í Garðabæ. Númerið ætti að vera auðvelt að muna, 5252. Það vantar enn herslumuninn að endar nái saman og munið að margt smátt gerir eitt stórt. -ÍS VERÐA NÝMET SLEGIN? 'supreme Quaii^' PENNZ0IL ) MÍLAN ^fiéLubricafi^- Reykjavíkurvegi 56 Símar 654440/626440 JEPPATRÖLLIN MÆTA OG FARA I/8MÍLU KVARTMÍL UKEPPNI SUNNUDAGINN 29. SEPT. KL. 14.00 KVARTMÍLUBRAUTINNI KAPELL UHRA UNI **5uvreme Quali/J!' PENgzOIL wfe/e Lubricaúo^, Þetta getur verið BIUD milli lífs og dauða! 30 metrar Dökkklæddur vegfarandi sést ekki fyrr en í 20-30 m. fjarlægð frá lágljósum bifreiðar 130 metrar en með endurskinsmerki, borin á réttan hátt sést hann í 120-130 m. fjarlægð. FERÐAR HUNDASYNING HUNDARÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS verður haldin í Laugardalshöllinni I Reykjavík sunnudaginn 29. september nk. Dómar hefj- ast klukkan 9.00 f.h. Aðgangseyrir er 400 krónur fyrir fullorðna og 200 krónur fyrir börn, 6-12 ára. Frítt fyrir eldri borgara og öryrkja. Hringur I Dómari: Hans Lethinen, Finnlandi 9.00-12.20 írskursetter 11.20-11.30 Scháfer 11.30- 11.35 Gælupúðli (Toy) 11.35- 11.50 Dvergpúðli (Dwarf) 11.50-12.00 Litlipúðli (Miniature) 12.00-12.30 Hlé 12.30- 13.05 St. Bernharðshundur 13.05-13.25 Yorkshireterrier 13,25-13.30 Boston terrier 13.30- 13.35 Langhundur, strýhærður 13.30-13.35 Bordercollier 13.35- 16.00 íslenskurfjárhundur Hringur II Dómari: Lasse Luomanen, Finnlandi 9.00-11.30 Labrador retriever 11.30- 12.00 Enskurcockerspaniel 12.00-12.30 Hlé 12.30- 12.40 Enskur springer spaniel 12.40-15.00 Golden retriever Úrslit sýningar verða klukkan 16.20. Áður en úrslit hefjast verða sýnd hlýðni- og veiðihundaatriði og ennfremur munu Kalli trúður og hundurinn Júlíus Vífill skemmta áhorfendum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.