Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1991, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 29. OKTÓBER 1991. Fréttir ---------7----------------------------------------------------- Guðni Valþórsson, einn þeirra sem bjargaðist við Homafjarðarós í gær: Við báðum guð að hjálpa okkur - gluggi eina undankomuleiðin þegar báturinn var á hvolíi „Við vorum búnir að fara þrjár ferðir inn og út um ósinn. Þrír okkar voru búnir að stýra og það var kom- ið að mér að stýra inn um ósinn og aö höfninni í þetta skiptið. Þetta var búið að ganga vel fram að þessu. Þegar við vorum búnir að snúa við til baka rétt fyrir utan ósinn sat ég í stól við stýriö. Þá sá ég stóra öldu koma yfir bátinn á bakborða. Bátn- um hvolfdi og sjór flæddi inn í húsið. Við vorum allir inni í stýrishúsinu nema annar sjómaðurinn sem var nýfarinn fram í þar sem kojurnar eru. Ég náði að koma mér að hillu og halda mér í hana. Við vorum á hvolfi og báturinn hálffullur af sjó. Nokkru síðar snerist báturinn og var þá á hliöinni," sagði Guöni Valþórs- son, 15 ára, sem bjargaðist ásamt fjórum jafnöldrum sínum í gær eftir mikið volk í sjónum þegar bátur sem notaður er við kennslu á sjóvinnu- námskeiði valt í Hornafjarðarósi. Tveir menn voru í áhöfn bátsins, Mími RE. Annar þeirra fannst látinn síödegis í gær en hins er enn leitaö. „Ég stóð við hliðina á öörum mann- inum af bátnum áður en við fórum út. Hann hvatti okkur til aö fara út um gluggann en sagði að við ættum að sæta lagi og opna ekki nema þegar engin alda kæmi að. Hinn manninn sá ég ekki. Áður en viö fórum út um gluggann ákváðum við aö troðast ekki en reyna samt að flýta okkur eins og við gætum. Þetta var eina undankomuleiöin. Við hjálpuðumst að og það gekk vel að komast út. Eftir aö ég fór út sá ég hvorugan mannanna aftur,“ sagöi Guðni. „Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég var kominn út var að ná björgun- arbátnum. Þegar við toguðum í spott- ann á honum blés hann út en ekki húsið á honum. Ég komst svo upp á hann. Þegar ég var búinn að missa af honum hugsaði ég bara um að reyna að synda - það sakaöi ekki að reyna. Það var bara að taka til sund- takanna. Ég tel að ég hafi verið í 45 mínútur í sjónum - um tíu til fimmt- án mínútur í hálffullum bátnum og svo fyrir utan,“ sagði Guðni. Kölluðumst á í sjónum „Þegar brotið kom yfir bátinn vor- um við í sjokki. Við vorum í 10-15 mínútur inni í bátnum eftir að ólagið kom yfir. Við reyndum þó að halda ró okkar en vorum aö spá í hvort þetta væri okkar síðasta. Við báð- umst fyrir til guðs - hvort hann gæti ekki bjargað okkur. Það virðist hafa verið hlustað á okkur. Við komumst tveir eða þrír í björgunarbátinn en 'fórum út fyrir þegar alda kom yfir hann. Þá vorum við allir í sjónum. Fyrst vorum viö allir í hnapp utan á gúmmíbátnum. Síöan vorum við aldrei langt hver frá öðrum þegar við vorum að synda að landi. Við sáum alltaf hver til annars og kölluðumst á. Það gaf okkur styrk. Ég kom síð- astur að landi en hinir voru þá ný- komnir að fjörunni." - Hverju viltu þakka björgunina? „Bara guði. Þaö er það eina, held ég. Það var svo tekið á móti okkur í fjörunni en síðan vorum við fluttir á heilsugæslustöðina." Þeir sem björguðust Piltarnir sem björguðust sóttu námskeið í sjóvinnudeild. Þeir eru allir frá Höfn eða nágrenni. Tveir þeirra, Guðni Valþórsson og Haukur Hrafnsson, eru úr Nesjaskóla. Þeir eru systkinasynir. Þrír piltanna sækja nám í Heppuskóla, þeir Óskar Sigurðsson, Stefán Rósar Esjarsson ogSnorriEinarsson. -ÓTT ■ Guðni Þór með foreldrum sínum, Valþóri Ingólfssyni og Brynju Hannesdóttur, eftir að hann hafði jafnað sig. Valþór heldur á dótturdóttur sinni. DV-mynd Júlia Imsland Sjómennirnir tveir á Mími RE 3: Hvorugur í vesti eða flotgalla - síldarbáturkomaðöðrummannannaísjónmn „Við sáum bátinn á hvolfi. Strák- ana fimm sáum víö ekki nema uppi á björgunarbátnum og ekki fyrr en hann var kominn spöl frá flakinu. Svo hvolfdi gúmmíbátnum í grunn* brotinu. Okkur fannst við sjá fjóra viö björgunarbátinn én það sást ekki vel. Viö vorum þama á aðeins um þriggja faðma dýpi,“ sagöi Vig- fús Vigfússon, stýrimaöur á Stein- unni SF frá Hornafirði. Steinunn var að fara á síldveiðar þegar báturinn kom að Mími RE 3 á hvolfi rétt fyrir utan Horna- fjarðarós. Skipveijar sáu annan mannanna af Mími í sjónum en ekki tókst að bjarga honum. 