Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.1991, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991.
Þjóðar-
spaug DV
Vinaspjall
Á milli vina:
„Á hvaða hóteli gistiröu þegar
þú varst á Mallorca?"
„Bíddu aðeins. Ég ætla að ná í
handMæðið."
Hreyfingin
„Því miður get ég alls ekki
stuðst við röntgenmyndirnar af
kjálkanum á yður frú,“ sagði
læknir einn á Borgarspítalanum
við eldri konu,
„Hvemig stendur á því?“ spurði
frúin hissa.
„Þær voru allar hreyfðar.1'
Vatn í ví n
Drykkjurútur var eitt sinn
spuröur hvað hann myndi nú
gera ef að öldur hafsins breyttust
í vín. Hann svaraði samstundis:
„Ja, ætli ég myndi ekki reyna
að slá mér fyrir blandi."
Hrúts-
pungamir
Þegar kona ein á þorrablóti
fékkst ekki til að borða hrúts-
punga var þessi vísa kveðin:
Kom á penar konur hik.
Kynfæri voru súr á borðum.
Heiða vildi þau heldur kvik,
þó hermdi það ekki með orðum.
Einstaka
djöflar
Maður nokkur kom eitt sinn tU
fombókasala og spurði hvernig
bóksalan gengi.
„O, vertu ekki að minnast á
það,“ svaraði fornbókasalínn.
„Hingað koma bara einstaka
djöflar og kaupa eina og eina
sálmabók."
Veiðivon
Hvers vegna ekki lengri veiðitími?:
Hellingur af sjóbirtingi
mættur á staðinn
„Auðvitað á að leyfa sjóbirtings-
veiði eins og hérna í Laxá í Leirár-
sveit, hér er hann fyrir hendi. Ég var
við Laxfoss fyrir fáum dögum og þar
var mikið magn af honum en það
má enginn veiða,“ sagði okkar mað-
ur á sjóbirtingsslóðum við Laxá í
Leirársveit fyrir fáum dögum.
Veiðivop
Gunnar Bender |
„Hér syndir hann um svæðið en
veiðimenn fá ekki að njóta þeirra
andartaka þegar fiskurinn tekur. Við
fengum að veiða á vorin hérna áður
en nú hefur það veriö bannað líka.
Þetta verður kannski allt bannað
undir lokin,“ sagði þessi landeigandi
við ána og var mikið niðri fyrir.
„Sjóbirtingsveiðin hefur aukist
hérna í Álftá hin síðari árin og núna
veiddust 175 sjóbirtingar og urriðar
þetta sumariö," sagði Halldór Gunn-
arsson í Þverholtum er sjóbirtings-
veiði bar á góma fyrir skömmu.
„í fyrra veiddust rétt um 100 fiskar
en núna eru 175 fiskar. Margir af
þessum fiskum eru vænir og þeir
fara stækkandi með árunurn," sagði
Halldór ennfremur.
Við höfum frétt um fleiri veiðiár
þar sem þessa fallegu fiska er að
finna, eins og í Borgarfirði þar sem
sjóbirtingum hefur farið fjölgandi
hin síðari árin. Á haustin veiðist oft
vel í þeim mörgum. En það er bara
einn stórgalh þegar sjóbirtingurinn
Ekkert gleður veiðimenn eins og að fá fallega urriða á fluguna. Þessir
veiddust í Litlá í Kelduhverfi.
Honum Stefáni Jóni Hafstein veiðimanni þótti ekki leiðiniegt að taka
viðtal við veiðimanninn unga frá Blönduósi. Þetta er auðvitað hann
Ámi Kristinn sem fékk lax, stöng og hjól i sárabætur fyrir laxinn sem
af honum var tekinn við Blöndu. DV-mynd G.Bender
kemur er veiðitíminn úti og það það
þykir ekki fagnaðarefni hjá veiði-
mönnun.
Sjóbirtingurinn er einn skemmti-
legasti fiskur sem veiðimenn fá á
færi og þeim stærri, eins og veiddust
hérna áður fyrr, fer fækkandi. Það
er miöur fyrir alla, bæði veiðimenn
og landeigendur.
En hvers vegna ekki að leyfa veiði-
mönnum að njóta fiskanna meðan
þeir eru fyrir hendi? Sjóbirtingurinn
getur allt í einu verið horfinn. Þaö
hefur áður gerst hérlendis eins og
fyrir vestan. Þar hvarf hann alveg í
mörg en er aðeins farinn að veiöast
núna.
-G.Bender
Vel hefur veiðst af urriða í Selalæk
i sumar.
Finnur þú fimm breytingar? 122
©
4697
Láttu eins og þú sért að selja mér frimerki. Ég sagði honum að þú ynnir
á pósthúsi.
©PlB ÁM7
CDPI NhACl H MÖ7(
Nafn:..
Heimilisfang:.
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. Fimm Úrvalsbækur að
verðmæti kr. 3.743.
2. Fimm Úrvalsbækur að
verðmæti kr. 3.743.
Bækurnar sem eru í verðlaun
heita: Á elleftu stundu, Flugan
á veggnum, í helgreipum hat-
urs, Lygi þagnarinnar og
Leikreglur. Bækurnar eru
gefnar út af Frjálsri fjölmiðl-
un.
Merkið umslagið með
lausninni:
Finnur þú fimm breytingar? 122
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir hundrað-
ustu og fjórtándu getraun
reyndust vera:
1. Hrafnhildur Flosadóttir,
Laufhaga 1, 800 Selfossi
2. Teitur Þorbjörnsson,
Sporði, V-Húnavatnssýslu,
531 Hvammstanga
Vinningarnir verða sendir
heim.