4 af piltunum fimm, sem björguðust, voru í björgunarvestum en einn þeirra var í vínnuflotgalla. Hvorug- ur sjómannanna af Mími var i björgunarvesti eða flotgalla. „Um leið og við komumst að staðnum sáum við mann í sjónum. Við hentum til hans bjarghring og Markúsarneti. Um það leyti sem maður frá okkur stökk i flotgalla í sjóinn eftir manninum sökk skip- verjinn af Mími í sjóinn og hvarf sjónum okkar. Það munaði ekki nema nokkrum sekúndum. Hann var orðinn mjög þrekaður. Þetta var þannig sjólag þarna. Aldan er alltaf mjög kröpp á útfallinu," sagði Vigfús Vigfússon. -ÓTT Skipstjórinn á Erlingi SF sá Mími RE fara á hvolf: Þarna var mikið útfall, kvika og straumhnútar ,Við vorum á útleið og sáum þegar Mímir fór um nokkur hundruð metra frá okkur. Hann var að snúa við og kominn á innleið austur af Ósnum. Strákarnir hjá mér voru að fylgjast með bátnum út um aftur- gluggann. Svo kölluöu þeir til mín: „Hann er farinn um“,“ sagði Örn Ragnarsson, skipstjóri á Erlingi SF 65 frá Hornafirði, í samtali við DV. Fyrsta kallið um að Mími hefði hvolft við Homafjarðarós í gær kom frá Erlingi. „Við snerum strax við og ég kallaði strax í lóðsinn og björgunarsveitir. Það var harðasta útfall þama, kvika og straumhnútar. Það var mikill straumur þarna. Við komum að bátnum eftir 4-5 mínútur. Þá var kjölurinn uppi en vélin auðsjáanlega í gangi. Skrúfan snerist á fullri ferð. Steinunn var að koma samtímis að út Ósinn. Þetta rak allt undan straumnum að svokölluðum Þinga- nesskerjum og þar upp í brotin. Hér rak bátinn að landi Lö t Austurfjörutangi n Suðurfjörutangi ovjbj Hvanney Hér fórst Mímir RE Steinunn fór þvert framan að okkur og kom að manni í sjónum en missti hann. Við sáum aldrei neina fleiri. Gúmmíbátinn sáum við innan við skerin reka að landinu en enga menn. En sem betur fer náöu strák- arnir að komast í land. Við fórum svo austur með skeijunum að leita ,“ sagðiÖrnRagnarsson. -ÓTT Þyrla Landhelgisgæslunnar leit- ar yfir fjörunni við Austurfjöru- tanga í gær. DV-mynd BG Atburðarásin Piltarnir fimm, sem komustlífs af í gær, mættu klukkan tólf á hádegi til að fara í æfingaferð á Mími RE 3. Stuttu síðar var lagt af stað frá bryggjunni á Höfn. Báturinn var nýlega kominn til Hafnar í Hornafirði. Hann hefur verið notaður til að kenna nem- endum víða á landinu sem stunda nám við sjóvinnudeildir grunn- skólanna. Tilgangurinn með ferðinni i gær var m.a. að kenna piltunum að stýra bátnum í gegn- um Ósinn. Kennari þeirra frá Höfn fór ekki með í ferðina. Um morguninn hafði annar hópur frá svokallaöri sjóvinnudeild fariö í svipaða ferð með mönnunum af Mími RE 3. Klukkan 13.45 tilkynnti Erling- ur SF 65 í land um að Mímir væri kominn á hvolf stutt fyrir utan Hornafjatearós. I fyrstu var taliö að allir 13 nemendur sjó- vinnudeildarinnar hefðu veriö með í fórinni en síðan kom hið rétta í ljós - fimm piltar voru um borð með tveimur skipverjum. Þrír stórir bátar voru á svæðinu. Reynt var að ná til annars skip- verjanna som var á floti í sjónum. Björgunaraögerðir sem áttu sér stað út af Vesturfjörutanga með flothring og Björgvinsbelti báru ekki árangur. Björgunarbátinn úr Mími rak austur með landi og skolaði aö íjörunni við Þinganessker. Taiið er að 30-45 mínútur hafi liðið frá þvi að Mímir fór á hvolf þangað til nemendumir 5 komust við ill- an leik í gegnum brimið og í land með því að synda. Að sögn Guðbrands Jóhanns- sonar hjá Slysavamafélagi ís- lands á Höfn voru menn sendir á bát strax út á tjöru og komu þeir piltunum til aðstoöar. Piltarnir fimm voru mjög þjakaðir og kald- ir og voru þeir færöir í björgunar- skýli í fjöruimi. Þangað kom læknir og hlúði að þeim. Þrírpilt- anna fóru með bát í land en tveir vom fluttir með sjúkrabíl. Einn var marinn en annar hlaut höfuð- meiðsl. Lóðsbáturinn Gísli J. Johnsen reyndi aö komast aö gúmmíbátn- um en varð frá aö hverfa. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug aust- ur frá Reykjavík og leitaði fram í myrkur að öðrum sjómanninum af Mimi - þeim sem hvarf sjónum manna af bátunum sem reyndu að koma honum til bjargar. Hinn manninn rak á land en var þá látinn. Flakið af Mími rak upp á íjöru skammt fyrir utan Ósinn áður en myrkur skall á. Þyrlan kom taug fyrir í honum og kom henni síöan i land. Þar var vakt höfð í nótt. Leit heldur áfram í dag. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.